Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Ingibjörg Birna Sveinsdóttir þroskaþjálfi á 40 ára afmæli í dag.Hún starfar á leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi og hefurhún unnið þar í þrjú ár og eru krakkarnir í skólanum um 120 talsins. Í Sólhvörfum er starfað eftir hugsmíðahyggju sem byggist á kenn- ingu Jean Piaget um nám og þroska barna. Lögð er áhersla á virkni barnsins í eigin þekkingarleit og mikilvægi þess að kennarar nýti áhugahvöt barnsins hverju sinni. Inga Birna sinnir sérkennslu í leik- skólanum. „Það er misjafnt hvort börnin þurfa að fá málörvun eða hjálp við daglegar athafnir og ég tek bæði hópa og einstaklinga í kennslu. Í þroskaþjálfanum lærir maður um manneskjuna frá vöggu til grafar, en börnin heilluðu mig alltaf mest og ég hef alltaf unnið með þeim.“ Inga Birna hefur mikinn áhuga á starfi sínu sem þroskaþjálfi og öllu sem við kemur sérkennslu, en frítíma sínum eyðir hún mest með fjölskyldunni og vinum. Hún var ekkert búin að ákveða að gera eitt- hvað sérstakt í tilefni stórafmælisins. „Það bíður betri tíma, en það verður kannski kaka í boði.“ Eiginmaður Ingu Birnu er Helgi Þór Þórsson, sölumaður hjá Würth, og börn þeirra eru Sveinn Elí 13 ára, Embla Dögg 9 ára og Dagur Nói 4 ára. Á Þingvöllum Inga Birna, Helgi Þór og börn við Öxarárfoss sl. sumar. Alltaf heillað mest að vinna með börnum Inga Birna Sveinsdóttir er fertug í dag G unnlaugur Karlsson fæddist á Varmalæk á Flúðum 10.1. 1968 og ólst þar upp við garð- yrkjustörf í gróðrarstöð foreldra sinna. Hann byrjaði ungur að hjálpa þar til, stússaðist kringum hesta stórfjölskyldunnar, fór mikið í útreiðartúra, hjálpaði til við heyskap á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi og handlangaði fyrir föður sinn við húsasmíðar. Gunnlaugur var mikið í frjálsum íþróttum með HSK, keppti á lands- mótum og Íslandsmótum, varð Ís- landsmeistari unglinga í 300 m grindahlaupi og boðhlaupi og var oft á verðlaunapalli í öðrum hlaupagrein- um. Auk þess tefldi hann töluvert og spilaði brids á unglingsárunum og spilar enn brids reglulega. Gunnlaugur var í Flúðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni, var skiptinemi í Münster í Þýskalandi í eitt ár og lagð- ist í ferðalög um Evrópu og síðar um Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG – 50 ára Á fjöllum á Spáni Gunnlaugur og María Helena á fjallinu El Fuerte sem er 976 m á hæð, við Frigiliana í Andalúsíu. Ferðagarpur sem ólst upp í gróðurhúsum Fermingarveisla Söru Ísabelar Í garði Gunnlaugs og Maríu Helenu má sjá foreldra Gunnlaugs, systur hans, Helgu og Ragnheiði og Gamla Ráðagerði sem Steindór bílakóngur bjó í. Seyðisfjörður Jóhanna Alba Markvad Kristjánsdóttir fæddist 20. janúar 2017 kl. 17.56. Hún vó 3.376 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Dögg Guðjónsdóttir og Kristján Markvad Þorsteinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.