Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 31
Listamaður „Strákurinn er ekki eins og aðrir karlar. Hann er listamaður, hugsuður og eiginlega ekki af þessum heimi,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir sem fer með hlutverk Stráksins í uppfærslu Borgarleikhússins. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 „Fyrirfram sá ég ekki fyrir mér hvernig ætti að vera hægt að leikgera þessar bækur sem eru svo ljóðrænar, fullar af veðurlýsingum og óleikbærum texta. En svo kom á daginn að leikstjórinn var með frábærar lausnir og þetta er hægt,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir sem fer með hlutverk Stráksins í uppfærslu Borgarleik- hússins á Himnaríki og helvíti. Innt eftir því hvort það hafi komið henni á óvart að fá úthlutað hlutverk Stráksins svarar Blær því játandi. „Við Haraldur [Ari Stefánsson], sem einnig leikur í sýn- ingunni og er æskuvinur minn, vorum sannfærð um að hitt okkar fengi hlutverkið þegar búið var að velja leik- hópinn en ekki enn búið að skipa í hlutverkin. Hann plantaði því þessari hugmynd í kollinn á mér, því auð- vitað langaði mig í þetta hlutverk þótt ég þyrði ekki að láta mig dreyma um það,“ segir Blær og tekur fram að það undirstriki sérstöðu Stráksins í heimi verksins að kona leiki hann. „Verkið gerist á þeim tíma þegar kynjahlutverkin höfðu mjög mótandi áhrif á einstaklinginn. Strákurinn er ekki eins og aðrir karlar. Hann er listamaður, hugs- uður og eiginlega ekki af þessum heimi. Ég ákvað strax að ég ætlaði ekki að reyna að dýpka í mér röddina og vera með karlmannlega líkamsstöðu, því hann er ekki karlmaður, hann er strákur og á sama tíma kvenlegur. Hann er bæði kyn og hvorugt á sama tíma.“ Áskorun að vera í stað þess að gera Hver hefur helsta áskorunin verið fyrir þig í uppfærslu verksins? „Strákurinn er ekki mikill gerandi heldur fremur að horfa á og upplifa umhverfi sitt – og áhorfendur upplifa hlutina í gegnum hann. Hinir leikararnir eru allir á fullu meðan ég í hlutverki Stráksins er að horfa á. Þá fær ung leikkona eins og ég á tilfinninguna að hún sé ekki dugleg af því ég er ekki að svitna, hlaupa, blæða og æla – sem er auðvitað ekki satt. Mín helsta áskorun er því að vera og hætta að reyna að gera.“ Er það rétt sem ég hef heyrt að sýningin verði rúmir þrír klukkutímar að lengd og með tvö hlé? „Þetta verður svaka leikhússtund og ákveðin þrekraun fyrir okkur sem á sviðinu erum því við erum öll í mörg- um lögum af ullarklæðnaði frá toppi til táar að fara í handahlaup og heljarstökk á sama tíma og við eigum að vera að skjálfa úr kulda,“ segir Blær kímin og tekur fram að það vanti bara lýsið á sjóstakkana til að gera búninga Helgu I. Stefánsdóttur eins raunverulega og unnt er, en sögutími verksins er fyrir hundrað árum. „Auðvitað langaði mig í þetta hlutverk“ ÞURÍÐUR BLÆR JÓHANNSDÓTTIR FER MEÐ HLUTVERK STRÁKSINS Í HIMNARÍKI OG HELVÍTI Bók Arthúrs Björgvins Bollasonar um Ísland, Das Island-Lesebuch, sem kom út í fyrra, hefur fengið lofsamlegar umsagnir í þýskum fjölmiðlum og vakið nokkra athygli. Á vefsíðu þýska vikuritsins Stern segir að hér sé ekki á ferðinni enn ein bókin um hinn vinsæla ferðamannastað við heimskauts- baug, heldur Ís- landsbókin. Í grein blaðs- ins um ferðabækur, sem eigi heima í jólapakkanum, segir að sá sem lesið hafi verkið geti áhyggjulaus leitt hjá sér boðskap allra annarra bóka um eyjuna því að Arthúr Björgvin þekki land sitt allt fram í afskekktustu firði, kunni skil á oft furðulegum íbúum þess og segi í ofanálag sérlega skemmtilega frá. „Íslandsbiblía hans er skyldulesn- ing fyrir alla áhugamenn um Ís- land,“ segir í greininni. Í dagblaðinu Frankfurter Allge- meine Zeitung segir að höfundur bókarinnar víki sér hvergi undan og öllu sé til skila haldið, allt frá eldgosum undanfarin þúsund ár til bankahruns okkar daga, frá jarð- fræði til líffræði og félagsfræði. Ís- lenski hesturinn fái sinn kafla og greiningin á listum og menningu sé með þeim hætti að um sé að ræða bók í bókinni. Að endingu segir í blaðinu að Arthúr Björgvin hafi skrifað Landnámu nútímans. Bók Arthúrs Björgvins var einn- ig tilefni til innslags í þættinum Auslandsreport í sjónvarpsstöðinni NTV. Þar heimsótti tíðindamaður þáttarins höfundinn á Íslandi og ræddi við hann í Bláa lóninu og víðar um bókina og landið. kbl@mbl.is Landnáma nútímans  Íslandsbók Arthúrs Björgvins fær lofsamlegar umsagnir í Þýskalandi Ljósmynd/Götz Diergarten Sagnaþulur Víða er fjallað um bók Arthúrs Björgvins Bollasonar. Í dag, 10. janúar, eru tvö ár frá láti Davids Bowies. Og í fyrradag var fæðingardagur tónlistarmanns- ins sem fæddist 8. janúar fyrir 71 ári. Aðstand- endur tónlistar- mannsins héldu upp á afmælið með því að gefa út áður óheyrða prufuupptöku á hinu vinsæla lagi Bowie, Let’s Dance, sem upp- tökustjórinn Nile Rodger fór á sín- um tíma höndum um og sló í gegn í endanlegri útgáfu á samnefndri plötu árið 1983. Gítarleikurinn á nýju útgáfunni er með öðrum hætti en diskótakt- urinn þó sá sami. Í lok upptökunnar má heyra hvar Bowie fagnar og lýs- ir yfir ánægju sinni. Platan Let’s Dance var hljóðrituð á heimili Bowies í Sviss. Vitnað er í Nile Rodger í Independent og seg- ist hann hafa átt dásamlegan feril en sköpunarlega sé samstarfið við Bowie eitthvað hið besta. „Ég vaknaði fyrsta morguninn í Montreux með David hallandi sér yfir mig. Hann var með kassagítar í fanginu og fullyrti: Nile, ég held þetta lag slái í gegn! Þessi upptaka var það fyrsta sem sýndi hvað við gætum gert sam- an … fólk hefur ekki hætt að dansa við þetta lag í 35 ár.“ Gefa úr fyrstu út- gáfu Let’s Dance David Bowie Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 12/1 kl. 20:00 43. s Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s Lau 13/1 kl. 20:00 44. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Fjarskaland (Stóra sviðið) Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 11/1 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 20:00 Lau 20/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 22:30 Lau 20/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 20:00 Sun 21/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Sun 14/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 19/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 4.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.