Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 Sigurveig M. Tómasdóttir ey, hugur okkar er alltaf hjá ykkur. Elsku Veiga, þú varst stór- kostleg frænka – takk fyrir allt, við elskum þig. Þínar frænkur, Ragnheiður Hilmars og Henný Lind. Ég hef oft hugsað, þegar við, stórfjölskyldan, erum saman komin, hversu lánsöm við séum að eiga hvert annað, að vera svona náin og að ekkert okkar saki, engin alvarleg veikindi eða slys, allavega höfum við ekki upp- lifað það í áraraðir þótt við séum ekki alfarið laus við áföll. En þetta breyttist allt á aðfanga- dagsmorgun, þegar átakanleg tíðindi bárust af Veigu frænku minni um skyndileg og óútskýrð veikindi hennar sem tóku hana svo frá okkur á jóladag. Sorgin og missirinn er svo yfirþyrmandi, maður stendur frammi fyrir svo óraunverulegri staðreynd að það er lamandi og fjölskyldan verður aldrei söm. Það er þyngra en tár- um taki að missa unga dásamlega frænku úr blóma lífsins, frænku sem var einmitt að hefja lífið með unnusta sínum, honum Stefáni, nýbúin að hreiðra um sig í nota- legri íbúð á Selfossi. Þetta skarð verður aldrei fyllt og Veigu verð- ur alltaf sárt saknað. Elsku Veiga, ég vil tala til þín beint þegar ég þakka þér fyrir tímann sem við fengum að hafa þig hjá okkur, fyrir trygglyndið sem þú sýndir fólkinu þínu, fyrir frumkvæðið og kraftinn í öllum ættarhittingum eða öðrum við- burðum, þú varst alltaf potturinn og pannan þegar kom að því að skemmta og hafa gaman, þú varst einstök, hreifst alla með, límdir okkur fjölskylduna saman í leik og gleði, kraftmikil, ófeimin og algjörlega okkar kona. Við átt- um þig og þú áttir okkur og yngsta kynslóðin leit upp til þín. Ég þakka þér fyrir leiklistarsam- ræðurnar, andvöku-snapchöttin, fyrir alla vináttuna og kærleik- ann. Þú komst inn í líf okkar og kenndir okkur svo margt og fyrir kynnin verð ég ævinlega þakklát. Það var gott að dreyma þig síðustu nótt, elsku Veiga, ég veit að þú ert nálæg og vakir yfir þínu fólki, ásamt ömmu og afa sem hafa tekið á móti þér á nýjum stað. Ég kveð þig með tár á hvarmi, hvíldu í friði yndislega Veiga mín, þangað til við hitt- umst næst. Elsku Tommi, Dísa, Stefán Örn, Heiða, Tittí, Dagný, Doddi og fjölskyldur, megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg Reynisdóttir. Elsku yndislegasta uppáhalds Veiga frænka okkar. Við trúum ekki enn að þú sért farin frá okk- ur. Við söknum þín mikið. Við er- um að skoða mynd þar sem við erum saman og við hittum þig oft í Dvergabakkanum þegar þú áttir heima þar. Þú sagðir okkur að þú værir búin að kynnast yndislegum vini, honum Stefáni, og þið ferðuðust mjög mikið sam- an og að þið væruð að kaupa íbúð á Selfossi. Síðasta símtal okkar var núna í desember og þá ætluðuð þið að koma í heimsókn til okkar og við til ykkar – en örlögin gripu í taumana og þú fórst á betri stað og ert búin að hitta Imbu ömmu og Tryggva afa. Elsku yndisleg- asta Veiga, okkur langar að kveðja þig með þessu versi úr Hávamálum: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Elsku yndislega uppáhalds- frændfólkið okkar; Tommi, Dísa, Heiða og fjölskylda, Dagný og fjölskylda, og Stefán. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Ykkar uppáhaldsfrænkur, Bára, Alda, Ragnheiður Adda og fjölskyldur. Elsku besta Veiga mín. Ég trúi þessu varla ennþá. Ég er alveg viss um að þú komir fljótlega inn um dyrnar hjá okkur Halla og sækir jóla- kortið til ykkar Stefáns, sem við ræddum á Þorláksmessu. Ég er fjölskyldu þinni innilega þakklát fyrir að hafa leyft okkur vinkonum þínum að koma að kveðja þig. Eins sárt og það var, þá var gott að fá að sjá þig í síð- asta sinn. Ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum í gegnum lífið. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir flutt á Eggertsgötuna, tveim hæðum ofan við mig. Það var alltaf gam- an að fá þig í heimsókn, og þá sérstaklega að bjóða þér í mat. Þú varst alltaf svo ánægð með allan mat sem ég bjó til og hrós- aðir því öllu – sama þó það væri bara soðið pasta. Yndislegu búðarferðirnar þar sem ég lét þig ganga um búðina eins og ég vildi – það þarf alltaf að gera þetta í réttri röð, þú veist það. Takk fyrir yndislegu útileg- urnar, þjóðhátíðir og frábæru rúntana okkar þar sem við spjölluðum um allt það sem lá okkur á hjarta hverju sinni. Elsku Stefán, Dísa, Tommi, Heiða, Dagný og fjölskylda ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Minningin lifir að eilífu. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín vinkona, Ragnheiður. Ég fer inn í nýja árið með gat í hjartanu því Veiga, mín allra dýrmætasta æskuvinkona, kvaddi okkur svo skyndilega núna um jólin. Enn með von í brjósti, óskir sem áttu eftir að rætast og framtíð sem hún var bara nýbyrjuð að byggja. Eins og kerti sem fékk ekki að loga til enda. Þó fengum við svo mörg að njóta birtunnar og finna ylinn frá hennar einstöku tryggð og trú, skilningi og væntumþykju. Ég er svo heppin að hafa feng- ið að þekkja Veigu frá því ég fyrst get munað. Frá því þegar við vorum báðar í smekkbuxum í leikskólanum, ég með hálftopp og Veiga með gosbrunn í glóandi hárinu. Við vorum nágrannar og leikfélagar, stundum ósáttar en alltaf vinkonur augabragði seinna. Þegar ég hugsa um æsk- una og Laugarvatn þá sé ég hana, standandi hinumegin við götuna, tilbúna að búa til drullu- kökur úti í kofa, spila hollí hú á milli húsanna okkar, syngja inn á segulband, búa til Törtles, slaka á í gufunni, taka vandræðalegar unglingamyndir (og geyma þær svo allar í kassa til að rifja upp þegar þær voru orðnar enn vandræðalegri), bjarga mér frá saklausum köngulóm, fara á böll, faðma, hlæja, treysta, hlusta endalaust og gefa alltaf góð ráð. Þó við værum svo ekki lengur nágrannar og þættumst vaxnar upp úr æskunni vorum við áfram vinkonur og vildum alltaf vita hvor um aðra. Leikurinn vék fyr- ir djúpri vináttu og sama hversu langt leið á milli þess sem við hittumst, það var alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Það er sárt að sakna en það er líka erfitt að minnast Veigu án þess að gleðjast. Því hvernig get ég hugsað til þess án þess að brosa þegar við klæddum okkur í jólasveinabúninga á aðfanga- dag og spændum um þorpið á fjórhjóli? Það getur heldur ekki annað en vakið kátínu að hugsa til þess þegar við seldum eld- spýtustokka og litla uppskrifta- bók á jólamarkaðnum sem með- limir Litla kvenfélagsins. Það er líka ómögulegt annað en að gleðjast yfir óteljandi myndum af okkur brosandi, hlæjandi, dansandi, syngjandi, umvefjandi hvor aðra af eintómri hamingju yfir stundinni. Ég þekki ekki aðra mann- eskju sem hélt jafn vel upp á minningarnar og hún var vön að gera, með því að varðveita myndir, halda dagbækur, geyma minjagripi, rifja upp einkahúmor og láta sig aðra varða. Mitt fyrsta og eina nýársheit verður því að halda upp á hennar minn- ingu með þeirri gleði og vænt- umþykju sem hún á skilið og ætla ég að endurnýja það heit á hverju ári. Til marks um það byrjaði ég á því að taka stórt stökk inn í nýja árið, alveg eins og þegar við Veiga hoppuðum fram af sófanum á miðnætti fyrir mörgum árum, glaðar og bros- andi, vinkonur til æviloka. Lilja Salóme. Elsku Veiga mín. Ég er þér þakklát fyrir svo margt. Allar minningarnar sem við eigum saman, sem við höfum svo oft hlegið að saman í gegnum tíðina, eru einstaklega dýrmætar núna. Sumrin mín á Laugarvatni breyttust heldur betur þegar við föttuðum að ég gæti komið dag- lega úr bústaðnum að leika við þig. Alveg sama hvernig viðraði hjólaði ég eða labbaði, eða sníkti far. Fyrst var mér bannað að fara fyrr en eftir hádegismat svo að ég væri ekki að fara of snemma, og ég þurfti að koma til baka fyrir kvöldmat. Seinna þró- aðist þetta í að ég var farin úr bú- staðnum fyrir hádegi og kom ekki aftur fyrr en um kvöldið, ef ég fór þá aftur upp í bústað því að það kom nú alveg fyrir að ég fékk að gista. Og ég er þér svo þakklát fyrir það að gera Laugarvatn að enn sérstakari stað í hjarta mínu. Flestar mínar uppáhalds æsku- minningar eru tengdar við Laugarvatn og þú ert svo risa- stór hluti af svo mörgum þeirra. Við pössuðum vináttuna okkar alltaf svo vel. Óteljandi samveru- stundir á sumrin og svo skipu- lögð símtöl á veturna. Þá áttum við okkar deit þar sem við skipt- umst á að bíða við heimasímann eftir að hin hringdi, bara svo að við gætum spjallað um allt og ekkert. Og svo seinna þegar ég fór í sveit í Hrútafirðinum fórum við að senda bréf á milli. Sendum þau bæði landshluta og landa á milli. Alveg sama hvað það var og hversu langt leið á milli samtala gátum við alltaf leitað til hvor annar, hvort sem það var til að hlæja eða gráta. Minningarnar okkar saman eru svo margar að ég yrði að skrifa bók ef ég ætti að koma þeim frá mér. Svo ég held þeim fyrir mig að mestu og hlæ að þeim fyrir okkur báðar í staðinn. Á 17. júní í kringum 2000 vor- um við saman allan daginn, eins og svo oft áður. Við löbbuðum saman í skrúðgöngunni, til að fara í skemmtunina í íþróttahús- inu. Ég man það svo vel að ég sagði þér hverjum ég væri skotin í, svo settist hann nálægt okkur og þú ætlaðir sko heldur betur að spyrja hann hvort hann vildi byrja með mér á ballinu um kvöldið. Þetta ball einkenndist af gelgju og flissi. Þú endaðir á því að sleppa því að spyrja drenginn þessarar örlagaríku spurningar. Ég gisti svo hjá þér um kvöldið. Og þegar við komum heim til þín var mamma þín búin að búa um okkur. Og viti menn, það var hjartasængurver á sænginni fyr- ir mig. Og aftur byrjaði flissið, við sváfum varla þessa nótt því að við vorum svo spenntar að komast að því hvar við myndum rekast á piltinn daginn eftir. Þú leyfðir mér aldrei að gleyma þessari hjartasæng, sendir mér af og til myndir af henni í seinni tíð eða skaust á mig. Elsku Veiga mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og með mér í gegnum tíðina. Það er sárt að hugsa til þess að minn- ingarnar verði ekki fleiri. Sama hvað árin líða verðum við samt alltaf jafn gamlar í rúma viku. Og þú verður alltaf Veigan mín sem ég gat hrist hausinn yfir og hristi hausinn jafn oft yfir mér. Ég elska þig. Með saknaðar- og ástar- kveðju, þín frænka og vinkona, Erla Björk Einarsdóttir Biering. Það er sagt að allir samferða- menn manns í lífinu hafi tilgang og sumir fylgi manni ævina út en aðrir staldri stutt við en marki jafnvel dýpstu sporin. Veigan besta kom inn í líf mitt fyrir tæpum fjórum árum og tók sér bólfestu í hjarta mér. Við kynntumst í samfélagi áhuga- leikara, þar sem hvergi er betra að kynnast fólki. Í því samfélagi er enginn skortur á kærleika en fáum manneskjum hef ég þó kynnst eins barmafullum af væntumþykju og hlýju og Veigu. Veiga mín var brothætt, þurfti að glíma við heilsubresti og hafa stundum meira fyrir lífinu en margur vegna þess. Leikhúsið gaf henni styrk og gleði og á sviði var hún öflug og naut sín. Við hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar vorum svo heppin að fá hana til liðs við okkur um tíma og átti hún ógleymanlega spretti í upp- færslum hjá okkur. Bar þar af frammistaða hennar sem Pól- landsprinsinn Búgruláfur í Ubba kóngi eftir Alfred Jarry í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur. Í veröld þykjustuleikja þar sem hver keppir við annan um að vera svalur og sniðugur var Veiga eins og ferskur andblær. Hún var blátt áfram, kom til dyr- anna nákvæmlega eins og hún var klædd. Tjáði tilfinningar sín- ar með orðum og æði. Veiga var helmingi yngri en ég þegar við kynntumst en varð mér strax fyrirmynd og verður áfram. Ég dáðist að henni endalaust. Mér þykir ofurvænt um þennan sjaldgæfa eðalstein í lífi mínu og er þakklát fyrir að hún hafi vitað það, rétt eins og ég vissi hvað henni þótti vænt um mig. Minningarnar mörgu hafa sótt á yfir þessa friðsælu jólahátíð og sorgin og samhryggðin er mikil og djúp. Ein minning er fyrir- ferðarmeiri en aðrar og það er síðasta skiptið sem við hittumst, að lokinni sýningu á leikritinu Vertu svona kona hjá Leikfélagi Selfoss. Við stöndum fyrir utan leikhúsið í froststilltu kvöldinu og tölum um leikritið og lífið, nýju íbúðina og hamingjuna. Bærinn er kominn í jólaskrúð og það brýst einhver sérkennileg birta í gegnum frostmistrið í fjarska. Böðuð þessari fegurð stendur Veiga mín, þreytt og stolt eftir góða sýningu og geislandi af gleði yfir lífinu og tilverunni. Ég þakka Veigu fyrir stutta en ógleymanlega samfylgd sem skil- ur mikið eftir sig. Um leið votta ég Stefáni Erni, foreldrum Veigu og ástvinum öllum mína dýpstu samúð. Ingveldur Lára Þórðardóttir. Elsku hjartans Veiga mín. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig. Söknuð- urinn er svo óbærilegur að orð fá því ekki lýst. Þó að við höfum ekki verið í stöðugu sambandi upp á síðkastið var alltaf eins og við hefðum bara hist í gær þegar ég mætti þér. Þú tókst alltaf á móti öllum með bros á vör. Það er skrýtið að þurfa að kveðja þig á þessum tímapunkti eftir að hafa fylgst að í langan tíma og gengið saman í gegnum súrt og sætt. Leiðir okkar lágu aftur saman nú þegar þú varst á fullu í fram- kvæmdum og hafðir mikinn áhuga á því hvernig við Árni bár- um okkur að við húsbygginguna. Það var gaman að fá tækifæri til að aðstoða þig og sjá metnaðinn og drifkraftinn sem þú hafðir. Það var aldrei dauð stund með þér, enda hafðir þú engan tíma til að glápa á sjónvarp! Mín fyrsta skýra minning af þér er þegar við vorum á leikskólaaldri og þú varst með hlaupabóluna. Ég taldi mig þá skilja orðið hlaupabóla, því minningin mín er þannig að ég stend kyrr og þú ert hlaupandi út um allt. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og þá sér- staklega þegar við fengum að fara í dekurferðir til Reykjavíkur til systra okkar. Hvíldu í friði hjartans engill, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín vinkona, Guðrún Karitas. Elsku Veiga. Lífið getur verið svo afskap- lega ósanngjarnt stundum. Þú varst einn af þeim gullmol- um sem sjá allt það góða og fal- lega í öllu og öllum. Hvort sem þú varst með myndavélina þér við hönd eða ekki fannstu það fallega og lést vita af því. Þú sparaðir ekki góðu orðin og hrós frá þér var innilega meint frá dýpstu hjartarótum. Slíkir eiginleikar eru ómetanlegir. Þar munum við reyna að taka þig til fyrirmyndar og gera allt sem við getum til að feta í þín fótspor. Englar eins og þú: Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíl í friði, elsku frænka – þín er sárt saknað. Þín frændsystkini, Inga Birna, Tryggvi og Guðbjörg. Elsku besta Veiga mín. Þú hefur ekki farið úr huga mínum síðan á aðfangadags- morgun og ennþá er þetta svo óraunverulegt. Ég finn fyrir máttleysi þegar ég reyni að ná utan um þetta og koma þessu í orð enda er þetta eitthvað sem manni finnst að ætti ekki að vera að gerast. Ég hafði svo gaman af því að fylgjast með þér, þú varst í blóma lífsins og það var svo margt spennandi fram undan hjá þér. Mér þótti alltaf svo vænt um að fá að fylgjast með, og ég fann væntumþykjuna streyma frá þér. Þannig varst þú; maður fann hlýjuna frá þér þó að mörg hundruð kílómetrar skildu okkur að. Þú varst alveg einstök og ég vil bara þakka fyr- ir mig, fyrir allt sem þú gafst mér. Þú gast alltaf stappað í mig stálinu, byggt mig upp og hvatt mig áfram og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég vona að þú hafir líka fundið væntum- þykjuna frá mér til þín, enda hefur þú alltaf átt stað í hjartanu mínu. Allar minningarnar okkar streyma í gegnum huga mér á ljóshraða og ég brosi og græt til skiptis. Þú varst dásemdin ein og ég mun aldrei gleyma þér. Það var mjög dýrmætt að hafa fengið að kveðja þig og ég mun geyma það í hjartanu mínu alla tíð. Takk fyrir samfylgdina, elsku engill. Ég votta fjölskyldu Veigu alla mína samúð, það hefur verið huggun í þessari sorg að fá að sjá einmitt það sem Veiga talaði svo oft um; hversu samheldin þið eruð. Hugur minn er hjá ykkur. Þín vinkona Signý Eva Auðunsdóttir. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. (Hulda Ólafsdóttir) Fljótlega eftir að ég kynntist Veigu varð hún ein af allra bestu vinkonum mínum. Faðmurinn hennar var alltaf svo hlýr og brosið svo bjart. Minningarnar mínar um hana eru fleiri en hægt er að telja og af ýmsum toga. Öll kósíkvöldin okkar þar sem við gátum spjall- að um allt milli himins og jarðar. Akureyrardjamm, peachtree, Þjóðhátíð, pottaferðir og bíó- kvöld. Ég hefði svo gjarnan vilj- að eiga tíma í framtíðinni til að skapa fleiri minningar með þér, en við hittumst síðar á nýjum stað og tökum þá gott spjall eins og okkur einum er lagið. Elsku Veiga, við eigum bágt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Við sendum fjöl- skyldu Veigu Mjallar innilegar samúðarkveðjur, hennar verður ævinlega saknað. Árný Rún, Ólafur Árni og synir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.