Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aldrei hefur verið selt eins mikið af
þorski á fiskmörkuðunum og á síð-
asta ári. Alls voru seld rúmlega 49
þúsund tonn af þorski sem er 400
tonnum meira en 2016. Síðustu fimm
ár hafa verið seld yfir 40 þúsund
tonn af þorski á mörkuðunum, en ef
litið er á tímabilið frá aldamótum
gerðist það einnig árið 2001 þegar
seld voru ríflega 43 þúsund tonn.
Verðmæti þorsksins sem seldur
var á mörkuðunum í fyrra var alls
tæplega 11,8 milljarðar. Þrátt fyrir
aukningu í magni dróst heildarverð-
mætið verulega saman því þorskur
var seldur fyrir 13,6 milljarða árið
2016. Meðalverðið lækkaði um 13,5%
samkvæmt upplýsingum frá Reikni-
stofu fiskmarkaðanna, fór úr 278,75
krónum á kíló að meðaltali árið 2016 í
241 krónur á nýliðnu ári.
Mestur samdráttur
í janúar og febrúar
Í heildina nam samdráttur í sölu á
fiskmörkuðunum 2017 alls 7.721
tonni miðað við árið á undan, 2016
voru seld 113.494 tonn á móti 105.773
tonnum 2017. Metárið hvað heildar-
magn áhrærir er árið 1996 þegar alls
voru seld rúmlega 116 þúsund tonn.
Taka þarf fram að árin 1995-97 var
loðnu miðlað á fiskmörkuðunum og
árið 1996 voru t.d. seld þar 6.500
tonn af loðnu. Ef loðnan er undan-
skilin er 2016 stærsta ár mark-
aðanna í magni.
Heildarsöluverð á mörkuðunum í
fyrra nam 21,5 milljörðum, en var
26,3 milljarðar árið 2016. Frá 2010
hefur á hverju ári þar til í fyrra verið
selt fyrir yfir 26 milljarða á mörk-
uðunum, mest var söluverðmætið
28,7 milljarðar árið 2012.
Sjómannaverkfall í tíu vikur í
fyrravetur hafði áhrif á mörkuðun-
um, en það stóð frá desember til 20.
febrúar. Í janúar og febrúar 2017 var
samtals selt 6.500 tonnum minna
heldur en sömu mánuði 2016 þannig
að samdrátt í magni má að verulegu
leyti rekja til verkfallsins.
Fiskmarkaðir á landinu eru nú 13
og störfuðu á á 27 stöðum sem er
sami fjöldi og 2016. Í árslok var
markaðnum á Akranesi hins vegar
lokað. Samdráttur varð hjá flestum
þeirra með þeirri undantekningu að
aukning varð hjá Fiskmarkaði Snæ-
fellsbæjar og Fiskmarkaði Norður-
lands. Sala á markaðnum á Djúpa-
vogi var sú sama 2017 og árið á
undan.
Aukið magn, en mikil
verðlækkun á þorski
Samdráttur í sölu á fiskmörkuðum Verkfall hafði áhrif
22
56 56
70
96 98 96 98
108
116 113
103 104
98 95
89 92
100
104 107
98 94
103
97
92
102
110
103 104
113
106
Heildarmagn fisks og meðalverð á fiskmörkuðunum 1987 til 2017
Heimild:
Reiknistofa
fiskmarkaða
100
75
50
25
0
300
225
150
75
0
’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
Heildarmagn á fiskmörkuðunum,
þúsundir tonna
Meðalverð
kr./kg
203
285
113
157
65
37
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flugeldasala skilar 60-70% af sjálfs-
aflatekjum björgunarsveitanna, að
sögn Smára Sigurðssonar, formanns
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Hann segir að virðisaukinn af flug-
eldasölunni komi
allur í hlut björg-
unarsveita sem
hana annast.
„Það yrði mikil
breyting fyrir
björgunarsveit-
irnar ef þessi
tekjuöflunarleið
yrði strikuð út,“
sagði Smári. „Við
fáum líka tekjur af
sölu Neyðarkallsins, frá Íslands-
spilum, söfnum dósum, önnumst
gæslu og tökum að okkur önnur verk-
efni.“ Hann heimsótti nýlega
björgunarsveitir á Norðurlandi sem
sumar fara í girðingarvinnu eða stinga
út úr fjárhúsum til að afla tekna.
Hleypur á hundruðum milljóna
Smári kveðst ekki hafa nákvæmar
tölur um umfang flugeldasölunnar í
krónum talið, hver björgunarsveit sé
með sitt bókhald. Hann telur þó að
heildarveltan sé samanlagt upp á ein-
hver hundruð milljóna á hverju ári.
Um 90 björgunarsveitir selja flugelda.
Smári benti á að fleiri en björg-
unarsveitir væru í flugeldasölu.
„Ég held að það hafi verið einir átta
aðilar aðrir en við sem fluttu inn og
seldu flugelda fyrir síðustu áramót.
Þeir eru ekki lítill hluti af þessum
markaði,“ sagði Smári.
Hann segir að allar vörur sem
björgunarsveitirnar flytja inn séu
CE-vottaðar. „Það er þröngur rammi
utan um hvað má flytja inn og selja.
Ekki er langt síðan reglugerð um
efnainnihald flugelda var breytt. Við
létum breyta flugeldunum svo þeir
uppfylltu þær kröfur. Í byrjun árs
2017 var sett enn ein ný reglugerð um
sölu skotelda. Þá var minnkað magn
sprengiefnis sem má vera í hverjum
flugeldi. Það er ekki eins og þetta sé
eftirlitslaust, það er fjarri því,“ sagði
Smári.
Hann segir að magn flugelda sem
SL flytur inn á hverju ári hafi staðið í
stað í um áratug. Ólíklegt sé að mikið
meiru hafi verið skotið um nýliðin
áramót en síðustu 5-6 áramótin þar á
undan. Veðurfar á höfuð-
borgarsvæðinu var hins vegar þannig
nú að mengunin fauk ekki í burtu
heldur lá yfir í froststillunni.
Flugeldar fyrir næstu áramót
verða pantaðir í febrúar. Meira en
helmingur sölunnar fer fram á gaml-
ársdag. Vont veður getur eyðilagt
söluna það árið. Smári sagði að salan
hefði gengið ágætlega um síðustu
áramót. Sumar sveitir seldu minna en
í fyrra, salan hjá öðrum stóð í stað og
örfáar seldu meira. „Heilt yfir gekk
þetta ágætlega og við erum sátt og
þakklát fyrir stuðninginn,“ sagði
Smári.
Burðarásinn í tekjum
björgunarsveitanna
Flugeldasalan gefur 60-70% af tekjum Ágæt sala
Morgunblaðið/Hari
Áramót Miklu var skotið upp af flugeldum um nýliðin áramót, að venju.
Smári
Sigurðsson
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 155.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 60m2..
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
„Söfnunin fór fram úr okkar björt-
ustu vonum,“ segir Örn Ragnarsson,
sviðsstjóri í fatasöfnun Rauða kross
Íslands. Á nýliðnu ári safnaði og
flokkaði starfsfólk og sjálfboðaliðar
Rauða krossins tæplega 3.200 tonn af
notuðum fatnaði og efni. Meginhluti
þess var seldur úr landi eða 3.078
tonn sem er 360 tonnum meira en á
árinu 2016.
Fatasöfnunin hefur vaxið hröðum
skrefum síðustu ár. Ef litið er aftur til
ársins 2010 hefur magnið þrefaldast.
Örn nefnir mögulegar skýringar á
því. Fatasöfnunarkerfi Rauða kross-
ins sé sífellt að batna og vel haldið ut-
an um grenndargámana. Þá hafi vitn-
eskja almennings aukist um að
verðmæti séu í öllum textíl. Þótt fatn-
aður eða efni sé ekki tískuvara geti
það nýst Rauða krossinum.
Getur hann þess að fólk geti komið
með slitin og götótt föt í grenndar-
gámana og föt sem komin eru úr
tísku. Einnig staka sokka, tuskur,
gardínur og hvaðeina. Sama eigi við
um skó, þeir séu eftirsóttir.
Fer á markað í Afríku
Megnið af notuðu fötunum er selt
til flokkunarfyrirtækja í Þýskalandi
og Hollandi. Þaðan séu þau seld
áfram, aðallega til Afríku en einnig til
Asíu, Mið-Austurlanda og Austur-
Evrópu.
Til viðbótar því magni sem flutt er
út tekur Rauði krossinn frá föt og efni
sem notuð eru í hjálparstarf og seld í
verslun samtakanna. Þannig var um
100 tonnum ráðstafað á síðasta ári.
Rauði kross Íslands hafði um 75
milljónir í hreinar tekjur af fataút-
flutningnum á síðasta ári. Peningarn-
ir eru notaðir til að reka 1717 hjálp-
arsímann og þeir kosta hluta af
neyðarvörnum RKÍ. Þá hefur fata-
söfnunin kostað heilbrigðisverkefni í
Malaví í nokkur ár. helgi@mbl.is
Fluttu út 3.078
tonn af fötum
Fatasöfnunin greiðir þörf verkefni
Útflutningur RKÍ
á notuðum fatnaði
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
tonn
2010 2015 2016 2017
1.000
2.220
2.719
3.078