Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 27
Suður-Ameríku, en var þess á milli á
vertíð á Hornafirði, til sjós og lands.
Hann hafði kynnst eiginkonu sinni í
Þýskalandi en þau höfðu ferðast til 35
landa er hann var 25 ára. Þau höfðu
auk þess farið í nám í ferðamálafræði
á Kýpur og luku þaðan prófum 1990,
komu þá heim og giftu sig 30.12. 1990
á 90 ára afmæli ömmu Gunnlaugs,
Sigríðar á Hrafnkelsstöðum, en það
er frægur giftingadagur í stórfjöl-
skyldunni.
Gunnlaugur og kona hans fóru til
Reykjavíkur í nám árið 1994 og hann
lauk BSc-prófi í alþjóðamarkaðsfræði
frá Tækniskólanum 1998.
Gunnlaugur stofnaði, ásamt fleir-
um, kvikmyndafyrirtækið Rauða
dregillinn, 1994, sem flutti inn fyrsta
starfræna klippiforritið. Fyrirtækið
sameinaðist síðan Saga film. Hann
starfaði á Íslensku auglýsingastofunni
til 2002, hóf þá störf sem fram-
kvæmdastjóri hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna og hefur starfað þar síð-
an: „Þar ætlaði ég að stoppa stutt en
hef þó verið hér síðan, enda starfið
krefjandi, fjölbreytilegt og afar
skemmtilegt. Í því hef ég kynnst fjöld-
anum öllum af skemmtilegu fólki,
samstarfsfólki, garðyrkjubændum og
kaupmönnum. Ég hef einnig lúmskt
gaman af að vera að vinna fyrir garð-
yrkjubændur þar sem ég var nánast
alinn upp í gróðurhúsum.“
Gunnlaugur og öll hans fjölskylda
hafa alltaf verið veik fyrir ferðalögum,
helst um allar trissur: „Í tilefni þessa
afmælis tókum við hjónin fram gömlu
bakpokana, þvoðum þá og fórum,
ásamt dóttur okkar og yngri syni, til
Spánar og gengum þar um fjöll og
firnindi yfir jólin og áramótin, a.m.k.
200 kílómetra. Eldri sonurinn missti
af ferðinni því hann er á ferðalagi í
Ástralíu.“
Gunnlaugur sat í stjórn Frjáls-
íþróttasambands Íslands 1995-2001,
var stjórnarformaður FRJÓ í áratug,
hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja
og komið að stofnun fyrirtækja enda
mikill áhugamaður um nýsköpun og
frumkvöðlastarf.
Fjölskylda
Eiginkona Gunnlaugs er María
Helena Sarabía, f. í Kólumbíu í Suður-
Ameríku 1.9. 1966, leikskólakennari
og BA í þýsku og spænskum bók-
menntum og MA í spænskukennslu
og lengi dagmóðir.
Börn Gunnlaugs og Maríu Helenu
eru Mikael Luis Gunnlaugsson, f. 28.3.
1994, ferðalangur í Ástralíu; Gabríel
Camilo Gunnlaugsson, f. 2.7. 1998,
keppnismaður í íshokkíi í Conneticut í
Bandaríkjunum en unnusta hans er
Benney Ómarsdóttir, nemi við HÍ, og
Sara Ísabel Gunnlaugsdóttir, f. 16.2.
2003, söngnemi við Söngskólann í
Reykjavík og nemi í Hagaskóla.
Systkini Gunnlaugs eru Sveinn
Karlsson, f. 17.10. 1957, smíðakennari
og húsasmíðameistari í Reykjavík;
Sigríður Helga Karlsdóttir, f. 14.1.
1958, garðyrkjubóndi á Melum á
Flúðum; Hrafnkell Karlsson, f. 28.5.
1959, hrossabóndi í Svíþjóð, og Ragn-
heiður Karlsdóttir, f. 11.9. 1965, garð-
yrkjubóndi á Varmalæk á Flúðum.
Foreldrar Gunnlaugs eru Karl
Gunnlaugsson, f. 17.11. 1931, og Guð-
rún Sveinsdóttir, f. 24.5. 1935, garð-
yrkjubændur á Flúðum.
Gunnlaugur
Karlsson
Guðrún Helgadóttir
húsfr. á Hrafnkelsstöðum
Haraldur Sigurðsson
b. á Hrafnkelsstöðum
Sigríður Haraldsdóttir
húsfr. á Hrafnkelsstöðum
Sveinn Sveinsson
b. á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahr.
Guðrún Sveinsdóttir
húsfr. og garðyrkjubóndi í Varmalæk
Dóróthea Högnadóttir
húsfr. á Rauðafelli og í
Efra-Langholti
Sveinn Arnoddsson
b. á Rauðafelli undir Eyjafj., síðar í Efra-Langholti
Skúli Gunnlaugsson
b. í Miðfelli
Sigríður Skúladóttir
kennari
Sigurður Gunnlaugsson b. í Miðfelli
Magnús Gunnlaugsson
b. í Miðfelli
Erna Magnúsdóttir
forstöðuk. Ljóssins
Emil Gunnlaugsson
garðyrkjub. á Flúðum
Gunnlaugur Emilsson
garðykjum. á Flúðum
Sigmundur Sigurðsson oddviti í Syðra-Langholti
Sveinn Gunnar
Sveinsson b. á
Hrafnkelsstöðum
Sveinn Hannes Sveinsson
b. á Hrafnkelsstöðum
Þorgeir Sveinsson
b. og hestam. á
Hrafnkelsstöðum
Brynhildur Þorgeirsdóttir
myndlistarkona
Haraldur Sveinsson
hestam. á
Hrafnkelsstöðum
Ingólfur Haraldsson
hótelsstj. á Hilton
Hótel í Rvík
Magnús Helgason skólastj. Kennaraskóla Íslands
Ásmundur Guðmundsson biskup Guðmundur Helgason pr. í Reykholti
Unnur Kjartansdóttir
skólastj. í Ásaskóla
Guðmundur Kjartansson
jarðfræðingur
Kjartan Helgason prófastur í Hvammi í Dölum
og síðar prófastur í Hruna
Ágúst Helgason hreppstj., oddviti og alþm. í Birtingaholti
Helgi Haraldsson b. á Hrafnkelsstöðum og fræðim. (einkum í Njálssögu)
Kristjana Bjarnadóttir
húsfr. í Miklholti
Sigurður Sigmundsson
b. í Miklholti í Hraunhr. á
Mýrum
Margrét Sigurðardóttir
húsfr. í Hallkelsstaðahlíð og í Miðfelli
Gunnlaugur Magnússon
b. í Hallkelsstaðahlíð á Snæfellsnesi og síðar í Miðfelli í Hrunamannahr.
Sigríður Herdís Hallsdóttir
húsfr. í Hallkelsstaðahlíð
Magnús Magnússon
b. í Hallkelsstaðahlíð
Úr frændgarði Gunnlaugs Karlssonar
Karl Gunnlaugsson
smiður og garðyrkjub. á Varmalæk í Hrunamannahr.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Pétur Valdimar Snæland fædd-ist í Hafnarfirði 10.1. 1918,sonur hjónanna Péturs V.
Snæland kaupfélagsstjóra og Krist-
jönu Sigurðardóttur Snæland sem
lést úr spænsku veikinni nokkrum
mánuðum eftir fæðingu hans. Hann
ólst því upp hjá móðursystur sinni,
Steinunni Sigurðardóttur og manni
hennar, Sveini Hjartarsyni bakara.
Pétur var kvæntur Ágústu Pét-
ursdóttur Snæland, dóttur Péturs
Halldórssonar borgarstjóra, og
Ólafar Björnsdóttur, Jenssonar, yf-
irkennara í MR. Pétur og Ágústa
eignuðust þrjá syni saman en frá
fyrra hjónabandi átti Ágústa ungan
son sem Pétur ættleiddi og gekk í
föður stað. Synir þeirra: Pétur,
Sveinn, Halldór og Gunnar.
Pétur lauk búfræðinámi frá bún-
aðarskóla í Danmörku. Hann var
fyrstu starfsárin bústjóri á Lauga-
landi í Laugardal í Reykjavík þar
sem fósturfaðir hans rak kúa- og
svínabú. Hann lauk sveinsprófi í
plötu- og ketilsmíði frá Stálsmiðj-
unni í Reykjavík árið 1944.
Pétur stofnaði fyrirtækið Pétur
Snæland í lok fimmta áratugarins.
Fyrstu árin var það bifvélaverk-
stæði en þegar hann missti verk-
stæði sitt á Hálogalandi í bruna,
nokkrum árum síðar varð hann
verktaki og fór að leigja út vörubíla,
kranabíla, loftpressur og aðrar vélar
sem hann keypti af varnarliðinu og
gerði upp. Hann stofnaði síðan
svampgúmmíverksmiðju árið 1952
sem var með fyrstu gúmmíverk-
smiðjum á Norðurlöndum og fram-
leiddi einnig Linova-málningu og
gólfefni.
Árið 1968 stofnaði Pétur fyrstu
svampverksmiðjuna hér á landi þar
sem hann framleiddi plastsvamp.
Fyrirtækin Pétur Snæland hf. og
Lystadún sameinuðust árið 1991 en
nokkrum árum áður hafði Pétur sest
í helgan stein.
Á yngri árum stundaði Pétur
sundknattleik og keppti fyrir Ísland
á Ólympíuleikunum í Berlín 1936.
Pétur lést 27.6. 2002.
Merkir Íslendingar
Pétur V.
Snæland
95 ára
Ólöf Haraldsdóttir
85 ára
Ásdís Ingvarsdóttir
80 ára
Steinar Gunnarsson
75 ára
Eydís Lilja Eiríksdóttir
Kristín Einarsdóttir
Kristján Jónsson
Sigurður Steindórsson
Sveinn Eggertsson
Sveinn Guðbergsson
70 ára
Auður Kristjánsdóttir
Björg Eiðsdóttir
Hanna Kristín Daníelsdóttir
Hrafnhildur Helgadóttir
Jörgen Pétursson
Ólafur Kr. Hermannsson
Þórarinn Guðlaugsson
60 ára
Ásbjörn Ásbjörnsson
Gunnar Gísli Guðlaugsson
Hlíf Matthíasdóttir
Kristín Sveinsdóttir
Ragna Valdimarsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
50 ára
Bárður Eyþórsson
Brynja Jónsdóttir
Dóra Elín Atladóttir
Johnsen
Esperanza Poliquit Tanupan
Guðmundur Pálsson
Gunnlaugur Karlsson
Hjördís Eleonora
Þorkelsdóttir
Inga Þóra Ingadóttir
Jóhanna Jóna Cl
Gunnlaugsdóttir
Margrét Alexandersdóttir
Nils Bjartur Hailer
Selma Árnadóttir
Sigurður Einarsson
Sólveig Guðlaug
Sveinsdóttir
Unnur Magnea Magnadóttir
Ögmundur G. Matthíasson
40 ára
Anna Romanska
Eygló Karólína
Benediktsdóttir
Fjölnir Freyr Ingvarsson
Ingibjörg Birna Sveinsdóttir
Ívar Þór Steinarsson
Konrad Tadeusz
Nowogrodzki
Ole Martin Sandberg
Steinunn Júlía
Stefánsdóttir
Vilborg Grétarsdóttir
Þórunn Hyrna Víkingsdóttir
30 ára
Ásta Kristín Ingólfsdóttir
Böðvar Jónsson
Cezary Widenski
Huda Mohammed Shakir
Al-Badrawi
Ingunn Hjaltalín
Ingólfsdóttir
Jóna Lind Bjarnadóttir
Jón Davíð Davíðsson
Justyna Ostrowska
Santa Pikalova
Tómas Birgisson
Til hamingju með daginn
30 ára Jóna Lind ólst upp
í Grundarfirði, býr í Mos-
fellsbæ, lauk prófi í við-
skiptafræði frá Háskól-
anum á Bifröst og starfar
hjá BDO.
Maki: Einar Franz Ragn-
ars, f. 1985, sölumaður
hjá Gluggasmiðjunni.
Sonur: Ragnar Óli, f.
2015.
Foreldrar: Bjarni Jón-
asson, f. 1958, og Ólafía
Dröfn Hjálmarsdóttir, f.
1960, d. 2016.
Jóna Lind
Bjarnadóttir
30 ára Ingunn ólst upp á
Húsavík, býr í Hafnarfirði,
lauk BSc-prófi í við-
skiptafræði frá HA og
starfar hjá Iceland Travel.
Maki: Andri Þorláksson, f.
1985, tæknifræðingur hjá
Keili.
Synir: Elías, f. 2015, og
Jörundur, f. 2017.
Foreldrar: Dóra Hafliða-
dóttir, f. 1961, fyrrv. bók-
haldari, og Ingólfur Hjalta-
lín, f. 1959, starfsmaður
hjá BM Vallá.
Ingunn Hjaltalín
Ingólfsdóttir
40 ára Vilborg býr í
Garðabæ, lauk BEd.-prófi
frá KHÍ, MSc-prófi í
mannauðsstjórnun, er að
ljúka MBA-námi og er
mannauðsstj. hjá CRI ehf.
Maki: Gunnar Valdimars-
son, f. 1974, byggingafr.
og verkefnastjóri.
Börn: Ísabella, f. 2001, og
Orri, f. 2003.
Foreldrar: Inga Erlings-
dóttir, f. 1952, og Grétar
Vilmundarson, f. 1950, d.
2010.
Vilborg
Grétarsdóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is