Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Úthýst úr bæjarfélaginu …
2. Vinsælustu kynlífstækin 2017
3. Mark Gylfa dugði skammt …
4. Smekklegasta fólk landsins …
Hin nýstofnaða kammersveit Elja
kemur fram á Sígildum sunnudögum
í Hörpu, innan tónleikaraðarinnar
Velkomin heim í Hörpuhorni kl. 17 á
morgun. Á efnisskránni verða bæði
gömul og ný verk, Brandenburgar-
konsert númer 5 eftir J.S. Bach,
Septett eftir Alfred Schnittke frá
1982 og Otoconia eftir Báru Gísla-
dóttur, bassaleikara Elju. Verkið var
pantað og frumflutt af strokkvart-
ettinum Sigga árið 2016 og var í kjöl-
farið valið sem framlag Íslands á Al-
þjóðatónskáldaþinginu 2017.
Á vefsíðu Elju segir að hugmyndina
um kammersveitina hafi meðlimir
gengið lengi með í maganum og að
margir meðlima Elju, sem eru á þriðja
tug, hafi stundað nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og Listaháskóla
Íslands áður en þeir héldu í frekara
háskólanám. Markmið hljómsveitar-
innar sé að bjóða upp á kraftmikinn
og lifandi tónlistarflutning með nánd
við áhorfendur og takast á við þær
stefnur og form sem hljóðfæraleik-
ararnir leitist við að túlka.
Gamalt og nýtt með
Elju í Hörpuhorni
Úlfhildur Þorsteinsdóttir víóluleik-
ari og píanóleikarinn Jane Ade Sutarjo
halda saman tónleika í Hannesarholti
á morgun kl. 14. Á efnisskránni verða
verk fyrir víólu og píanó eftir R. Schu-
mann, B. Britten og R. Clarke.
Sutarjo lauk mastersnámi frá Tón-
listarháskólanum í
Ósló vorið 2016
og Úlfhildur
mun ljúka
mastersnámi
sínu frá Cod-
arts-listaháskól-
anum í Rotter-
dam í sumar.
Verk fyrir víólu og
píanó í Hannesarholti
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 5-13 m/s eftir hádegi, en hvassara við norður- og
austurströndina. Él um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag Suðaustan 15-23 m/s, hvassast um landið vestanvert. Snjókoma og síðar
talsverð slydda eða rigning, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður.
Á mánudag Suðlægar áttir 5-13 m/s og dálítil snjó- eða slydduél, en þurrt að kalla um
landið norðaustanvert. Hiti kringum frostmark.
Haukar komust upp að hlið KR og ÍR í
efsta sæti Dominos-deildar karla í
körfuknattleik með auðveldum sigri á
Þór á Akureyri, 96:74. Þórsarar eru
hinsvegar í mesta basli og eru næst
neðstir með fjögur stig eftir 12 leiki.
J’Nathan Bullock mætti á ný til
leiks með Grindavíkurliðinu eftir
nokkurra ára fjarveru þegar liðið
vann Þór í Þorlákshöfn, 104:83. »2
Haukar og Grindavík
með góða sigra
Íslenska landsliðið í hand-
knattleik karla mátti þola
sjö marka tap fyrir Evr-
ópumeisturum Þjóðverja í
fyrri vináttuleik þjóðanna í
Stuttgart í gærkvöldi,
36:29. Aðeins eru sex dagar
þangað til flautað verður til
fyrsta leiks Íslendinga á EM
og í mörg horn að líta fyrir
Geir Sveinsson landsliðs-
þjálfara og leikmenn. Annar
leikur verður á morgun. »4
Sjö marka tap og
sex dagar í EM
„Maður fer oft langt á adrenalíninu.
Ég hélt að þetta væri ekki svona al-
varlegt þó að ég væri alveg að drep-
ast en það var þá fínt kannski að
maður gat notað hausinn til að skora
þessi mörk,“ segir Alfreð Finn-
bogason sem hefði átt að
vera farinn af velli
vegna meiðsla þegar
hann skoraði
þrennu fyrir
Augsburg í
þýska fótbolt-
anum fyrir jól.
Hann er frá
keppni eins
og er vegna
meiðsl-
anna. »1
Alfreð hefði átt að
vera farinn af velli
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mannfólkinu er áskapað að hreyfa
sig. Sjálfur kem ég hingað á stöðina
sex daga í viku; er í tækjum, á
hlaupabretti og syndi ýmist 250 eða
500 metra. Þetta heldur mér gang-
andi í dag, svo illa var ég sleginn
niður,“ segir Skúli Óskarsson. Gamli
lyftingakappinn – goðsögn með
krafta í kögglum – var á dögunum
tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands við hátíð-
lega athöfn þegar íþróttamaður árs-
ins var útnefndur. Þeim titli náði
Skúli tvívegis sjálfur, það er 1978 og
1980.
„Næstum því dauður“
Skúli er íþróttamaður af lífi og sál
og segir æfingar skipta öllu fyrir líf
sitt. Tæp þrjú ár eru síðan hann
fékk blóðtappa í höfuð og hjartaáfall
því til viðbótar – en er kominn til
þokkalegrar heilsu í dag. „Ég var
næstum því dauður við áfallið. Nán-
ast kominn í aðra veröld en var þá
kippt aftur til baka. Einhver er til-
gangurinn með því og nú vonast ég
til að verða eldgamall,“ sagði Skúli
þegar Morgunblaðið hitti hann í gær
þegar hann var við æfingar í íþrótta-
miðstöðinni Versölum í Kópavogi.
„Oftast kem ég hingað á morgn-
ana og er oft að dunda mér hér í tvo
til þrjá klukkutíma. Verð þó að velja
mér æfingar sem hæfa, eins og til
dæmis að lyfta ekki of þungum lóð-
um því þá fer þrýstingurinn beint
upp í höfuð. Slíkt gengur ekki hjá
manni sem hefur fengið blóðtappa
þar. Áfallið breytti auðvitað heil-
miklu fyrir mig og nú þarf ég til
dæmis að ganga við hækju, sem eru
talsverð viðbrigði, auk þess sem ég
varð óvinnufær,“ segir Skúli sem
lengi var öryggisvörður hjá Hag-
kaup. Starfaði síðar hjá Landsbank-
anum; var allmörg ár umsjónar-
maður orlofshúsanna í Selvík í
Grímsnesi en síðar húsvörður í aðal-
bankanum við Aðalstræti í Reykja-
vík.
Færeyingur í skókassa
Skúli, sem er 69 ára gamall og frá
Fáskrúðsfirði, var á sínum tíma einn
vinsælasti íþróttamaður þjóðar-
innar. Drengurinn sem var aðeins
fjórar merkur við fæðingu og lagður
í skókassa, eins og þjóðsagan sagði.
Hann var þrefalt léttari en Sigurþór
tvíburabróðir hans – en alls eru
systkinin Óskarsbörn frá Laufási í
Búðakauptúni tíu talsins. Og því
skal haldið til haga að þau eru í móð-
urætt Færeyingar, en tengsl við
Færeyjar eru algeng á Aust-
fjörðum.
Laddi söng á sínum tíma lag um
kraftakappann sem til viðbótar var
frækinn keppnismaður í knatt-
spyrnu og frjálsíþróttum með
Leikni á Fáskrúðsfirði áður en hann
einbeitti sér að lyftingunum
snemma á áttunda áratug síðustu
aldar og kom sér þá upp aðstöðu til
að lyfta í kjallara félagsheimilisins
Skrúðs.
Fyrsti heimsmetshafinn
Skúli varð fyrstur íslenskra
íþróttamanna til að setja heimsmet
þegar hann setti heimsmet í rétt-
stöðulyftu í árið 1980 en þá lyfti
hann 315,5 kílóum í 75 kg flokki.
Þann árangur og önnur afrek segir
Skúli bæði hafa verið afrakstur
þrotlausra æfinga – en þegar mikið
hafi legið við hafi andlegur kraftur
haft mikið að segja.
„Reynir sterki Leósson sem ný-
lega var sýnd sjónvarpsmynd um
hafði innri styrk, það vissi ég vel. Og
oft var það nú svo þegar ég tók í
stöngina og lyfti lóðunum að adr-
enalínið tók bókstaflega kipp; ég
fékk kraft frá áhorfendum, félögun-
um mínum og sjónvarpsvélunum svo
magnaðir hlutir gerðust, segir Skúli
sem fyrir nokkrum árum fékk gull-
merki Kraftlyftingasambands Ís-
lands.
Fá mig til að gráta
„Þegar Lárus Blöndal, forseti
ÍSÍ, hringdi í mig fyrir nokkru og
sagði mér að ég hefði verið tekinn
inn í Heiðurshöllina spurði ég nú
einfaldlega hvort ætti að fá mig til
að gráta. Já, mér finnst mjög vænt
um þessa titla fyrir íþróttirnar,“
segir Skúli Óskarsson að síðustu.
Kraftakappinn í Versölum
Skúli Óskarsson
er íþróttamaður
bæði af lífi og sál
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kraftur Skúli Óskarsson slær aldrei slöku við og tók eins og hér sést hressilega á því á æfingu í gærmorgun.
VEÐUR » 8 www.mbl.is