Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Þá er komið að leiðarlokum. Í dag kveð ég tengdamóð- ur mína, Elísu Björgu Wíum, sem ég hitti fyrst fyrir 36 árum. Fyrsta minningin um Lísu, eins og hún var jafnan kölluð, sem kemur upp í hugann er þar sem hún stendur hrærandi í risastórum leirpottum í fyrir- tæki þeirra hjóna, Keramik- húsinu. Þangað kom fólk alls staðar að til að kaupa alls kyns styttur til að skera út og mála og setja síðan upp til skrauts. Þarna stóð hún hávaxin og glæsileg og lét engan bilbug á sér finna. Seinna fann hún síðan köllun sína sem var að ganga til liðs við foreldrasamtökin Vímulausa æsku. Hún gegndi jafnframt stöðu framkvæmdastjóra samtak- anna í mörg ár. Ég dáðist að henni og því fólki sem þar starfaði að öflugu for- varnarstarfi. Oftast voru fjármun- ir af skornum skammti en ein- hvern veginn tókst henni alltaf að finna peninga í þau verkefni sem hún hafði trú á. Hún svaraði í for- eldrasímann allan sólarhringinn og dáðist ég að þolinmæði hennar þegar slík símtöl komu. Fyrir þessi störf sín hlaut hún síðan verðskuldað riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Lísa var mjög skapandi mann- eskja og hafði gaman af því að mála og teikna enda hafði hún hlotið menntun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Áður hafði hún verið einn vetur í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og lagði síðan stund á nám við Samvinnuskól- ann. Lífsviðhorf Lísu gengu út á það að láta gott af sér leiða. Hún hafði einstaklega góða nærveru og hafði mikla samkennd í garð ann- arra. Stundum fannst mér hún gleyma sjálfri sér og sínum þörf- um og óskum. Það að hjálpa öðr- Elísa Björg Wíum ✝ Elísa Björg Wí-um fæddist 12. febrúar 1931. Hún lést 23. desember 2017. Útför Elísu Bjargar var gerð 8. janúar 2018. um hafði algjöran forgang. Lísa bjó yfir aðdáunarverðri seiglu. Hún var eins og þanþolinn gæða- málmur. Uppgjöf var heldur ekki til í hennar orðaforða. Hún var ættuð úr Vestmannaeyjum og oft hefur mér fundist að fólk sem þaðan er ættað búi yfir miklum eldmóð og vinnusemi. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir að hafa fengið að kynnast Lísu og hvað hún reyndist ætíð fjöl- skyldu okkar og börnum vel. Sérstaklega vil ég þakka fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir ávallt fötluðum syni okkar, Steindóri Birni. Hann kveður ömmu sína með söknuð í hjarta en veit að þú ert komin á góðan stað með afa hans. Lífið gefur og lífið tekur. Blessuð sé minning Elísu Bjargar Wíum. Jóhann Ingi Gunnarsson. Eftirlætisfrænkur mínar í föð- urætt eru þær Elísa eða Lísa, eins og hún var alloft kölluð, og systir hennar Dóra. Eins þótti mér afar vænt um bróður þeirra hann Kristin Wíum, sem fór alltof snemma. Faðir þeirra var Gísli Wíum Guðmundsson, bróðir föður míns, Hans Wíum. Gísli reyndist foreldrum mínum alloft vel. Bæði þegar áföll dundu yfir vegna nátt- úruhamfara eða veikinda. Vil ég geta þess að nær einu jólagjafirn- ar sem við systkinin ellefu fengum voru frá Gísla og Nönnu Guð- finnu, konu hans. Þegar ég fór ungur á vertíðir til Vestmanna- eyja, þar sem Gísli bjó og rak verslun, var mér oft boðið í mat til þeirra hjóna, einkum þegar ekki gaf á sjóinn. Eftir að ég kvæntist og átti lögheimili í Kópavogi og svo í Grindavík var okkur hjónum oft boðið í mat til Gísla og Nönnu. Árið 1957 var ég að leysa af á bátnum Þorgeiri goða og var um borð við bryggjuna í Reykjavík, þá allt í einu birtust þeir Gísli Wí- um og sonur hans Kristinn, þeir voru að sækja mig svo ég gæti mætt í veglega veislu í Þjóðleiks- húskjallaranum. Veislan var hald- in í tilefni þess að þær systur, Lísa og Dóra, voru að gifta sig. Ég var fljótur að skola af mér slorið og skipta um föt. Í veislunni var fjöldi manns en því miður varð ég að fara aftur um borð strax eftir að ég var búinn að njóta veitinganna, en mikið þótti mér vænt um þenn- an hlýhug og ættrækni, sem var svo rík í Gísla og hans fólki öllu. Eftir að föðurbróðir minn var fall- inn frá jukust samskipti mín við Lísu, Dóru og Kristin. Mér er svo minnisstætt þegar þær systur komu skyndilega í heimsókn til okkar alla leið norður í Engidal í Bárðardal. Þangað voru þær systur komnar, en tölu- verð fyrirhöfn er að fara alla þessa leið norður frá Reykjavík. Bílstjórinn í þessari ferð var Guð- mundur nafni minn, sonur Lísu. Kona hans var með í för. Þessi dagur er ein af bestu perlum í þræði minninganna. Annars var síminn mikið not- aður til að rækta samböndin. Lísa var mikil listakona. Hún fór ung í Listaskólann og svo var hún um tíma í námi hjá Ásmundi Sveins- syni myndhöggvara. Hún rak lengi leirmunaverkstæði í Hafn- arfirði, nemendur hennar þar voru óteljandi. Við hjónin eigum marga fallega leirmuni frá Lísu og reynum að varðveita þá vel. Einnig var Lísa góður málari. Konan mín er sérstaklega hrifin af svart-hvítu myndunum hennar, í þeim er hægt að sjá bæði fugla, fiska og aðrar furður. Þær vekja ímundunaraflið. Lísa vann mikið og óeigingjarnt starf við forvarnir gegn áfengis- og vímuefnafíkn og fékk á sínum tíma fálkaorðuna vegna starfa á þessu sviði. Við hjónin eigum eftir að sakna Lísu mikið. Hún var falleg, há og tíguleg. En fyrst og fremst var hún hjartahlý og umhyggjusöm manneskja. Við höfum mikið sam- band við Guðmund frænda minn og við vissum um það hve dugleg- ur hann var að huga að móður sinni í veikindum hennar. Sem betur fer átti Lísa svo marga góða að. Ein af þeim var Dóra systir hennar sem nú hefur misst svo mikilvæga manneskju úr lífi sínu. Hugsum til hennar og allra hinna sem sakna nú og syrgja. Kveðja, Guðmundur Þór Wíum Hansson. ✝ Eggert Guð-jónsson fædd- ist á Framnesvegi 44 í Reykjavík 16. ágúst 1932. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans 2. janúar 2018. Foreldrar hans voru Ingibjörg Árný Eggerts- dóttir Waage, húsmóðir og verkakona, f. 17.8. 1905, d. 31.12. 1999, og Guðjón Bjarni Guðlaugsson húsasmiður, f. 4.8. 1906, d. 21.3. 1977. Eggert var ein- birni. Eggert kvæntist 16.8. 1955 Eygló Fjólu Guðmundsdóttur, húsmóður og verkakonu, f. 31.10. 1934. Synir þeirra eru: 1) Guðjón Bjarni bifreiða- stjóri, f. 5.5. 1958. 2) Magnús Þór bóndi, f. 4.9. 1960, eig- inkona hans er Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir leikskóla- kennari, f. 1.10. 1961. Börn þeirra eru Eggert vél- virki, f. 27.1. 1987, eiginkona hans er Kristín Ásdís Snorradótt- ir snyrtifræð- ingur, f. 11.5. 1990, eiga þau tvo syni, Guð- mund Þór og Stefán Örn. Bjarnfríður íþróttafræð- ingur, f. 19.4. 1991, sambýlis- maður hennar er Þóroddur Einar Þórðarson íþrótta- fræðingur, f. 19.6. 1990. Fjóla, f. og d. 23.10. 1998. Guðjón Snær nemi, f. 15.12. 2000. Ingi Þór nemi, f. 15.12. 2000. Eggert ólst upp í Reykja- vík og bjó lengstan hluta ævi sinnar í Efstastundi 30. Á sumrin var hann í Borgar- firði hjá afa sínum á Litla- Kroppi. Árið 1977 keypti Eggert jörðina og var alla ævi viðriðinn Litla-Kropp. Eggert lauk námi í barna- skóla árið 1946, trésmíða- námi frá Iðnskólanum þegar hann var sextán ára, lands- prófi frá Ingimarsskóla og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Eftir stúdents- prófið vann hann með föður sínum við húsasmíðar ásamt því að stunda nám við laga- deild Háskólans í þrjú ár. Síð- ar tók hann málvísindapróf í ensku og þýsku frá háskól- anum. Hann hóf störf hjá Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins 1972 og vann þar í 30 ár við rannsóknir. Sex ára að aldri gekk Egg- ert í barnastúkuna Svövu. Hann var virkur félagi í Bindindissamtökunum IOGT allt sitt líf og var gerður að heiðursfélaga haustið 2013. Á menntaskólaárum sínum æfði Eggert sund með KR. Þá lærði hann á harmóniku hjá Karli Jónatanssyni þar sem hann kynntist Eygló eigin- konu sinni. Útför Eggerts fer fram frá Áskirkju í dag, 10. janúar 2018, klukkan 13. Elsku Eggert afi, það er erf- itt að hugsa til þess að þegar við komum við í Efstasundinu verð- ir þú ekki þar til að spjalla um daginn og veginn, fræða okkur um allt það sem þú kunnir og vissir eða segja okkur skemmti- legar sögur frá því í gamla daga. Hvort sem þær gerðust fyrir eða eftir að þú fæddist, því þú mundir allt og allar þær sögur sem þér höfðu verið sagðar. Afi var nefnilega með lím- heila. Hann mundi bókstaflega allt og hann mundi allt til síð- asta dags, þó límheilinn hafi kannski ekki verið mjög hrað- virkur þá náði hann að grafa upp svör við öllu. Afi var líka rosalega klár, hann kunni mörg tungumál og vissi alveg ótrúlega margt og hann gat alltaf að- stoðað mann með nám eða ann- ars konar verkefni. Afi var ekki bara klár og minnugur heldur líka handlag- inn, hjálpsamur, þolinmóður og duglegur. Afi og amma voru mikið á Litla-Kroppi og við fengum oft að vera hjá þeim þegar þau komu. Okkur fannst gaman að vera þar enda var nóg að gera og alltaf hægt að bralla eitthvað skemmtilegt. Ef manni datt í hug að gera eitthvað sniðugt þá mátti maður gera það. Það var ekkert sem var bann- að nema að fara inn á smíða- verkstæðið hans afa því þar gat maður slasað sig. Við minnumst margra góðra stunda með þér og söknum þín. Þín afabörn, Eggert, Bjarnfríður, Guðjón Snær og Ingi Þór. Eggert Guðjónsson Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU G. FINNBOGADÓTTUR, Bíbí, Aragötu 4, Reykjavík. Nanna D. Björnsdóttir Andrew Hunter-Arundell Ólöf G. Björnsdóttir Magnús Árnason Sveinbjörn Egill Björnsson Kolbrún S. Benediktsdóttir Helga Lilja Björnsdóttir Guðrún Þ. Björnsdóttir Þorsteinn Barðason barnabörn og barnabarnabörn Yndislegi eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, HARALDUR RAGNARSSON húsasmíðameistari, Gauksási 49, Hafnarfirði, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 3. janúar, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 12. janúar klukkan 13. Kristín Þóra Sigurðardóttir Árni Mar Haraldsson Ágústa Sigurlaug Guðjónsd. Ívar Örn Haraldsson Lára Björk Bragadóttir Sigurður Ragnar Haraldsson Margrét Eva Einarsdóttir Arnór Gauti Haraldsson Vífill Harðarson Salóme Kristín Haraldsdóttir barnabörn Bjarney Gréta Sigurðardóttir Við keyrum að norðan og stefnan var alltaf tekin beint til ykkar, þín, Dóra frænka, og þinnar yndislegu fjöl- skyldu. Þú tekur á móti okkur öllum sex og við alltaf jafn velkomin, Guðjón úti að keyra en það leyndi sér aldrei hvað þér fannst gott að fá okkur. Komst til dyranna eins og þú varst klædd, oftar en ekki á rauð- um stuttbuxum, brjóstahaldara og inniskóm, með alla potta fulla og lyktin eftir því, kaffibrún að vanda því það var jú alltaf sól í garðinum þínum. Garðinum sem var þér svo kær, þar sem þú ræktaðir og fylgdist með gróðr- inum vaxa. Þegar þú hafðir ekki heilsu til að hugsa um hann var kominn tími til að selja, heimilið sem var okkur öllum svo kært. Heimilið sem var oftast nær fullt af fólki sem þú hugsaðir um af natni á sama tíma og mörg mál voru krufin. Halldóra Pálína Jóhannsdóttir ✝ Halldóra Pál-ína Jóhanns- dóttir fæddist 24. apríl 1936. Hún lést 17. desember 2017. Útför Halldóru fór fram 3. janúar 2018. Kræsingar á veisluborð galdraðir þú fram með ann- arri hendi, skemmtilegustu veislur sem ég hef farið í voru haldnar á þínu heimili, sum- ar stóðu í nærri sól- arhring, því ef fólk varð þreytt þá gat það bara farið niður, lagt sig og komið svo upp þegar það var tilbúið til leiks á ný. Fallega söngröddin hans pabba fékk að njóta sín er hún hljómaði um allt hverfið, ásamt hlátrasköllum og háværu tali, vá, hvað það var gaman að vera til innan um ykkur öll, fólkið sem ég elska. Gæði, er orð sem lýsir þér mjög vel, allt sem þú keyptir ent- ist í marga áratugi, margir sem þrífast í neyslusamfélagi nú- tímans mættu taka þig til fyrir- myndar þar. Þú kunnir að raða upp á smekklegan hátt þannig að það var fátt sem truflaði augað. „Minna er meira“, eins og svo margt annað þurfti ekki að kenna þér það. Þegar þú klæddir þig upp, þá var engu líkara en þú værir kon- ungborin, svo stórglæsileg að eft- ir var tekið, eitthvað sem ég og mamma töluðum oft um, vönduðu fötin þín sátu svo fallega á þér, gráa hárið klæddi þig svo vel og útgeislunin eftir því. Þú náðir til allra og áttir í raun mjög auðvelt með að umgangast fólk. Einstak- ur karakter, skemmtileg, sterk, dugleg, útsjónarsöm, raunsæ og í raun sameiningartákn. Þú kvaddir þessa jarðvist sátt í þínu hjarta og það eitt er að mínu mati þitt stærsta afrek, fjölskyld- an alltaf í fyrst sæti og því engin eftirsjá til staðar, en í því er allur galdurinn fólginn. Með þér, Dóra, og þinni fjöl- skyldu hef ég átt margar af mín- um bestu stundum og alltaf öruggt skjól en ekki síst þegar mér hefur fundist óréttlætið óbærilegt. Ég er ríkari í hjarta mín fyrir að hafa átt þig að, elsku Dóra, minning um góða konu mun lifa. Ég veit að þú elskaðir hann Guð- jón þinn afar heitt enda góður maður, þið eruð nú sameinuð að nýju en sú tilhugsun veitir mér smá huggun. Þitt líf hefur varpað ljósi á þá staðreynd að líffæri okkar eru takmörkuð auðlind þannig að við þurfum að vanda okkur við að lifa en einungis með því náum við að sýna þakklæti fyrir þá dýrmætustu gjöf sem okkur hefur verið gefin, sem er lífið sjálft. Elsku Jói, Birna, Siggi, Brynja, Björk og Guðjón Birgir, hugur minn er hjá ykkur og ykk- ar fólki. Takk fyrir allt Dóra mín, ég elska þig og þú vissir það. Þín bróðurdóttir, Hulda I. Skúladóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.