Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 DraumasiglingumFeneyjar sp ör eh f. Vor 5 Glæsileg sigling um Feneyjar með fljótaskipinu MS Michelangelo. Feneyjar hafa löngum verið kallaðar Drottning Adríahafsins og ekki að ástæðulausu. Í ferð okkar verður m.a. komið við á Murano og Burano eyjunum, siglt að mynni Po fljótsins og svo kynnumst við að sjálfsögðu Feneyjum. 26. apríl - 3. maí Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 239.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Robert J. Barro, prófessor í hag-fræði við Harvard, ritar grein í The Wall Street Journal um vænt- anleg áhrif skattalækkana Trump- stjórnarinnar og vísar í því sam- bandi í eigin rann- sóknir og annarra.    Skattalækk-anirnar eru um- talsverðar. Vegið meðaltal jað- arskatta ein- staklinga lækkar um 3,2 prósentur á þessu ári, sem er meira en lækk- unin í tíð George W. Bush, 2,1 pró- senta, en minni en lækkun Ronald Reagans, 4,5 prósentur, og John F. Kennedys, 3,6 prósentur.    Barro segir þessar skattalækk-anir á einstaklinga hafa já- kvæðust áhrif á vöxt lands- framleiðslunnar, en við bætist jákvæð áhrif af skattalækkunum á fyrirtæki, sem einnig er veruleg. Hann telur að landsframleiðslan aukist um 1,1% á þessu ári og annað eins á því næsta vegna skattalækk- ananna. Áhrifin fari síðan lækkandi en verði þó talsverð.    Ef farið yrði í skattalækkanirhér á landi sem skiluðu svip- uðum áhrifum næmu þau um 25 milljörðum króna á ári fyrstu árin. Þó að áhrifinn á vöxtinn myndu svo minnka væri þjóðarkakan orðin stærri.    Vandinn er hins vegar sá að hér álandi fara umræður um skatta- lækkanir yfirleitt í það far að ræða tap ríkissjóðs en ekki ávinning al- mennings.    Er ekki kominn tími til að leyfaalmenningi að njóta stærri hluta tekna sinna og tryggja um leið áframhaldandi öflugan hag- vöxt, sem gagnast bæði ríkissjóði og almenningi? Robert J. Barro Ávinningur af skattalækkunum STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.1., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -5 skýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 2 heiðskírt Ósló -1 skýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 þoka Helsinki 4 skýjað Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 7 skúrir Dublin 5 léttskýjað Glasgow 4 rigning London 6 rigning París 9 heiðskírt Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 4 súld Berlín 5 heiðskírt Vín 6 heiðskírt Moskva -1 snjókoma Algarve 15 rigning Madríd 9 rigning Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -24 skýjað Montreal -19 snjókoma New York -11 snjókoma Chicago -16 léttskýjað Orlando 4 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:13 15:55 ÍSAFJÖRÐUR 11:52 15:26 SIGLUFJÖRÐUR 11:36 15:08 DJÚPIVOGUR 10:50 15:17 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég verð vör við mikinn áhuga á Rússlandi og ferðum þangað. Fólk er mikið að spyrja hvernig það sé að ferðast til Rússlands og um landið. Hvernig það eigi að haga sér og hvað sé óhætt að gera,“ segir Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku við Háskóla Íslands. Fjölmargir Íslendingar huga nú að ferðum til Rússlands í sumar þeg- ar íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu keppir á HM. Rússland hef- ur ekki verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga og því vilja margir kynna sér hvað þeir eiga í vændum. Af þeim sökum bjóða bæði Mímir og Endurmenntun HÍ upp á námskeið nú í vor fyrir fróðleiksfúsa ferða- langa. Námskeið Mímis er rússneskunámskeið fyrir byrjendur þar sem áhersla verður lögð á grunnatriði í málinu og skemmtilega frasa sem tengjast fótbolta auk fróð- leiksmola um land og þjóð. Nám- skeið Endurmenntunar er af svip- uðum toga. Kennari á því námskeiði er áðurnefnd Rebekka Þráinsdóttir. „Þetta er fyrst og fremst upplýs- andi og skemmtilegt námskeið fyrir þá sem hafa hugsað sér að fara á HM,“ segir Rebekka en á námskeið- inu munu þátttakendur læra að þekkja stafrófið og bera fram staf- ina. Áhersla verður lögð á að þekkja og skilja einfalda frasa, merkingar í almenningsrýmum, matseðla og sitt- hvað fleira. „Fólk fær að heyra rúss- nesk popplög og lærir nokkur fótbol- taslagorð.“ Á Vísindavefnum er í nýrri færslu farið yfir íslensk heiti þeirra borga sem keppt verður í á HM. Borgirnar sem Ísland kepppir í eru Moskva, Volgograd og Rostov við Don. Þar fyrir utan kallast borgirnar Jekater- ínbúrg (áður Sverdlovsk), Kalínín- grad, Kazan, Nízhníj Novgorod (áð- ur Gorkíj), Samara, Sankti Pétursborg, Saransk og Sotsjí. Fræða fólk fyrir Rússlandsferðir  Minnst tvö námskeið fyrir HM-fara AFP Spenna Margir undirbúa nú ferðir á HM í Rússlandi næsta sumar. Ríkiskaup hafa hafnað öllum tilboð- um sem bárust í fastan dælubúnað fyrir Landeyjahöfn. Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi nýs inn- kaupaferlis, að því er haft er eftir Halldóri Ó. Sigurðssyni, forstjóra Ríkiskaupa, á vefnum Eyjar.net, og er ætlunin að ljúka verkefninu eins hratt og kostur er. Ríkiskaup buðu út sanddælurnar fyrir Vegagerðina fyrr í vetur. Fyr- irhugað er að setja upp tvær dælur sem festar verða á krana á haus beggja hafnargarðanna og notaðar til að dæla sandi úr innsiglingunni. Stóðust ekki kröfur Vegagerðin hefur unnið að undir- búningi þessa ásamt fleiri fram- kvæmdum til að laga höfnina og reyna að lengja þann tíma sem Vest- mannaeyjaferjan getur nýtt hana á hverju ári. Ætlunin hefur verið að kaupa sanddælurnar í upphafi árs til þess að hægt verði að setja þær upp í vor. Fæst tilboðin stóðust settar kröf- ur og gildu tilboðin voru vel yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið sem barst í útboðinu reyndist sam- svara 63,5 milljónum kr. sem er tæp- ar 4 milljónir yfir áætlun. Tilboðið er frá Hagtaki hf. og er í rafdrifnar dælur. Tilboð sama fyrirtækis í dæl- ur með vökvabúnaði hljóðaði upp á 87 milljónir kr. Öllum tilboðum í sanddælur hafnað  Vegagerðin vinnur að nýju innkaupaferli  Setja átti dælurnar upp fyrir vorið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í höfn Herjólfur siglir til Eyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.