Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 44
Bjarney Anna Jóhannesdóttir segist hugsanlega geta orðið sú fyrirmynd sem einhverfa listamenn vantar. Hún segist víða þekkt sem stelpan sem hlustaði á tónlist og gekk í hringi til að róa sig niður. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bjarney Anna Jóhannesdóttir er tón- listarkonan Fnjósk. Hún fagnar 25 ára afmæli 1. desember með tón- leikum á Akureyri og útgáfu plötu. Einhverfa listamenn vantar fyrir- myndir, segir hún, og vonast jafnvel til þess að hún geti orðið slík fyrir- mynd þótt hún óttist reyndar þá hugsun dálítið. „Ég var ekkert rosalega góð að tjá mig með orðum og myndlist var mitt aðaltjáningarform þegar ég var yngri. En svo togaði tónlistin mig til sín. Hún byrjaði samt aldrei; tónlistin bara er og hefur alltaf verið,“ segir Bjarney Anna í samtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Ung eignaðist hún gítar, en það kom reyndar ekki til af góðu. „Systir mín hafði lært á gítar og lánaði mér hann. Ég tók gítarinn með mér til vin- konu minnar, hún flækti trefilinn í hjólum tölvustólsins, lyfti stólnum upp en þá datt hann á gítarhálsinn. Ég var eyðilögð og hringdi í systur mína, en hún sagði þá að ég mætti eiga gítarinn. Ég var því mjög heppin; átti orðið gítar, að vísu ónýtan, en losnaði um leið við samviskubitið!“ Móðir Bjarneyjar er myndlistar- kona. „Líklega varð ég fyrir áhrifum frá henni. Foreldrar mínir hvöttu okkur systkinin til að elta ástríðurnar og finna okkur þannig stað í lífinu. Ég fann minn í myndlist og tónlist.“ Hún segist aldrei hafa fengið „eðli- lega“ unglingaveiki. „Ekki gagnvart foreldrunum, ég átti yfirleitt alltaf í mjög góðum samskiptum við þá, held- ur fékk ég unglingaveiki gagnvart öll- um öðrum, til dæmis krökkunum í skólanum. Ég var mjög óörugg þegar ég var yngri og greip þá oft til tónlist- arinnar; ég var viðkvæm fyrir hljóð- um á tímabili og þegar skynáreitið var of mikið setti ég oft á mig heyrnartól og gekk í hringi. Þannig náði ég að róa mig niður. Í öllum skólum sem ég hef farið í var ég þekkt sem stelpan sem hlustaði á tónlist og labbaði í hringi,“ segir Bjarney Anna. „Það að ég hlustaði svona mikið á tónlist gerði það að verkum að ég fékk áhuga á því að búa til tónlist sjálf.“ Hún keypti sér snemma ukulele. Hafði fengið að prófa gítar systur sinnar en ukulele er minna og með- færilegra. Hentaði betur. „Ég fékk frelsi til að prófa mig áfram. Á tíma- bili fannst mér ég skynja að fólki Bjarney Anna Jóhannesdóttir segir ein- hverfar fyrirmyndir vanta fyrir listafólk. „Ég var lengi rosalega spennt fyrir því að heyra um einhvern einhverfan í skemmtanalífinu því það gæti sýnt fram á að það væri pláss fyrir mig. En ég held að þeir sem eru á róf- inu og í þessum bransa séu ógreindir eða fari svolítið leynt með það.“ Enginn er fullkominn 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 LESBÓK FÓLK Uma Thurman hefur loks tjáð sig nánar um Harvey Weinstein-málið en fyrr í mánuðinum sagðist hún vera of reið til að deila hugsunum sínum um kynferðisbrot í Hollywood. Hún skrifaði eftirfarandi á Instagram á þakk- argjörðarhátíðinni: „Gleðilega þakkargjörð. Ég er þakk- lát fyrir að vera á lífi, fyrir alla sem ég elska og fyrir þá sem hafa hugrekki til að tala máli annarra. Ég sagði ný- lega að ég væri reið og ég hef nokkrar ástæður til þess,“ skrifaði hún og bætti við #metoo og gefur þar með í skyn að hún hafi verið eitt fórnarlama kvikmyndaframleið- andans. Hún óskar öllum gleðilegrar hátíðar en und- anskilur „Harvey og illgjarna samstarfsmenn hans. Ég er glöð að þetta gengur hægt. Þú átt byssu- kúlu ekki skilið“. Thurman líka Uma Thurman segir Weinstein mega kveljast. FÓLK Seth Meyers verður kynnir á næstu Golden Globe-verðlaunahátíð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum erlendra blaðamanna í Hollywood. „Hann hefur með- fædda grínhæfileika og í því að heilla áhorf- endur. Seth mun hjálpa okkur í að viðhalda þessari hátíðarhefð að verðlauna það besta í sjónvarpi og kvikmyndum í teiti ársins,“ seg- ir þar. Hátíðin er alltaf haldin í janúar og verður næsta hátíð sú 75. sem haldin er. Meyers, sem er þekkur fyrir kvöldþætti sína og Saturday Night Live, tekur við af Jimmy Fallon sem kynnir Golden Globe-hátíðarinnar. Meyers verður kynnir Meyers tekur við af Jimmy Fallon sem kynnir Golden Globe-verðlaunahátíðarinnar. AFP Demi Lovato Í mál við Disney TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Jam- ie Ciero hefur höfðað mál gegn Demi Lovato, Idinu Menzel og Disn- ey vegna hins geysivinsæla lags „Let It Go“ úr teiknimyndinni Froz- en frá 2013. TMZ greinir frá þessu og segir Ciero halda því fram að smellurinn sé mjög líkur sínu eigin lagi frá árinu 2008 sem ber nafnið „Volar“. Hann vill fá hluta af ágóða kvik- myndarinnar og lagsins í skaðabæt- ur. FÓLK Leikarinn Earle Hyman, best þekktur fyrir að leika afann í The Cosby Show, er látinn. Hann lék föður Cliffs Huxta- bles, sem Bill Cosby lék, þrátt fyrir að vera að- eins ellefu árum eldri en hann. Hann kom fram í 40 þáttum af The Cosby Show og var tilnefndur fyrir hlutverk sitt sem besti leikari í aukahlutverki á Emmy-verðlauna- hátíðinni 1986. Hann var líka rödd Pathros í Thundercats og lék í All My Children og The Defenders. Hyman var jafnframt vanur sviðs- leikari og var tilnefndur til Tony- verðlauna fyrir The Lady from Dubuque árið 1980. Hyman látinn Earle Hyman LEIKHÚS Aidan Turner sem sem leikur Ross Poldark í þáttunum Poldark ætlar að færa sig yfir á leiksviðið. Hann leikur í fyrsta sinn í West End-uppfærslu í London á næsta ári í verkinu The Lieutenant of Inishmore, kolsvartri kómedíu eftir Martin McDonagh. Turner verður í hlutverki írsks hryðju- verkamanns. Aidan Turner sem Poldark. Turner á svið Ljósmynd/Bjarney Anna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.