Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 35
og önnur gögn, sem meira að segja Alþingi hefur
ekki fengið aðgang að, skuli fara úr Seðlabank-
anum. Það ber að taka það alvarlega.““ Þá kom
fram að Björn Valur hefði setið í bankaráði Seðla-
bankans í fjögur ár og aldrei spurst fyrir um hið
mikla símtal þar. Þó er sá góði maður ekki sér-
staklega frægur fyrir það, umfram aðra menn, að
sitja á sér.
Fleiri fjölmiðlar hafa gefið til kynna að sá banka-
stjóra Seðlabankans forðum, sem nú sé ritstjóri
Morgunblaðsins, hafi haft afrit símtalsins með sér
úr bankanum. En vandinn er sá, að þetta símtal var
ekki afritað á meðan sá var í bankanum. Það var
ekki fyrr en löngu síðar, þegar Rannsóknarnefnd
Alþingis vildi fá að sjá ýmis símtöl sem kynnu að
hafa þýðingu fyrir vinnu nefndarinnar, sem hafist
var handa við afrit samtalanna. Bankastjórinn var
þá fyrir löngu horfinn tómhentur úr bankanum og
hefur ekki komið inn í það hús síðan, þótt honum
hafi verið boðið þangað nokkrum sinnum en ekki
haft tök á að mæta. Björn Valur og þeir hinir gætu
vissulega bent á að bankastjórinn viti hvar stromp-
ur bankans sé í húsinu og kunni því að hafa að næt-
urþeli látið sig síga þar niður, komist fram hjá næt-
urvörðum hússins og klifrað upp aftur með símtalið
í rassvasanum. Það er þekkt að slíkan leik hefur Ís-
landsvinurinn Tom Cruise leikið víða um heim.
Bankastjórinn gæti hæglega hafa séð slíkar myndir,
þótt bannaðar séu fyrir börn, og leikið trikkið eftir.
Aldrei of varlega farið
Umræðan um kynferðislega áreitni, sem Harvey
kvikmyndajöfur startaði, heldur áfram og tekur á
sig ýmsar myndir. Nú síðast skrifaði móðir í Eng-
landi skóla þeim sem 6 ára sonur hennar sækir og
krafðist þess að ævintýrið um Þyrnirós yrði þegar í
stað fellt út úr samþykktri lestrarskrá skólans.
Ástæðan er augljós: Prinsinn, sem vakti Þyrnirós af
aldargömlum svefni, hafði ekki fengið fyrirfram
samþykki hennar fyrir kossinum.
Kannski leynist svo óþolandi áreitni víðar.
Hvað um Alfinn álfkóng, Dísu ljósálf, Dverginn
Rauðgrana og ævisögu Bjössa í Val?
Morgunblaðið/Eggert
’
Fleiri fjölmiðlar hafa gefið til kynna að
sá bankastjóra Seðlabankans forðum,
sem nú sé ritstjóri Morgunblaðsins, hafi haft
afrit símtalsins með sér úr bankanum. En
vandinn er sá, að þetta símtal var ekki afritað
á meðan sá var í bankanum. Það var ekki
fyrr en löngu síðar, þegar Rannsóknarnefnd
Alþingis vildi fá að sjá ýmis símtöl sem
kynnu að hafa þýðingu fyrir vinnu nefndar-
innar, sem hafist var handa við afrit samtal-
anna. Bankastjórinn var þá fyrir löngu horf-
inn tómhentur úr bankanum…
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35