Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 39
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Samræða verður í Listasafni Íslands
á sunnudag kl. 14 um stórt verkefni
danska listamannsins Asgers Jorn
sem kynnt er þar á sýningu. Stein-
grímur Eyfjörð, Unnar Örn Jónas-
son og Jón Proppé taka þátt.
Goddur – Guðmundur Oddur
Magnússon prófessor veitir á
sunnudag kl. 14 leið-
sögn á vegum
Náttúruminjasafns
Íslands á sýningunni
Sjónarhorn –
ferðalag um ís-
lenskan
myndheim
sem er í
Safna-
húsinu
við Hverfisgötu.
Yean Fee Quay, sýningarstjóri
við Listasafn Reykjavíkur, verður á
sunnudag kl. 14 með leiðsögn um
sýninguna Stór-Ísland. Á henni
eru verk erlendra listamanna
sem búa og starfa hér á landi.
Edda Halldórsdóttir verður á
sunnudag kl. 14 með leiðsögn í Ás-
mundarsafni þar sem skoðuð
verða verk eftir Ásmund Sveins-
son myndhöggvara sem innblásin
voru af verkum eftir Carl Milles.
Sætabrauðsdrengirnir Bergþór
Pálsson, Gissur Páll Gissurarson,
Hlöðver Sigurðsson, Viðar Gunn-
arsson og Halldór Smárason píanó-
leikari skemmta í Hveragerðis-
kirkju á sunnudag kl. 17.
Ný sýning, Í hlutarins eðli –skissa að íslenskri sam-tímalistasögu [1.0], verður
opnuð í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi í dag. Að sögn Ólafar K.
Sigurðardóttur safnstjóra er sýn-
ingin hluti nokkurs konar skissu-
vinnu Listasafns Reykjavíkur að ís-
lenskri samtímalistasögu.
Hugmyndin er að safnið haldi áfram
að velja verk úr safneigninni og
setja í samhengi einskonar tilraunar
til að skrifa listasöguna jafnóðum.
Sýnd eru verk eftir listamennina
Doddu Maggý, Elínu Hansdóttur,
Finnboga Pétursson, Gabríelu Frið-
riksdóttur, Guðný Rósu Ingimars-
dóttur, Hörpu Árnadóttur, Hildi-
gunni Birgisdóttur, Hrein Frið-
finnsson, Huldu Stefánsdóttur, Ívar
Valgarðsson, Jóhann Eyfells, Magn-
ús Árnason, Tuma Magnússon og
Styrmi Örn Guðmundsson.
Þau nýjustu í safneigninni
„Fyrir okkur vakir að veita aðgang
að safneignini okkar sem jafnt og
þétt byggist upp. Og draga fram úr
henni einstaka þætti íslenskrar
samtímalistasögu,“ segir Ólöf.
„Fyrir þessa sýningu völdum við
saman verk sem við greinum í
ákveðna umfjöllun um efnisheiminn;
hvernig myndlistarmenn skoða efn-
isheiminn og vinna með eiginleika,
eðli, merkingu og gildi efnisins.
Dæmigert fyrir þessa skoðun er
verk Hreins Friðfinnssonar, Com-
position, þar sem eðli efnanna í
verkinu myndar ákveðna spennu í
því en skýrir um leið eðli hnattar-
ins.“ Hún nefnir einnig verk Hörpu
Árnadóttur, þar sem „eðli hlutarins
er eðli málverksins og þeirra efna
sem hún vinnur með á fleti þess –
striginn og þau efni sem Harpa ber
á hann vinna verkið og eru þátttak-
endur í því að móta upplifun manna
af verkinu,“ og verk Finnboga Pét-
urssonar þar sem hljóð er gert sýni-
legt með bylgjum sem berast um
efni.
Hún segir að meðal annars séu á
sýningunni verk sem safnið eign-
aðist fyrir viku, myndband og ljós-
myndir eftir Doddu Maggý, og fá
þau gott pláss. efi@mbl.is
Verk eftir Hrein Friðfinnsson: Composition, 2016. Eðli efnanna í verkinu
„myndar ákveðna spennu í því en skýrir um leið eðli hnattarins“.
Listasafn Reykjavíkur
Efnisheimurinn í
myndlistinni
Á sýningu í Listasafni Reykjavíkur er brugðið
upp fyrstu skissu sýningarstjóra þess að íslenskri
samtímalistasögu og sjónum beint að efnisheimi.
Dodda Maggý: Étude op. 88, no 7,
2017. Nýjasta verkið í safninu.
Berg Contemporary
Verk Finnboga Péturssonar, Stand-
bylgjur, 2016. Hljóð gert sýnilegt.
Berg Contemporary
MÆLT MEÐ
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Ný kynslóð málningarefna
SUPERMATT
Almött þekjandi viðarvörn
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
o
o