Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Síða 41
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Ég er að lesa Kanínufangarann eftir Lars Kepler, en reyndar líka Af- lausn eftir Yrsu Sigurðardóttur og Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Það eru áreiðanlega fimmtíu bækur á náttborðinu mínu, allt bækur sem ég ætla mér að lesa, og þær hrúgast upp hjá mér. Núna er ég stödd í Stratford-upon-Avon og Kanínu- fangarinn varð fyrir valinu vegna þess að hann var létt- astur til að hafa með í töskunni á ferðalaginu. Ég er mikill aðdá- andi Guðrúnar Evu og les allt sem hún skrifar. Hún er alveg dásamleg og Skegg Raspútíns er mjög áhugaverð og fal- leg bók, sem ég mæli hiklaust með. Ég er mjög hress með að það er verið að gefa út miklu fleiri áhuga- verðar bækur þessi jól en í fyrra, en ég vil bara fá íslenskar bæk- ur í jólapakkann. Bæði finnst mér skemmti- legra að eiga þær og ekki nema sjálfsagt að styrkja íslenska rithöfunda. María Loftsdóttir María er grafískur hönnuður, mynd- listarkennari og upplýsingafræðingur. hafði varað í tvo áratugi. „Við vorum bæði óskaplega stjórnsöm og harðir karakterar,“ segir hún og segir virð- inguna í hjónabandinu hafa verið farna. Hún viðurkennir að enn erfið- ara hafi verið að skilja við hestana en manninn. „Það var ofboðslega erfitt að skilja við hestana og þetta er yndislegur staður. Mér þótti mjög vænt um þennan stað,“ segir hún en hún átti heima milli Kölnar og Lúxemborgar. Í bókinni er því lýst hvernig tilfinn- ingar bærðust með Rúnu þegar skiln- aðurinn vofði yfir. Ég gleymdi mér í rökkrinu. Ég gleymdi ráðum mömmu minnar í eig- in sjálfsvorkunn. Ég gleymdi meira að segja dóttur minni í hugarvílinu sem áðgerðist þessa þokufullu daga. Ég var farin að setja dauða minn á svið. Hvort ætti ég að keyra á fína Maserati-bílnum mínum á næstu tré eða stökkva fram af illræmdri brú í næsta nágrenni? … ég gleymdi því hvað ég átti óskaplega mikið að lifa fyrir. Rúna komst yfir þessar vondu hugsanir með hjálp vinar og dreif sig heim. „Mér fannst æðislegt að koma heim, ég er mjög mikill Íslendingur í mér. Ég held að maður þurfi að búa úti til þess að átta sig á því hvað það er yndislegt að vera hérna og hversu gott við höfum það hér. Við erum oft dálítið vanþakklátt. Heldur fólk virki- lega að það sé ekki erfitt að búa ann- ars staðar?“ Bílslys breytir öllu Rúna hafði hugsað sér að halda áfram vinnu sinni með hestum eftir heim- komuna. En þá tóku örlögin í taum- anna. Rúna lenti í bílslysi og slasaðist alvarlega. Dóttir hennar og tveir aðr- ir unglingar voru í bílnum og sluppu sem betur fer ótrúlega vel. Í slysinu brotnuðu hálsliðir og hún fékk ljótan skurð á höfuð. Hryggjarliðir voru síð- ar spengdir saman erlendis. „Ég held að ég hafi verið mjög heppin,“ segir Rúna hugsi. „Þetta breytir lífsviðhorfunum og áherslunum í lífinu. Með slysinu verða risakaflaskil í mínu lífi. Ég áttaði mig á hvað það væri sem skipti máli í líf- inu. Þessi skilnaður er bara ekkert mál miðað við það ef ég hefði nú bara lamast. Eða guð má vita hvað. Í dag sækist ég meira eftir að hafa tíma. Ég hef oft verið mikið ein og er mikill ein- fari í mér en nú finnst mér æðislegt að eyða tíma með góðu fólki eða sitja og horfa á hafið og njóta náttúrunnar á Íslandi,“ segir hún. Enn í dag er hún með verki í hálsi og handlegg og á erfitt með að vera mikið á hestbaki. „Þetta slys breytti lífinu en lífið heldur áfram. Það var svolítið erfitt að kyngja því fyrst,“ segir Rúna sem í dag vinnur í hestavöruverslun og fer annað slagið á hestbak. Hún er sátt og búin að þora að gefa út bók um líf sitt. Og þótt lífið snúist um hesta seg- ir Rúna bókina ekki bara vera um hesta. „Þetta er líka örlagasaga.“ Rúna Einarsdóttir segir að bílslysið hafi breytt við- horfum hennar til lífsins. Morgunblaðið/Ásdís BÓKSALA 1.-19. NÓVEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Myrkrið veitArnaldur Indriðason 2 Saga ÁstuJón Kalman Stefánsson 3 MisturRagnar Jónasson 4 Amma bestGunnar Helgason 5 Gagn og gaman Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 6 GatiðYrsa Sigurðardóttir 7 Þitt eigið ævintýriÆvar Þór Benediktsson 8 JólaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir 9 Ekki vera sárKristín Steinsdóttir 10 SyndafalliðMikael Torfason 11 Jól með LáruBirgitta Haukdal 12 Litla bókabúðin í hálöndunum Jenny Colgan 13 Settu saman manns- líkamann Richard Walker 14 HeimaSólrún Diego 15 Með lífið að veðiYeomne Park 16 SakramentiðÓlafur Jóhann Ólafsson 17 Saga þernunnarMargaret Atwood 18 Með lognið í fangiðJón Steinar Gunnlaugsson 19 Flóttinn hans afaDavid Walliams 20 Útkall, Reiðarslag í EyjumÓttar Sveinsson Allar bækur MIG LANGAR AÐ LESA PLUSMINUS OPTIC Smáralind Sími 517 0317 | www.plusminus.is TILBOÐ Margskipt sjóngler frá 49.900 kr. Hágæða sjóngler frá NOVA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.