Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 ✝ Sigurður Ingi-marsson fædd- ist á Flugumýri í Skagafirði 11. júlí 1938. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 21. desember 2017. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- mar Jónsson, f. 27.3. 1910 á Flugumýri, d. 4.12. 1955, og Sigrún Jónsdóttir, f. 6.3. 1911 á Vatni á Höfðaströnd, d. 22.3. 1986. Sigurður ólst upp í stórum systkinahópi á Flugumýri og var þriðji í röð átta systkina en þau eru Sigríður, f. 5.6. 1935, Jón, f. 19.1. 1937, Lilja Amalía, f. 24.7. 1939, Stein- Sól, f. 13.7. 1999. 2) Eyrún Anna, maki (skildu) Páll Bjarki Pálsson, börn þeirra eru Ásta Björk, f. 18.5. 1987, Eyrún Ýr, f. 14.8. 1988, sam- býlismaður Teitur Árnason, Sigurður Rúnar, f. 20.2. 1992, Þórdís Inga, f. 29.11. 1998, og Júlía Kristín, f. 26.2. 2003. Sigurður var bóndi á Flugu- mýri alla sína starfsævi og unni því starfi mjög. Þau hjón- in voru lengst af með bland- aðan búskap en hjá Sigurði skipuðu hestamennska og hrossarækt stóran sess og starfaði hann lengi að fé- lagsmálum hestamanna í sínu héraði, bæði hjá hestamanna- félaginu Stíganda og við fé- lagssvæði þess á Vindheima- melum sem og hjá Hrossa- ræktarsambandi Skagafjarðar. Þá var Sigurður félagi í Karlakórunum Heimi og Feyki um árabil og í Kór eldri borg- ara í Skagafirði. Útför Sigurðar fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag, 6. janúar 2018, klukkan 14. unn, f. 26.3. 1942, Guðrún, f. 1.6. 1943, Sigrún, f. 4.10. 1945, og Ingimar, f. 16.4. 1951. Hinn 27. desem- ber 1959 kvæntist Sigurður Ástu Kristínu Sigur- björnsdóttur frá Grófargili í Skagafirði, f. 11. nóvember 1938. Foreldrar hennar voru Jónanna Jóns- dóttir, f. 23.1. 1904, d. 14.8. 1969, og Sigurbjörn Tryggva- son, f. 30.3. 1896, d. 4.9. 1984. Dætur Sigurðar og Ástu eru: 1) Sigrún Inga, f. 6.6. 1959, maki Oddgeir Þórð- arson, börn þeirra eru Þórður Ingi, f. 2.6. 1997, og Sigrún Elsku pabbi minn. Mikið hef ég óskað þess undanfarna daga að þetta sé bara slæmur draum- ur og þegar ég vakna geti ég átt von á að þú hringir í kvöld. „Bara til að láta vita hvernig dagurinn hefur verið,“ eins og þú sagðir oft. En þetta er enginn draumur, ég er vakandi, þú hringir ekki oftar og héðan í frá munt þú vaka yfir okkur frá öðrum stað. Það er stundum sagt að maður velji sér vini en Guð gefi okkur fjölskyldu. Í mínu tilviki var hann örlátur. Betri og ástríkari foreldra gat ég ekki fengið. Pabbi og mamma hafa alltaf ver- ið miklir félagar, dálítið ólík, hann svolítið ör, hún rólegri og ráðagóð en saman gátu þau allt og pössuðu hvort annað vel, ekki síst í seinni tíð. En ekki síður vöktu þau yfir velferð okkar hinna, gáfu ráð og buðu aðstoð. Ef verið var að undirbúa norður- ferð var öruggara að fá veðurspá frá pabba en Veðurstofunni og ekki brást það að hann hringdi til að heyra hvað við værum komin langt og fannst við stundum lengi að komast af stað, enda sjálfur alltaf röskur. Hann var líka duglegur að hringja í barna- börnin og fannst stundum nóg um hve mikið væri að gera hjá „elskunum litlu“ eins og hann nefndi þau stundum ennþá, þó komin væru fast að tvítugu. Þetta verða mikil umskipti hjá fjölskyldunni og ekki síst þér, elsku mamma, en við getum þetta saman eins og þið gerðuð alltaf. Elsku pabbi, ég veit að amma og afi hafa tekið á móti stráknum sínum og trúi því að þú sért nú kominn á bak honum Dropa þín- um á ný. Sjáumst aftur í sumar- landinu. Þín dóttir, Sigrún Inga. Elsku pabbi, hve sárt við söknum þín. Við söknum þess að heyra ekki né sjá lengur létt fótatak þitt og glaðlegt andlit er þú komst við hjá okkur, oftast daglega, til þess að athuga hvernig við hefðum það, til að hitta það af barnabörnum sem heima var eða til að taka aðeins stöðuna á búskapnum og skipu- lagi næstu daga. Langoftast færðirðu okkur eitthvað matar- kyns í leiðinni, ávexti, kartöflur, súkkulaði eða jafnvel eitthvað gott í matinn sem þú hafðir rek- ist á í búðinni. Ást þín og um- hyggja var alltaf auðfundin og allt um kring bæði fyrir okkur fjölskyldunni sem og fyrir dýr- unum og staðnum hér. Jörðinni og staðnum unnirðu mjög og þekktir alla staðhætti og hvert kennileiti og varst ávallt vakinn og sofinn að gæta þess að allt væri í sem bestu lagi. Við systur vorum og erum mjög lánsamar, á þessum fallega stað bjugguð þið mamma okkur gott og fallegt heimili, þið kennduð okkur að bera virðingu fyrir dýrunum, líf- inu hér og gjöfum þess sem og að vanda vel til allra verka og fara vel með hlutina. Alla okkar bernsku fram að fermingu Ingu bjuggum við öll á efri hæðinni, þið mamma með okkur systur í einu herbergi, sem var bæði stof- an okkar og svefnherbergi, og ykkar eldhús höfðuð þið líka, Sirrý og Nonni með sín börn í norðurherberginu og með sitt eldhús á móti. Sigríður lang- amma hafði sitt miðherbergi og Júlli á móti að austan og svo Ás- mundur sitt herbergi á háaloft- inu. Seinna, upp úr 1970, bjó líka Sigurbjörn afi hjá okkur en þá var Júlli fallinn frá. Við Inga ól- umst því upp við að þrjár kyn- slóðir byggju saman við gott skipulag og fastar hefðir. Í minn- ingunni var eldhúsborðið ykkar mömmu lítið en þó nægt pláss fyrir alla og alltaf nægur matur þó margir væru, því á ykkar heimili borðuðum við öll auk aukafólks á sumrin. Lengst af bjugguð þið mamma með bæði kýr og kindur og hrossin sem áhugamál. Seinna er kýrnar urðu ykkar helsta lifibrauð átt- irðu samt alltaf allnokkrar kind- ur og á síðari árum við saman, auðséð var hversu mjög þú naust þess að sinna og rækta kindur og hross enda varstu mikill skepn- umaður og glöggur á öll dýr. Af þér lærðum við að þekkja og meta góða hesta en erfiðara reyndist mér að verða jafn fjár- glögg og þú, enda þekktir þú kindurnar af löngu færi. Júlía Kristín erfði hinsvegar þá hæfi- leika þína og oft varstu mjög stoltur og glaður yfir hversu glögg hún væri og naust þess að hafa hana með þér sem og hin barnabörnin þín við dagleg verk. Á þessum árum fórum við systur flest með ykkur mömmu og sam- hliða búskapnum virtust þið allt- af finna tíma til að njóta lífsins, fara í heimsóknir eða fá til ykkar gesti. Þannig hefur líf ykkar mömmu verið alla tíð, nánast eins og þið hefðuð fleiri klukku- stundir í sólarhringnum. Þú skrifaðir dagbók og skipulagðir, varst framsýnn, hreinskiptinn, glaðsinna og fljótur til allra verka og þið mamma unnuð sam- hent og lausnamiðað og nutuð þess svo að verja frítíma ykkar saman. Elsku fallegi pabbi minn, það verður erfitt að finna taktinn aft- ur án þín og hann verður aldrei samur, takk fyrir alla þína enda- lausu ást og umhyggju og takk fyrir að velja heimsins bestu mömmuna þér við hlið. Þið hafið verið kjölfestan í okkar lífi og stutt mig og mín börn. Þú hefur skilað þínu ævistarfi vel og ég veit og treysti að þér muni ávallt líða vel. Við elskum og pössum mömmu sem best við getum. Þín dóttir, Eyrún Anna. Þegar Siggi kom síðast til höfuðborgarinnar fyrir nokkrum vikum fórum við á rúntinn. Töld- um byggingakrana í miðbænum, fengum okkur steiktan lax í Nor- ræna húsinu og röltum í gegnum Hólavallakirkjugarð. Slakur og notalegur með árunum. Það var svo margt í fari Sigga sem ég dáðist að, hann var mjög skemmtilegur og upplífgandi og alveg einstaklega góður gagn- rýnandi. Hann sá allt í mjög skýru ljósi og gat ekki fegrað hlutina nema að það væri inni- stæða fyrir því, var mjög næmur fyrir smáatriðum og tók eftir flestu. Hvort sem um var að ræða skepnur, fólk eða bíla, veð- urfræðinga eða ráðamenn, þá voru kostir og gallar bornir fram að vel íhuguðu máli og skynsemi. Hann var afskaplega umhirðu- samur og gekk vel um alla hluti. Hann felldi ekki fallegasta tréð fyrir jólin, heldur það sem hon- um fannst þurfa að grisja. Hann skammaðist ekki yfir því hvað bíllinn væri skítugur heldur bauðst til þess að lána manni allt til þess að þrífa hann. Alltaf kurt- eis og lét mann langa til að verða betri en maður er. Elsku tengdapabbi, þú varst höfðingi heim að sækja, kærar þakkir fyrir allar notalegu sam- verustundirnar, hjálpsemi, um- hyggju og ómælda aðstoð í gegn- um tíðina. Oddgeir. Þó við systkinin höfum búið alla tíð í Reykjavík hefur Flugu- mýri alltaf verið okkar annað heimili. Í hvert skipti sem við komum norður beið okkar app- elsínukakan hennar ömmu og ekki hafði afi klikkað á að heyra í mömmu hvað það væri nú sem við vildum í morgunmat í þetta skiptið. Hin ýmsu sveitastörf sem við fengum að taka þátt í voru ekki síður tilhlökkunarefni. Að reka kýrnar, gefa og skemmtilegast af öllu að sitja í bláu dráttarvélinni og fylgjast með afa að störfum. Hann leyfði okkur að vera eigendur hinna ýmsu dýra og fól okkur það flókna verkefni að skýra þau. Þannig sá hann fyrir okkur um kúna Baulu, kindina Móu og hænuna Lady Gaga. Þó svo að hann hafi ekki kannast við nafn þeirrar síðastnefndu og eflaust ekki verið hrifinn, enda reglu- samur í dýranöfnum sem og öðru, var engin athugasemd gerð þar. Hænan var skírð Lady Gaga af eiganda sínum og svo skyldi það vera. Elsku afi okkar, það er óraun- verulegt að skrifa minningarorð til þín þegar það eru aðeins rúm- ar tvær vikur síðan þú hringdir síðast með fréttir að norðan. Þú spurðir hvernig við hefðum það og varst ánægður með að nú ætl- uðum við loks að koma aftur norður um jólin. Það mátti ekki heyra minnsta merki um að eitt- hvað væri að, enda hljómaðir þú hress og hraustur eins og alltaf. En þannig munum við einmitt alltaf muna þig, hressan og kátan og með allt á hreinu. Takk fyrir að vera eins hvetjandi, hlýr og góðhjartaður og þú varst. Takk fyrir að hringja og gá hvernig við hefðum það. Takk fyrir allt. Þú verður okkur alltaf einstök fyrir- mynd. Elskurnar litlu, Þórður og Sigrún. Elsku afi minn, þú varst minn traustasti vinur, fyndinn og hlýr en samt svo virðulegur. Fyrst og fremst varstu svo fallegur að inn- an og utan. Þú kenndir mér að vaða í verkin en samt að vera vandvirk og klára þau samvisku- samlega. Stuðningurinn sem þú veittir og trúin sem þú hafðir á manni fékk mig alltaf til að vilja gera þig stoltari af mér en nokk- urn annan. Líka því að þú varst svo hreinskilinn að alltaf þegar þú hrósaðir mér þá vissi ég að þú virkilega meintir það. Það var sama hversu oft við Júlía hittum þig yfir daginn og þú sagðir oft „eruð þið komnar rassgata- rófurnar mínar“, þá hringdir þú alltaf á kvöldin þegar þú varst búinn að borða og horfa á fréttir og spurðir hvernig dagurinn hefði verið. Líka eftir að ég flutti út, það var sama hvaða dagur það var, þú hringdir alltaf, ekki með neitt erindi eins og þú sagðir heldur bara til að heyra hljóðið í mér. Elsku besti afi minn, ég mun sakna þín alla daga en hlakka til að heyra í þér hljóðið þegar við hittumst seinna. Þórdís Inga. Í dag kveð ég þig, elsku afi. Það reynist mér ákaflega erfitt og mér finnst það ósanngjarnt. Þegar ég hugsa um þig og hvernig maður þú varst þá koma þrjú orð upp í hugann: Dugnað- ur, nákvæmni og snyrtimennska. Þú varst svo skipulagður og allt upp á tíu hvert sem litið var. Þessa eiginleika megum við hin taka okkur til fyrirmyndar Ég á eftir að sakna þess að heyra rödd þína og rökræða við þig hin ýmsu mál eins og við vor- um vön að gera. Hvort sem þú varst að segja mér frá kindunum þínum, holdafari fólks nú til dags eða pólitíkinni. Oftast voru það þó hestarnir sem við ræddum. Þótt það sé afskaplega erfitt og sárt að kveðja er ég samt svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa. Þú varst alltaf til staðar, af- skaplega bóngóður en umfram allt mjög skemmtilegur félagi. Ég ætla eftir fremsta megni að hugsa vel um mig og litla drenginn okkar eins og ég lofaði í okkar síðasta símtali. Elska þig, afi minn. Þín Eyrún. Elsku hjartans afi minn. Ég er ennþá að átta mig á því að þetta sé raunveruleikinn. Þetta gerðist svo hratt, en það var alveg í þínum anda. Það er varla hægt að minnast þín án þess að tala um ömmu. Glæsileg, samheldin og samtaka í verkunum heima fyrir, já og alltaf alls staðar voruð þið saman. Í ykkur ömmu á ég fyrirmynd og ég leit svo upp til ykkar. Þú hafðir gaman af því að gleðja okkur, hvort sem það var með fíflagangi, með því að hjálpa, gefa okkur mola í bílnum eða ís í búrinu þegar við komum röltandi upp túnið. Alltaf voru móttökurnar hjá ykkur ömmu „ert þetta þú, elsk- an mín?“ eða „ertu komin, Ásta mín?“. Að fá hrós frá þér var best, þú meintir það og það skipti mig miklu máli að þú værir stoltur af mér. Þú sagðir allt hreint út hvort sem það var gott eða slæmt, oft á beinskeyttan og fyndinn hátt. Þú varst svo skemmtilegur afi. Þú varst leiðtogi, þú gekkst í verkin, sama hvað, og sýndir okkur þannig hvernig á að gera hlutina. Þú varst alltaf búinn að sjá út og skipuleggja hvernig væri best að gera það svo að hlutirnir gengju smurt. Þú varst alltaf tímanlega og með mikilli nákvæmni skipulagðir og leystir þú verkefnin vel, það vel að það hefði ekki verið hægt að gera þau betur. Ég man þegar þurfti að fella Dropa okkar, þá gerðir þú það sjálfur með Eiríki, af því að þú vildir að það yrði gert rétt. Þú lagðir teppi yfir augun og varst með lófann við nasirnar hans. Ég veit hvað það var þér erfitt. Þú hefur kennt mér svo margt og það sem ég á ennþá eftir ólært það ætla ég að tileinka mér. Hlýjan frá þér var alltaf svo tær og þú gafst þér tíma til að stoppa við og njóta. Þú gafst mér hlýjasta, lengsta og besta knúsið og sagðir mér á þinn hátt hversu mikið þú elskaðir mig. Okkur öll. Ég sakna þín sárt. Ég ætla að gleðjast yfir minningunum og varðveita þær. Þú varst afi minn og ég segi það með svo miklu stolti. Við munum styðja við ömmu og njóta samverunnar af öllu hjarta þar til þið hittist á ný. Ég er svo þakklát fyrir allt og allt. Þín Ásta Björk. Elsku afi, þú varst og ert ennþá mín fyrirmynd og kenndir mér svo ótrúlega margt, við vor- um svo góðir vinir og alltaf lærði ég eitthvað nýtt þegar ég var með þér. Það verður skrýtið að takast á við næstu vikur án heimsins besta afa því þú varst frábær í alla staði, húmoristi, glaðlyndur, hjálpsamur, sætur og alveg yndislegur í alla staði. Ég mun geyma allar góðu minn- ingarnar okkar og það verður skrýtið að enginn afi hringi leng- ur í mig hvert einasta kvöld um klukkan tíu til að spyrja hvernig ég hafi nú haft það þann daginn og hvað ég hafi nú gert. Síðan sagðirðu mér alltaf aðeins hvern- ig þinn dagur hefði nú verið og fórst oft ítarlega yfir það. En nú tel ég bara englana heppna að fá að hugsa um svona dásamlegan mann og er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og vona að þér líði vel á þeim stað þar sem þú ert núna. Ég lofa að passa ömmu vel fyrir þig. Þín Júlía Kristín. Dagurinn er 20. desember og ég er staddur á sjúkrastofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sig- urður bróðir minn liggur í rúm- inu og sefur, það er kyrrð yfir honum, ef ég vissi ekki betur mætti ætla að hann hefði hallað sér eftir hádegismatinn. En þannig er það ekki, hann er án meðvitundar og hennar er ekki að vænta aftur, heiftarleg heila- blæðing hefur slegið hann niður og endalokin nálgast. Stofan er þéttskipuð ættingjum og vinum, öllum er ljóst hvað er fram und- an, slík augnablik færa fólk nær hvert öðru, tilfinningar flæða og hugurinn hamast við að rifja upp og raða saman minningabrotum. Hvað ef? Af hverju hringdi ég ekki í hann eins og ég var marg- oft búinn að hugsa mér? Af hverju fór ég ekki til hans á mánudaginn eins og ég var þó eiginlega búinn að ákveða? En svona er það bara. Við stöndum allt í einu frammi fyrir einhverju sem við fáum ekki breytt. Verð- um að sætta okkur við stöðuna. Þá er gott að ylja sér við minn- ingarnar og þar er af nógu að taka. Ég er yngstur átta systkina, Sigurður var þriðji elstur og því eðlilega fyrirmynd stráks sem var þrettán árum yngri. Hann var léttur í spori, brattgengur göngugarpur sem fjallafálur máttu vara sig á í göngum; ég skólaðist með honum á Flugu- mýrardalnum þar sem hann var alltaf efsti maður. Hestar áttu hug hans og hann átti þá marga góða, nefna má Kolskegg, Frey og Dropa sem allir voru frá Flugumýri og allir eftirtektar- verðir rýmishestar; Dropi var hans síðasti reiðhestur, hans skarð var vandfyllt svo Sigurður lagði hnakknum. Hann var kröfuharður á sín hross og stundum fannst manni að það hefði mátt bíða aðeins lengur áð- ur en dómur féll, en þannig var hann. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Sigurð, hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og gat verið orðhvatur svo undan sveið en ekki síður hlýr og hjálpsamur og hélt utan um hópinn sinn. Mér og mínum reyndist hann alltaf vel, fylgdist með stússinu á Ytra-Skörðugili og átti oft frumkvæði að því að leggja mér lið. Það var gott að geta leitað til hans. Sigurður var selskapsmaður og vinmargur, hafði gaman af söng og oft var líflegt í eldhúskróknum hjá Ástu þegar glóði vín á skál og söng- urinn hljómaði svo heyrðist á báðar hæðir hússins. Þá var nótt- in fljót að líða og söngurinn vart hljóðnaður þegar komið var að morgunmjöltum. Sigurður hafði fallega tenórrödd, var frábær- lega tónviss og gat raddað flest lög svo hljómaði; ég öfundaði hann alltaf svolítið af þessum hæfileika. Höggvið hefur verði skarð í systkinahópinn frá Flugumýri, hópinn sem var alinn upp undir fjallinu Glóðafeyki, sem mér fannst fjalla fallegast þegar ég átti heima undir því og heldur þeim sessi þótt ég sé fluttur vest- ur fyrir Vötn; nýtur sín bara bet- ur úr fjarlægð. Ásta hefur misst sinn kærasta vin og félaga, dæt- ur og barnabörn trygglyndan föður og afa, eftir stendur minn- ing sem lifir, hún verður ekki tekin frá okkur. Ingimar Ingimarsson. Að fá þær fréttir að Siggi bróðir væri alvarlega veikur og rúmum tveimur sólarhringum síðar að hann væri dáinn var frétt sem tók verulega á og svo snöggt og óvænt. Að vísu hafði hann kennt sér veikinda í vetur, en nokkrum dögum áður en hann lést kom hann í heimsókn og tal- aði um að þessi dagur væri best- ur síðan hann kenndi sér meins. Hann sagðist vera búinn að snú- ast í verkum í sveitinni og einnig hér í bæ „og hér er ég kominn og ætla að fá að leggja mig stund, orkan er búin í bili“. Hann náði að sofna góða stund. Þegar hann reis á fætur aftur kom hann beint inn í eldhús og sagði: „Nú vil ég fá kaffið mitt!“ Þetta var Siggi bróðir. Ekki datt mér í hug að þetta væru okkar síðustu sam- fundir. Hann hélt sér eins og maður á miðjum aldri, léttur í öllum hreyfingum og fullur af eldmóð, lét engin verk bíða næsta dags sem hann hafði áformað. Snyrti- mennskan var honum sannarlega í blóð borin, en hún var stór þátt- ur í uppeldi móður okkar og föð- ur á meðan hans naut við. Oft var ég og mín fjölskylda búin að upplifa hugulsemi hans, ekki síst þar sem við vorum oft sumarlangt í bústað okkar á Flugumýri. Ég man alltaf laugardag nokk- urn þegar sól skein glatt. Við átt- um þökur sem voru orðnar gaml- ar en þegar mér verður litið út um glugga er Siggi bróðir farinn að rúlla út þökunum á ógróinn blettinn, hann vissi hvað grasrót- inni leið hjá þessum letingjum. Þökurnar hafði hann gefið mér. Ég þakka þér, kæri bróðir, alla snúninga við mig eftir að Sigurður Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.