Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tvær björgunarþyrlur Landhelgis- gæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, fara í svokallaða stóra skoðun á árinu. Þyrlunar verða ekki í notkun á meðan eða í sex til átta vikur. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sveins H. Guðmarssonar, upp- lýsingafulltrúa Landhelgisgæsl- unnar, við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Þriðja þyrlan, TF-SYN, fer ekki í skoðun á árinu. Að sögn Sveins er TF-SYN minnst notuð í leitar- og björgunarútköll enda eru hinar þyrlurnar tvær mun betur búnar í lögbundin verkefni stofnunarinnar. Ólíkt þeim er TF-SYN ekki með fjögurra ása sjálfstýringu og hún nýtist því takmarkað við útköll á haf út þegar skyggja tekur, segir Sveinn. Það er einmitt TF-SYN sem Landhelgisgæslan áformar að leigja til útlanda í tvo mánuði á þessu ári til að loka „gati“ sem myndaðist vegna skertra fjárheimilda til stofn- unarinnar. Morgunblaðið birti frétt um þessi áform á laugardaginn og vakti hún hörð viðbrögð, m.a. hjá samtökum sjómanna. Landhelgisgæslan hefur sem fyrr segir yfir að ráða þremur björg- unarþyrlum. TF-LIF, eina þyrlan í eigu Gæslunnar, er smíðuð árið 1987. Leiguþyrlurnar eru TF-SYN, smíðuð 1992, og TF-GNA, smíðuð 2001. Áætlað er að TF-LIF fari í stóra skoðun (500 tíma skoðun) í apríl og áætlað er að TF-GNA fari í 500 tíma skoðun í haust. Algengt er að þessar skoðanir taki sex til átta vikur, að sögn Sveins. Engin stór skoðun er áætluð á þessu ári á TF- SYN. Hve marga daga á síðasta ári voru allar þrjár þyrlurnar tiltækar? „Viðbúnaður Landhelgisgæsl- unnar miðast við að ávallt séu tvær þyrluáhafnir á vakt og því skiptir mestu að tvær þyrlur séu til taks. Í fyrra voru að minnsta kosti tvær þyrlur til taks 96 prósent af árinu en fjögur prósent af árinu var aðeins ein þyrla til taks. Því miður helst mönnunin á þyrlunum ekki í hendur við þetta. Tvær þyrluáhafnir voru til taks rétt rúmlega helming ársins (56 prósent) en það er forsenda þess að hægt sé að sinna leitar- og björg- unarútköllum lengra en tuttugu sjó- mílur á hafi úti. 44 prósent af árinu var aðeins ein áhöfn til taks. Rétt er þó að undirstrika að oftast tekst að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við. Það er þó alls ekki sjálf- gefið, kostar sitt og þýðir að þyrlu- sveitin tekst meiri skyldur á herðar en starfið býður.“ Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunar- þyrlna og flugvélar stofnunarinnar alls 257, sem er metár. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköll- unum fjölgað enn eitt árið, segir í yfirliti frá flugdeildinni. Aukningin undanfarin ár er jöfn og þétt en árið 2011 voru útköllin 155. Heildarfjöldi útkalla hjá flug- deild hefur því á þessu tímabili vax- ið um 66 prósent, úr 155 í 257. Sér- staka athygli vekur fjölgun forgangsútkalla (Alfa). Árið 2016 voru þau 87 en í fyrra rúmlega eitt hundrað. Erlendum sjúklingum fjölgar Í útköllum ársins 2017 voru alls 173 sjúkir eða slasaðir einstaklingar fluttir með loftförum Landhelgis- gæslunnar. Þar af voru 75 af er- lendu þjóðerni en 98 Íslendingar. Erlendum sjúklingum hefur fjölgað á milli ára en íslenskum aftur á móti fækkað. Árið 2016 voru 59 sjúkling- ar af erlendum uppruna fluttir með loftförunum en 107 Íslendingar. Öll loftför Landhelgisgæslunnar, þyrlurnar þrjár og flugvélin TF- SIF, voru kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss nærri Kirkjubæjar- klaustri á milli jóla og nýárs. „Það er einsdæmi og sýnir glöggt þörfina á því að bæði þyrlur og flugvél séu ávallt fullmannaðar og til taks,“ seg- ir í yfirliti flugdeildarinnar. Tvær þyrlur í stórskoðanir í ár  Björgunarþyrlurnar TF-LIF og TF-GNA verða ekki í notkun í 6-8 vikur á þessu ári  Metár í út- köllum björgunarþyrlna og flugvélar Gæslunnar í fyrra  44% af árinu var aðeins ein áhöfn til taks Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórútkall Öll loftför Landhelgisgæslunnar, þyrlurnar þrjár og flugvélin TF-SIF, voru kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð nærri Kirkjubæjarklaustri á milli jóla og nýárs. Þetta var einsdæmi í sögu Gæslunnar. Fjölgun útkalla » Útköll hjá flugdeild Gæsl- unnar voru samtals 257 í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. » Árið 2017 voru útköllin 66 prósent fleiri en þau voru árið 2011. » Forgangsútköllum hefur fjölgað umtalsvert. » Erlendum sjúklingum/ slösuðum fjölgar á milli ára en íslenskum fækkar. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Undirbúningur útboðs vegna kaupa á þremur nýjum björgunarþyrlum heldur áfram og fær Landhelgis- gæslan eitt hundrað milljónir króna á fjárlögum ársins 2018 til hans. „Þessa dagana er unnið í samstarfi við Ríkiskaup í svokölluðu RFI-ferli (Request for inform- ation) sem gengur út á það að afla upplýsinga um þær björgunarþyrlur sem standa til boða auk alls sértæks búnaðar í vélarnar. Í kjölfarið á þessu ferli verður farið í undirbúning og gerð útboðsgagna (kröfulýsingar). Stefnt er að því að ljúka gerð útboðsgagna í lok árs svo hægt sé að aug- lýsa útboð strax í byrjun árs 2019,“ segir Sveinn H. Guðmarsson. Vonast er til að nýju þyrlurnar komist í rekstur 2021-2023. Nýjar þyrlur árin 2021-2023 GÆSLAN AFLAR UPPLÝSINGA Í SAMSTARFI VIÐ RÍKISKAUP Einar Tjörvi Elíasson, vélaverkfræðingur, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kröflu- virkjunar og yfirverk- stjóri á Orkustofnun, lést í gærmorgun, 9. janúar, á Landspít- alanum, 88 ára gamall. Einar Tjörvi fæddist 7. janúar 1930 í Reykja- vík. Hann var sonur hjónanna Elíasar Guð- mundssonar, skipstjóra á Akranesi, og Sigríðar Viktoríu Einarsdóttur. Einar Tjörvi ólst upp á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði læknisnám við Háskóla Ís- lands. Einar Tjörvi lauk BSc Hon- prófi og PhD-prófi í vélaverkfræði frá Glasgow University. Hann var lektor við Strathclyde University í Glasgow 1961-65 og dósent við sama skóla 1969-75. Einar Tjörvi starfaði sem yfir- verkfræðingur og síðar fram- kvæmdastjóri Kröfluvirkjunar. Hann var yfirverkefnisstjóri jarð- hitaverkefna hjá Orkustofnun til ársins 2000 og um tíma fram- kvæmdastjóri Orkint. Eftir að Einar Tjörvi fór á eftirlaun sinnti hann ráðgjafastörfum í jarðhitaverk- efnum og kennslu víða um heim, m.a. fyrir Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir. Hann var afkastamikill fræðimaður og skrifaði fjölmargar greinar á sviði jarðhitarann- sókna og jarðhitaverk- fræði í fræðirit. Einar Tjörvi gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var eftirsóttur fyrirlesari við Jarð- hitaskólann og sendi- kennari við Jarðhita- stofnun Háskólans í Auckland á Nýja- Sjálandi. Hann sat í stjórn Ameríska jarðhitafélagsins og var skipaður í vinnuhóp GRC til undirbúnings að stofnun Alþjóða- jarðhitasambandsins (IGA). Einar Tjörvi sat í stjórn IGA og var heiðr- aður fyrir störf sín og framlag við stofnun sambandsins. Einar Tjörvi var formaður Lionsklúbbs Akureyr- ar og ritari Fjölnis. Hann var í skátahreyfingunni og var gildis- meistari St. Georgsgildisins í Reykjavík og vara-landsgildismeist- ari. Hann var virkur innan Verk- fræðingafélags Íslands og Jarðhita- félags Íslands. Eftirlifandi eiginkona Einars Tjörva er Inger Johanne Elíasson sjúkraþjálfari. Þau eignuðust 3 börn, en fyrir hjónaband átti Einar Tjörvi einn son. Andlát Einar Tjörvi Elíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.