Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á svokölluðum þrettándafundi Sam- taka atvinnulífsins í gær kallaði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri eftir ábyrgum tóni í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Sagði hann að þrátt fyrir að hagur sveitarfélaga hefði vænkast aðeins á undanförnum árum hefði breyttur hagur þeirra ekki verið í neinum takti við hagsveifluna í land- inu. Sagði Halldór að skuldir sveitar- félaga hefðu aukist um tæp 80% á hvern íbúa frá árinu 2007. Á sama tíma hefðu almenn skuldahlutföll verið að þróast í þveröfuga átt. „Í Reykjavík eru skuldirnar 2,4 millj- ónir króna á hvern íbúa. Þetta er ekki sjálfbær þróun,“ sagði Halldór. Áhyggjur af nýgengi örorku Hann vék einnig að þróun nýgengi örorku hér á landi sem hann sagði að ætti að valda okkur öllum áhyggjum, enda myndi kerfið á endanum kikna undan þessu. Hann sagði að lands- menn þyrftu að átta sig á hvað þyrfti að gera til að snúa þessari miklu öfugþróun við, eins og hann orðaði það. Vitnaði hann í nýjar tölur um nýgengi örorku, sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni, en þar kemur fram að nýgengi örorku á árinu 2017 hafi dregist aðeins saman frá metárinu 2016. „Þrátt fyrir það erum við að missa um 1.500 einstak- linga, með 75% örorkumat eða meira, á ári. Til samanburðar er náttúruleg fjölgun Íslendinga á ári 2.000 manns. Sem hlutfall af vinnu- afli þá er 8,5% af vinnuaflinu með 75% örorku eða meira. Það þarf ekki að framreikna þetta í mörg ár til að sjá að þetta er ekki sjálfbær þróun.“ Mannfjöldi hefur fjórfaldast Á fundinum fór Halldór m.a. yfir ýmsar hagtölur og vinnumarkaðs- mál, en rakti einnig í stuttu máli þró- un íslensks hagkerfis á síðustu 100 árum, í tilefni af því að 1. desember næstkomandi verða 100 ár frá því Ísland varð fullvalda ríki. Halldór sagði að lífskjarabreyt- ingar hefðu verið miklar á tíma- bilinu. Mannfjöldinn hafi til dæmis vaxið fjórfalt, eða úr 90 þúsund upp í 340 þúsund. Fyrir 100 árum hafi ungbarnadauði verið 46 börn á hverja 1.000 íbúa, en hann nálgast það að vera enginn í dag. Þá benti Halldór á stórauknar lífslíkur al- mennings, en karlmenn gátu átt von á því að lifa til fimmtugs árið 1918, en í dag eru lífslíkur þeirra metnar 80 ár. Konur hinsvegar gátu lifað til sextugs fyrir 100 árum, en í dag mega þær eiga von á því að verða 84 ára gamlar. Atvinnuþátttaka karla dregst saman Halldór benti einnig á athyglis- verða þróun í atvinnuþátttöku kynjanna, en atvinnuþátttaka karl- manna hefur dregist saman um 8% síðan árið 1918. Atvinnuþátttaka kvenna hefur hinsvegar tvöfaldast, og farið úr 40% í 80% á síðasta ári. Miklar breytingar hafa orðið á at- vinnuháttum hér á landi eins og Halldór benti einnig á, og til dæmis var landbúnaður 40% af atvinnu- starfseminni fyrir 100 árum en er nú aðeins 1,8%. Starfsemi hins opinbera hefði hinsvegar aukist mikið, eða úr 3% upp í rétt tæplega 20%. Hrósaði Halldór í þessu samhengi Alþingi fyrir ný lög um opinber fjármál en í þeim felist viðleitni til þess að koma böndum á opinberan rekstur. Hann fór einnig yfir landsfram- leiðsluna sem hefur 18 faldast á tímabilinu frá 1918 til 2018. Sveitarfélög úr takti við hagsveifluna Hagur „Vetur hagræðingar er framundan hjá mjög mörgum fyrirtækjum.“ Hagvöxtur » Ef viðhalda á 3% hagvexti án þess að auka skuldsetningu þyrfti að tvöfalda útflutning á næstu 20 árum. » Útflutningur þarf því að vaxa um 1.000 milljarða króna á tveimur áratugum. » Fjöldi Íslendinga hefur átt- faldast frá því landið varð frjálst og fullvalda ríki árið 1918, úr því að vera ríflega 91 þúsund í 340 þúsund.  Skuldir hafa aukist um 80% á hvern íbúa frá 2007 Morgunblaðið/Hari Franska fyrirtækið Lactalis, stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi, hefur keypt Siggi’s skyr, sem er að mestu í eigu Íslendinga. Fyrirtækið, sem stofnað var af Sig- urði Kjartani Hilmarssyni, fram- leiðir og selur skyr að íslenskri fyr- irmynd í Bandaríkjunum. Sigurður mun sitja áfram sem for- stjóri Siggi’s skyr og fyrirtækið verður rekið sem sjálfstætt félag í New York. Stofnandinn hóf að selja skyr árið 2006 á útimarkaði í New York, að því er segir í tilkynningu Lactalis um kaupin. Fram kemur í frétt CNBC að reiknað sé með að fyrirtækið muni velta um 200 millj- ónum dollara í ár, jafnvirði 21 millj- arðs króna. Fram kemur í tilkynn- ingu að tekjurnar hafi aukist um 50% í fyrra og stefnt sé á að ná sama árangri í ár. Skyr fyrirtækisins er á meðal fimm söluhæstu vörumerkja í jóg- úrti og tengdum vörum í matvöru- verslunum á borð við Stop & Shop, Meijer og Publix. Fyrir skemmstu varð það söluhæsta jógúrt- vörumerkið í Whole Foods. helgivifill@mbl.is Frakkar kaupa Sigga skyr  Vænta 21 milljarðs króna veltu í ár 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta yfir 300 mkr. • Vel innréttað kaffihús miðsvæðis í Reykjavík. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp. • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall. • Ráðandi hlutur í yfir 100 herbergja hótelkeðju í miðbæ Reykjavíkur. Mjög góð og vaxandi velta. • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is 6. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 103.65 104.15 103.9 Sterlingspund 140.53 141.21 140.87 Kanadadalur 82.76 83.24 83.0 Dönsk króna 16.775 16.873 16.824 Norsk króna 12.802 12.878 12.84 Sænsk króna 12.71 12.784 12.747 Svissn. franki 106.22 106.82 106.52 Japanskt jen 0.9204 0.9258 0.9231 SDR 147.88 148.76 148.32 Evra 124.9 125.6 125.25 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.237 Hrávöruverð Gull 1285.4 ($/únsa) Ál 2228.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.89 ($/fatið) Brent ● IFS Greining mælir með kaupum á hlutabréfum Eimskips í verðmati sem birtist á þriðjudag og Morgunblaðið hefur undir höndum. Verðmatið er 25% hærra en markaðsvirði bréfanna var í gær. Verðmatsgengið er 320 krónur á hlut. Það lækkar þó um 18% frá fyrra verðmati vegna þess að EBITDA- framlegðarhlutfallið hefur dregist sam- an og vegið meðaltal fjármagnskostn- aðar hefur hækkað. Á móti vegur að gengi bréfanna í evrum lækkaði um 30% frá því að síðasta verðmat var birt. Gengi bréfa Eimskips var 255,75 krónur á hlut í lok viðskiptadags í gær. IFS Greining spáir því að EBITDA- hagnaður félagsins muni aukast um 11% á árinu og að tekjur muni vaxa um 8%. Reiknað er með því að rekstrar- kostnaður aukist um 6% vegna auk- innar afkastagetu í flutningum og að launakostnaður muni aukast um 12% vegna kjarasamninga á Íslandi en þar er um helmingur starfsmanna Eimskips. helgivifill@mbl.is Eimskip undirverðlagt um 25% að mati IFS STUTT Feier, fjárfestingarfélag Hjörleifs Jakobssonar og eiginkonu hans, birtist á hluthafalista VÍS í vikunni með 1,7% hlut sem metinn er á um 430 milljónir króna. Hjörleifur segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fjárfest í VÍS vor. Má telja líklegt að hann komi nú fram á hluthafalista þar sem bréfin hafi áður verið hýst á safnreikningi. Gengi hlutabréfa í VÍS hefur hækkað um 20% frá því í mars. Hjörleifur segir að nokkru eftir kaupin á VÍS hafi hann keypt 3,14% hlut í Kviku. Hjörleifur er kjölfestufjárfestir í bílaumboðinu Öskju, Öryggis- miðstöðinni, Límtré Vírneti, Nesbú- eggjum og Samskipum með um 20- 50% í hverju félagi. helgivifill@mbl.is Hjörleifur með 1,7% hlut í VÍS  Virði 430 milljóna til að sjá gengið eins og það er núna á Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.