Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Eyþór Laxdal Arnalds verður meðal þátttakenda í leiðtogaprófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 27. jan- úar næstkomandi. Hann greindi frá framboði sínu á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Áður höfðu borgarfull- trúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon tilkynnt fram- boð. Frestur til þess að tilkynna þátt- töku í leiðtogakjörinu rennur út klukkan fjögur í dag þannig að ekki er útilokað að fleiri bætist í hópinn. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að líklegt sé að Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæð- iskvenna, gefi kost á sér. Í yfirlýsingu Eyþórs Arnalds í gær segir: „Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði og dreifðari byggð á höfuðborgarsvæð- inu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tillit til útleigu til ferðamanna. Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum sam- kvæmt nýlegum rannsóknum. Reyk- vísk börn eiga betra skilið. Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þreng- ingarnar hafa nú þegar búið til krans- æðastíflu í gatnakerfi borgarinnar. Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera bet- ur og breyta um stefnu í borgar- stjórnarkosningunum næsta vor.“ Gagnrýna fyrirkomulag Nokkur óánægja er meðal sjálf- stæðisfólks með fyrirkomulag við val á framboðslistann og leiðtogapróf- kjörið. „Það er alls ekki áhugaleysi sjálfstæðisfólks í Reykjavík á borgar- málum sem er skýringin á dræmri þátttöku í leiðtogakjörinu heldur fyr- irkomulagið á kjörinu,“ sagði sjálf- stæðiskona í Reykjavík í gær. Hún benti á að öll þau sem hefðu verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegir frambjóðendur en hefðu ákveðið að vera ekki með hefðu samkvæmt hennar upplýsingum sagt að þau væru mjög ósátt við að einungis ætti að velja leiðtoga en uppstillingar- nefnd sæi svo um að raða á framboðs- listana. „Mér finnst þetta fyrirkomulag ein- faldlega ekki ganga upp. Ég veit um fullt af mjög frambærilegum kandí- dötum sem hefðu verið tilbúnir að taka þátt í leiðtogakjörinu til þess að fá mælingu á sig ef fyrirkomulagið hefði verið annað. Þeir sætta sig ein- faldlega ekki við að taka þátt í kjörinu þar sem einungis er valinn leiðtogi borgarstjórnarflokksins en engin trygging er fyrir því að þeir sem ekki verða í efsta sæti í kjörinu verði á list- anum hjá uppstillingarnefndinni,“ sagði sjálfstæðismaður í áratugi. „Reyndar finnst manni erfitt að trúa því að fulltrúaráðið í Reykjavík ráði ekki við það að finna frambærileg leið- togaefni, karla og konur, til þess að taka þátt í leiðtogakjörinu, en sú virð- ist því miður vera raunin,“ sagði ann- ar sjálfstæðismaður. Eyþór Arnalds staðfestir þátttöku  Þrjú hafa tilkynnt framboð í leiðtogaprófkjöri  Eyþór segir borgarlínu auka samgönguvandann Áslaug Friðriksdóttir Kjartan Magnússon Eyþór Arnalds Vala Pálsdóttir „Við horfum beint út um eldhús- gluggann og sjáum bara eldhaf,“ seg- ir Halldór Hrannar Halldórsson, íbúi í Mosfellsbæ, sem hringdi strax í Neyðarlínuna þegar hann sá hús ná- granna sinna brenna í fyrrinótt. „Ég var bara inni herbergi og fann einhverja brunalykt og hélt fyrst að það væri að fara eitthvert rafmagns- drasl inni hjá mér. Svo byrja ég að þefa í kringum mig og þá kemur lykt- in að utan og ég hélt að einhver væri að sprengja flugelda, en svo heyri ég öskur frammi í foreldrum mínum og kíki út um eldhúsgluggann hjá okkur og sé eld koma úr litlum glugga og að- eins úr útidyrahurðinni. Húsið fuðr- aði upp á nokkrum sekúndum.“ Tveir eldsvoðar á 20 mínútum Tilkynnt var um tvo eldsvoða í fyrrinótt. Annars vegar í fjölbýlishúsi í Bláhömrum í Grafarvogi um kl. hálf- þrjú. Þar hafði kviknað í íbúð á fjórðu hæð hússins og var fjöldi fólks lok- aður inni í húsinu. Allt slökkvilið fór á staðinn og tókst fljótlega að bjarga manni út úr brennandi íbúðinni. Sá var fluttur með hraði á sjúkrahús en maðurinn er í lífshættu. Fjórir til við- bótar voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun auk þess sem tveir fóru á sjúkrahús með einkabíl- um. Klukkan 2:52 sömu nótt var hins vegar tilkynnt um eld í einbýlishúsi við Bjargsveg í Mosfellsbæ. Þar höfðu allir fimm íbúarnir komist út úr brennandi húsinu en þegar slökkvilið- ið kom á vettvang var ljóst að flytja þurfti alla á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun og fólkið hafði einnig skorist við að brjóta sér leið út úr brennandi húsinu. Að sögn varðstjóra vaknaði fólkið við reykskynjara og ljóst er að hann hefur bjargað lífi íbúanna í húsinu. Í hvorugum brunanum er enn vitað um eldsupptök. Einn í lífshættu og fjölskylda missti allt Morgunblaðið/Hanna Brunarústir Fimm manns sluppu þegar einbýlishús í Mosfellsbæ brann til kaldra kola á örskömmum tíma. Ljósmynd/Árni Árnason Eldsvoði í Grafarvogi Einn maður sem var í íbúðinni er á gjörgæslu.  Einbýlishús brann til ösku og eldsvoði í íbúð Hurð skall nærri hælum í gærmorg- un þegar tveir björgunarsveitar- menn frá Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi reyndu að festa niður heitan pott á 13. og efstu hæð fjölbýlishúss í efri byggðum Kópavogs. Í viðtali við mbl.is sagði Magnús Hákonarson, annar af björgunar- sveitarmönnunum, að litlu hefði munað að þeir færu með pottinum niður þrettán hæðir. Potturinn splundraðist þegar hann lenti í sand- kassa á lóð leikskólans Kórs. Í dag er spáð hæglætisveðri fram á seinnipartinn á morgun en þá má búast við svipuðu veðri og var í gær, að sögn Þorsteins Jónssonar, veður- fræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við að veðrið verði verst á suðvestanverðu landinu og að það gangi niður aðfaranótt föstudags. Þorsteinn hvetur landsmenn til þess að undirbúa sig fyrir veðrið, tjóðra niður lausa hluti og koma þannig í veg fyrir að pottar, trampólín og ruslatunnur valdi tjóni. ge@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Óveður Lítið var eftir af pottinum eftir flugferð af 13. hæð í rokinu í gær. Fljúgandi pottur  Nauðsynlegt að festa niður lausa hluti  Önnur lægð á fimmtudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.