Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 ✝ Gunnar Gunn-arsson auglýs- ingateiknari fædd- ist á Skeggja- stöðum í Mosfells- sveit 2. ágúst 1945. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 23. desember 2017. Foreldrar hans voru Signý Sveins- dóttir, f. 14. febr- úar 1918, d. 29. janúar 2005, og Gunnar Gunnarsson listmálari, f. 28. maí 1914, d. 13. maí 1977. Gunnar átti tvær systur, þær Franziscu, f. 9. júlí 1942, d. 3. mars 2004, og Katrínu Selju, f. 25. ágúst 1949. Gunnar á tvær dætur, Ýri Mar- gréti, f. 1. desem- ber 1970, sambýlis- maður hennar er Wouter van Wagt- endonk, f. 26. mars 1980, og Signýju, f. 15. september 1976, gift Sveini Benedikt Rögn- valdssyni, f. 12. febrúar 1974. Börn þeirra eru Regína Sjöfn, f. 6. janúar 2003, og Gunnar Hrafn, f. 14. júlí 2006. Útför Gunnars fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn. Þú varst góður, hlýr, erfiður, glaumgosi, einfari, ævintýragjarn, heima- kær, hraðafíkill, dundari, lista- maður, listasmiður, teiknari, skraddari, orðheppinn, húmor- isti, þrjóskur, svarthvítur, gjaf- mildur, kokkur, hrókur alls fagnaðar, einmana, einlægur, pirrandi, jeppakarl, gröfukarl, sögumaður, tilfinningaríkur, draumóramaður og fyrst og síðast allra besti afinn. Þú elsk- aðir og þú varst elskaður. Þín verður saknað, alltaf. Signý Gunnarsdóttir. Okkur langar að minnast Gunnars Gunnarssonar með nokkrum línum. Fjölskyldur okkar tengdust þegar sonur okkar kvæntist Signýju dóttur hans. Framan af starfsævinni vann Gunnar við auglýsingagerð í eigin fyrirtæki, en síðustu árin áður en hann fór á eftirlaun vann hann sem vinnuvélastjóri. Sem ungur maður vann hann á skurðgröfu við að grafa fram- ræsluskurði fyrir bændur og ræktunarsambönd á Vestfjörð- um og hélt þá oft til hjá föður- bróður sínum Úlfi Gunnarssyni lækni á Ísafirði. Gunnar var eftirsóttur gröfu- stjóri, en það hef ég fyrir satt, að þar sem flestir notuðu GPS- tæki á vinnuvélum til að fá dýptina sem nákvæmasta, þá þurfti Gunnar ekkert á því að halda, það var innbyggt í hann. Það má með sanni segja að allt hafi leikið í höndunum á honum, sem dæmi þá saumaði hann marga kjóla og dragtir á Signýju dóttur sína, glæsileg- astur var þó brúðarkjóllinn sem hann saumaði á Signýju. Það minnir okkur á að tveim- ur dögum fyrir brúðkaupið hringir hann í tilvonandi tengdamóður dóttur sinnar og spyr hana hvort hún vilji ekki líta á brúðarkjólinn sem „gröfu- kallinn“ hafi verið að sauma. Sama dag komu þau feðginin með kjólinn og tengdamóðirin sagðist ekki hafa augum litið glæsilegri brúðarkjól. Eftir hann liggja margir smíðisgripir, t.a.m. vagga sem hann smíðaði fyrir dótturdóttur sína, en hann fékk aðstöðu til verksins á trésmíðaverkstæði Sveins tengdaföður míns en hann var húsgagnasmíðameist- ari. Sveinn átti ekki orð yfir hvílík listasmíð þessi vagga væri. Gunnar var ekki aðeins listasmiður heldur var hann frábær teiknari og málari. Síðustu æviárin bjó hann svo í sama húsi og dóttir hans og hennar fjölskylda og var eins og hann kallaði það „atvinnu- afi“. Þær voru ófáar ferðirnar með barnabörnin ýmist í skól- ann, tónlistarskólann, íþrótta- æfingar o.fl. Ekki má heldur gleyma því sem var líf hans og yndi á árum áður, þ.e. sportsiglingar, en hann átti í mörg ár hraðskreið- asta bát sem sést hafði hér við land, en hann hafði unun af kraftmiklum farartækjum. Hans verður sárt saknað og mikill missir fyrir barnabörnin, sem hann sá ekki sólina fyrir. Vertu sæll, Gunnar minn, og þakka þér fyrir allt. Sjöfn og Rögnvaldur. Gunnar frændi eða „Frændi“ eins og við krakkarnir í móð- urætt fjölskyldunnar kölluðum hann er nú fallinn frá. Með þessa nafnbót hefði mátt halda að hann hefði verið eini frænd- inn í fjölskyldunni, en svo var þó ekki. Við litum bara öll upp til hans og álitum hann hinn eina sanna „frænda“. Þau voru þrjú systkinin, mamma Franzisca, Kata og Gunnar frændi. Mér lærðist snemma hversu ótrúlega hæfi- leikaríkur hann Frændi var. Það var sama hvort það var einhvers konar handverk, ritað orð, ræðulist eða mannlegt at- gervi; alltaf bar hann af í snilli sinni og ýtrustu nákvæmni. Hann var þrautseigur og byggði meðal annars upp Aug- lýsingaþjónustu Gunnars Gunn- arssonar og síðar Auglýsinga- stofu Gunnars Gunnarssonar sem um árabil voru stærstu auglýsingastofur Íslands. Frændi bar stoltur ættarnafn fjölskyldunnar, en hann var sá sjöundi og jafnframt sá síðasti í beinan karllegg sem hét Gunn- ar Gunnarsson. Frændi átti sér mörg áhuga- mál og var ævintýragjarn. Hann átti lengi vel hraðskreið- asta spíttbát landsins, tók þátt í bátaralli í kringum landið, fór mikið á skíði og átti vélsleða. Átti kraftmikla bandaríska bíla, var mikill húmoristi og þótti á sínum tíma hverrar konu sjarmi. En það var þó sérstaklega eitt sem átti hug hans og hjarta og það var dóttir hans Signý sem hann gat endalaust dáðst að og elskað. Hann þreyttist aldrei á að tala um hana og hennar mál af endalausum áhuga. Allt vildi hann fyrir hana gera og gaf henni allt sem hann gat. Eftir að hún varð móðir færðist þessi sama ást yfir til barnanna hennar, Reg- ínu Sjafnar og Gunnars Hrafns. Það var um tvítugt sem við Frændi kynntumst fyrst al- mennilega og urðum traustir vinir. Ég var í framhaldsnámi í London og hann vann við graf- íska hönnun fyrir stærstu sjón- varpsstöðvar Bretlands. Við frændur leigðum okkur saman íbúð og nýttum okkar frítíma mikið saman. Þau voru ófá skiptin sem við fengum okkur enskan morgunverð með te- bolla á hverfisveitingastaðnum, röltum um London eða fengum okkur bjórkollu þegar hann lauk vinnu. Hin síðustu ár kom Frændi alltaf til okkar fjölskyldunnar í kalt borð í hádeginu á jóladag. Eftir andlát mömmu þótti mér sú nærvera ávallt mjög kær. Hann sýndi börnum okkar Huldu einstakan áhuga og kær- leika. Það var endurgoldin vænt- umþykja. Eins og segir í Fjall- kirkjunni hans langafa: „Nú er sá tími liðinn og kemur aldrei aftur.“ Hvíl í friði elsku Frændi minn. Gunnar Björn Gunnarsson og fjölskylda. Gunnar Gunnarsson ✝ Davíð Örn Ív-arsson fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1985. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 24. desember 2017. Foreldrar hans eru Ester Jónsdóttir, f. 1962, og Ívar Harðarson, f. 1962. Systir Davíðs sam- mæðra er Sigrún Anna Ragnars- dóttir, f. 1992. Systkini hans sam- feðra eru Ívar Örn Ívarsson, f. 1987, og Karen Ívars- dóttir, f. 1992. Útför Davíðs Arnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 10. janúar 2018, klukkan 13. Jólin eru tími tilhlökkunar hjá flestum, sérstaklega börn- unum sem bíða eftir pökkunum. Þannig var það líka hjá þér þeg- ar þú varst lítill. Þú varst hálf- partinn eins og litli bróðir Magga meðan þið mamma þín bjugguð í kjallaranum heima í Vesturbergi. Þú varst alltaf í góðu skapi og með prakkara- svip, tilbúinn í sprell ef það átti við. En líf þitt var ekki dans á rósum. Í gegnum tíðina höfum við horft á þig sýna þrautseigju við margvísleg verkefni og mót- læti. Þrátt fyrir mótlætið barstu hlýju með þér, sýndir þakklæti og kærleika til fjölskyldunnar. Ef einhver flutti varst þú mætt- ur til að mála og það var þá sem við áttum gott spjall saman um lífið og tilveruna. Það var gaman að sjá að þú vildir vera heilbrigður og hraustur og þér fannst eðlilegt að fólk myndi lifa í heila öld. Þú reyndir að sinna áhugamálun- um, búa til tónlist, texta og graf- ík, skreppa í ræktina eða jafnvel á hjólabretti. Elsku Davíð, hvernig getur það verið að þú sért dáinn? Við hugsum um það og eigum erfitt með að meðtaka það, hvað þá skilja. Það er svo sárt að mitt í tilhlökkun og gleði jólanna varðst þú bráðkvaddur heima í Árbænum. Nú hugsum við til þess þegar við töluðum saman í haust. Það er svo gott að við ræddum um Guð. Þér fannst áhugavert hvernig náttúran getur vitnað um Guð og það væri ekki hægt að afskrifa hann. Núna veitir þessi pæling okk- ur huggun og við trúum að þú sért hjá himnaföðurnum. Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar, hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? (Davíðssálmur 8.4-5) Magnús og Helga. Davíð Örn Ívarsson Frændi minn Þorleifur Bene- diktsson er látinn 95 ára að aldri. En hann var jarðsettur 14. desem- ber síðastliðinn. Leifur var næstyngstur fjögurra systkina, þeirra Bjargar, Jóns og Rögnu. Þessi frændsystkini föður míns eru nú öll látin og mig langar að minnast þeirra í örfáum orðum. Ég man að sem barni fannst mér stórmerkilegt að eiga frændfólk þarna fyrir austan á Höfn. Þær systur Björg og Ragna komu stundum í heim- sókn á Túngötuna til ömmu en bræðurna hitti ég fyrst þegar ég heimsótti þau systkini þegar ég var níu ára gömul á ferð um Suðursveit og Höfn með Lilju ömmu minni. Löngu síðar fékk ég tækifæri til að dvelja hjá þeim systkinum í heilar þrjár vikur. Þau voru þá öll komin vel á áttræðisaldur en furðulega ern. Í minningunni var húsið við Garðsbrún, þar sem þau systk- ini bjuggu, verulega bjart. Mér finnst alltaf hafa verið gott veð- ur og sól þegar ég hugsa til baka. Þar var gott að vera. Þegar Leifur var fluttur á Víkurbraut og þau Jón og Björg Þorleifur Benediktsson ✝ ÞorleifurBenediktsson fæddist 19. maí 1922. Hann lést 2. desember 2017. Útför Þorleifs fór fram 14. desem- ber 2017. líka, komum við Þórhildur dóttir mín í heimsókn og fengum að gista í sólstofunni. Það var eins og við manninn mælt, Leifur vildi endi- lega keyra okkur um sveitir og sýna okkur merkilega staði enda höfðingi heim að sækja. Hann var einstaklega ljúfur og barngóður. Þau skipti sem ég kom austur með dóttur minni eða manni mínum þá gaf Leifur sér alltaf tíma til að sinna gest- um sínum. Fyrst var drukkið kaffi og því næst gengið um ná- grennið og önnur skyldmenni heimsótt. Ég hefði gjarnan viljað þekkja Leif og systkini hans enn betur. Þau voru mér af- skaplega góð. Þau voru heil- steypt og nægjusöm og ég skynjaði mikla væntumþykju í garð föður míns og fjölskyld- unnar á Túngötu í Reykjavík. Fyrir hönd hennar þakka ég fyrir. Guð blessi minningu Leifs frænda míns. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ingibjörg Þórisdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 7. janúar á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hraunbúðir. Sigmar Magnússon Dóra Bergs Sigmundsdóttir Kristín Þóra Magnúsdóttir Einar Jónsson Jónína Sigurbjörg Magnúsd. Rúnar Sigurður Þórisson Bjarney Magnúsdóttir Hörður Baldvinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR LÁRUSSON, Hlíðargötu 4, Tungu, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 12. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Unnur Bjarnadóttir Heimir Ásgeirsson Freyja Theresa Ásgeirsson Sveinn Ásgeirsson Hólmfríður Th. Brynjólfsdóttir barnabörn og langafabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURÞÓRSSON, Króktúni 18, Hvolsvelli, andaðist á heimili sínu 4. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Stóra-Dals- kirkju laugardaginn 20. janúar klukkan 14. Ágúst Þ. Ólafsson Þórunn Harðardóttir Anný S. Ólafsdóttir Robert Lorenz Sigríður L. Ólafsdóttir Benedikt Sveinbjörnsson Vigdís H. Ólafsdóttir Ólafur E. Ólafsson Hrund Guðmundsdóttir Anný H. Hermansen Kolbeinn Hreinsson Sveinbjörn, Sigurður, Benedikt, Kristján, Auður, Díana, Sandra, Ísabella, Sindri, Kolbeinn, Kristín og Benedikt Leví Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR frá Ingjaldsstöðum, Smyrlahrauni 8, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. janúar. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Elín Kristín Björnsdóttir Benedikt Benediktsson Óskar Sigurður Björnsson Guðný Karolína Axelsdóttir Kristrún Sigurjónsdóttir Gunnar Þór Víglundsson Gunnar Berg Sigurjónsson Sesselja Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÁGÚSTSSON, útgerðarmaður, Hafnargötu 9, Vogum, lést fimmtudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnleysuströnd fimmtudaginn 18. janúar klukkan 14. Árni Kl. Magnússon Brynhildur Hafsteinsdóttir Magnús Árnason Þórarinn Halldór Árnason Valdimar Kristinn Árnason Hallveig Sigríður Árnadóttir Þóra Árnadóttir Hafsteinn Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.