Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þetta var mikill heiður fyrir mig,“ segir Omar
Hamed Aly Salama, en hann var settur sem skák-
dómari á 1. og 2. borði í heimsmeistaramótinu í
hraðskák sem fram fór í Sádi-Arabíu um jólin.
Omar fylgdist því með skákum heimsmeistarans
Magnúsar Carlsen og tryggði að allt færi fram
eftir reglum. Omar, sem er upprunalega frá
Egyptalandi, hefur verið búsettur hér á landi í
nærri því þrettán ár og er mikils metinn í skák-
heiminum, bæði sem skákmaður en ekki síður
sem dómari.
Omar segir köllunina að verða skákdómari hafa
komið snemma. „Ég hef verið dómari síðan ég var
19 eða 20 ára, en ég var enn að tefla mikið og
þjálfa á þeim tíma,“ segir Omar. Um það leyti sem
yngri sonur hans fæddist 2011 varð breyting á.
„Þá var ekki í boði að tefla lengur því það tekur
mikinn tíma að undirbúa sig þannig að ég ákvað
að tefla bara á stuttum mótum og sinna dómara-
störfunum í staðinn fyrir að tefla.“
Omar varð formaður dómaranefndar Skák-
sambands Íslands árið 2012 og gegnir þeirri stöðu
enn í dag. „Við byrjuðum að halda námskeið fyrir
dómara og reyna að fá fólk sem hefur áhuga til
þess að leggja þetta fyrir sig,“ segir Omar og bæt-
ir við að mjög fáir skákdómarar hafi þá verið hér á
landi og alltaf erfitt að manna stærri mótin eins og
Íslandsmót skákfélaga og Reykjavík Open. Al-
þjóðlegum skákdómurum hafi hins vegar fjölgað
jafnt og þétt hérlendis. „Árið 2014 á Ólympíu-
mótinu í Tromsö í Noregi voru fimm íslenskir
dómarar,“ segir Omar og bendir á að hlutfallslega
sé það mjög mikill fjöldi miðað við aðrar þjóðir.
„Það er ekki hægt að tefla alltaf, það er mikill
tími sem fer í þetta, og þegar menn skila átta tíma
vinnudegi og þurfa svo að tefla um kvöldið er það
erfitt. En ef mann langar enn til að vera í skák og
hjálpa til er hægt að vera mótshaldari og dómari.“
Omar segir að hann muni tefla aftur síðar meir, en
það verði að vera þegar drengirnir hans tveir séu
orðnir ögn eldri.
Örlagarík ferð á HM
Omar hefur sinnt mótahaldi og dómarastörfum
þegar hann hefur komið því við, og hann situr í
dómaranefnd FIDE, alþjóðaskáksambandsins.
Það þurfti því ekki að koma á óvart þegar leitað
var til hans um að vera í dómarateyminu á heims-
meistaramótunum í hraðskák og atskák, sem fóru
fram í Sádi-Arabíu milli jóla og nýárs. „Formaður
dómaranefndar FIDE spurði mig hvort ég væri til
í þetta, og tímasetningin passaði fullkomlega við
jólafríið mitt,“ segir Omar. Þá hafi það einnig ver-
ið spennandi að heimsækja Sádi-Arabíu, sem sé
langt frá Íslandi, því að ekki væri víst að hann
fengi tækifæri til þess aftur síðar.
Sú ákvörðun reyndist örlagarík fyrir Omar, þar
sem í fyrstu umferð kom athyglisvert atvik upp á.
Heimsmeistarinn sjálfur, hinn norski Magnús
Carlsen, var að tefla á fyrsta borði við Rússann
Ernesto Inarkíev, og var Carlsen með unna stöðu.
Magnús skákaði með hrók sínum sem var óvald-
aður og hafði Inarkíev þá einungis þá kosti að
leika kóngnum úr skák eða fella hrókinn. Hann
gerði hins vegar hvorugt, heldur skákaði Carlsen
með riddara sínum.„Þetta er ólöglegur leikur og
samkvæmt hraðskákreglunum á Magnús að krefj-
ast þess að verða dæmdur sigur,“ segir Omar.
Einhverra hluta vegna gerði Carlsen það ekki
heldur forðaði hann kóngnum sínum úr skákinni.
Við svo búið stöðvaði Inarkíev klukkuna og kall-
aði á skákdómarann, sem var mjög reyndur dóm-
ari frá Portúgal, og krafðist sigurs með þeim rök-
um að Carlsen hefði leikið ólöglegan leik, hið eina
löglega í stöðunni hefði verið að krefjast sigurs.
„Og dómarinn gerði þau mistök að fallast á þessi
rök,“ segir Omar. Sá ákvað því að Inarkíev ætti að
fá vinninginn fyrir skákina. Carlsen sætti sig fyrst
við þá niðurstöðu en kvartaði svo við yfirdómara,
sem úrskurðaði að þeir Carlsen og Inarkíev ættu
að halda áfram skákinni úr þeirri stöðu sem kom-
in var upp. Inarkíev neitaði því, og hlaut Carlsen
vinninginn, en áhugasömum má benda á að Helgi
Ólafsson stórmeistari fjallar nánar um skákina á
bls. 29 í blaðinu í dag.
Erfið og skemmtileg upphefð
„Það er mín tilfinning, en ég hef enga sönnun
fyrir því, að Inarkíev hafi þarna reynt að svindla
þegar kóngurinn hans var í skák, með því að
reyna að veiða Magnús í lagagildru,“ segir Omar.
Það sé þó bara hans tilfinning og sá eini sem geti
sagt af eða á um það hvort Inarkíev hafi leikið
ólöglega leiknum viljandi sé hann sjálfur.
Þessi áhugaverðu mistök dómarans portú-
galska reyndust góð fyrir Omar, því að Carlsen
var orðinn mjög reiður út í þann portúgalska. Það
var því niðurstaða mótshaldara að það færi betur
á því að Omar tæki við sem dómari á efstu borð-
unum frá og með annarri umferð. „Þetta voru
tuttugu umferðir, sem gengu mjög vel og Magnús
endaði á að vinna mótið.“
Omar segir það hafa verið bæði erfitt og
skemmtilegt að fá þessa upphefð. „Ég þarf að
fylgjast mjög vel með skákunum, sjá allt og ekk-
ert má fara framhjá mér,“ segir Omar, en hann
þurfti að fylgjast með 1. og 2. borði, bæði í karla-
og kvennaflokki, þar sem bestu skákmennirnir
mætast. „Í einni umferð eru þá kannski sex
heimsmeistarar á sviðinu, bæði núverandi og fyrr-
verandi, að tefla og ég þurfti að fylgjast með þeim
öllum á sama tíma.“ Í heildina var þetta því frá-
bær reynsla fyrir Omar.
Í mörg horn að líta
Það er enginn hörgull á verkefnum fyrir skák-
dómara á Íslandi, og sér Omar fram á að nóg verði
að gera á næstu vikum og mánuðum. „Það er til
dæmis Reykjavík Open í Hörpu, sem verður frá
6.-14. mars og þar verður boðið upp á Evr-
ópumeistaramót í Fischer-Random skák í fyrsta
sinn, og ég verð yfirdómari þar,“ en það afbrigði
er frábrugðið venjulegri skák á þann hátt að upp-
röðun stóru mannanna á 1. og 8. röð er frábrugðin
í hvert einasta sinn, með nokkrum takmörkunum.
Eru því 960 mismunandi upphafsstöður mögu-
legar í þessu afbrigði, en það var einmitt Íslands-
vinurinn og heimsmeistarinn Bobby Fischer sem
fann það upp.
Það eru þó ekki bara dómarastörfin sem kalla í
vor, heldur sinnir Omar einnig skákkennslu hjá
Hjallastefnuleikskólanum Laufásborg. „Við höf-
um fengið hvatningarverðlaun frá Reykjavík-
urborg fyrir skákkennsluna og tókum þátt í fyrsta
sinn í Íslandsmóti grunnskólasveita í fyrra,“ segir
Omar stoltur af sínu liði, en það endaði í 10. sæti
af 24, sem þykir mjög gott fyrir svona unga
krakka. „Og svo erum við að undirbúa það á
næstu vikum að fara á heimsmeistaramót í skóla-
skák með börnin, en það verður haldið í Albaníu í
lok apríl.“ Það eru því mörg spennandi verkefni á
döfinni, og óhætt að segja að framtíð skáklistar-
innar hér á landi sé í góðum höndum.
Einn fremsti dómarinn
Omar Salama var settur skákdómari í viðureignum Magnúsar Carlsen á HM í
hraðskák Nýtur mikillar virðingar innan skákheimsins fyrir dómarastörf sín
Ljósmynd/NRK
Skákdómari Omar Salama var fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu í hraðskák og fékk þar þann
mikla heiður að vera dómari í viðureignum Magnúsar Carlsen, heimsmeistara í skák.
Forsætisráðherra hefur skipað
starfshóp um eflingu trausts á
stjórnmálum og stjórnsýslu í sam-
ræmi við stjórn-
arsáttmála rík-
isstjórnarinnar.
„Ríkisstjórnin
mun beita sér
fyrir því að efla
traust á stjórn-
málum og
stjórnsýslu.
Einn þáttur í
því er að yf-
irfara reglur
um hags-
munaskráningu bæði ráðherra og
þingmanna með hliðsjón af
ábendingum og alþjóðlegum við-
miðum. Annar þáttur er breyt-
ingar á lögum sem varða vernd
uppljóstrara og umbætur í um-
hverfi stjórnsýslu og viðskipta,
meðal annars í takt við ábend-
ingar alþjóðastofnana.“
Starfshópurinn skal skila
skýrslu um störf sín eigi síðar en
1. september 2018.
Jón Ólafsson prófessor verður
formaður hópsins. Aðrir í hópn-
um eru Ólöf Embla Eyjólfsdóttir,
MSt í heimspeki, Páll Þórhallsson
skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir
aðstoðarforstjóri og Sigurður
Kristinsson prófessor.
Starfshópur
um traust
Katrín
Jakobsdóttir