Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 MATUR Morgunblaðið/Ásdís Ísleifur heppni er ný ísbúð á Hlemmi. Gunnar Logi Malmquist Einarsson, eigandi og rekstr- araðili, segir þau eigendurna hafa verið að fikra sig áfram í tvö og hálft ár á ýmsum matarmörk- uðum en nú séu þau komin með stað á Hlemmi. „Þetta er æðislegt. Verst að þetta var opnað svo seint á sumrinu en maður þarf að bíta í það súra epli. Þetta er sælkeraísbúð og það sem gerir hana öðruvísi en aðar ísbúðir er að við notum bara hrein og góð hráefni. Ísinn okkar er úr rjóma, lífrænni mjólk, hrásykri, eggjarauðum og náttúrulegum bragðefnum. Við notum engin aukaefni. Enga svoleiðis vitleysu,“ segir Gunnar. „Bakaði ístoppurinn er vinsælasti rétturinn. Það er vanilluísinn okkar gerður úr lífrænni van- illu frá Magdagaskar. Svo erum við með papa qui- noa, sem er kryddað með kakói og appels- ínuberki og svo bakað hvítt súkkulaði. Svo er asískur sítrusávöxtur yfir og við toppum þetta svo með mjúkum marengs sem við brennum, sem er mikið sjónarspil. Ef sá fremsti í röðinni fær sér þetta er líklegt að næstu fimm á eftir hermi eftir honum,“ segir Gunnar en hann frystir ísinn með köfnunarefni á staðnum. „Þá verður loft- magnið í ísnum miklu minna en gengur og gerist,“ segir hann. „Svo verður jólamarkaður hér á Hlemmi hverja helgi fram að jólum, kannski ekki þessa helgi en eftir það. Þá munum við bjóða upp á jóla- rétti, heitt eplapæ með vanilluís og líka vöfflur.“ Gunnar Logi notar aðeins náttúruleg hráefni í ísinn sinn. Úr lífrænni vanillu frá Magdagaskar Jólaréttir með skyndibitatvisti „Þetta er með tvisti, örlítið öðruvísi en á Jómfrúnni í Lækjargötu,“ segir Ólafur Kári Ragnarsson, starfsmaður hjá Jómfrúnni á Hlemmi. „Jólin komu í síðustu viku á Jóm- frúna og þá breyttist matseðillinn og við bjóðum upp á jólarétti með smá skyndibitatvisti. Það er breytilegt eftir dögum hvað fólk pantar en af jólamat- seðlinum myndi ég segja að anda- bringan væri að koma sterk inn. Reykt andabringa, hún er hrikalega góð. Annars er rauðsprettan alltaf vinsæl,“ segir hann. Ólafur Kári segir reyktu andabringuna vera vinsæla. Phong Thi Pham frá Víetnam vinnur á Bánh Mí á Hlemmi. „Við seljum hér samlokur og sumarrúllur. Þær eru eins og vorrúllur nema þær eru ferskar, ekki djúpsteiktar. Viltu smakka?“ segir Phong og býð- ur sumarrúllu. Hún segir afar gott að vinna á Hlemmi. „Það er mjög gott að vera hér og það var mjög mikið að gera í byrjun en aðeins minna núna. Ég held að fólk sé að spara peninga fyrir jólin,“ segir hún. Phong segir vinsælast að fá sér saman samloku og sumarrúllu en hún býður einnig upp á súpu. „Þetta er ekta víetnamskur götumatur.“ Ekta götumatur frá Víetnam Phong Thi Pham býður upp á víet- namskan götumat og kunna bæði Íslendingar og ferðamenn vel að meta þenna framandi skyndibita. „Við notum mikið af ferskum jurtum í allt, bæði í kokteila og mat. Hér eru bæði smáréttir og aðalréttir og svo erum við líka með smakkmatseðil á kvöldin,“ segir Máni Yasopha, kokkur á Skál. „Þetta er aðallega íslenskur matur og er buffaló-blómkálið vin- sælast ásamt steikinni. Bleikjan er líka vinsæl,“ segir Máni. Spurður um buffalo-blómkál segir Máni: „Þetta er blómkál sem við erum búin að gufusjóða og svo er það djúpsteikt og blandað með heimagerðri „hot sause“ eða buffaló-sósu. Svo setjum við með því geitaostamajónes, pikklað sellerí og kóríander yfir.“ Mána finnst Hlemmur frábær staður og er hæstánægður að vinna þar. „Það er ótrúlega gaman að vinna hérna, gaman að geta talað við fólk og hér er fullt af ferðamönnum.“ Máni Yasopha er hæstánægður að vinna á Hlemmi og kokkar ofan í gesti og gangandi. Hann segir djúpsteikta blómkálið afskaplega bragðgott. Buffaló-blómkál á Skál

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.