Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Peter Aalbæk Jensen mun snúa aftur
í sitt fyrra starf hjá kvikmyndafyrir-
tækinu Zentropa á næstu vikum.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu. Aalbæk Jensen hefur
síðustu tvo mánuði verið í leyfi eftir
að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að
hafa um árabil áreitt samstarfskonur
sínar kynferðislega. Um miðjan nóv-
ember birti danska dagblaðið Poli-
tiken viðtöl við níu konur sem kvört-
uðu undan áreitni Jensens og niður-
lægjandi stjórnunarstíl á árunum
1997 til 2016. Meðal þess sem kvartað
var undan var að Aalbæk Jensen
rassskellti samstarfsfólk í refsing-
arskyni, neyddi samstarfskonur til að
nota kynlífsleikföng, mældi lengd
hára á kynfærum kvenna á jólahlað-
borði fyrirtækisins og hélt keppni um
hver væri fljótust að afklæðast. Hann
á einnig að hafa þuklað á brjóstum
samstarfskvenna sinna, stunið í eyra
þeirra meðan þær voru uppteknar í
símanum og rekið samstarfskonur í
tölvupósti um miðjar nætur ef þær
þýddust hann ekki.
Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöll-
uninni hóf vinnueftirlitið rannsókn á
vinnuumhverfinu innan veggja Zent-
ropa. Í tilkynningu sem Zentropa
sendi frá sér á þriðjudag segir að
vinnueftirlitið hafi ekki gert neinar
athugasemdir við vinnuumhverfið á
þeim tíma sem til rannsóknar var, en
þess ber að geta að skýrsla eftirlitsins
hefur enn ekki verið gerð opinber. Í
samtali við Politiken segir Karsten
Bach Jensen, yfirmaður eftirlitsins,
rangt að túlka væntanlega skýrslu
sem hvítþvott. „Vinnuumhverfið hjá
Zentropa hefur ekki verið gott hér
áður fyrr, m.a. vegna kynferðislegrar
áreitni. Eftir fjölmiðlaumfjöllunina
hafa stjórnendur Zentropa komið á
ýmsum verkferlum með það að mark-
miði að bæta vinnuumhverfið. Af
þeim sökum telur vinnueftirlitið ekki
ástæðu til að refsa Zentropa,“ segir
Bach Jensen og tekur fram að vinnu-
eftirlitið muni fylgjast grannt með því
hvernig til takist hjá Zentropa.
Ritzau-fréttaveitan hefur eftir Aal-
bæk Jensen að hann brosi út að eyr-
um við tilhugsunina um að snúa aftur
til starfa. Hann hafi síðustu tvo mán-
uði passað grísi sína í Herfølge. „Og
get upplýst að þeim finnst gott að láta
rassskella sig.“
Snýr senn aftur til starfa
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Himinlifandi Peter Aalbæk Jensen.
Tilkynnt hefur verið um tilnefning-
ar til bresku Bafta-kvikmyndaverð-
launanna og er The Shape of Water
tilnefnd til flestra verðlauna að
þessu sinn eða 12 alls. Er kvikmynd-
inni lýst sem „fantasíurómans“ en
leikkonan Sally Hawkins fer þar
með hlutverk húsvarðar sem á í
sambandi við furðuveru sem er í
haldi en getur lifað bæði á láði og í
legi.
Þá hlutu kvikmyndinar Darkest
Hour, um Winston Churchill, og
Three Billboards Outside Ebbing,
Missouri báðar níu tilnefningar.
Í Bafta er bæði tilnefnt til verð-
launa fyrir bestu kvikmynd og fram-
úrskarandi breska kvikmynd. Fyrr-
nefndar þrjár myndir eru allar
tilnefndar sem sú besta, auk Call Me
By Your Name og Dunkirk.
Um verðlaunin sem besta breska
kvikmyndin á liðnu ári keppa, auk
Darkest Hour og Three Billboards
Outside Ebbing, Missouri, kvik-
myndirnar The Death of Stalin,
God’s Own Country, Lady Macbeth
og Paddington 2.
Leikur Víkings tilnefndur
Athygli vekur að meðal þeirra
fimm kvikmyndatónskálda sem til-
nefnd eru fyrir bestu kvikmynda-
tónlistina er Dario Marianelli fyrir
Darkest Hour en Víkingur Heiðar
Ólafsson leikur hluta tónlistarinnar.
Fyrir bestu leikstjórn eru til-
nefndir þeir Denis Villeneuve (Blade
Runner 2049), Luca Guadagnino
(Call Me By Your Name), Christoph-
er Nolan (Dunkirk), Guillermo Del
Toro (The Shape Of Water) og Mart-
in McDonagh (Three Billboards Out-
side Ebbing, Missouri).
The Shape of Water með 12 tilnefningar
Furðusaga Í kvikmyndinni The Shape of Water, sem tilnefnd er til 12 Bafta-verðlauna,
leikur Sally Hawkins konu sem á í sambandi við furðuveru sem haldið er fanginni.
Gunnar Randversson gítarleikari
hefur sent frá sér geisladisk sem
hann kallar Haust.
Á diskinum eru níu lög, þar af sjö
sem eru frumsamin af Gunnari.
Tónskáldið segir um „ómþýða
klassíska gítartónlist“ að ræða en
auk þess að vera flest leikin á gítar
má heyra á diskinum eitt lag fyrir
píanó og annað fyrir píanó og selló.
Gunnar fæddist á Akureyri árið
1959. Hann ólst upp á Ólafsfirði,
þar sem hann hóf gítarnám árið
1970. Árið 1976 flutti hann síðan til
Ísafjarðar og hóf píanónám hjá
Ragnari H. Ragnar. Eitt laganna,
Ísafjörður, er samið til minningar
um Ragnar (1898-1987) og Sigríði
Jónsdóttur (1922-1993).
Gunnar leikur sjálfur á píanó og
gítar á plötunni en aðrir flytjendur
eru Grétar Geir Kristinsson á gítar
og Bianca Tighe á selló. Hljóðritað
var í Stúdíó Hljómi.
Gunnar Randversson gefur út Haust
Tónlistarmaðurinn Ljósmynd af
Gunnari er framan á diskinum.
Undir trénu 12
Atli flytur inn á foreldra sína
sem eiga í deilu við fólkið í
næsta húsi. Stórt og fagurt
tré sem stendur í garði for-
eldranna skyggir á garð ná-
grannanna, sem eru þreyttir
á að fá ekki sól á pallinn.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 18.00
The Party
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 73/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 22.15
The Killing of a
Sacred Deer
Skurðlæknirinn Steven flæk-
ist inn í erfiðar aðstæður og
þarf að færa óhugsandi fórn.
Metacritic 73/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Eldfim ást 16
Kappaksturskona og glæpa-
maður verða ástfangin þrátt
fyrir ólíkan uppruna. Það
reynir á trygglyndi beggja
þegar glæpalífernið súrnar.
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 17.30, 20.00,
22.30
Svanurinn 12
Svanurinn segir frá afvega-
leiddri níu ára stúlku sem er
send í sveit um sumar til að
vinna og þroskast, en bland-
ast í atburðarás sem hún
skilur varla sjálf.
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.10, 22.20
Háskólabíó 18.10, 20.50
Father Figures 12
Tvíburabræður leita föður
síns eftir að þeir komast að
því að móðir þeirra hafði log-
ið til um það í mörg ár að
hann væri fallinn frá.
Metacritic 23/100
IMDb 5,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 20.30
Sambíóin Keflavík 20.00
All the Money in the
World 16
John Paul Getty III er rænt
árið 1973, aðeins 16 ára .
Þegar afi hans, J. Paul Getty,
ríkasti maður heims, neitar
að borga lausnargjaldið
reynir móðir hins unga
Johns að bjarga syni sínum.
Metacritic 73/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15,
22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Pitch Perfect 3 12
Metacritic 40/100
IMDb 6,3/10
Laugarásbíó 17.30, 22.30
Smárabíó 17.50, 20.10,
22.30
Daddy’s Home 2 12
Metacritic 30/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00
The Greatest
Showman 12
Metacritic 48/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 17.40, 19.30,
19.50, 22.10
Háskólabíó 18.10, 21.00
Wonder
Saga um ungan dreng með
afmyndað andlit, sem tekst
að fá fólk til að skilja að feg-
urð er ekki á yfirborðinu.
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 21.00
Ferdinand Ferdinand er risastórt naut
með stórt hjarta. Hann er
tekinn í misgripum fyrir
hættulegt óargadýr, og er
fangaður og fluttur frá heim-
ili og fjölskyldu. Hann er
ákveðinn í að snúa aftur
heim til fjölskyldunnar, og
safnar saman mislitri hjörð
aðstoðarmanna.
Metacritic 58/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 17.30
Sambíóin Álfabakka 18.00
Smárabíó 15.00, 15.10,
17.30
Coco Röð atburða, sem tengjast
aldagamalli ráðgátu, fer af
stað. Það leiðir til óvenju-
legra fjölskylduendurfunda.
Metacritic 81/100
IMDb 8,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Akureyri 18.00
Justice League 12
Batman safnar liði af ofur-
hetjum; Wonder Woman,
Aquaman, Cyborg og The
Flash, til að sigrast á að-
steðjandi ógn.
Metacritic 45/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey
heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og
Luke Skywalker.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 85/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.50, 20.20, 20.30
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 17.50, 21.00
Sambíóin Akureyri 17.50, 21.00
Star Wars VIII - The Last Jedi 12
Jumanji: Welcome to the Jungle 12
Fjögur ungmenni finna gamlan tölvuleik en komast fljótt að
því að þetta er enginn
venjulegur leikur.
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.30,
20.00, 22.15, 22.30
Smárabíó 15.00, 16.30,
17.10, 20.00, 22.00,
22.40
Háskólabíó 18.15,
20.50
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
The Disaster Artist 12
Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera
myndina The Room, sem hefur
fengið stimpilinn versta kvik-
mynd allra tíma.
Metacritic 76/100
IMDb 8,2/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 22.20
Sambíóin Kringlunni 18.00,
20.20, 22.40
Bíó Paradís 18.00, 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna