Morgunblaðið - 13.12.2017, Page 33

Morgunblaðið - 13.12.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 Hátíð nefnast jólatónleikar Hildu Örvarsdóttur sem haldnir verða annað árið í röð í Akureyrar- kirkju í kvöld kl. 20. Tónleikarnir heita eftir samnefndum geisla- diski Hildu sem kom út fyrir síð- ustu jól og hefur að geyma bæði vel þekkt jólalög og önnur minna þekkt frá Norðurlöndunum og sum með nýjum íslenskum textum eftir Sigurð Ingólfsson. „Hljóð- heimur jólalaganna á þessum geisladiski sameinar heillandi heim kvikmyndatónlistarinnar og þjóðlagatónlistar og útkoman er einlæg og töfrandi með skínandi gleði, rétt eins og jólin sjálf,“ segir í tilkynningu. Á tónleikunum koma fram með Hildu þeir Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Þorsteinsson og Kristján Edelstein og Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina á töfrandi hátt. Miðasala fer fram á tix.is og við innganginn. Hilda heldur tónleika í Akureyrarkirkju Hátíð Hilda Örvars heldur jólatónleika í Akureryrarkirkju í kvöld, annað árið í röð. Yfir Jóhönnu Jóhannsdóttur,Jógu eins og hún er alltafkölluð, hefur lengi veriðákveðinn leyndardómur. Fyrst man undirrituð eftir henni þegar flökkusagnaleg tíðindi bárust af því að tónlistarkonan Björk Guð- mundsdóttir nyti andlegrar leið- sagnar og styrks íslenskrar konu sem starfaði sem nuddari. Sökum þess að Jóga sjálf hefur forðast sviðsljósið voru þessar sögur sveipaðar dulúð: var hún raun- verulega til? Árið 2007 söng Björk um Jógu í lagi nefndu eftir henni, línur á borð við: „Hver taug sem finnur til, hana græðirðu.“ Tíminn leið og maður frétti af fleirum sem sögðu hana hafa bjargað sér. Jóga lenti þó skyndilega í þannig stöðu, sem eiginkona borgarstjóra, að það var óhjákvæmilegt annað en hún yrði sýnilegri út á við. Enn hélt hún sér þó til hlés og kom ekki fram í viðtölum. Nú hefur eiginmaður hennar, Jón Gnarr, skrifað bók um æsku, upp- vöxt og sérstæða lífsreynslu Jógu þegar hún var ung kona sem ber heitið Þúsund kossar. Undirrituð er viss um að það vinnur með Jógu að marga hefur langað að kynnast þess- ari hálfgerðu goðsögn. Uppdrættir höfundar af stökum atvikum úr lífi barnsins og unglings- ins Jógu í Kópavogi eru mjög skýrir og myndrænir. Bæði eru sögurnar sjálfar grípandi og skemmtilegar og draga vel fram persónuleika hennar, sem er uppátækjasamur, græsku- laus og jákvæður. Stundum þótti manni eins og höfundur hefði getað tekið dýpri spor þar, hann tipli of léttstígur í fallegum nýföllnum snjó í stað þess að stíga ofan í meira slabb. Gráu fletina vanti. Eftir á að hyggja finnst manni þó sú frásögn í stíl við karakterinn, Jóga er léttfætt, sólar- megin og fáir skuggar fylgja henni. Svona að minnsta kosti þar til ósköp dynja yfir eftir að hún er kom- in til Bandaríkjanna sem au-pair og eru vendipunktur sögunnar. Þúsund kossar heldur vel og skipt- ir þá ekki máli hvort til umfjöllunar er áhyggjuleysi unglingsáranna eða yfirmáta dramatískir atburðir í Bandaríkjunum. Jón er mjög lunk- inn penni og sögumaður og hefur djúpan skilning á hárfínum tilbrigð- um frásagnar. Skilar mýkt textans þegar við á af einstöku næmi, getur verið blátt áfram hversdagslegur og sýnir svo einstaka snerpu þegar hann fyrirvaralaust neglir lesandann niður í mitt hræðilegt bílslys. Fyrst og fremst nýtur Jón þess að þyngja hvergi textann um of með óþarfa og eins og í fyrri bókum hans hefur textinn eitthvert óútskýrt að- dráttarafl, eins og manneskjan með x-faktorinn. Áttundi og níundi áratugurinn eru vel stílíseraðir inn í frásögnina án þess að rembst sé við að troða leik- munum inn á sviðið til að undirstrika tíðarandann. Á köflum finnst manni frásögnina þó vanta fleiri tóna. Hún flæðir vel en það væri spennandi að sjá Jón bregða á meiri leik og til- raunamennsku í frásagnarlistinni þar sem vald hans yfir pennanum er mikið. Án þess að láta of mikið uppi um söguþráðinn verður hin lífsglaða og jákvæða Jóga fyrir miklum skelli í lífinu, ekki aðeins vegna slyssins sjálfs heldur þess sem á eftir kemur og er enn annað sjokk fyrir lesand- ann. Það er ekki síst hvernig Jóga mætir þeim örlögum sem er einstakt og lyftir manns eigin pælingum um fyrirgefningu og lífsviðhorf í nýjar hæðir. Einstök viðhorf Jógu Skáldsaga Þúsund kossar bbbmn Eftir Jón Gnarr. Mál og menning 2017. 283 blaðsíður. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir Lunkinn „Jón er mjög lunkinn penni og sögumaður og hefur djúpan skiln- ing á hárfínum tilbrigðum frásagnar,“ segir í rýni um bók Jóns Gnarrs. Star Wars: Episode VIII – The Last Jedi Jólamynd ársins er án efa áttundi kafli hins gríðarvinsæla Stjörnu- stríðs-bálks sem hófst árið 1977 með sígildri kvikmynd George Lu- cas, Star Wars: Episode IV – A New Hope og hefjast forsýningar á henni í dag. Í myndinni segir, líkt og í þeirri síðustu, af hinni ungu kvenhetju Rey, sem tók í síðustu mynd sín fyrstu skref í átt að því að verða jedi-riddari. Hún heldur nú á vit ævintýra með Loga geim- gengli, Lilju prinsessu og hinum dyggu andspyrnumönnum Poe og Finn og eiga þau eftir að uppgötva leyndardóm kraftsins og fortíð sem var þeim hulin, eins og segir í tímaritinu Bíómyndum mánaðar- ins. Þar segir einnig að sagan sé sögð taka mjög óvænta stefnu sem eigi eftir að koma jafnvel hörðustu aðdáendum á óvart. Þá bíða aðdá- endur eflaust í ofvæni eftir því að fá að vita hver síðasti jedi-riddar- inn er, sem titill kvikmyndarinnar vísar til. Leikstjóri myndarinnar er Rian Johnson og leikarar í helstu hlut- verkum eru Daisy Ridley, John Boyega, Mark Hamill, Adam Dri- ver, Oscar Isaac, Domhnall Glee- son, Andy Serkis og Carrie Fisher. Þar sem kvikmyndin verður frum- sýnd um allan heim í vikunni hafa engir dómar verið birtir um hana enn. Bíófrumsýningar Geimævintýri Rey og Logi í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni. Áttundi kafli Stjörnustríðs SÝND KL. 10.30SÝND KL. 5.30, 8 FORSÝND KL. 8 SÝND KL. 8, 10.25 Miðasala og nánari upplýsingar 5% „Drepfyndinn harmleikur, sem er svo skemmtilegur að þú getur ekki litið undan.“ INDIEWIRE Svört kómedía byggð á ótrúlegum sönnum atburðum um skautadrottinguna Tonyu Harding. EIN AF BESTU MYNDUM ÞESSA ÁRS SÝND KL. 5.30SÝND KL. 6 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.