Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017
F
jölbreytnin í henni veröld gerir hana
svo skemmtilega. Lönd eru ólík og
þjóðir sem þau byggja, svo ekki sé
talað um einstaklingana sem saman
mynda þær. Óþarft er að fullyrða
hvaða eiginleikar séu eftirsóknar-
verðir og hverjir ekki. Það er smekksatriði og
smekkurinn breytist með tíð og tíma.
Mugabe gamli, forseti Simbabve, hafði sagt að
enginn nema Guð einn gæti blandað sér í það
hvort og þá hvenær hann léti af störfum. Þótt það
sjónarmið virtist nokkuð afgerandi þá féll Mugabe
af valdastóli í vikunni án þess að æðri máttarvöld
hefðu ýtt við honum.
Í bláenda baráttunnar tókst forsetanum að
tryggja að öll hans framganga á liðnum valdaárum
í stóru og smáu skyldi um eilífð verða hafin yfir
allan grun. Lík andstæðinga hans í þúsunda tali
verðskulda því enga umfjöllun. Ekki heldur það,
hvernig leiðtoganum tókst að koma sæmilega
bjargálna þjóð í þau heljarbönd fátæktar sem hún
nú engist í.
Mugabe sjálfur sýndi þó lofsvert fordæmi um
hvernig má komast vel af af litlu, með ástundun,
sparnaði og útsjónarsemi. Af litlum launum for-
seta alþýðulýðveldisins, sem samkvæmt upp-
gefnum tölum voru hæfilega mögur, tókst honum
smám saman að koma sér upp glæsivillum í Suð-
ur-Afríku, Dubaí og Singapúr, svo nokkrar hallir
séu nefndar, auk eigna í Simbabve sjálfu. Og hann
hafði þó nægilegan afgang til að ausa fé í börn sín
og hlaða gulli og demöntum á sína góðu konu, sem
var sögð hafa fallist á að taka við forsetaembætt-
inu þegar og ef Mugabe félli frá.
Fagmaður valinn
En svo fór þó að fyrrverandi varaforseti, reynslu-
bolti og handlangari forsetans, sem ber viður-
nafnið Krókódíllinn, fórnaði sér í starfið. Krókó-
díllinn er sagður hafa 20 þúsund mannslíf á
samviskunni. Þegar nýi forsetinn hafði svarið
embættiseið sinn sagði hann í ávarpi til þjóðar
sinnar, og þeirra Mugabe beggja, að valdaskiptin
væru sannkallaður sigur lýðræðisins. Sú einkunn
hefur vafalaust glatt herforingjana, sem sáu um
talningu á tíu atkvæðum herráðsins, og kannski
komið þeim þægilega á óvart.
En það voru fréttamyndir af dansandi fólki á
borgartorgum sem vöktu mesta athygli umheims-
ins. Það varð ekki annað séð en að þar færi ham-
ingjusamasta þjóð í heimi, sem stangaðist þá á við
alþjóðlegar kannanir sem segja að þunglamalegar
þjóðir í norðri, sú norska og sú íslenska, séu þær
hamingjusömustu.
Skemmtilegustu myndirnar sem birtust voru frá
þjóðþinginu í Harare þegar þingforsetinn tilkynnti
að Mugabe, þessi einstæða guðsgjöf þjóðarinnar,
hefði með sínum skilyrðum loks samþykkt að fara
frá völdum.
Þingmennirnir spruttu úr sætum og tóku að
vagga sér í smitandi ritma um þingsalinn undir lið-
andi tónlist raddbanda sinna.
Þá sátu þungir á þingi
Í íslenska þinginu gæti þetta ekki gerst. Ekki núna
og jafnvel ekki fyrir fáeinum áratugum þegar þing-
flokkarnir þorðu enn að láta eftir sér að fara út á
Borg í blálok þingstarfanna fyrir jól og sneru þaðan
glaðbeittir til baka og voru þá merkjanlega vinsam-
legri hefðbundnum andstæðingum sínum en endra-
nær.
Sumir tróðu sér inn í heilaga skrifstofu þing-
forseta og gítarsnillingar þingsins spiluðu undir
þegar sungið var margraddað og oftar en einu sinni
„Forðum var verandi á vertíð í Eyjum og sjómönn-
um þótti á Siglufjörð farandi“.
Nú, þegar allir eru sem óðast að koma sér í
kristniboðsstellingarnar, er sjálfsagt engin hætta á
því að slíkt og þvílíkt gerist aftur. En jafnvel á fyrr-
nefndum léttúðartímum hefði verið óhugsandi að
háttfastir mjaðmahnykkir yfirtækju þingsalinn í
gleðinni yfir sigri lýðræðisins. Enda verður að
kannast við að sjaldgæft mun vera að lýðræðið
vinni aðra eins sigra á þessu þúsund ára þingi og
þeir unnu í þinginu í Harare nú í vikunni.
Sagan um litla símtalið
Fyrir viku birtist „símtalið“ sem fjöldi manna hafði
reynt að fá birt í nær áratug og fram að því látið
eins og væri brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.
Fæstum landsmanna þótti mikið til þess koma sem
birtist. En sennilega hefur þeim sömu þó létt við að
þetta upphafna dellumál væri loksins frá og lag-
hentustu smiðir samsæriskenninga gætu óáreittir
snúið sér að öðru. En sumum varð beinlínis um. Og
það jafnvel þeim sem barist höfðu lengst og eins og
riddarar við ógurlega eldspúandi dreka fyrir því að
samtalið væri birt. Þessir töldu það ósvinnu að sam-
tal sem þeir höfðu lengi sagt að þjóðin gerði ein-
róma kröfu um að fá birt, yrði svo bara allt í einu
birt. Eru engin takmörk fyrir svívirðingunni,
spurðu þeir sjálfa sig og hafa ekki fengið svar.
Einni af aðalhetjum baráttunnar varð svo mikið
um það hversu mikið þunnildi þetta reyndist vera,
að hann sagðist þegar mundu gera kröfu um að
rannsakað yrði í þaula hvort þetta birta símtal væri
virkilega allt samtalið og þá upplýst um leið um allt
það sem hefði verið skorið burt!
Spunakörlum fipast
Í frétt á Eyjunni sagði „að samkvæmt Seðlabank-
anum fékk Morgunblaðið símtalið ekki afhent og
var það ekki gert með leyfi Seðlabankans. Það séu
því líkur á því að Davíð Oddsson hafi tekið afrit af
símtalinu á brott með sér úr Seðlabankanum. Björn
Valur vill fá það staðfest að samtalið sé raunveru-
legt og ekkert sé skilið eftir.
„Ég tel eðlilegt að bankaráð Seðlabankans ræði
þetta mál út frá því hvernig gögn fara úr bank-
anum. Ég tel að bankaráðið, sem eftirlitsaðili bank-
ans, hljóti að ræða þetta og taka afstöðu til þess.““
„Þá segir Björn Valur:
„Það er auðvitað alvarlegt mál ef trúnaðargögn
Sigur lýðræðisins
og ógöngur samsæris-
manna bar upp
á sömu daga
Reykjavíkurbréf24.11.17