Morgunblaðið - 13.12.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017
www.gjofsemgefur.is
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
133567
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Evrópska geimferðastofnunin skaut
fjórum gervihnöttum á loft um kvöld-
matarleytið í gær, en hnöttunum var
ætlað að bæta við staðsetningargetu
Galileo-kerfisins, sem hugsað er sem
evrópskur keppinautur hins banda-
ríska GPS-kerfis.
Ariane 5-eldflaug Evrópsku geim-
ferðastofnunarinnar lagði af stað um
kvöldmatarleytið í gær frá skotpalli
sínum í Frönsku Gvæjana, en upphaf-
lega átti að skjóta gervihnöttunum á
loft í vor. Því var hins vegar frestað
fram til gærdagsins vegna áhyggna
um nákvæmni þeirra atómklukkna
sem voru um borð í gervihnöttunum.
Með eldflaugaskotinu í gær fjölgaði
gervihnöttum Galileo-kerfisins úr 18 í
22, en lokatakmarkið er að 30 gervi-
hnettir verði á sporbaug um jörðu. Á
það markmið að nást árið 2020, en
fram að því mun Galileo-kerfið ekki
virka nema á útvöldum svæðum á
jörðinni.
Allt að tífalt betra en GPS
Galileo-kerfið var gangsett um
miðjan desember á síðasta ári og
sögðu forsvarsmenn þess þá að það
væri nákvæmasta gervihnattaleið-
sögukerfi heims, með allt að „tífalt“
betri mælinganákvæmni en þáver-
andi útgáfa af GPS-kerfinu banda-
ríska. Önnur kynslóð GPS mun þó
hafa svipaða nákvæmni og Galileo.
Kerfið nýtist að svo stöddu ein-
göngu þeim sem búa yfir snjallsímum
og leiðsögutækjum, sem þegar eru út-
búnir örflögum sem tengjast Galileo-
kerfinu. Fjöldi þeirra tækja hefur þó
verið að aukast jafnt og þétt, og er
stefnt að því að allir nýir bílar, sem
seldir eru innan Evrópusambandsins
á næsta ári verði með Galileo-leið-
sögutæki innanborðs.
Ein af „skrautfjöðrum“ ESB
Galileo-kerfið hefur verið kallað ein
af „skrautfjöðrum“ Evrópusam-
bandsins, sem stendur að þróun þess
ásamt Evrópsku geimferðastofnun-
inni. Einn munurinn á Galileo og GPS
er sá að þróun fyrrnefnda kerfisins er
alfarið á hendi borgaralegra en ekki
hernaðarlegra yfirvalda, sem þýðir að
almennir notendur kerfisins eiga að
geta treyst á það að þeir séu að njóta
fullkomnustu leiðsögutækni sem völ
er á.
Með þeim hluta Galileo-kerfisins
sem opinn er almenningi á til að
mynda að vera hægt að mæla út hvar
notandi þess er, með einungis um
fjögurra metra fráviki. Fyrirtæki og
opinberar stofnanir sem greiða fyrir
þjónustuna munu hins vegar geta sagt
fyrir um staðsetningar með nokkurra
sentimetra fráviki, og er meðal annars
stefnt að því að sú tækni verði nýtt
þegar farartæki eins og bílar, flugvél-
ar og skip sem stýra sér sjálf verða
tekin í gagnið.
Þá mun Galileo-kerfið geta flýtt
mjög fyrir leitar- og björgunarstörf-
um, þar sem hægt verður að staðsetja
neyðarköll nákvæmlega innan örfárra
mínútna í stað klukkustunda áður.
Bætt við Galileo-kerfið
Fjórum gervihnöttum skotið á loft í gær 22 Galileo-hnettir í heildina
á sporbaug um jörðu Sagt að Galileo verði mun nákvæmari en GPS-kerfið
Heimild: ESA
Evrópska gervihnattaleiðsögukerfið Galileo
Fjarskipta-
miðstöð
Nákvæmni
Braut
gervihnettir
þegar kerfið
verður fullskapað
brautar-
þrep
Innan við metri
hjá fagmönnum
Innan við fimm
metrar hjá
almenningi
23.222 km
3
30
Hver gervi-
hnöttur
sendir frá
sér kóðuð
fjarskiptamerki
Móttökutæki reiknar út
lengdargráðu, breiddargráðu og tíma
með því að nota merki frá fjórum gervihnöttum
Stillir saman
merkin
Horn að
miðbaugnum
56°
Ariane 5-eldflaug var skotið á loft í gær með fjóra gervihnetti
Stærsti skógareldurinn af þeim sex
sem nú geisa í suðurhluta Kaliforníu
hefur dreift mikið úr sér á síðustu
dögum. Telst eldurinn nú vera
fimmti stærsti skógareldur í sögu
Kaliforníuríkis.
Áætlað er að um 9.000 slökkviliðs-
menn leggi nú nótt við dag í von um
að ráða megi niðurlögum eldanna,
en ekki er útlit fyrir neina úrkomu á
næstu dögum. Telja yfirvöld að það
geti leitt til þess að eldurinn muni
verða sá stærsti í sögunni.
Vindátt hefur hins vegar verið
hagstæð síðustu daga, sem hefur
auðveldað slökkvistarfið nokkuð. Á
móti kemur að landsvæðið þar sem
eldar loga nú er fjöllótt, sem gerir
það að verkum að erfitt hefur verið
fyrir slökkviliðið að athafna sig.
Samkvæmt heimildum CNN-
fréttastofunnar hafa eldsvoðarnir nú
lagt meira en þúsund hús í rúst. Þá
hefur rúmlega 90.000 manns verið
skipað að yfirgefa heimili sín vegna
hættunnar.
Stærsti skógareldurinn hefur ver-
ið nefndur Thomas-eldurinn, þar
sem hann átti upptök sín við Thomas
Aquino-skólann í nágrenni Los
Padres-skóganna. Hann hefur nú
þegar brennt um 93.300 hektara á
um það bil viku. Samanlagt þekja
skógareldarnir sex meira landflæmi
en stórborgirnar New York og Bost-
on til samans.
Einungis ein manneskja hefur far-
ist til þessa í hamförunum, sjötug
kona sem lenti í bílslysi þegar hún
keyrði undan eldunum.
Rúmlega þúsund
hús hafa brunnið
Skógareldar í sunnanverðri Kaliforníu
Heimild: CALFIRE
San
Francisco
KYRRAHAF
NEVADA
ARIZONA
UTAH
KALIFORNÍA
Sacramento
Los AngelesVentura
200 km
B A N D A R Í K I N
WASHINGTON DC
Eldar sem
loguðu í gær
Einn eldanna logar í sýslunum Ventura og
Santa Barbara og er sá fimmti stærsti í sögu
ríkisins
Hundruð þúsunda manna hafa þurft að
flýja heimili sitt
Meira en 850 byggingar, m.a. stór og
glæsileg íbúðarhús, hafa brunnið
Escondido
Los Padres
þjóðskógur
Santa
Barbara
Donald Trump Bandaríkjaforseti
krafðist þess í gær að reglur um inn-
flytjendur yrðu hertar, eftir að í ljós
kom að Akayed Ullah, maðurinn
sem ætlaði að fremja sjálfsvígsárás
við Port Authority-neðanjarðarlest-
arstöðina, væri 27 ára innflytjandi
frá Bangladess. Sagði Ullah við lög-
regluyfirvöld að tilgangur sinn hefði
verið að hefna fyrir loftárásir
Bandaríkjamanna og bandamanna
þeirra á Ríki íslams. Þá hefði hann
valið skotmark sitt út frá því hvar
hann taldi að mest yrði að gera í að-
draganda jólahátíðarinnar.
Trump sagði að núgildandi inn-
flytjendalög hleyptu of mörgu
„hættulegu fólki“ inn í Bandaríkin.
Skoraði hann á Bandaríkjaþing að
herða lög og reglur til þess að koma í
veg fyrir frekari árásir af þessu tagi.
Bill de Blasio, borgarstjóri New
York-borgar gagnrýndi hins vegar
Trump, og sagði að Ullah hefði ekki
verið á sakaskrá og að hann hefði
fengið góð meðmæli í innflytjenda-
ferli sínu.
Vill herða
reglurnar
Árásarmaðurinn
frá Bangladess
AFP
Leit Mikill viðbúnaður hefur verið í
New York í kjölfar árásarinnar.