Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
GLERHANDRIÐ
Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sögurnar í bók Ástu, Það semdvelur í þögninni, ná rúmtvö hundruð ár aftur í tím-ann en stærsti kaflinn er um
föðurforeldra höfundar, Kristrúnu
Tómasdóttur og Árna Benediktsson.
– Ég ræddi við rithöfund í haust
sem nefndi að
eftir því sem
við yrðum
eldri yrði
sterkari sú
löngun að vita
hvaðan við
kæmum, hvað
mótaði okkur
og hvers
vegna við vær-
um eins og við
erum. Varð
slík löngun til þess að koma þér af
stað í verkefninu?
„Það var hluti af því en ekki síð-
ur það að ég ólst upp við frekar
óvenjuleg skilyrði utan við borgina á
hrossabúi, með sagnaglöðum for-
eldrum. Frásagnir þeirra, sem þau
voru óspör, á lituðu uppvöxt minn.
Ég er sammála því sem þú segir að
áhuginn á því liðna aukist með aldr-
inum. Ég finn það í kringum mig og
hef heyrt það frá mörgum sem lesið
hafa bókina mína að hún virkar sem
hvati í að leita uppruna. Það sem
vakti fyrir mér felst þó í heiti bók-
arinnar. Annars vegar skrifa ég um
merkar formæður sem lítið hefur
borið á en ég hef vitað af svo lengi
sem ég man. Hins vegar leitast ég við
að komast til botns í þeirri þögn sem
hjúpaði lífsreynslu föður míns og föð-
ur hans. Þögn er oft fjölskyldulæg,
nokkuð sem aldrei er rætt um ætt-
menna á milli en hefur áhrif á okkur
einstaklingana.“
– Annað sem maður tekur eftir
þegar maður eldist er þörfin til að
segja frá, miðla til þeirra sem á eftir
koma.
„Þar hittirðu naglann á höfuðið,
það getur verið mikill léttir að aflétta
þögninni og með hækkandi aldri er-
um við farin að sjá samhengi hlut-
anna skýrar þegar við lítum til baka.
Við Valgeir erum búin að fara víða
með sýninguna hans Saga Music og í
gegnum þær hittum við m.a. ind-
verskar konur á ferðalagi. Eftir að
hafa hlustað á Valla syngja um fólkið
á landnámsöld sagði önnur þeirra
hvað það hefði minnt sig á upplifun
sína í bernsku. Í þorpinu þar sem
hún ólst upp var enginn skóli. Eldra
fólkið miðlaði þekkingu til unga
fólksins í gegnum söng og sögur.
Þegar ég er með sögustundir fyrir
gestina okkar hér á Eyrarbakka er
ég upptekin af því að beina sjónum
að því að við búum öll yfir okkar sög-
um. Það er svo gefandi að finna
hvernig fólk opnar augun og tengir
mínar sögur við sínar.“
Hafði áhrif á afkomendur
– Eitt er það sem maður man
sjálfur, þótt fjölskylduminnið sé ann-
að; þær minningar sem fjölskyldan
býr til í sameiningu, slípar og fágar.
Þegar þú fórst að feta slóðina inn í
fortíðina, eins og þú orðar það í inn-
gangi bókarinnar, hlýturðu að hafa
rekist á að þessi sameiginlega saga
var ekki alltaf nákvæm.
„Já, allir búa yfir sinni persónu-
legu upplifun og sýn og minnið því
ekki það sama og hinna. Lífshlaup
föðurömmu minnar, Kristrúnar
Tómasdóttur, hefur markað spor og
haft áhrif á alla afkomendurna. Það
er mikil gæfa að frændsystkini mín
og börn þeirra sem hafa lesið bókina
skuli vera sátt og ánægð með skrif
mín. Sagan sem ég vann með er okk-
ar sameiginlega saga og því eru já-
kvæð viðbrögð ættingjanna mér afar
dýrmæt. Fleiri en einn í fjölskyld-
unni hefur tekið svo til orða að bókin
loki ákveðnum sárum, sárum sem
upplifuð voru í gegnum sár foreldra
okkar. En loki líka því stóra sári sem
opnaðist um aldamótin þegar bók um
afa okkar var skrifuð.
Sú bók var skáldsaga
en uppistaðan samt
byggð á lífi afa
og rituð af
höfundi
utan
fjölskyld-
unnar. Ég gekk ein út á ritvöllinn
þegar ég fór af stað með þessa ætt-
arskáldsögu. Mér fannst ég þurfa að
fylgja hjarta mínu og var hrædd um
að ég myndi ruglast í ríminu færi ég
að biðja frændfólk mitt um sínar út-
gáfur, sem margar hverjar gætu
stangast á. Ég hugsaði samt til
þeirra allan tímann og óttaðist vissu-
lega að bókin myndi ekki falla í
kramið hjá þeim. Það er ólýsanleg
upplifun að fá falleg viðbrögð frá les-
endum og ekki síst frá frændfólkinu,
sem ég vildi síst af öllu bregðast.
Elsti bróðir minn, sem er níu árum
eldri en ég, og hans kona hringdu til
mín þegar þau voru búin að lesa bók-
ina til að óska mér til hamingju. Ég
hélt niðri í mér andanum, en
sleppti honum fljótt þegar
ég fékk þessar líka fal-
legu strokur frá þeim,
þau voru yfir sig ánægð
bæði með innihald og frá-
sagnarmáta. Þar kom
þó að bróðir minn
sagði að það væri eitt
sem hefði vafist dálít-
ið fyrir sér … Oh!
hugsaði ég, auðvitað
hlaut ég að hafa gert
eitthvað á skjön. Mér
var þó strax létt þegar
Kristján sagði það
hafa verið þegar hann
vissi ekki hvort við
myndum hlutina
Ákveðin
lækning fólst
í að skrifa
söguna
Skömmu fyrir síðustu jól kom út bókin Það sem
dvelur í þögninni, þar sem Ásta Kristrún Ragnars-
dóttir rekur lífshlaup formæðra sinna vítt um land-
ið og út í heim. Í bókinni segir hún frá fjölda ætt-
menna sinna sem hún byggir á bernskuminningum
og frásögnum foreldra sinna, þeirra Jónínu Vigdís-
ar Schram og Ragnars Tómasar Árnasonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heima „Meðan á skrifunum stóð opnuðust margar skilningsdyr og ég sá betur samhengi hlutanna,“ segir Ásta.
Ættmóðir Ásta Júlía
Thorgrímsen Hall-
grímsson frá Húsinu
á Eyrarbakka með
Kristrúnu og Guð-
mund, tvö elstu börn sín
af fjórum.
Aðstaða fyrir skrifandi fólk, hvort
sem það skrifar fyrir skúffuna, fjöl-
skylduna, blöð, bækur eða vef, er í
bókasafninu í Kringlunni og kallast
Skrifstofan. Á vefsíðu Borgarbóka-
safns kemur fram að skrifstofa þessi
sé ritsmíðaverkstæði og samfélag
skrifandi fólks, þar geti það komið
saman og unnið að ritstörfum sínum,
einbeitt sér að skrifum í hvetjandi
umhverfi; fundið ritfélaga til þess að
lesa yfir texta eða skiptast á skoð-
unum við; sótt sér innblástur í bækur
og annað efni eða fundið samfélag
annarra höfunda. Nú verður þessi
sérstaka skrifstofa opnuð eftir jólafrí
í dag, miðvikudag, kl. 16-18.30.
Skrifstofan verður framvegis opin
öllum sem hafa áhuga á skrifum og
ritstörfum, annan hvern miðvikudag
milli 16 og 18.30 og boðið verður upp
á kaffi og te.
Vert er að taka fram að á Skrifstof-
una kemur fólk á eigin forsendum,
þegar því hentar og það getur farið
þegar það vill. Borgarbókasafnið hef-
ur á síðustu misserum boðið upp á
ritsmiðjur fyrir fullorðna og munu
leiðbeinendur úr þeim smiðjum heim-
sækja Skrifstofuna af og til. Nú er lag
fyrir þá sem huga að skrifum að nýta
sér þessa stofu skrifta.
Fólk kemur á eigin forsendum
Ljósmynd/Getty Images
Skriftir Aldeilis skemmtileg iðja.
Ritsmíðaverkstæði í Kringlunni