Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Við óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegs nýs árs
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Dönsk hönnun
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Bæjaryfirvöld í
Garðabæ boðuðu
fund hinn 14. desem-
ber sl. til að kynna
tillögur að breyttu
deiliskipulagi á stök-
um reitum, sem
liggja að Hafnarfjarð-
arvegi frá gatnamót-
um Lyngáss/
Lækjarfita að gatna-
mótum Goðatúns, þ.e.
inn og út úr Litlatúni og Silf-
urtúnshverfinu. Aðalumferðaræð
Garðabæjar, Vífilsstaðavegur,
liggur þarna yfir.
Tillögurnar eru í nokkrum stök-
um bútum, en tillagan, sem tók yf-
ir víðasta svæðið var um breikkun
Hafnarfjarðarvegar í tíu akreinar
á um 400 metra kafla en með
óbreyttar fjórar akreinar til hvors
enda. Tíu í fjórar. Sýnd er for-
gangsrein aðra leiðina úr Hafn-
arfirði áleiðis til Reykjavíkur en
bara á stuttum kafla. Tillögurnar
hlutu ekki hljómgrunn.
Fleygur í hjarta Garðabæjar
festur í sessi
Innan svæðisins eru tvenn
gatnamót, sem tengja vestur- og
austurbæ Garðabæjar, auk teng-
ingarinnar við Goðatún. Í tillög-
unum eru bæði gatnamótin
óbreytt ljósastýrð plangatnamót,
en akreinum er fjölgað í tíu á
Hafnarfjarðarvegi og fimm til sex
á Vífilsstaðavegi við gatnamótin.
Hafnarfjarðarvegurinn er m.ö.o.
breikkaður í 10 akreinar á stuttum
kafla. Þar af eru tvær beygjuak-
reinar hvor til sinnar áttar inn á
og af Vífilsstaðavegi. Ein akrein af
þessum tíu, aðeins í aðra áttina,
frá Hafnarfirði til norðurs, er ætl-
uð fyrir forgangsakstur og akstur
almenningsvagna, þ.e. bara til
Reykjavíkur. Engin slík akrein er
sýnd til baka, eða frá Reykjavík til
Hafnarfjarðar.
Ný undirgöng fyrir gangandi og
hjólandi umferð eru sýnd undir
Hafnarfjarðarveg þar sem Hraun-
holtslækurinn rennur í röri undir
götuna. Teiknaðar eru nýjar
gönguleiðir þaðan beggja vegna
við enda fjarri núverandi göngu-
leiðum.
Ekki er viðunandi tilraun gerð
til að tryggja öryggi eða leið gang-
andi og hjólandi vegfarenda við
gatnamótin við Lyng-
ás né Vífilsstaðaveg.
Heimatilbúin um-
ferðarteppa
Með lokun gatna-
móta við Lyngás/
Lækjarfit, eins og að
er stefnt, verður allri
umferð úr og í Hóla-
og Fitjahverfi, svo og
af Stjörnusvæði, sund-
laugar- og vall-
arsvæði, auk umferðar
vegna skólanna og
íþróttahúss, beint um eina teng-
ingu inn á Vífilsstaðaveg. Öll þessi
umferð af svæðinu, þ.m.t strætó,
skal beygja til hægri, upp Vífils-
staðaveg að lóð Flataskóla, inn á
hringtorg, sem komi þar á gatna-
mótin við Litlatún.
Hyggist menn fara af fyrr-
nefndu svæði yfir í vesturbæ
Garðabæjar eða fara inn á Hafn-
arfjarðarveg til annarrar hvorrar
áttarinnar verður fyrst að fara
þessa lykkju, aka til baka og inn í
hin margföldu og flóknu, ljósa-
stýrðu tafsömu plangatnamót á tíu
akreinum.
Bara við það eitt að lýsa þessu
setur að manni ískaldan hroll.
Öryggi gangandi og
hjólandi sett til hliðar
Göngu- og hjólabraut í plani,
ljósastýrð með miðjuhindrun, er
sýnd við Hafnarfjarðarveg yfir
Vífilsstaðaveg. M.ö.o. umferð
gangandi og hjólandi á að fara yfir
Vífilsstaðaveg á þessum stað í
tveimur ljósastýrðum áföngum.
Eftir að verslunarkjarninn við Lit-
latún reis hefur umferð gangandi
og hjólandi stóraukist milli Ás-
garðssvæðisins og Litlatúns, sem
kallar á úrbætur til að tryggja
umferðaröryggi, ekki hið gagn-
stæða. Fjölgun akreina og tafa-
grindur á hjóla- og göngustíga fela
í sér auknar slysagildrur. Hér
ættu að sjálfsögðu að koma und-
irgöng undir Vífilsstaðaveg. Annað
er skammsýni og storkun forlaga.
Tillagan gerir ráð fyrir
kostnaðarsamri eignaupptöku
Auðvitað þurfa 10 akreinar sitt
pláss. Höfundum skipulagstil-
lögunnar vex það ekki í augum.
Þeir breikka vegstæðið bæði inn á
og yfir einkalóðir, jafnvel yfir hús.
Af grófri yfirlitsmyndinni af
breikkuninni má áætla að eigna-
upptakan muni kosta hátt í tvö
hundruð milljónir króna í eigna-
bætur og uppkaup.
Engin umfjöllun er í tillögunum
um útfærslur þessarar breikkunar
né um hljóðmanir, aðskilnað um-
ferðar úr gagnstæðum áttum né
nein þau atriði, sem umferðarör-
yggismál varðar og brenna á öll-
um, sem leið eiga um svæðið.
Kynnendur og formaður skipu-
lagsnefndar gátu engu bætt við á
fundinum 14. desember sl. til að
upplýsa fundarmenn.
Samþykkt lausn í aðalskipulagi
hunsuð, en lausnin er:
Hringtorg á efri hæð
mislægra gatnamóta
Í deiliskipulagi fyrir Ása og
Grundir, sem samþykkt var í bæj-
arstjórn Garðabæjar 15. nóvember
2001 og er hluti gildandi að-
alskipulags 2016 til 2030, er að
finna lausn sem una má við. Á ein-
um af samþykktum bútaupp-
dráttum yfir svæðið má sjá gatna-
mót Vífilsstaðavegar og
Hafnarfjarðarvegar, með hring-
torgi yfir gatnamótin, innfærðu
með rauðum punktalínum. Þetta
hringtorg er einnig færð inn í
punktalínum á tillögu til breytinga
á þessu sama deiliskipulagi, sem
kynnt var á fundinum 14. desem-
ber s.l.
Lausnin er til staðar og er í
sjálfu sér viðurkennd af Vegagerð
ríkisins.
Engin breikkun, engin eigna-
upptaka, bara beiting skynsemi og
hugmyndaauðgi til hönnunar
mannvirkis, sem ekki þarf að vera
til brábirgða, heldur brú með
hringtorgi svipað og er á Arn-
arnesvegi yfir Reykjanesbraut, en
þó í mun minna umfangi. Full-
hanna þarf tillöguna. Síðan þurfa
bæjaryfirvöld að bretta upp ermar
og sinna skyldum sínum og knýja
fram efndir til framkvæmda af
hálfu Vegagerðar ríkisins.
Verðfelling búsetu
og fasteigna í Garðabæ
Eftir Árna Ólaf
Lárusson »Hagsmunir íbúa
fyrir borð bornir í
tíu akreina breikkun
um 400 m kafla Hafn-
arfjarðarvegar. Eigna-
upptaka og sóun fjár.
Aukin slysahætta.
Klofinn bær.
Árni Ólafur Lárusson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og fasteignasali, fv. bæjarfulltrúi
og fv. formaður skipulagsnefndar
Garðabæjar.
Nú er ég bölsýn.
Einu sinni enn. Það fer
mér ekki vel en það
getur ekki annað en
hvarflað að mér hvort
forvígismenn stjórn-
sýslu heilbrigðiskerf-
isins, þeir sem ráða, búi
við það góða heilsu að
þeir þurfi aldrei aðstoð
til heilsueflingar eða
endurhæfingar.
Ástæðan fyrir því að
ég spyr svo er að nú á að fækka dval-
arrýmum á Heilsustofnun Nátt-
úrulækningafélag Íslands í Hvera-
gerði frá og með áramótum sökum
fjárskorts. Já, ég er bölsýn í kjölfar
þessarar ákvörðunar Sjúkratrygg-
inga Íslands, bölsýn vegna þess að
allt frá árinu 2000 hef ég dvalið öðru
hvoru á HNFLÍ mér til heilsubótar,
sennilega vegna ævilangs heilsu-
brests og þó að mig vanti aðeins örfá
ár í fimmtugt, sem er ekki lítill dóm-
ur. En á heilsustofnuninni hef ég
fundið og fylgst með starfseminni
vaxa og dafna sem og fagmennskuna
að ógleymdum þeim kærleika sem er
allsráðandi á stofnuninni, sem ég vil
nú heldur kalla Heilsuheimilið í
Hveragerði heldur en stofnun, enda
mikið lagt upp úr heimilislegu and-
rúmslofti, ólíkt mörgum öðrum stofn-
unum eins og geðdeildum sem ég hef
stundum dvalið á. Oft hef ég fullyrt að
Heilsuheimilið í Hveragerði væri
besta geðdeildin á landinu, auk þess
sem heimilið hefur hjálpað mér að
höndla viðvarandi og sérstaka tegund
flogaveiki sem ég glími við og engin
lyf gagnast mér í baráttunni við. Þar
hefur viðhorfsþjálfun komið að góðu
gagni – að sætta sig við heilsuna eins
og hún er og gera það besta úr því
sem maður hefur.
Öryrkjar hafa ekki efni á
að leita sér heilsueflingar
Árið 2008 tóku gildi lög um Sjúkra-
tryggingar Íslands sem skyldu starfa
samkvæmt lögum um sjúkratrygg-
ingar en stofnunin heyrir undir vel-
ferðarráðherra og annast fram-
kvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt
semur hún um og greiðir fyrir heil-
brigðisþjónustu. Markmið laga um
sjúkratryggingar er að tryggja
sjúkratryggðum aðstoð til verndar og
jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu
óháð efnahag.
Þetta breyttist fyrir nokkrum ár-
um þegar daggjöld Sjúkratrygginga
ríkisins dugðu ekki lengur fyrir
rekstrinum og þurfa nú dvalargestir
að reiða fram um 200.000 kr. fyrir
fjögurra vikna meðferð að jafnaði –
sem er á við góða utanlandsferð. Ég
gæti trúað því að gestalistinn hafi
breyst í kjölfarið; að þeir
sem virkilega þurfa
meðferðar með, eins og
öryrkjar, hafi ekki leng-
ur efni á því að leita sér
heilsueflingar en þeir
sem hins vegar eru bet-
ur settir í þjóðfélaginu
geti það frekar, auk þess
sem stéttarfélög styrkja
oft vinnandi fólk, sem er
vitaskuld hluti dval-
argesta á heilsuheim-
ilinu – og sumir koma ár
eftir ár.
Ég er ein af þeim heppnu; ég hef
haft efni á að leita mér næstum á
hverju ári síðustu ár þessarar heilsu-
bótar sem Heilsustofnun NFLÍ veitir
– meðferða eins og leikfimi, vatns-
leikfimi, sjúkranudds, nálastunga,
leirbaða, heilsubaða, göngutúra og
frábærs grænmetisfæðis, auk sam-
skipta við allt yndislega og kærleiks-
ríka starfsfólkið sem þar er og er
ávallt tilbúið til að leiðbeina, hugga
eða samgleðjast auk dvalargesta. Allt
eftir því hvernig veður skipast í lofti –
og alltaf fer ég heim öflugri en ég var,
andlega og líkamlega.
Berum ábyrgð á eigin heilsu
En nú er ekki víst að ég komist að á
næsta ári vegna fyrirhugaðrar fækk-
unar dvalarrýma og nauðsynlegt hef-
ur reynst að segja upp einhverju af
hinu góða starfsfólki, þar sem hver og
einn var ómissandi í keðjunni, eða
minnka starfshlutfall þess. Við sem
notið höfum þjónustu heilsuheimilis-
ins getum ekki sætt okkur við þessa
skerðingu á þjónustu og gerum það
ekki og ekki síst þegar horft er til
framtíðar. Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að heilsuheimili eins og
HNFLÍ ætti að byggja í hverjum
landsfjórðungi, bæði til að sinna for-
vörnum, minnka skaða vegna heilsu-
leysis og jafnframt þegar kemur að
eftirfylgni í kjölfar læknisaðgerða eða
alvarlegra sjúkdóma. Hugmynda-
fræðin er svo kristaltær: „Berum
ábyrgð á eigin heilsu.“
Krónunum er vel varið
Ég vil ekki vera bölsýn eða
skammsýn. Ég trúi á framsýni og ég
vil vera bjartsýn. Því trúi ég því að
Sjúkratryggingar Íslands og aðrir
sem hlut eiga að máli geri sér grein
fyrir mikilvægi heilsuheimila eins og
Heilsustofnunar NFLÍ í Hveragerði.
Dvöl þar getur komið í veg fyrir ör-
orku í mörgum tilfellum sem sparar
ríkinu margfalt það fé sem það lætur
heilsuheimilum eins og þessu í té. Og
um leið er mikilvægt að fólki á ör-
orku, sem þarfnast reglulegrar
heilsueflingar og stuðnings, sé gert
kleift að sækja hana en eins og staðan
er í dag er því ekki fyrir að fara.
Tryggingastofnun ríkisins veitir ekki
styrk til slíkrar dvalar og Fé-
lagsþjónusta sveitarfélaganna styður
heldur sjaldnast við öryrkja vegna of
hárra tekna! Já, lífið getur verið öf-
ugsnúið – en í öllum bænum horfum
fram á við, þið sem takið þessa
ákvörðun endurskoðið hana, þið eruð
ekki minni menn eða konur fyrir vik-
ið; hættið við niðurskurð Heilsustofn-
unarinnar í Hveragerði og horfið
fram á við – komið slíkri starfsemi í
hvern landsfjórðung. Það er jafnvel
hægt að kenna heilsulausum að taka
ábyrgð á eigin heilsu – og það sparar
krónur í heilbrigðiskerfinu. Verið
framsýn, framtíð svo margra er í húfi.
Skammsýni
í stað framsýni
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
Unnur H.
Jóhannsdóttir
»Hugmyndafræðin er
svo kristaltær:
„Berum ábyrgð á eigin
heilsu.“ Það á líka við
um þá sem stríða við
vanheilsu, fötlun eða
sjúkdóma.
Höfundur er kennari og blaðamaður
og með diplómu í fötlunarfræði.
Bílar