Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sérkennilegurágreiningurer sprottinn
upp milli setts
dómsmálaráð-
herra og dóm-
nefndarinnar, sem
metur hæfni um-
sækjenda um dóm-
arastörf. Neitar nefndin að
gefa upp hvernig mat var lagt
á hæfni umsækjenda um emb-
ætti átta héraðsdómara á
þeirri forsendu að hún sé sjálf-
stæð stjórnsýslunefnd og lúti
þar af leiðandi ekki boðvaldi
ráðherra.
Aðdragandinn er sá að Guð-
laugur Þór Þórðarson, settur
dómsmálaráðherra, gerði at-
hugasemdir við matið og lagði
spurningar fyrir dómnefndina
vegna niðurstöðu hennar um
dómarana átta. „Þar sem rök-
stuðning skortir að miklu leyti
fyrir niðurstöðum nefnd-
arinnar hefur settur ráðherra
ekki forsendur til þess að taka
afstöðu til efnislegs mats
nefndarinnar og leggja mat á
hvort hann tekur undir mat
hennar eða hvort tilefni sé til
að gera tillögu til Alþingis um
skipun annarra umsækjenda,“
sagði í bréfi ráðherra.
Nefndin svaraði í fyrradag
og kvaðst hafa gefið nægar
skýringar og ekki væri ljóst
hvað ráðherra ætti við í að-
finnslum sínum um matið.
Það er furðulegt að stjórn-
sýslunefnd skuli líta svo á að
vegið sé að sjálfstæði hennar
þegar farið er fram á upplýs-
ingar um vinnubrögð hennar.
Það er eðlileg krafa að gagn-
sætt sé hvað ráði
mati nefndarinnar
á því hverjir teljist
hæfir til að gegna
dómarastörfum.
Það kom í ljós þeg-
ar litið var á
hvernig mat var
lagt á umsækj-
endur um dómarasæti í
Landsrétti að þar voru not-
aðar reiknireglur og mælistik-
ur, sem hæglega mátti setja
við spurningarmerki. Í því
samhengi er kannski ekki und-
arlegt að nefndin vilji ekki
hleypa inn of miklu ljósi.
Það er í hæsta máta óeðli-
legt að ætlast til þess að ráð-
herra vinni í blindni og ekki
má gleyma rétti almennings til
að vita hvernig að málum er
staðið þegar skipað er í mik-
ilvæg embætti.
Sú meinloka er algeng að
um leið og ákvarðanir hafi ver-
ið teknar úr höndum stjórn-
málamanna hafi hlutleysi,
sanngirni, réttsýni og heilindi
verið tryggð.
Fyrirbæri á borð við hlut-
drægni, flokkadrætti og hags-
munagæslu er hins vegar ekki
hægt að útiloka með því að
færa ákvarðanir frá einni stétt
manna til annarrar. Ekki má
heldur gleyma því að kjós-
endur geta reglulega kallað
stjórnmálmenn til ábyrgðar –
oftar þessa dagana en endra-
nær – á meðan embættismenn
þurfa ekki að standa slík
reikningsskil. Besta leiðin til
aðhalds er að augljóst sé
hvernig ákvarðanir eru teknar
og komist er að niðurstöðum.
Sú meinloka er
algeng að um leið og
ákvarðanir hafi verið
teknar úr höndum
stjórnmálamanna
séu heilindi tryggð}
Sérkennileg deila
Reykjavík erfarin að fá á
sig blæ eyði-
merkurbæjar.
Götur eru skít-
ugar og við minnstu umferð
þyrlast upp rykský sem þegar
verst lætur hefur í för með
sér að fólki er ráðlagt að vera
ekki á ferli.
Ryk sem þyrlast upp hefur
fengið heitið svifryk og kall-
ast þá væntanlega setryk
þess á milli. Fjórar mælinga-
stöðvar eru fyrir svifryk í
borginni og má fylgjast með
loftgæðum á vef hennar. Um
hádegisbil í gær mátti sjá á
vefnum að svifryk væri yfir
hættumörkum á einni þeirra,
stöðinni við Grensásveg. Það
er táknað með rauðum lit og
ber fólki með ofnæmi eða al-
varlega hjarta- eða lungna-
sjúkdóma að halda sig fjarri.
Upp úr klukkan fimm síðdeg-
is hafði ástandið
hins vegar versn-
að talsvert. Þá var
kominn rauður lit-
ur við mælinga-
stöðina við Hringbraut og
gult við Eiríksgötu, sem þýðir
að fólk með astma getur fund-
ið fyrir óþægindum. Aðeins
var grænt við mælingastöð í
Laugardal.
Undanfarna daga hefur
borgin ítrekað þurft að gefa
út viðvaranir vegna svifryks.
Þetta ástand er ekki síst
vegna þess að götur borgar-
innar eru sárasjaldan þrifnar.
Það kann að vera fagnaðar-
efni fyrir þá, sem reka bíla-
þvottastöðvar, en kætir fáa
aðra. Svifrykið er enn eitt
dæmið um vanrækslu meiri-
hlutans í borginni á grunn-
þjónustu, sem ætti að vera í
forgangi, en er undir hans
stjórn látin mæta afgangi.
Dag eftir dag
mælist svifryk yfir
hættumörkum}
Ryk í Reykjavík
R
étt fyrir jólin fékk ég tækifæri til að
mæla fyrir frumvarpi um afnám
stimpilgjalda vegna kaupa ein-
staklinga á íbúðarhúsnæði. Von-
andi tekst okkur þingmönnum að
afgreiða frumvarpið á nýju ári enda mikið hags-
munamál fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald
vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði
afnumið. Einstaklingum ber nú almennt að
greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðar-
húsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þeg-
ar um fyrstu kaup er að ræða. Lagt er til að
gjaldið falli alfarið niður vegna kaupa ein-
staklinga á íbúðarhúsnæði.
Við þekkjum flest stöðuna á húsnæðismark-
aði. Skortur og hátt verð ekki síst hér í hér í
Reykjavík þar sem sinnuleysi borgaryfirvalda – eða hug-
myndafræði skortsins – hefur leitt til óeðlilegra verðhækk-
ana og valdið ungu fólki vandræðum við að eignast sína
fyrstu íbúð. Skortstefnan hefur einnig leitt til þess að eldra
fólk á erfiðara með að minnka við sig og þeir sem eru komn-
ir með fullt hús af börnum eiga erfiðara með að stækka við
sig. Það þarf að rjúfa vítahringinn.
Markmið frumvarpsins er að auðvelda fólki að eignast
íbúðarhúsnæði. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaup-
andi tæpar 300 þúsund krónur í aukaskatt, fyrir 75 milljóna
króna húsnæði er gjaldið um 600 þúsund og þannig mætti
áfram telja. Það má öllum vera ljóst að hundraða þúsunda
króna skattur vegna fasteignakaupa er hvorki réttlátur né
sanngjarn. Hann er einstaklega íþyngjandi fyrir
einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref á
húsnæðismarkaðinum. Það þekkja ein-
staklingar sem hafa keypt sér fasteign að hver
króna telur fyrstu mánuðina. Að losna undan
þungum eingreiðsluskattinum skiptir ein-
staklinga og fjölskyldur miklu ekki síst í upphafi
fjárfestinga.
Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í
tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina
skattalækkun að ræða. Alltof sjaldan er mælt
fyrir frumvörpum sem fela í sér skattalækkanir
og því koma ávallt upp spurningarnar hvaða
skatta eigi að hækka á móti eða hvaða ríkisút-
gjöld eigi að lækka. Sjaldan eru þeir sem leggja
til aukin útgjöld hins vegar krafðir svara við
hvernig eigi að fjármagna þau – með hækkun
skatta og/eða niðurskurði annarra útgjalda.
Hægt er að benda á ýmislegt sem betur má fara í rekstri
ríkisins, en það verður að bíða betri tíma. En afnám stimp-
ilgjalda eins og ég hef lagt til jafngildir u.þ.b. 0,1% af heildar-
útgjöldum ríkisins á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Til að
fjármagna skattalækkunina er því varla vandamál fyrir rík-
issjóð að hagræða í sínum garði – að meðaltali um 0,1% – á
sumum sviðum enn meira en annars staðar lítið sem ekkert.
Einstaklingar græða því tvöfalt: Farið er betur með skattfé
þeirra og þeir þurfa ekki að greiða eins háa skatta og áður.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Pistill
Það munar um minna
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samkvæmt reglum um störfdómnefndar um hæfni um-sækjenda um embættidómara frá því 2010 er það
mat ákveðins hóps lögfræðinga sem
rætt var við í gær að nauðsynlegt sé
að Alþingi endurskoði lög um dóm-
stóla.
Morgunblaðið hefur upplýs-
ingar um að vilji til slíkrar endur-
skoðunar sé einnig fyrir hendi á
meðal ákveðinna þingmanna.
Fram kom í máli Sigríðar Á.
Andersen dómsmálaráðherra í
Kastljósi RÚV í fyrrakvöld að hún
telur koma til greina að setja þurfi
verklagsreglur um störf ráðherra
við skipan dómara. Hugsanlega
þurfi fleiri en eina nefnd til að meta
hæfi umsækjenda.
4. grein reglnanna fjallar um
þau sjónarmið sem mat dómnefndar
skal byggjast á. Þar segir m.a.:
„skal dómnefndin miða við að æski-
legt sé að umsækjandi hafi fjöl-
breytta starfsreynslu á sviði lög-
fræðinnar, s.s. reynslu af
dómstörfum, málflutningi eða öðr-
um lögmannsstörfum, störfum inn-
an stjórnsýslunnar eða fræðistörf-
um …“.
Það er ekki síst 4. greinin sem
lögmenn sem rætt hefur verið við
hafa gagnrýnt því einstakir verð-
leikar umsækjenda séu þar flokk-
aðir og gefið ákveðið vægi en slíka
aðferðafræði telja þeir vera forkast-
anlega. Þrír liðir hafi mest vægi,
sem sé reynsla af dómstörfum, lög-
mannsreynsla og reynsla af stjórn-
sýslu. Hver liður vegi 20% í mati
nefndarinnar. Ekki sé hægt að setja
tölulega mælistiku á svona þætti því
vel megi vera að umsækjandi hafi
framúrskarandi feril að baki á einu
ofangreindra sviða en enga á öðrum.
Einn lögmaður sagði í gær að
hann teldi alvarlegustu breytinguna
á reglunum sem gerðar voru 2010
hafa verið þá að dómnefndin eigi að
raða umsækjendum upp í ákveðinni
röð þar sem sá hæfasti, að mati
nefndarinnar, sé efstur. Ráðherra
sé ekki heimilt að skipa annan en
þann sem nefndin setur í efsta sæti
nema að fara með málið fyrir Al-
þingi. Lögmaðurinn efast um að
þetta fyrirkomulag standist stjórn-
arskrána, vegna þess að í 14. grein
hennar segi að ráðherra beri ábyrgð
á stjórnarathöfn. Því telur hann að
dómnefndin sem slík sé með öllu
ábyrgðarlaus. Vitanlega séu það lýð-
ræðislega kjörin stjórnvöld í landinu
sem eigi að taka endanlega ákvörð-
un um val milli umsækjenda um
dómarstöður hverju sinni.
Lögmenn sem rætt var við
benda á að það geti vart verið til-
viljun að dómnefndirnar sem verið
hafa að störfum, sú fyrri vegna
Landsréttar og hin síðari vegna um-
sókna um átta héraðsdómaraemb-
ætti, hafi í báðum tilvikum gert til-
lögu um jafnmarga menn og skipa
eigi. Í tilviki Landsréttar 15 um-
sækjendur og í tilviki héraðsdóm-
aranna 8 umsækjendur.
„Í mínum huga afhjúpar þetta
með skýrum hætti afstöðu nefnd-
armanna til starfa sinna. Nefndin
lítur greinilega svo á að hún sé að
velja með endanlegum hætti menn í
þau störf sem verið er að auglýsa og
velur þess vegna jafn marga og á að
skipa,“ sagði hæstarétt-
arlögmaður.
Annar lögmaður bendir á
að settur dómsmálaráðherra
sitji nú yfir tillögu nefndar
um skipan átta héraðsdóm-
ara. Hann sinni rannsókn-
arskyldu sinni með hliðsjón
af nýföllnum dómi
Hæstaréttar og leiti
eftir skýringum frá
nefndinni.
Verða lög um dóm-
stóla endurskoðuð?
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Í gærmorgun kvað Landsréttur upp sinn fyrsta úrskurð er
hann staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald.
Sigríður Á. Andersen dóms-
málaráðherra segir ljóst að
Alþingi þurfi að skoða lögin
um dómstóla í ljósi Hæsta-
réttardómsins og hún muni
óska eftir samtali við þingið
um málið.
„Meðal þess sem ég tel að
þingið þurfi að skoða er þessi
tveggja vikna frestur sem ráð-
herra er gefinn til þess að
meta og taka ákvarðanir um
sínar breytingatillögur, vilji
ráðherra á annað borð gera
breytingar,“ sagði Sigríður.
Hún segir að í samtali við
formann nefndarinnar sl.
sumar hafi komið fram að
hann telji að skoða
þurfi hvort breyta
þurfi reglum um
störf nefndarinnar
sem hún hafi verið
sammála. Samtal
þurfi því að fara
fram á ýms-
um víg-
stöðvum.
Alþingi þarf
að skoða lögin
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Sigríður Á.
Andersen