Morgunblaðið - 13.12.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
Þröstur Sigtryggsson
skipherra lést síðastlið-
inn laugardag, 9. des-
ember. Hann var
fæddur 7. júlí 1929,
sonur hjónanna Hjalt-
línu Margrétar Guð-
jónsdóttur, kennara og
húsfreyju frá Brekku á
Ingjaldssandi, og séra
Sigtryggs Guðlaugs-
sonar, prests og skóla-
stjóra á Núpi í Dýra-
firði. Bróðir Þrastar
var Hlynur Sigtryggs-
son veðurstofustjóri.
Þröstur ákvað snemma að gera
sjómennsku að ævistarfi. Hann tók
inntökupróf í 2. bekk farmanna í
Stýrimannaskólanum haustið 1952
og útskrifaðist frá Stýrimannaskól-
anum 1954 og lauk prófi í varð-
skipadeild í sama skóla 1954. Hann
réðst þá sem stýrimað-
ur hjá Landhelgisgæsl-
unni og varð skipherra
1960 og starfaði þar
uns hann lét af störfum
árið 1990, og hafði þá
tekið þátt í þremur
þorskastríðum.
Þröstur kenndi vet-
urna 1990-1992 við
grunnskólann á Þing-
eyri og stundaði sjó-
sókn þaðan. Þá var
hann skólastjóri barna-
skólans á Núpi 1981 til
1983 og kenndi einnig
við héraðsskólann þar.
Þröstur var mikill áhugamaður
um golf á þessum árum og stofnaði
golffélagið Glámu á Þingeyri og stóð
að og hannaði 9 holu golfvöll þar
vestra. Æskuslóðirnar voru honum
hugleiknar og gerði hann æskuheim-
ili sitt, Hlíð í Dýrafirði, að menning-
arminjasafni. Átti hann hugmynd að
ritun sögu Núpsskóla. Sú hugmynd
varð að veruleika og kom bókin sem
Aðalsteinn Eiríksson ritaði út í sum-
ar þegar 110 ár voru frá stofnun
skólans. Minningabók Þrastar,
Spaugsami spörfuglinn, kom út
1987. Þröstur var sæmdur ridd-
arakrossi fálkaorðunnar 17. júní
1976.
Vorið 1954 kvæntist Þröstur Guð-
rúnu Pálsdóttur sjúkraliða (f. 1933,
d. 2013. Börn þeirra eru Margrét
Hrönn, Bjarnheiður Dröfn og Sig-
tryggur Hjalti. Fyrir átti Þröstur
dótturina Kolbrúnu Sigríði. – Eftir
lát eiginkonu sinnar eignaðist Þröst-
ur góðan félaga og vin, Hallfríði
Skúladóttur.
Útför Þrastar verður gerð frá
Grafarvogskirkju næstkomandi
þriðjudag, 19. desember, kl. 15.
Andlát
Þröstur Sigtryggsson skipherra
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, hafa lagt fram sameig-
inlega tillögu á útfærslu tilgreindrar
séreignar. Það gerðu þeir á fundi
með Bjarna Benediktssyni fjármála-
ráðherra á mánudaginn.
„Við lögðum fram tillögu sem er í
skoðun hjá fjármálaráðuneytinu.
Mitt mat er að hún leysi ákveðna
áskorun í tengslum við tilgreindu
séreignina sem snýr að valfrelsi
launþega. Skv. tillögunni geta þeir
ráðið því hvar þeir ávaxta tilgreindu
séreignina, en ágreiningur hefur
verið um það
undanfarið,“
sagði Halldór.
Haft var eftir
Gylfa í Morgun-
blaðinu 11. nóv-
ember að vegna
óvissu um til-
greinda séreign
hefði ASÍ lagt til
að heimild sjóð-
félaga til þess að
verja 2% viðbótarframlagi í til-
greinda séreign yrði frestað og að
það rynni til samtryggingar þar til
óvissunni yrði eytt. Samkvæmt
kjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins, sem undir-
ritaður var í janúar í fyrra, hækkar
mótframlag atvinnurekenda í lífeyr-
issjóð um 3,5% á samningstímanum.
Hækkunin er framkvæmd í þremur
áföngum. Mótframlagið hækkaði um
0,5% 1. júlí 2016 og um 1,5% 1. júlí í
ár. Það hækkar um 1,5% 1. júlí 2018.
Hækki úr 56% í 72%
Halldór Benjamín segir að með
hækkun skylduiðgjalds úr 12% í
15,5% sé ætlunin að mánaðarlegur
lífeyrir úr almennum lífeyrissjóðum
hækki að lágmarki úr 56% í 72% af
þeim meðaltals mánaðarlaunum sem
greitt var af í lífeyrissjóð. Forsenda
þessa er að greitt hafi verið í lífeyris-
sjóð í 40 ár. Heimilt verði að ráðstafa
allt að 3,5% af iðgjaldinu í tilgreinda
séreign. „Við leggjum til að sjóð-
félaga verði heimilt að flytja til-
greindan séreignarsparnað frá
skyldutryggingarsjóði til annars
vörsluaðila sem býður upp á til-
greinda séreignarsparnaðarleið og
öfugt. Með því er valfrelsi viðhaldið.“
Halldór Benjamín segir vörslu-
aðila munu halda tilgreindri séreign
aðskilinni frá öðrum séreignarsparn-
aði innan skyldutryggingar og
viðbótarlífeyrissparnaði. Við flutn-
ing tilgreindrar séreignar verði þeim
sjóði sem sér um innheimtuna heim-
ilt að taka gjald sem samsvarar
kostnaði við innheimtuna og flutn-
inginn. „Það er ekki heimilt nú en
verður að vera það. Annars myndu
sjóðfélagar í sjóði A niðurgreiða
flutning fyrir sjóðfélaga í sjóði B.“
Tryggir valfrelsi launþega
Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa lagt fram tillögu varðandi tilgreinda séreign
Framkvæmdastjóri SA segir tillöguna tryggja að launþegar geti valið ávöxtun
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Jólaverslun í Kringlunni og Smára-
lind fór snemma af stað í ár og hefur
gengið mjög vel það sem af er des-
ember. „Það er rúmlega 4% aukning
í aðsókn fyrstu tíu dagana í desem-
ber,“ segir Sigurjón Örn Þórsson,
framkvæmdastjóri Kringlunnar.
„Allar þessar breytingar sem hafa
átt sér stað í húsinu á árinu eru að
skila sér. Árið hefur allt verið á upp-
leið en ekki eins mikið og jólaversl-
un gefur til kynna.“
Nóvember var líka góður mán-
uður hjá báðum verslunarmiðstöðv-
unum. Fólk fór fyrr af stað til að
nýta sér góð tilboð eins og á svört-
um föstudegi og miðnæturopnunum.
„Svo held ég að aukinn kaupmáttur
skýri að hluta þessa þróun,“ segir
Sigurjón Örn og bendir sér til
stuðnings á að dýrari hlutir séu
hreyfanlegri núna en oft áður.
Undanfari jólanna góður
Tinna Jóhannsdóttir, markaðs-
stjóri Smáralindar, segir jólaverslun
hafa farið mjög vel af stað. Þá hafi
undanfari jólanna verið góður, t.d.
hafi svartur föstudagur verið mun
sterkari núna en fyrri ár. Hún segir
líka nýjar verslanir og breytingar á
Smáralind klárlega eiga þátt í aukn-
ingunni. „Það eru búnar að vera
framkvæmdir á yfir 20 þúsund fer-
metrum og við sjáum miklar breyt-
ingar á heimsóknum í kjölfar þeirra.
Svæðið er líka að styrkjast með
fleiri vinnustöðum, Kópavogur er
ekki lengur úthverfi heldur orðinn
miðja á höfuðborgarsvæðinu.“
Aðsókn í verslanir á Glerártorgi á
Akureyri er svipuð nú og í fyrra.
Edda Rún Ragnarsdóttir, markaðs-
stjóri Glerártorgs, segir jólaversl-
unina hafa farið vel af stað enda sé
öflug jóladagskrá búin að vera í
gangi frá lokum nóvember og síðan
þá hafi aðsóknin aukist jafnt og
þétt. „Við finnum að það er sam-
keppni við netverslun og fólk versl-
ar orðið meira í útlöndum en það er
samt búið að vera troðfullt hús um
helgar.“
Mikið líf í miðbænum
Gott veður að undanförnu hefur
styrkt jólaverslun í miðbænum að
sögn Einars Kára Jóhannssonar,
vaktstjóra í Eymundsson í Austur-
stræti. „Það er búið að vera ágætt
að gera en auðvitað mætti það alltaf
vera meira. Bóksalan er aðeins
öðruvísi en í fyrra, skáldsagan sem
seldist best þá hefur nú vikið fyrir
fræðibókum og ljóðabókum sem er
mikill áhugi á núna,“ segir Einar
Kári sem er bjartsýnn á að jóla-
verslunin aukist í miðborginni eftir
því sem nær dregur jólum. „Ég held
að það hafi ekki verið meira líf í mið-
bænum í mörg ár, sem má þakka
ferðamönnum. Íslendingar skynja
það og sækja því meira hingað.“
Verslanir í Kringlunni, Smára-
lind, í miðbænum og á Glerártorgi á
Akureyri verða opnar til kl. 22 frá
og með morgundeginum, 14. desem-
ber.
Jólaverslun hefur gengið vel
Breytingar og nýjar verslanir í Smáralind og Kringlunni hafa aukið aðsókn
Aukinn kaupmáttur Gott veður styrkir jólaverslun í miðborginni
Morgunblaðið/Hari
Í Kringlunni Jólaverslunin hefur farið mjög vel af stað og opnunartími verslana lengist frá og með deginum í dag.
Ríkiskaup hafa auglýst eftir til-
boðum í nýjan léttabát fyrir varð-
skipið Tý. Óskað er eftir bát sem er
7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt
að 32 hnúta og tekur 20 farþega þeg-
ar mest er. Eru bátar þessir notaðir
til meðal annars ýmissa þjónustu-
verkefna Landhelgisgæslunnar og
þegar fara þarf í verkefni á hafi úti
frá varðskipum.
Léttabáturinn sem á að skipta út
er af gerðinni Springer og var
keyptur í kringum 2000 þegar bátar
varðskipanna Týs, Ægis og Óðins
voru endurnýjaðir. Óðinn er nú kom-
inn til Sjóminjasafnsins við Granda-
garð í Reykjavík og er sýningar-
gripur þar, en Ægir er ekki í notkun
þessi misserin. Hvað Tý viðvíkur
þykir þörf á því að endurnýja létta-
bátinn sem er orðinn tæplega 20 ára.
Kaupverðið verður greitt úr Land-
helgissjóði, að sögn Sveins H. Guð-
marssonar, upplýsingafulltrúa
Landhelgisgæslunnar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskip Léttabátur á góðu stími.
Landhelgis-
gæslan þarf
léttabát
Á að tilheyra Tý og
taka allt að 20 farþega
Stofnvísitölur þorsks og gullkarfa
eru þær hæstu síðan mælingar hóf-
ust árið 1996, samkvæmt niður-
stöðum haustralls Hafrannsókna-
stofnunar eða Stofnmælingu botn-
fiska að haustlagi 2017. Vísitala ýsu
er nálægt meðaltali tímabilsins, en
vísitölur margra tegunda, eins og
ufsa, langlúru, skarkola, þykkva-
lúru, keilu, löngu, gulllax og litla
karfa mældust háar og í mörgum
tilfellum þær hæstu frá árinu 1996,
segir á heimasíðu Hafró.
Vísitala veiðistofns djúpkarfa
hefur hækkað síðustu ár eftir sögu-
legt lágmark en nýliðun er áfram
mjög léleg. Vísitala veiðistofns grá-
lúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá
2006 þegar hún var í lágmarki.
Stofnar hlýra, tindaskötu og skráp-
flúru eru í sögulegu lágmarki.
Helsta markmið haustrallsins er
að styrkja mat á stofnstærð botn-
lægra nytjastofna á Íslandsmiðum.
aij@mbl.is
Þorskur og gullkarfi
aldrei mælst sterkari