Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 Menningarviður- kenningar RÚV fyrir árið 2017 voru veittar í fyrradag. Hall- grímur Helgason hlaut viðurkenn- ingu Rithöf- undasjóðs Rík- isútvarpsins fyrir ritstörf. Hljóm- sveitin Mammút hlaut Krókinn – viðurkenningu Rás- ar 2, fyrir framúrskarandi flutning og Epalhommi er valið orð ársins. Alls voru 92 styrkir veittir úr sam- einuðum Tónskáldsjóði Ríkis- útvarpsins og STEFs árið 2017, en sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar. Meðal þeirra sem hlutu styrk voru Anna Þor- valdsdóttir, Áskell Másson, Davíð Þór Jónsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Pétursson, Gunnar Andreas Kristinsson, Hafdís Bjarna- dóttir, Haukur Freyr Gröndal, Haukur Tómasson, hljómsveitirnar Mezzoforte og Valdimar, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Hugi Guðmunds- son, Jónas Sigurðsson, Karólína Ei- ríksdóttir, Kristín Þóra Haralds- dóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Marketa Irglova, Oliver Kentish, Ómar Guðjónsson, Páll Ragnar Páls- son, Steingrímur Þórhallsson, Sunna Gunnlaugsdóttir, Valgeir Sigurðsson, Þórunn Gréta Sigurð- ardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Menningarviðurkenningar RÚV veittar Hallgrímur Helgason Ástralska leikkonan og leikstjórinn Cate Blanchett verð- ur formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Can- nes sem haldin verður í 71. sinn 8.-19. maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hátíðinni. „Þetta er mér mikill heiður,“ er þar haft eftir Blanchett. Samkvæmt upplýsingum frá AFP er Blanchett 12. konan sem gegnir formennsku á frönsku kvikmynda- hátíðinni. Pierre Lescure og Thierry Frémaux, sem stjórna hátíðinni, lýsa ánægju sinni með Blanchett. „Það gleður okkur að geta boðið svona einstakan listamann velkominn sem auðgað hefur bæði kvikmyndalistina og leiklistina,“ er haft eftir þeim. Blanchett hefur tekið virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í kvikmyndabransanum og var meðal þeirra fyrstu til að fordæma fram- komu Harveys Weinstein. Blanchett hefur tvisvar unnið til Óskars- verðlauna, fyrst 2005 fyrir bestan leik í aukahlutverki í The Aviator og síð- an 2014 fyrir bestan leik í aðalhlutverki í Blue Jasmine. Blanchett stýrir dómnefnd í Cannes Cate Blanchett Svissnesk-íslenski myndlistarmað- urinn Christoph Buchel stendur að baki vefáskorun í Bandaríkjunum, sem almenningur getur sett nafn sitt við, þess efnis að átta sýnishorn af ólíkum gerðum traustra og hárra landamæraveggja, sem reistir hafa verið á landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó að undirlagi Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta, verði friðuð sem minnisvarðar í eigu allrar bandarísku þjóðarinnar. Ítarlega er fjallað um hugmynd Buchel í The New York Times og hittir blaðamaður hann að máli sunnan landamæranna, þar sem listamaðurinn hefur skipulagt skoð- unarferðir að landamærunum hvar sjá má bakhliðar efri hluta sýnis- hornanna blasa við norðan landa- mæragirðingar sem þar stendur. Al- menningur getur hins vegar ekki skoðað veggbútana Bandaríkja- megin, nema með sérstöku leyfi landamæravarða. Í greininni er spurt hvort Trump sé konseptlistamaður en veggirnir þykja að mörgu leyti kallast á við voldug þrívíð verk í mínimalískum anda. Prufuveggirnir átta, sem ólík fyrirtæki hönnuðu og byggðu – og kostuðu 3,3 milljónir dala, um 340 milljónir króna, áttu samkvamt út- boðslýsingu að þola mikið álag en vera fallegir séðir að norðan en hlið- in sem snýr að Mexíkó er ólíkt hörkulegri, með gaddavír, stein- steypu og málmsúlum. Vefherferðin er kölluð MAGA (skammstöfun sótt í slagorð Trump, „Make America Great Again“) og er farið fram á það að bannað verði að rífa sýnishornin, með tilvísun í lög frá 1906 um að þetta séu mikilvæg umhverfislistaverk. Buchel hefur vakið athygli víða fyrir fyrri listaverk sín og uppá- komur, þar á meðal „Moskuna“, ís- lenska skálann á Feneyjatvíær- ingnum árið 2015, sem borgar- yfirvöld í Feneyjum lokuðu. Haft er eftir Buchel að þótt hann sé listamaður hafi hann ekkert að gera með þetta verk. Með því að kjósa Trump forseta hafi Banda- ríkjamenn hins vegar gefið áráttu- kenndum hugmyndum hans stuðn- ing, og gert þær þar með að listrænum stefnuskrám. Þegar þessi sýnishorn sex fyrirtækja að landa- mæraveggjum hafi risið, hafi orðið til einskonar skúlptúrgarður, skap- aður af forsetanum og stuðnings- mönnum hans, segir Buchel. AFP Umdeilt Mexíkóar mótmæla áfornum Trump um landamæravegg við landa- mærin að Bandaríkjunum. Handan girðingar glittir í sýnishornin umdeildu. Buchel vill vernda landamæraveggbúta Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 The Killing of a Sacred Deer Skurðlæknirinn Steven flæk- ist inn í erfiðar aðstæður og þarf að færa óhugsandi fórn. Metacritic 73/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.45 Eldfim ást 16 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Follies - National Theatre Live 12 Þrjátíu árum eftir síðustu sýninguna hittast Follies- stúlkurnar aftur, þar sem þær fá sér nokkra drykki, syngja nokkur lög og ljúga til um örlög sín. Bíó Paradís 20.00 Father Figures 12 Metacritic 23/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 21.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.35, 20.00, 22.30 All the Money in the World 16 John Paul Getty III er rænt árið 1973, en hann var að- eins 16 ára gamall. Þegar afi hans, J. Paul Getty, ríkasti maður heims, neitar að borga lausnargjaldið reynir móðir hins unga Johns að bjarga syni sínum. Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Háskólabíó 18.10, 21.00 Svanurinn 12 Svanurinn segir frá afvega- leiddri níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en bland- ast í atburðarás sem hún skilur varla sjálf. IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 15.30, 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 18.00 Paddington 2 Paddington hefur sest að hjá Brown-fjölskyldunni og er orðinn vinsæll meðlimur samfélagsins. Metacritic 90/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 13.00 Háskólabíó 15.40 Pitch Perfect 3 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.00 Smárabíó 17.50, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Daddy’s Home 2 12 Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40, 20.00 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 15.25, 17.45, 19.30, 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.30, 21.00 Borgarbíó Akureyri 22.20 Wonder Metacritic 68/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Ferdinand Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heim- ili og fjölskyldu. Laugarásbíó 13.30, 15.45, 17.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Keflavík 13.00, 15.20 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.40 Háskólabíó 15.40 Smárabíó 15.25 Coco Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.40, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20 Sambíóin Kringlunni 13.00, 13.20, 15.15, 15.40 Sambíóin Akureyri 14.00, 15.00, 16.20 Sambíóin Keflavík 13.00, 15.20 The Lego Ninjago Movie Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20 Justice League 12 Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 16.00, 18.00, 19.10, 19.20, 22.20, 22.30 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 13.10, 16.20, 19.30, 22.40 Sambíóin Akureyri 19.00, 22.10 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Fjögur ungmenni finna gamlan tölvuleik en komast fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur. Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.35 Smárabíó 12.50, 13.30, 14.20, 16.30, 17.00, 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 15.40, 18.20, 21.00 Borgarbíó Akureyri 13.40, 20.00, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvikmynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.40 Bíó Paradís 18.00, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.