Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 32
Tilgangur ferðalaga er í grunn-inn sá sami. Hvort sem viðætlum að liggja á strönd,
skoða borgir, menningarminjar eða
keyra út um allt og sjá allt er hug-
myndin yfirleitt að ná einhverri af-
slöppun. Það er hins vegar ekki víst
að okkur verði að ósk okkar og það
hendir að við komum þreyttari úr frí-
inu en við vorum áður en lagt var af
stað.
Til að koma í veg fyrir þetta má
kynna sér vel hvaða áfangastaðir
hafa það orð á sér að bjóða upp á
góða slökun. Ótal ferðatímarit og
-vefsíður hafa tekið saman lista yfir
staði sem bjóða gestum sínum upp á
bestu slökunina. Sunnudagsblað
Morgunblaðsins tók saman á lista þá
staði sem oft eru nefndir.
Lake Placid Lodge, New York
Ef þig langar að vera hálfpartinn á
Dirty Dancing-sveitahóteli, þurfa að
skilja símann og tölvuna þína eftir í
móttökunni, fá æðislegan morgun-
mat upp á herbergi og slaka á í nátt-
úrunni er Lake Placid Lodge rétta
hvíldarsetrið. Þú getur alveg fengið
símann þinn og tölvuna, þú þarft
bara að nota það niðri í móttökunni
eða borðsalnum. Dvalarstaðurinn er
í uppsveitum New York og her-
bergin eins og úr rómantísku veiði-
kofaævintýri, með þykkum skinnum
og hlýlegum húsgögnum. Einnig er
hægt að fá sérkofa við vatnið. Alls
staðar er hægt að setjast við arineld,
meira að segja úti með rauðvínsglas í
hendi.
Galo Resort, Madeira
Suðausturströnd portúgölsku eyj-
arinnar Madeira er ein af þeim fal-
legri. Á þessum hluta eyjarinnar
snýst allt um afslöppun, mat og hug-
leiðslu og hótelið Galo Resort í litla
þorpinu Caniço de Baixo þykir afar
góður dvalarstaður og á góðu verði.
Þar er mikið lagt upp úr að bjóða
gestum upp á indverskt ayurveda-
nudd, jóga og hugleiðslu sem passar
vel við afslappaðan lífsstíl eyjar-
skeggja. Þá er þónokkuð í boði af
matreiðslunámskeiðum í kring fyrir
ferðamenn, sem er skemmtileg við-
ljósmynd/lakeplacid.com
Lake Placid-hótelið er eins og lúxusveiðisetur.
Afslappaðir
áfangastaðir
Margir ferðalangar þrá ekkert nema hvíld og ró.
Sumir áfangastaðir eru betri til þess en aðrir.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Það er hálfóraunverulegt
umhverfið á hvíldarhótelinu
Lake Placid Lodge.
Allt snýst um indverskt nudd og meðferðir á Caniço de Baixo-hótelinu á Madeira.
Og óneitanlega minnir það á kvikmyndir eins og Dirty Dancing.
FERÐALÖG Ágætt er að taka með sér iPod eða önnur tæki ensímann til að njóta tónlistar í fríinu. Þannig næst betriafslöppun því maður freistast ekki til að kíkja á netið
og tölvupóstinn um leið og rétta lagið er valið.
Rétta tónlistin
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017