Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heytugga fyrir ærnar Ólafur kann því vel að halda fé, enda gert það í áratugi. Nú eru 11 kindur í fjárhúsinu hans. byggði sjálfur þau hús úr kassa- fjölum, úrgangstimbri og notuðu bárujárni. Ég átti meira að segja kindur á fóðrum á meðan ég var í náminu úti í Bretlandi. En hér í Breiðholti hef ég verið með kindur allar götur síðan 1994 með leyfi borgarinnar, og nágrannar mínir sýna mér mikinn skilning með fjár- stússið. Þá hefur konan mín alltaf verið mér mjög hjálpleg. Ég er með aðeins 11 vetrarfóðraðar kindur núna, þar af 7 ær. Ég og kona mín eigum land- skika í Ölfusi þar sem við erum með lífræna grænmetis- og trjárækt. Allt gras er nýtt, heyjað töluvert fyrir kindurnar og beitt vor og haust. Þar hef ég ærnar um sauðburðinn á vor- in, ég læt þær bera úti en ég hleypi seint til, því ég vil ekki að þær beri snemma á vorin. Ég sleppi þeim svo í fjallið þegar gróður er tilbúinn.“ Forystuféð er oft styggara Ólafur segir sinn mikla áhuga á sauðfé koma norðan úr Austur- Húnavatnssýslu, þar sem hann var í sveit á sumrin í Hnausum hjá afa sínum og ömmu og tveim móður- systkinum frá því hann var sjö ára og fram til sautján ára aldurs. Og átti þar líka kindur. „Ég lít á Hnausa sem mínar æskustöðvar, þaðan á ég yndislegar minningar. Ég var orðinn forfallinn bóndi í sálinni í hvert sinn sem sum- arið í Hnausum var á enda. Sjálfsagt rennur þetta líka í blóðinu, því afar mínir báðir voru bændur.“ Að spjalli loknu göngum við til fjárhúss Ólafs til að heilsa upp á kindurnar hans, sem eru heldur bet- ur litfagrar. „Ég er með tvær forystuær, önnur er móflekkótt en hin mógolsu- botnótt. Þær eru systur og hrein- ræktaðar forystuær undan Flór- goða, forystuhrút sem var á sæðingastöð. Lambhrútarnir mínir tveir eru mislitir, Golsi og Bláskjár, sem fékk nafnið sitt eftir söguhetju úr bernskubók. Þeir eru báðir mjög gæfir, enda ekki forystuhrútar, en forystuféð er oft styggara í eðlinu. Vonandi standa þeir sig vel á fengi- tímanum.“ Ólafur segir að sumar kinda hans séu klappgæfar. „Golta er eins og gæludýr, hún vill endalaust klapp. Hún er elst í húsinu og á hér tvær dætur, þá gulu og þessa golbíldóttu. Sú svarta, móðir Bláskjás, er skapmikil og getur verið mannýg, einkum á sauð- burði en hún er undan sæðingahrútnum Hetti frá Húsavík, en kollóttu kind- urnar mínar eru nú flestar Strandafé að ætt. Ég átti hreinræktaða Vestfjarðahrúta í Fjárborg, en þeir voru ekki kjötmiklir. Forystublendingurinn minn, hvíti sauðurinn, hann minnir mig á það fé, hann er fríður en ekki mikil holdakind, miðað við lambhrútana. Hann heitir Geisli og er ennþá styggur, en ég heimti hann seint í haust, hann var í Engidal við Hengil. Þetta er dugnaðarkind. Grábaugótti sauðurinn heitir Hringur Jóakimsson, á fimmta vetri, og er háfættur eins og forystufé sæmir, en það hefur allt öðruvísi byggingu og lundarfar en kjötféð. Hringur er léttrækur og djúpvitur. Þegar ég set hann út með fénu þá stendur hann uppi á hólnum og horf- ir yfir, fylgist vel með. Enda eru for- ystukindur vökular.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 ÚTSALAN ER HAFIN! KRINGLUNNI 40% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM OPIÐ FRÁ KL 10-18 Í smáritinu Sauðfjárbúskapur í Kópavogi skýrir Ólafur Dýr- mundsson frá þróun sauðfjár- ræktar í Kópavogi frá því um miðja 20. öld þegar þéttbýli tók að myndast þar. Sauðfjáreig- endafélag Kópa- vogs hefur gegnt lykilhlut- verki í þessari atburðarás í 60 ár, ritið er því jafnframt saga þess. Í ritinu má m.a. lesa um fjallskil í nánd þétt- býlis, lög- skilaréttir, fjárskipti, sauðfjár- stríðið í Reykjavík, hrútasýn- ingar, sauðfjárböðun, upp- græðslu, öflun heyja og fjár- mörk. Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs gáfu út smáritið. Sauðfjár- búskapur í Kópavogi SAUÐFJÁRSTRÍÐ OG FLEIRA Forystusauður Hringur Jóakims- son er léttrækur og djúpvitur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.