Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111.
www.reykjavik.is
www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur:
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 29. janúar 2018) og alla breytingarseðla
þar á eftir
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða,
líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-75 ára
• sent inn erindi vegna fasteignagjalda
Fasteignagjöld ársins 2018, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á
gjalddögum 3. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 2. júní, 2. júlí, 4. ágúst, 1. september og
2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 3. febrúar.
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á boðgreiðslur af greiðslukortum og á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum.
Mínar síður
á www.reykjavik.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hafin er umræða innan SFR, stétt-
arfélags í almannaþjónustu, og
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, St.Rv., um frekara samstarf
og mögulega sameiningu stéttar-
félaganna.
Á annað hundrað trúnaðarmenn
og fulltrúar félaganna héldu sameig-
inlegan stefnufund um málið í lok
nóvember á seinasta ári og eru fyr-
irhugaðar frekari umræður og fundir
um málið á næstu mánuðum.
Hlusta á sjónarmið félags-
manna á næstu mánuðum
„Það var niðurstaða sameiginlegs
fundar trúnaðarmannaráðs og full-
trúaráðs félaganna að við skyldum
halda áfram skoðun þessa máls,“
segir Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR.
„Næsta skref er að við ætlum að
ná til félagsmanna með því að halda
morgunverðarfundi og við munum
halda marga slíka fundi í janúar,
febrúar og mars. Við hjá SFR gerum
það úti um allt land og svo hér í
Reykjavík og ætlum að heyra hvað
félagsmönnum finnst um þessa hug-
mynd,“ segir hann.
Á fundinum fyrir áramót kynnti
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent
við Háskóla Íslands, greinargerð um
hagkvæmni aukins samstarfs eða
sameiningar félaganna sem hann
vann fyrir félögin. Að lokinni kynn-
ingu Gylfa ræddu fundarmenn sam-
an í hópum um kosti og galla slíkrar
sameiningar, lögðu mat á samstarf
félaganna fram að deginum í dag og
möguleg næstu skref.
Mikið samstarf hefur verið á milli
þessara tveggja stéttarfélaga. Að
sögn Árna Stefáns hefur samstarfið
verið mjög mikið á ýmsum sviðum
síðustu 20 ár og hefur aukist und-
anfarin ár. Félögin hafa meðal ann-
ars boðið upp á sameiginlega trún-
aðarmannafræðslu um langt árabil,
haldið svonefnd Gott að vita nám-
skeið og staðið að ýmsum viðburðum.
Þá er Blað stéttarfélaganna gefið út
af báðum félögum auk þess sem þau
vinna saman að útnefningu Stofnun-
ar ársins og að árlegri launakönnun.
Mörgu svipar líka saman í upp-
byggingu og starfsemi félaganna og
margt er líkt í launasetningu og
störfum félagsmanna.
Eru í mörgum starfsgreinum
Félögin eru bæði innan BSRB. Í
SFR eru núna um 5.500 félagsmenn
og í Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar eru félagsmenn um 4.700 tals-
ins. Verði af sameiningu félaganna
verður þannig til um tíu þúsund
manna stéttarfélag. Í St.Rv. eru
starfsmenn hjá Reykjavíkurborg í
fjölmörgum starfsgreinum og fé-
lagssvæði SFR nær yfir allt landið en
það skiptist í tvo hluta, opinberan
hluta og almennan hluta. Fé-
lagsmenn SFR koma einnig úr mörg-
um starfsgreinum, með fjölbreytta
menntun og ólíkan bakgrunn.
Aðspurður vill Árni Stefán ekkert
segja til um hvort hann telji að þessi
umræða muni á endanum leiða til
sameiningar félaganna enda sé málið
enn langt í frá útrætt en umræða og
skoðun á því mun halda áfram.
Í eina sæng hjá ríki og borg?
Rætt um mögulega sameiningu SFR og St.Rv. Ef félögin sameinast yrði til um 10 þúsund manna
stéttarfélag Engin ákvörðun tekin en kostirnir skoðaðir á fundum með félagsmönnum á næstunni
Morgunblaðið/Ómar
Leifsstöð Margir félagar í SFR starfa á Keflavíkurflugvelli. Um 80% félagsmanna eru ríkisstarfsmenn. Um 76% fé-
lagsmanna í St.Rv. starfa hjá Reykjavíkurborg og hluti þeirra m.a. hjá Strætó bs., Orkuveitunni og Faxaflóahöfnum.
Mörg stéttarfélög hafa sameinast á
seinustu áratugum einkum á al-
menna markaðinum en fjöldi þeirra
er enn mikill samanborið við mörg
önnur lönd. Yfir 90% íslenskra
launþega eiga aðild að stétt-
arfélögum skv. tölum Hagstof-
unnar.
Í BSRB sem eru stærstu samtök
opinberra starfsmanna á Íslandi
eru í dag 25 stéttarfélög með sam-
tals um 21.000 félagsmenn. Aðild-
arfélög BHM eru 27 talsins. Einnig
eru stór félög m.a. starfsfólks í
heilbrigðisgeiranum utan heildar-
samtaka s.s. Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga og Læknafélag Ís-
lands. Í Kennarasambandi Íslands
eru sjö fagfélög.
Aðildarfélögin innan Alþýðu-
sambands Íslands eru 49 talsins.
Flest eiga þau aðild að ASÍ í gegn-
um eitthvert fimm landssambanda
ASÍ en sjö félög eiga beina aðild að
ASÍ. Um 72% launafólks starfa á al-
mennum markaði og 28% hjá hinu
opinbera. Hjá ríkinu starfa um 15%
launafólks og um 13% hjá sveit-
arfélögum skv. upplýsingum Rík-
issáttasemjara.
Yfir 90% í
stéttarfélagi
Á ANNAÐ HUNDRAÐ FÉLÖG
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Já, þessi sala á léttbjór er viðbót
sem skiptir máli fyrir máli fyrir okk-
ur. Ég sé líka fram á talsverða aukn-
ingu í sumar,“ segir Agnes Anna
Sigurðardóttir, einn eigenda Brugg-
smiðjunnar á Árskógssandi sem
framleiðir Kalda.
Síðasta árið hefur framboð á létt-
bjór aukist til muna í matvöruversl-
unum. Auk gamla góða pilsnersins
er nú hægt að fá til að mynda Kalda,
Bríó og Bola úti í búð. Í sumum
verslunum hafa meira að segja verið
fluttir inn léttbjórar frá erlendum
framleiðendum á borð við Mikkeller.
Agnes segir að forsvarsmenn
Krónunnar hafi óskað eftir sam-
starfi við Bruggsmiðjuna og beðið
um að brugga léttöl til sölu í versl-
unum sínum. Hjá Kalda eru brugg-
aðar sérstakar útgáfur fyrir mis-
munandi árstíðir og lagður
metnaður í framleiðsluna. „Við ger-
um þetta frá grunni, þetta er ekki
þynnt útgáfa. Fólki finnst gaman að
geta fengið alvöru léttbjór,“ segir
Agnes.
Salan ber þess líka merki að Ís-
lendingar séu áhugasamir. Frá nóv-
ember árið 2016 og út desember
2017 seldust 102.192 flöskur af
2.25% Kalda í matvöruverslunum.
Það nemur 4.258 kössum.
Agnes segir að vissulega hafi er-
lendir ferðamenn tekið léttbjórnum
fagnandi en Íslendingar séu ekki
síður stór kúnnahópur.
„Íslendingar bera klárlega uppi
jólavertíðina og ég fæ mjög góð við-
brögð frá þeim. Ég sé líka fyrir mér
talsverða aukningu í sumar.“
Höskuldur Sæmundsson, vöru-
merkjastjóri hjá Ölgerðinni, kannast
vel við aukinn áhuga á léttbjór.
„Salan hefur snaraukist und-
anfarin ár, bæði samfara auknum
ferðamannastraumi en líka á meðal
Íslendinga. Þessi þróun er í takt við
það sem er að gerast úti í heimi. Það
er ört vaxandi markaður fyrir
óáfenga bjóra í Evrópu. Þetta end-
urspeglar auðvitað ákveðna þróun.
Íslendingar eru farnir að drekka
betur en áður. Margir hafa uppgötv-
að að bjór passar vel með mat, miklu
betur en vín, og það er frábært að fá
óáfengan valkost með mat.“
Morgunblaðið/Hanna
Léttbjór Framboð og eftirspurn eftir léttbjór hefur aukist að undanförnu.
Léttbjórinn slær í
gegn í verslunum
Mikil sala í fyrra Alþjóðleg þróun