Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
✝ Sigurveig MjöllTómasdóttir,
Veiga, fæddist 20.
september 1990.
Hún lést 25. desem-
ber 2017.
Foreldrar Sigur-
veigar eru Þórdís
Pálmadóttir, f.
1954, frá Hjálms-
stöðum í Laugardal,
og Tómas Tryggva-
son, f. 1954, frá
Björk í Grímsnesi. Systur hennar
eru: Heiða Björg Tómasdóttir, f.
1977, maki hennar er Michele
Rebora, f. 1978, börn þeirra eru
Aldís Leoní, f. 2004, Elio Mar, f.
2007, Þórdís Lára, f. 2012, og
lands. Veiga lauk BA-gráðu í
tómstunda- og félagsmálafræði á
undan áætlun í lok árs 2012. Hún
var m.a. forstöðumaður frí-
stundaheimilisins Fjóssins við
Sæmundarskóla í Reykjavík.
Hún flutti aftur á Laugarvatn og
vann við móttöku og þjónustu við
ferðamenn.
Veiga hafði unun af leiklist og
lék í ýmsum verkum hjá Leik-
félagi Kópavogs, Leikfélagi
Hafnarfjarðar, Leikfélagi
Biskupstungna og nú síðast hjá
Leikfélagi Selfoss. Hún stundaði
nám við sumarskóla Bandalags
íslenskra leikfélaga fjögur sum-
ur í röð. Veiga ferðaðist m.a. til
Austurríkis árið 2016 til að sýna
á alþjóðlegu móti áhugamanna-
leikfélaga.
Útför hennar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 6. janúar 2018,
klukkan 13.
Jarðsett verður á Laugar-
vatni.
Livio Freyr, f. 2015.
Dagný Tómasdóttir,
f. 1981, maki henn-
ar er Þórður Ár-
mannsson, f. 1976,
börn þeirra eru
Tómas Berg, f.
2005, Ármann Þór,
f. 2013, og Katrín
Ey, f. 2015.
Kærasti Veigu er
Stefán Örn Óskars-
son, f. 1992.
Veiga ólst upp á Laugarvatni.
Hún útskrifaðist frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni árið
2010. Eftir útskriftina flutti hún
til Reykjavíkur, þar sem hún
stundaði nám við Háskóla Ís-
Elsku Veiga mín, ég trúi því
ekki enn að þú sért farin frá okk-
ur, ég sakna þín alla daga og er
mjög skrítið að vera vanur
ákveðnum hlutum eins og að
segja góða nótt ástin mín og fá
ekkert svar, en við áttum frá-
bært ár, fórum nokkrar hring-
ferðir, á Vestfirðina og kíktum til
Kanada og svo margt fleira. All-
ar þessar minningar eru það sem
heldur manni gangandi á þessum
erfiðu tímum. Ég er svo þakk-
látur fyrir að hafa kynnst þér,
þótt við fengjum bara 14 mánuði
þá er eins og við höfum þekkst
alla ævi, ég elska þig og mun allt-
af gera.
Þinn
Stefán.
Sagt er að þeir sem guðirnir
elska deyi ungir.
En af hverju þurfum við að
lenda í þeim hópi að syrgja vegna
þess? Eða af hverju ekki? Eng-
inn er spurður og þess vegna get-
ur þetta hent alla.
Elskuleg Veiga okkar kvaddi
þennan heim á jóladag og mun-
um við ávallt minnast hennar
með bros á vör og gleði í augum.
Þó stundum hafi verið þar rauna-
svipur inn við beinið, vegna
undirliggjandi kvíða og vöðva-
bólgu og einhverrar óskiljanlegr-
ar vanlíðunar, sem enginn vissi
hvers vegna var, en vonandi
kemur skýring á því öðrum til
hjálpar og viðvörunar.
Hún var einstakur persónu-
leiki, hjálpsöm, greiðvikin og allt-
af tilbúin fyrir þá sem hún gat
hjálpað á einhvern hátt. Börn og
gamalmenni voru henni afar
kær. Enda þoldi hún ekki að
gamla fólkið væri allt að hverfa,
fannst henni, og alltaf hrædd um
hver yrði næstur í röðinni. En nú
veit ég að það hefur verið vel tek-
ið á móti henni og hún verður
með opinn faðm að taka á móti
þeim sem á eftir koma.
Hún elskaði allt fólkið sitt og
við hana. Systrabörnin hennar
voru sem hennar eigin. Svo var
hún svo heppin að finna ástina,
Stefán Örn Óskarsson, fyrir ári.
Því miður var þeirra tími saman
allt of stuttur. En sá tími var vel
nýttur; í ferðalög hérlendis og
erlendis, hreiðurgerð á Selfossi
og ýmislegt skemmtilegt.
Elsku gullið okkar, við munum
standa þétt saman, öll sem eitt,
og takast á við það stóra skarð
sem höggvið hefur verið í okkar
hóp. Við munum halda í og passa
Stefán þinn eins og við eigum
kost á.
Alveg frá því að ég leit þig fyrst augum
þá varstu alltaf stúlkan mín.
Mig skipti engu hvað var sagt,
það varst þú, það var ég, við saman.
Það var yndislegt – allt frá fyrstu
stundu.
Þannig láta örlögin.
Svo ljúft var sérhvert bros frá þér.
það varst þú, það var ég, við saman.
Svo dýrlegt og dásamlegt
er hvert íslenskt sumarkvöld.
Ég vildi að þú værir hér,
rétt við hlið mér.
Og ef einhver myndi segja mér sögu,
sem myndi enda svona vel.
Ég segði’ að það væri útaf því.
Það varst þú, það var ég – við saman.
(Þorsteinn Eggertsson og Gunnar
Þórðarson)
Sjáumst.
Þínir elskandi foreldrar,
Þórdís (Dísa) og
Tómas (Tommi).
Elsku litla systa mín.
Ég fékk alltof stuttan tíma
með þér og nú sé ég eftir öllum
stundunum „frá þér“... Ítalíu-
ævintýrið mitt og aldursmunur
okkar... En ég veit líka að það var
það sem þú elskaðir; að geta
komið með mér út í ferðalög,
kynnst öðrum menningarheim-
um og leitað ráða hjá stóru systir
þegar eitthvað bjátaði á. Þú tókst
Tittí mínum opnum örmum frá
fyrstu sýn, kenndir honum ís-
lensku og tengdist fjölskyldu
hans einstökum böndum. Þú tal-
aðir ítölskuna eins og innfædd,
alveg frá því að þú heyrðir hana
fyrst, enda forvitin með eindæm-
um. Leo kallaði þig litla Einstein.
Þú varst gömul sál og með ár-
unum leituðum við ráða hvor hjá
annari. Þú gafst mér svo mikið
þrátt fyrir allt sem þú þurftir að
takast á við sjálf.
Þú sagðist aldrei hafa orðið
eins stolt og þegar þú varðst
móðursystir í fyrsta sinn. Þú
bast börnunum mínum órjúfan-
legum böndum og munt ávallt
eiga stað í hjörtum þeirra allra.
Þau elskuðu þig heitar en orð fá
lýst og sakna...
Þrátt fyrir stutta ævi, elsku
systa, markaðir þú ófá sporin í
hjörtum okkar allra. Þú skildir
eftir ótal bros og bjartar minn-
ingar sem munu lýsa okkur
áfram veginn á þessum erfiðu
tímum.
Ég þakka fyrir tímann sem ég
þó fékk með þér og fyrir allt sem
þú gafst mér og kenndir. Ég
varðveiti þitt og þú mitt.
Elska þig litla systir mín.
Þín
Heiða Björg.
Ég man vel eftir litlu rauð-
hærðu níu ára stelpunni sem beið
ofurspennt í dyragáttinni í Fenj-
um eftir „vini“ stóru systu sem
hafði elt hana heim frá Ítalíu.
Já, kæra Veiga, það voru for-
réttindi að fá að fylgjast með þér
vaxa úr grasi og verða þér sem
stóri bróðir, eins og þú varst vön
að segja. Svört þrumuský söfn-
uðust stundum í huga þér og þá
var gott að geta hjálpað þér að
blása þeim burt með smá stríðni,
t.d. með því að gera grín að kvik-
myndaþekkingu þinni – Er þetta
Ross? ... – eða einhverju öðru
léttvægu. Ótalmargar minningar
sækja að mér á þessari stundu og
erfitt að átta sig á að þær verða
ekki fleiri.
Þú varst alveg einstakur
mannþekkjari. Ég geri mér nú
fyrst almennilega grein fyrir því
að þú varst ekki bara óstjórnlega
forvitin, heldur hafðir einlægan
áhuga á fólki, þú lést þig aðra
varða.
Þú hélst að sjálfsögðu utan um
ættartölu Hjálmsstæðinga en þú
vissir líka deili á öllum í fjöl-
skyldunni minni úti og varst
þeim sem blóðskyld. Þín verður
sárt saknað þar líka.
Þú áttir ekki sjálf börn en þú
varst sko ekki barnlaus. Ó, nei,
þú átt svo mikið í systrabörnun-
um þinum sjö.
Þú varst þeim öllum meira en
frænka og elskaðir þau af öllu
hjarta. Þér sárnaði svo þegar t.d.
Dísa svaraði „ekki ég“ þegar þú
sagðist elska hana, jafnvel þótt
þú vissir alveg að það væri sagt í
gríni.
Góða ferð, kæra Veiga. Ég
veit að þú ert komin í faðm amma
þinna og afa, nöfnu þinnar og
allra hina sem þér voru svo kær.
Farðu vel.
Þinn „máfur“
Michele (Tittí).
Elsku Veiga, besta frænka í
öllum heiminum.
Ég veit að þú ert hérna hjá
mér, ég veit að þú heyrir í mér en
lífið verður samt aldrei eins án
þín. Alveg frá því ég man eftir
mér hefur þú ávallt verið besta
og traustasta vinkona sem hægt
er að hugsa sér. Við sögðum hvor
annarri alltaf allt og það er ekki
hægt að lýsa því hve mikil ást var
á milli okkar! Þú varst alltaf
tilbúin að hafa gaman með mér.
Fara með mig í allskonar óvissu-
ferðir og leiki en þú varst líka
alltaf til staðar fyrir mig þegar
mér leið illa.
Þá tókst alltaf að þér að leysa
öll mín vandamál og þú sást alltaf
ljósið í myrkrinu. Þú stóðst alltaf
með mér og varst alltaf svo dug-
leg að hrósa mér, sérstaklega
þegar ég þurfti mest á því að
halda.
Maður gat alltaf treyst á að fá
knús frá þér og ég myndi ekki
hika við að gefa allt til að fá bara
eitt knús í viðbót frá þér. En það
er víst ekki hægt. Ég verð að
halda áfram og vera þakklát fyrir
að hafa kynnst þér, fengið að
hlæja með þér, gráta með þér og
búa til allar þessar minningar
sem ég mun alltaf geyma í hjarta
mínu.
Elsku Veiga mín, þú varst svo
miklu meira en bara frænka mín,
þú varst líka besta vinkona mín,
sálfræðingurinn minn (hahaha...)
og stóra systir mín.
Og það munt þú áfram vera.
Jafnvel þótt ég sjái þig ekki leng-
ur eða heyri í þér þá veit ég að ég
er aldrei ein.
Þú munt áfram hjálpa mér í
gegnum lífið.
Bæði á góðum og slæmum
tímum verður þú alltaf til staðar.
Ég veit það.
Ég elska þig svo óendanlega
mikið, elsku Veiga mín!
Mundu... vinkonur að eilífu!
Þín,
Aldís.
Elsku Veiga.
Þú varst alltaf að leika við
okkur, hjálpaðir mér þegar mér
leið illa, varst glöð og skemmti-
leg.
Þú fórst með mér í óvissuferð-
ir, sund, bíó og skutlaðir mér á
æfingar.
Þetta eru orðin sem koma upp
í huga mér þegar ég hugsa um
þig: skemmtileg, glöð, gjafmild,
hjálpsöm, frábær, traust, góð,
brosmild, fyndin, vinur í raun.
Takk fyrir samveruna og allt.
Ég elska þig.
Þinn
Elio Mar.
Elsku gullið mitt.
Ég man það eins og það hafi
gerst í gær þegar mamma og
pabbi sögðu okkur brandarann
um það að við ættum von á litlu
systkini, þvílík spenna. Það sem
ég gerði mér hins vegar engan
veginn grein fyrir þá, var að
þetta litla kríli ætti jafnframt eft-
ir að verða ein af mínum allra
bestu vinkonum þrátt fyrir níu
ára aldursmun.
Ég minnist þín sem forvitna
barnsins sem vildi aldrei horfa á
sjónvarpið heldur frekar spjalla
eða bara hlusta á fólk tala saman.
Þú lést þig aðra varða og vissir
allt um alla.
Þú varst alltaf glaðlynd og ég
man ekki eftir því að hafa oft ver-
ið pirruð út í þig fyrir utan þetta
eina skipti sem ég tíndi súkku-
laðirúsínur upp úr stofuteppinu,
sem síðar kom í ljós að voru ekki
súkkulaðirúsínur heldur hafðir
þú verið að skríða um gólfin
bleyjulaus.
Í seinni tíð þurfti stundum að
minna þig á það hvað þú varst
ótrúlega hæfileikarík. Ljós-
myndaaugað þitt var svo fallegt,
þú fékkst mig til að tárast aðra
stundina en skellihlæja hina, með
óaðfinnanlegum leik í hinum
ýmsu verkum og svo mætti lengi
telja.
Þegar kom að því að græja
nýju íbúðina með þér fór mestur
tími í það að sannfæra þig um
eigin hugmyndir og fá þig til að
fylgja þeim eftir.
Það var svo gaman að fylgjast
með þér blómstra með yndislega
Stefáni þínum og ég verð honum
ævinlega þakklát fyrir það hvað
hann gerði þig hamingjusama á
þessum stutta tíma sem þið áttuð
saman.
Það sem huggar mig í þessari
óbærilegu sorg eru óteljandi
minningar af dásamlegu háværu
skellibjöllunni minni.
Ég finn sterkt fyrir nærveru
þinni, elsku Veiga mín, og veit að
nú munt þú alltaf vera í kringum
mig og elsku börnin „þín“.
Þín
Dagný.
Ég man enn daginn sem ég
kynntist þér fyrst, Veiga mín. Ég
sé þig svo ljóslifandi fyrir mér
þar sem þú, 10 ára gömul, stóðst í
dyrunum í Fenjum og ég að
koma í fyrsta skipti heim til ykk-
ar.
Stóra, innilega brosið þitt og
eldrauða hárið tóku á móti mér,
með galopinn faðminn. Alveg
ógleymanlegt. Frá þessum fyrsta
degi vorum við bestu vinir. Þú
varst auðvitað bara önnur litla
systir mín og fyrir það er ég
óendanlega þakklátur.
Ekki má gleyma frændsyst-
kinunum sjö, þau voru auðvitað
gullin þín líka og ég veit að þau
hafa öll lært margt af þér, t.d.
veit ég að hjörtu þeirra eru mikið
stærri eftir að hafa verið með þér
og þú átt mjög stóran þátt í því
hversu góðar og gegnheilar per-
sónur þau eru. Þessa umhyggju
og ást sem þú barst til þeirra
munu þau svo kenna sínum börn-
um og frændsystkinum og það er
sannarlega dýrmætt. Þau munu
sakna þín óendanlega mikið.
Það er auðvitað stórt skarð
sem þú skilur eftir hjá okkur en
sem betur fer getum við fyllt í
það, allavega að hluta, með öllum
Sigurveig M.
Tómasdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi
og langafi,
EINAR MARINÓ MAGNÚSSON
járnsmíðameistari,
Dalbraut 18,
áður til heimilis á Laugateigi 12,
Reykjavík,
lést að kvöldi 21. desember.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 8. janúar
klukkan 15. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Helga Aðalsteinsdóttir
Gísli Valur Gíslason Georg Georgiou
barnabörn, barnabarnabörn og makar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓSKAR BREKKAN HJALTASON,
Norðurbrún 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 23. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Stefán Hjalti Óskarsson Ester Jóhannsdóttir
Hugrún Ásta Óskarsdóttir
Elva Óskarsdóttir Jón Gísli Guðlaugsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MATTA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Vallhólma 8, Kópavogi,
lést laugardaginn 30. desember á Hrafnistu
í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. janúar klukkan 13.
Benedikt Bjarnarson
Þuríður H. Benediktsdóttir Birgir Teitsson
Sigurður F. Benediktsson Ingibjörg Helga Helgadóttir
Haukur C. Benediktsson Hjördís Sigurðardóttir
og barnabörn
Yndislegi eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur,
HARALDUR RAGNARSSON
húsasmíðameistari,
Gauksási 49, Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
miðvikudaginn 3. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín Þóra Sigurðardóttir
Árni Mar Haraldsson Ágústa Sigurlaug Guðjónsd.
Ívar Örn Haraldsson Lára Björk Bragadóttir
Sigurður Ragnar Haraldsson Margrét Eva Einarsdóttir
Arnór Gauti Haraldsson Vífill Harðarson
Salóme Kristín Haraldsdóttir
barnabörn
Bjarney Gréta Sigurðardóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSGEIR LÁRUSSON
Hlíðargötu 4, Tungu Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Neskaupstað fimmtudaginn 4. janúar.
Unnur Bjarnadóttir
Heimir Ásgeirsson Freyja Theresa Ásgeirsson
Sveinn Ásgeirsson Hólmfríður Th. Brynjólfsson
barnabörn og langafabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGMAR SVAVARSSON
frá Seyðisfirði,
lést 23. desember síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju
föstudaginn 12. janúar klukkan 13.
Lilja S. Sigmarsdóttir Páll Þórir Pálsson
Jón Viðar Gestsson
og barnabörn