Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Page 28
HEILSA Margir tengja eplaát við jólin, en epli eru hollir ávöxtur sem ætti að borða ár-ið um kring. Þau hjálpa til við að dempa kólesterólmagn í blóði, skapa seddu-
tilfinningu og innihalda efni sem halda heilanum hraustum og línunum í lagi.
Margt gott í einum eplabita
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017
Rannsókn sem birt var í bresku læknariti stað-
festir niðurstöður smærri rannsókna á Nýja-
Sjálandi og Ástralíu um að betra sé fyrir
barnshafandi konur að sofa á hliðinni síðustu
þrjá mánuði meðgöngunnar. Rannsóknin náði
til 1.000 kvenna, þar af 291 sem fæddi and-
vana barn, og kom í ljós að það dregur úr lík-
unum á að barnið fæðist andvana ef móðirin
sofnar á hliðinni frekar en á bakinu.
Mestu virðist skipta í hvaða stöðu móðirn
er þegar hún sofnar og þurfa barnshafandi
konur ekki að hafa af því áhyggjur ef þær velta
sér yfir á bakið í svefni. Skýrist þetta af því að
við verjum mestum tíma í þeirri stellingu sem
við erum í þegar við sofnum.
Að sögn BBC lýkur um það bil einni af
hverjum 225 þungunum í Bretlandi á því að
barnið fæðist andvana og telja rannsakend-
urnir að temji barnshafandi konur sér að
sofna á hliðinni gæti það bjargað lífi 130 barna
ár hvert þar í landi.
Ekki er enn hægt að segja með vissu til um
hvað veldur því að svefnstelling móðurinnar
er áhættuþáttur. Ein sennileg skýring er sú að
þegar hún liggur á bakinu þrengi þyngd henn-
ar og fóstursins að æðum sem bera blóð og
súrefni til fóstursins. ai@mbl.is
MINNKAR LÍKUR Á AÐ BARNIÐ FÆÐIST ANDVANA
Sofi á hliðinni
síðustu mánuði
meðgöngu
Að sofa á bakinu á meðgöngunni kann að
þrengja að blóð- og súrefnisflæði til fóstursins.
Morgunblaðið/Ásdís
Af þeim verkefnum sem framundan eru
hjá PAPESH á sviði lýðheilsu er samstarf
við Eimskip. „Núna stendur yfir rannsóknar-
verkefni með þeim þar sem ætlunin er að
skoða áhrif þrenns konar mismunandi æf-
ingakerfa á lífsstíl, heilsu og vellíðan starfs-
manna Eimskips.“
Thinkstock
Ná betri árangri í
íþróttum með
hjálp vísindanna
Hjá PAPESH-rannsóknasetrinu við Háskólann í Reykjavík
er afreksíþróttafólk mælt og prófað í bak og fyrir til að
hjálpa því að ná enn lengra. Stjórnandi setursins segir
mikilvægt að skoða bæði andlega og líkamlega þætti.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
þeirra. „Við höfum m.a. gert samstarfs-
samning við KSÍ, HSÍ, KKÍ, ÍF, Lands-
samband hestamanna og Golfsamband Ís-
lands, og gerum ítarlegar prófanir á
landsliðsfólki þeirra,“ segir Jose en í rann-
sóknunum er líkamleg geta íþróttafólksins
mæld á ótal vegu. „Gögnin sem þannig
verða til nýtast vel við þjálfun og sýna hvar
hver og einn íþróttamaður getur bætt sig.
Það hjálpar líka að bera saman ástand ís-
lenskra landsliða við lið annarra landa til að
meta hvar íslenska liðið hefur forskot og
hvar styrkleikarnir og veikleikarnir gætu
legið.“
Miklu máli skiptir að skoða líka andlegt
atgervi íþróttafólksins. „Mörg rannsóknar-
setur af þessum toga einblína aðeins á lík-
amlega þætti en við búum svo vel að hafa
innan okkar raða fólk sem er sérfræðingar í
bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði,“ segir
Jose. „Ekki er hægt að aðskilja líkama og
hug, og getur hugarfar haft mikil áhrif á
frammistöðu í keppnum. Við skoðum t.d.
hvort neikvæðar eða jákvæðar hugsanir ein-
kenna keppnisdaga, og hvað það er sem
drífur íþróttafólkið áfram. Sumir æfa og
Hjá Háskólanum í Reykjavík var ný-lega sett á laggirnar sérstakt rann-sóknasetur helgað íþróttum og
hreyfingu. Setrið gengur undir nafninu PA-
PESH sem er skammstöfun á „Physical
Activity, Physical Education, Health and
Sport“.
Jose M. Saavedra er stjórnandi setursins
en þar hafa m.a. verið gerðar bæði áhuga-
verðar og gagnlegar rannsóknir á íslensku
afreksíþróttafólki sem miða að því að bæta
þjálfun þess og frammistöðu í keppnum.
„Markmiðið með stofnun PAPESH var að
sameina á einum stað rannsakendur sem
áður höfðu unnið hver í sínu horninu. Ellefu
manns starfa hjá setrinu og vinna í samein-
ingu að grunnrannsóknum,“ útskýrir Jose
en fræðimenn PAPESH og nemendur undir
þeirra væng hafa þegar birt greinar um nið-
urstöður sínar í virtum ritrýndum fræðirit-
um.
Finna veikleikana
Þær rannsóknir sem PAPESH gerir á af-
reksíþróttafólki felast í því að mæla vand-
lega og greina andlegt og líkamlegt ástand
keppa til að verða bestir og bera af, aðrir
vilja takast á við áskoranir og enn aðrir
stunda íþrótt sína til að ná tilteknum mark-
miðum, og eru þetta hlutir sem gott er að
skilja.“
Leiðir til betri heilsu
Rannsóknir Jose og félaga skoða líka áhrif
íþrótta og hreyfingar á venjulegt fólk. Hann
nefnir sem dæmi rannsókn sem gerð varð á
vegum PAPESH, og birt á dögunum, þar
sem í ljós kom að íþróttaæfingar gögnuðust
sem meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir
við þunglyndi og/eða kvíða.
Annað gott dæmi er rannsókn sem Jose
gerði með síleskum kollegum sínum og vonir
standa til að vinna frekar með hér á landi.
„Þar skoðuðum við hvort tengsl væru á milli
námsframmistöðu skólabarna og þess hvort
þau fóru fótgangangandi í skólann. Um var
að ræða skóla í dreifbýli og því þurftu sum
börnin að ganga 30-60 mínútur frá heimili til
skóla dag hvern. Kom í ljós að börnin í þess-
um hóp fengu hærri einkunnir í spænsku og
stærðfræði en börnin sem var ekið í skólann
eða þurftu að ganga styttri vegalengd.“
Í rannsóknum PAPESH á afreksíþróttafólki er
þess gætt að skoða andlegu hliðina. „Ekki er hægt
að aðskilja líkama og hug, og getur hugarfar haft
mikil áhrif á frammistöðu í keppnum,“ segir Jose.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rannsókn vísindamanna við Southampton-
háskóla í Bretlandi bendir til þess að það hafi
jákvæð áhrif á heilsuna að drekka þrjá til
fjóra bolla af kaffi á dag. Rannsakendurnir
rýndu í rösklega 200 rannsóknir á kaffineyslu
og komust að því að heilt yfir má fullyrða að
hófleg kaffineysla sé góð fyrir kroppinn.
Í ljós kom m.a. að þeir sem drekka um það
bil þrjá bolla af kaffi á dag virðast síður líkleg-
ir til að glíma við hjartavandamál eða deyja
vegna þeirra. Kaffineyslan virðist líka draga
úr tíðni lifrarsjúkdóma, þar á meðal tíðni
lifrarkrabbameins, en að svo stöddu er ekki
hægt að fullyrða með algjörri vissu um
orsakaáhrifin enda gætu fleiri orsakaþættir
komið við sögu.
Að sögn BBC ættu óléttar konur og fólk
sem glímir við heilsufarsvanda eftir sem áð-
ur að fara gætilega í kaffidrykkjunni (og
kaffínneyslu almennt) enda getur kaffið m.a.
haft þau áhrif að hækka blóðþrýsting, fram-
kalla höfuðverk og niðurgang. Þá getur kaffi-
bollinn fljótt orðið óhollur ef hann er bragð-
bættur með miklu magni af feitri mjólk eða
rjóma, og sykri, eða ef það þykir alveg ómiss-
andi að hafa smá kruðerí með hverjum ein-
asta sopa. ai@mbl.is
Kaffibollinn er hressandi á fleiri en eina vegu.
Morgunblaðið/Ómar
KAFFI VIRÐIST GERA MEIRA GAGN EN ÓGAGN
Þrír bollar á dag fyrir heilsuna