Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 39
hjá þér og ömmu eftir langan og
skemmtilegan dag sem einkennd-
ist að mestu leyti af notalegheitum
þó að það væri alltaf líf og fjör.
Við byrjuðum suma daga á því
að fá okkur hafragraut saman,
mér fannst enginn gera betri
hafragraut en afi. Oftar en ekki
var svo hægt að finna ballerínukex
inni í hornskápnum.
Þú varst alltaf til í að setjast
niður og spila veiðimann. Þá kom
þolinmæðin hjá þér sterk inn,
elsku afi. Ég get ekki annað en
brosað þegar ég rifja upp þegar
ég fékk að dunda við að setja rúll-
ur í hárið á ömmu og öll kvöldin
sem ég mátti setja skallakrem á
höfuðið á þér, Atrix-handáburðinn
þinn. Þvílík forréttindi sem það
voru að búa í næsta húsi við ykkur
og að hafa ótakmarkaðan aðgang
að ömmu- og afaknúsi.
Þegar mamma og pabbi ætluðu
að venja mig af snuði var alltaf
hægt að skella duddu og kodda í
poka og skottast yfir til ykkar og
fá að lúlla í hlýrri afaholu, því þar
var allt leyfilegt, meira að segja
duddan. Hjá ykkur voru alltaf ró-
legheit og passað upp á að öllum
liði vel. Eins og ég sagði gæti ég
endalaust talið upp fallegar og
skemmtilegar minningar sem ylja
mér og láta mig brosa á hverjum
einasta degi, oft á dag. Þú varst
með eindæmum duglegur, já-
kvæður og alltaf brosandi.
Eins sárt og það er að sakna, þá
hugsa ég til þess að þú sért kom-
inn á betri stað, laus við sársauka
og umvefur okkur hin frið og ró
eins og þér einum var lagið. Á
sama tíma er ég ofboðslega þakk-
lát fyrir að þú fékkst að sjá Ívar
Erik, sem ég veit að þú átt eftir að
fylgjast með úr fjarlægð og passa
upp á. Við gætum varla beðið um
betri verndarengil.
Takk fyrir allar skemmtilegu
stundirnar okkar saman, elsku afi,
ég mun varðveita þær vel og einn
daginn hittumst við á ný. Ég mun
alltaf elska þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ástarkveðja,
Árný Björk
Brynjólfsdóttir.
Elsku Gunnar afi minn var
bóndi af guðs náð og gæddum
miklum mannkostum, hann var
með eindæmum blíður, góður og
þolinmóður maður, mikil barna-
gæla enda hændust öll barnabörn-
in og barnabarnabörnin að honum
og það sést langar leiðir hvað
hann var mikið elskaður af sínu
fólki.
Ég er ein af þeim heppnu að
hafa notið þeirra forréttinda að
hafa fengið að alast upp að hluta
til í sveit og hvað þá hjá ömmu og
afa, sem tóku alltaf vel á móti
stelpunni sinni.
Í sveitinni var mikið brallað og
áttum við afi margar góðar stund-
ir saman hvort sem það var í sauð-
burðinum, heyskapnum eða við
önnur störf í sveitinni.
Í sauðburðinum, sem var uppá-
haldstími minn í sveitinni, hjálpaði
ég afa með kindur sem áttu erfitt
með að bera. Þá kom sér vel að
hafa nettar og smáar hendur þeg-
ar hans voru of stórar fyrir lamba-
ljósmæðrastörfin.
Þó svo að ég væri komin til að
hjálpa við sveitastörfin var stjan-
að við mig, afa fannst það nú lítið
mál að keyra með mig upp á fjall
til að tína fjallagrös bara af því að
mér þótti fjallagrasamjólk svo
góð.
Ég verð alltaf stelpan hans afa
míns sem ég elskaði svo mikið og
var mér svo miklu meira en bara
afi, ég á eftir að sakna hlýleika
hans og fallega brossins sem mað-
ur fékk alltaf þegar við hittumst,
betri afa er ekki hægt að hugsa
sér því fallegri manneskju er erf-
itt að finna.
Með þökk í hjarta og tár í aug-
um er ég þakklát fyrir allar gæða-
stundirnar og tímann sem ég fékk
með elsku afa mínum en nú er
komið að hinstu kveðjustund.
Elsku amma mín, hugur minn
er hjá þér, missir þinn er mikill en
minning um yndislegan mann lifir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Berglind Viðarsdóttir.
Elsku afi.
Eins ósanngjarnt og okkur
finnst það að þú sért farinn frá
okkur er gott að vita af því að þér
líður betur núna.
Við vitum að þú fylgist með og
passar upp á okkur.
Takk fyrir að vera eins góður
afi og hugsast getur og hafa fært
okkur alla þessa jákvæðni og ást
inn í líf okkar.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(S.P.Þ.)
Sjáumst seinna, elsku afi.
Þín barnabörn
Ívar Atli Brynjólfsson og
Íris Dröfn Brynjólfsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Guðrún Gígja Karlsdóttir.
Gunnar Sæmundsson, fyrrum
bóndi á Broddadalsá, er fallinn
frá, rúmlega 88 ára gamall. Gunn-
ar var Strandamaður í húð og hár
og vildi helst hvergi annars staðar
vera. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum á Borðeyr-
arbæ í Hrútafirði. Ungur að árum
flutti Gunnar með eiginkonu sinni
og móðursystur minni, Kristjönu
Brynjólfsdóttur að Broddadalsá,
sem liggur milli Borðeyrar og
Hólmavíkur. Þar hófu ungu hjón-
in búskap í sambýli með foreldr-
um Diddu eins og hún hefur ávallt
verið kölluð. Eftir að afi og amma
hættu búskap bjuggu Gunnar og
Didda í sambýli á Broddadalsá
með Brynjólfi syni þeirra og
Fanneyju konu hans. Síðustu árin
bjuggu þau hjónin í Lækjartúni 12
á Hólmavík þar til þau fluttu síð-
astliðið haust á öldrunarheimili
Sjúkrahússins á Hólmavík.
Gunnar hafði sterkt yfirbragð
og var svipmikill og glæsilegur
maður. Hann var dagsfarsprúður
og yfirvegaður í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur. Ég minnist
þessi ekki í þau fimm sumur sem
ég var í sveit hjá Gunnari að hann
hafi skipt skapi. Hann var einstak-
lega ljúfur og góður maður sem
öllum þótti vænt um. Gunnar var
mikill vinnuþjarkur og laghentur
til allra verka, bæði á sjó og á
landi. Hann var glæsilegur á velli
og hafði svipað göngulag og afi
gamli þegar hann gekk um túnin
með hendur fyrir aftan bak.
Gunnar var mikill framsóknar-
maður og því auðvitað áskrifandi
að Tímanum, ólíkt afa, sem var
gallharður sjálfstæðismaður og
áskrifandi að Morgunblaðinu.
Þótt þeir tengdafeðgar væru um
margt ólíkir bæði í skapi og í póli-
tík var sambúð þeirra og samstarf
alla tíð mjög gott enda báru þeir
mikla virðingu hvor fyrir öðrum.
Gunnar tók þátt í félagslífi og
gegndi trúnaðarstörfum fyrir
sveitunga sína og var m.a. oddviti
Fellshrepps á sínum tíma.
Ég var níu ára þegar ég kom
fyrst sem sveitarstrákur á
Broddadalsá, í upphafi hjá afa og
ömmu og síðan hjá Gunnari og
Diddu. Þegar ég var orðinn 11-12
ára var Gunnar farinn að treysta
mér fyrir því að stjórna dráttar-
vélunum. Þessu fylgdi mikil upp-
hefð og lífsreynsla sem félagar
mínir í bænum fóru á mis við.
Þegar ég var 13 ára ákvað
Gunnar að ég skyldi aka dráttar-
vélinni með heyvagn fullan af slát-
urfé inn á Óspakseyri þar sem
sláturhúsið var, um 25 km leið yfir
brattan Ennishálsinn að haust-
lagi.
Í Kaupfélagi Bitrufjarðar á
Óspakseyri átti ég innleggsreikn-
ing sem afi stofnaði eftir fyrsta
sumarið mitt í sveitinni. Gunnar
passaði upp á að reikningurinn
héldi velli og lagði lömbin mín inn
á hverju hausti meðan ég var
vinnumaður hjá honum.
Þótt kaupið væri ekki hátt á
mælikvarða borgarlauna var þessi
sveitavinna ómetanlegt veganesti
fyrir mig út í lífið. Fyrir það og all-
ar samverustundir okkar kann ég
Gunnari bestu þakkir.
Síðastliðið sumar áttum við
hjónin þess kost að heimsækja
Gunnar og Diddu í Lækjartún á
ferð okkar um Hólmavík. Þar átt-
um við góða stund og rifjuðum
upp eftirminnileg atvik úr sveit-
inni.
Minningin um góðan mann,
föður, afa og vin lifir.
Við hjónin sendum Diddu
frænku, Brynju, Sæmundi, Haf-
dísi og Binna og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Pálmi Kristinsson.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
GUÐNI ÞÓR GUNNARSSON
frá Eskifirði,
Bergsmára 11, Kópavogi,
lést að heimili sínu 21. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Jóhanna Andrea Ólafsdóttir
Ólafur Gunnar Guðnason Hugrún Ísaksdóttir
Andrea Guðlaug Guðnadóttir Sigurjón Ólason
Egill Guðni Guðnason Svanhvít Friðþjófsdóttir
Helga Guðnadóttir Gunnar Örnólfur Reynisson
Sigríður Bjarney Guðnad. Gísli Pálsson
Margrét Þórey Guðnadóttir Ívan Örn Hilmarsson
afabörn og langafabörn
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
GUNNAR GUNNARSSON
auglýsingateiknari,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 23. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson
Regína Sjöfn Sveinsdóttir
Gunnar Hrafn Sveinsson
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
DAGMAR ÁRNADÓTTIR,
Skiphól, Garði,
lést 24. desember á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 30. desember
í Útskálakirkju.
Páll Þorsteinsson Margrét Söring Jónsdóttir
Þorsteinn Stella
Jón Róbert Kristín Sigríður
Þórarinn Ingi Jóhanna Ósk
og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
TEITUR JÓNASSON,
lést mánudaginn 1. janúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 19. janúar klukkan 13.
Halldóra Teitsdóttir Jónas Haraldsson
Ingveldur Teitsdóttir Gunnar Torfason
Haraldur Þór Teitsson Ylfa Edith Fenger
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR SVERRISDÓTTIR
lífeindafræðingur,
lést fimmtudaginn 14. desember á
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og auðsýnda samúð.
Ragnar Þórisson
Katrín Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, unnusti, bróðir
og mágur,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
bifreiðarstjóri,
Álfkonuhvarfi 41, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 28. desember á
líknardeild Landspítalans, Kópavogi.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 9. janúar
klukkan 13.
Gunnar Bergmann Guðmundsson
Brynjar Bergmann Guðmundsson
Vilhjálmur Bergmann Guðmundsson
Friðrik Bergmann Guðmundsson
Sara Haraldsdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
Anna Jórunn Guðmundsdóttir, Stefán Unnarsson
Vigdís Guðmundsdóttir, Júlíus Ólafsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI SCHEVING STEFÁNSSON
frá Firði, Seyðisfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð,
Seyðisfirði mánudaginn 1. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju mánudaginn 8. janúar
klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir
sem vilja minnast hans láti Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Seyðisfirði njóta þess.
Ingibjörg Rafnsdóttir
Ásdís Benediktsdóttir Bergur Tómasson
Anna Dóra Árnadóttir Magnús Guðmundsson
Guðrún Katrín Árnadóttir Sigurður Gunnarsson
Stefán Árnason Bryndís Egilson
Rafn Árnason Arndís Pálsdóttir
Ragnhildur Billa Árnadóttir Jóhann Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS GUÐBERG JÓNSSON
sjómaður,
sem lést á Landspítalanum 17. desember.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 9. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Félag heyrnarlausra.
Jón H. Magnússon Elín Hrönn Gústafsdóttir
Ingibjörg G. Magnúsdóttir Ólafur Jóhannesson
J. Sigríður Magnúsdóttir Sigurður Pétursson
Björn A. Magnússon Valgerður Lísa Gestsdóttir
Magnús Þór Magnússon Anna Carlsdóttir
Baldvin Már Magnússon
afabörn og langafabörn