Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Heppnir að fara ekki niður …
2. Veðrið gæti orðið enn verra
3. „Tíkin stal sætinu mínu“
4. „Húsið er algjörlega horfið“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Samtök ungra skálda (SUS) standa
fyrir ljóðakvöldi til heiðurs Rod Stew-
art og Grígorí Jefemóvíts Raspútín í
kvöld kl. 20 á Gauknum við Tryggva-
götu. „Deilt er um hvort Raspútín
hafi verið holdgun alls þess sem heil-
agt er, eða líkamningur hins illa en
vinsældir Rods Stewarts eru hins-
vegar með öllu óumdeildar,“ segir um
viðburðinn í tilkynningu. Kynnir verð-
ur Kamilla Einarsdóttir og skáldin
sem koma fram eru Brynjar Jóhann-
esson, Guðrún Heiður Ísaksdóttir,
Kári Páll Óskarsson, Kristín Svava,
Lommi, Margrét Lóa Jónsdóttir,
Skarphéðinn Bergþóruson og Þórður
Sævar Jónsson.
Stewart og Raspútín
heiðraðir með ljóðum
Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur
verið ráðin sýningarstjóri fullveldis-
sýningarinnar sem opnuð verður í
Listasafni Íslands um miðjan júlí á
þessu ári. Sigrún mun hafa vinnuað-
stöðu á Listasafni Íslands og vinna
náið með sýningarnefnd og verkefn-
isstjórn, að því er fram kemur á vef
Árnastofnunar. Sigrún var ein 19 um-
sækjenda um tímabundið starf í fjóra
mánuði. Hún hefur gefið út fjölda
fræðigreina og bóka um sagn-
fræðileg og menningarfræðileg efni,
starfað sem sýningahöfundur og
sýningarstjóri og verið
aðjunkt við Listahá-
skóla Íslands frá árinu
2008 og lektor frá
árinu 2012 auk þess
að sinna
stjórnar-
störfum fyrir
skólann.
Sigrún sýningarstjóri
fullveldissýningar
Á fimmtudag Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með
talsverðri rigningu um landið sunnanvert, en lengst af þurrt á
Norðurlandi. Hlýnar í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-8 m/s víðast hvar, dálitlar
skúrir og síðan él, en rigning með köflum um tíma NA-lands. Hiti 0
til 5 stig og frystir víða til landsins norðaustan til í kvöld.
VEÐUR
Björninn á sáralitla von um
að komast í úrslitakeppni
Hertz-deildar karla í íshokkí
eftir 7:6-tap fyrir UMFK
Esju í hádramatískum leik í
Egilshöll í gærkvöld.
Bjarnarmenn virtust ætla
að færa sig nær Esju á
stigatöflunni því þeir voru
6:3 yfir að loknum 2. leik-
hluta. Sigurmark Esju-
manna skoraði Tékkinn
Petr Kubos aðeins 6 sek-
úndum fyrir leikslok. »2
Esja í toppmálum
eftir hádramatík
Undanúrslitin í Maltbikar karla í
körfuknattleik fara fram í Laugar-
dalshöllinni í kvöld þegar KR mætir 1.
deildar liði Breiðabliks og
Haukar og Tindastóll
eigast við. Benedikt
Guðmundsson, körfu-
boltasérfræð-
ingur Morg-
unblaðsins,
spáir í spilin
fyrir kvöldið í
opnu íþrótta-
blaðsins.
»2-3
Bikarbarátta í Laugar-
dalshöll í kvöld
Hinn fertugi Tom Brady hjá New Eng-
land er almennt talinn besti leik-
stjórnandinn í sögu bandarísku NFL-
deildarinnar í ruðningi og hefur verið
leikstjórnandi liðsins undanfarin
átján ár. Brady virðist ekkert vera að
gefa eftir þrátt fyrir aldurinn, en
sjaldgæft er að leikmenn geti verið á
toppnum fertugir í þessari erfiðu
íþrótt. »4
Fertugur og enn sá
besti í NFL-deildinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sauðfjárbændur ætla á næstunni að
fá meistarakokk, matgæðinga og
fleiri til liðs við sig til þess að þróa
nýjar vörur úr lambaframpörtum.
Farið var í svipað verkefni í fyrra
með læri og úr því varð til vörulína
sem nú fæst í verslunum. Með því að
skera og matbúa stykkin öðruvísi en
tíðkast hefur og skapa með því
hugsanlega nýjar hefðir er hugsunin
að nýta afurðirnar betur og auka
verðmætasköpun. „Lambakjötið á
mikla möguleika og sá kraftur sem
við settum í markaðsstarfið fyrir
tveimur árum hefur miklu skilað.
Við höldum því ótrauð áfram,“ segir
Svavar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri og hugmyndasmiður markaðs-
stofunnar Icelandic Lamb.
Salan hefur aukist
Verkefnið Icelandic Lamb er rek-
ið á vegum markaðsráðs kindakjöts
og undir vörumerkinu er unnið að
markaðssetningu og sölu á íslensku
lambakjöti. Þar er einkum horft til
erlendra ferðamanna sem koma
hingað til lands og sérvalinna betri
markaða ytra. Árangurinn af starf-
inu er um margt góður. Undanfarin
tvö ár hefur verið söluaukning á inn-
anlandsmarkaði eftir samdrátt
nokkur ár þar á undan. Einnig er
nærtækt að nefna að miðað við árs-
framleiðslu íslenskra bænda á
lambakjöti, sem er um 10 þúsund
tonn, voru fyrirliggjandi birgðir í
desember síðastliðnum tæp tæplega
6.000 tonn eða 620 tonnum minni en
þær voru undir lok árs 2016.
„Markaðssetning á íslenska kjöt-
inu inn á betri markaði erlendis er
flókin og tekur sinn tíma en árang-
urinn af þeim verkefnum sem farin
eru af stað er góður. Við höfum
lengi selt talsvert magn meðal ann-
ars til Færeyja og í sælkerabúðir í
Bandaríkjunum eins og Whole Fo-
od. Síðasta árið hefur Japan komið
sterkt inn og þangað seldum við 200
tonn í fyrra. Svipað verkefni er í
burðarliðnum í Þýskalandi. Á þess-
ari braut viljum við halda áfram, en í
dag er staðan sú að um 30% af ís-
lensku framleiðslunni eru seld ut-
an,“ segir Svavar sem leggur
áherslu á að í starfi þessu gildi að
selja hreinleikann og sérstöðuna.
Hana hafi íslenska kjötið – sýkla-
lyfjalaust og nánast villibráð – svo
sannarlega.
Eins og belgískt súkkulaði
„Einnig erum við núna að skoða
Frakkland; sem er mjög áhugaverð-
ur markaður. Í því starfi höfum við
til hliðsjónar hvernig öðrum þjóðum
hefur gengið að selja vörur sem eru
þeirra einkenni – svo sem franskir
ostar, ítölsk vín, belgískt súkkulaði
og svo framvegis. Þessu öllu má
læra af,“ segir Svavar og bætir við
að í þessari markaðssetningu á ís-
lensku lambakjöti hjálpi mikið að
búgreinin sé nú hrein af erfða-
breyttu fóðri og verði kolefnisjöfnuð
innan fárra ára.
Rúmlega 100 íslenskir veitinga-
staðir og sérverslanir eru nú í sam-
starfi við Icelandic Lamb og þeim
fer fjölgandi. Í þeim hópi er Dill við
Hverfisgötu í Reykjavík, eini Mich-
elin-staðurinn á Íslandi, en líka
sveitahótel og skyndibitastaðir. „Við
erum að mynda breiðfylkingu á bak
við lambið í samvinnu við veit-
ingamenn, kokka og raunar marga
fleiri,“ segir Svavar.
Á næstunni mun N1 bætast í
þennan hóp en til stendur að bjóða
upp á ýmsa skyndirétti úr lamba-
kjöti á bensín- og þjónustustöðvum
félagsins víða um land. Það verkefni
hefur verið í undirbúningi mánuðum
saman en afraksturinn verður sýni-
legur með vorinu. Þá má einnig
horfa til IKEA, sem seldi á síðasta
ári 84 þúsund skammta af lamba-
kjöti á veitingastað sínum í Garða-
bæ. Stefnt er að því að skammtarnir
þar verði orðnir 250 þúsund eftir tvö
ár – enda er margt þar á bæ til að
gera vöruna eftirsótta.
Helmingur mætir í veisluna
„Vörumerkið Icelandic Lamb er
orðið gríðarlega sterkt á þessum
stutta tíma. Rúmur fjórðungur er-
lendra ferðamanna, sem koma til Ís-
lands, þekkir merkið samkvæmt
nýrri Gallup-könnun og meira en
helmingur þeirra borðar lambakjöt í
heimsókn sinni til Íslands og líkar
veislan vel. Allt byggist þetta svo á
öflugri markaðsvinnu, meðal annars
í gegnum samfélagsmiðla. Í gegnum
þá náðum við 40 milljónum snert-
inga á síðasta ári. Það er miklu betri
árangur en við þorðum að vona,“
segir Svavar Halldórsson.
Breiðfylking um lambakjötið
Icelandic Lamb
og frampartarnir
á dagskránni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gæði Unnið er að margvíslegu þróunarstarfi með íslenska lambakjötið undir forystu Svavars Halldórssonar.