Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ínetaralli í vor verða gerðartilraunir með sérstök hljóð-og ljósmerki til að spornagegn því að hnísur og önnur smáhveli festist í netum sjómanna við þorskveiðar. Í Bandaríkjunum og víðar hafa kröfur verið auknar til að tryggja vernd sjávar- spendýra. Þekkt er að hnísur og önnur smáhveli komi sem meðafli við veiðar í þorskanet og selir og ýmsir fuglar við veiðar í grásleppu- net á grynnra vatni. Í auglýsingu Ríkiskaupa, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, er óskað eftir tilboðum í leigu á neta- bátum til að stunda netaveiðar í rannsóknarskyni í aprílmánuði vegna mælinga á hrygningarstofni þorsks vorið 2018, netaralli. Þar er jafnframt tekið fram að gera eigi prófanir á fugla- og spendýrafælum á þremur rannsóknasvæðum. Hvell hátíðnihljóð og ljós Guðjón Már Sigurðsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að í netarallinu verði gerð til- raun með nýjar tegundir af hnísu- fælum. Flautur eða fælur eru fest- ar á netateininn og gefa frá sér hvell hátíðnihljóð. Hann segir að fælur hafi verið prófaðar í netaralli síðasta vor, en hafi ekki reynst vel. Niðurstaðan hafi verið sú að heldur meira hafi veiðst af hnísu en án þessara tækja. Ný tegund verði prófuð í vor. Hann segir að einnig verði prófað að koma ljósum sem lýsa allan sólarhringinn fyrir á þorska- netunum. Dýrin geti þá hugsanlega séð netin betur en ella og vonandi vari þessi aðferð spendýrin við. Þá sé líka þekkt að sumir fiskar drag- ist að ljósi og ljósin gætu þá mögu- lega aukið afla í leiðinni. Slík tæki hafa ekki verið próf- uð á grásleppuveiðum að sögn Guð- jóns, en unnið er að ákveðnum verkefnum, sem tengjast þeim veiðiskap. Guðjón segir erfitt að meta hversu mikið af hnísu og öðrum smáhvelum festist í netum. Miðað við gögn úr netaralli megi áætla fjöldann 500-1.500 dýr, misjafnt eftir árum. Hann segir að á síðasta ári hafi um 600 selir komið í grá- sleppunet samkvæmt skráningu sjómanna, um 400 landselir og 200 útselir. Þetta séu háar tölur miðað við hversu veikburða landsselstofn- inn við landið sé orðinn. Hugs- anlega sé auk þess um vanskrán- ingu að ræða. Fjöldi landsela við landið var talinn vera um 33 þúsund dýr árið 1980, en fjöldinn var metinn um 7.652 dýr í talningu árið 2016. „Dregið hefur úr hefðbundinni nýt- ingu selabænda á stofninum og er því nærtækustu skýringarnar á fækkun landsels að finna í óbeinum veiðum (meðafla við fiskveiðar), veiðum í ósum laxveiðiáa, óskráð- um veiðum, og óhagstæðum um- hverfisbreytingum,“ segir m.a. í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofn- unar 2017. Auknar kröfur vestanhafs Í Bandaríkjunum hafa um hríð verið í gildi ákvæði um verndun sjávarspendýra (Marine Mammal Protection Act) og að sögn Guðjóns var ákveðið þar í haust að fylgja þessum ákvæðum harðar eftir en áður. Ákveðið hafi verið að auka kröfur um upprunaskráningu og að þeir sem flyttu fisk til Bandaríkj- anna þyrftu að geta sýnt fram á að við veiðarnar væri nánast ekkert um meðafla sjávarspendýra. Fram hefur komið að margt er reyndar óljóst um framkvæmd þessara að- gerða. „Þessi umræða í Bandaríkj- unum og víðar setur netaveiðar í erfiða stöðu og er ein af ástæðum þess að við ætlum að prófa þessa tækni,“ segir Guðjón. Víða um heim er unnið að sams konar til- raunum með hljóðmerki til að fæla sjávarspendýr frá netum sjómanna samhliða auknum kröfum gegn meðafla. Flautur og fælur svo hvalir fari ekki í net Morgunblaðið/Alfons Á netum Nokkuð er um að smáhveli komi í þorskanet, en nú er unnið að til- raunum með sérstök hljóð- og ljósmerki til að sporna gegn því. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki er sér-stök ástæðatil að ætla að núverandi ríkis- stjórn springi á næstu mánuðum eða næstu miss- erum. Kjósendum þykir vænt um kosningaréttinn og kjörseð- ilinn sinn og vonandi verður svo lengi enn. En þeim þykja þau lausatök sem verið hafa í stjórn- málum upp á síðkastið ekki vera æskileg. Rétt er því að ganga út frá því að sveitarstjórnarkosn- ingar séu næstar á dagskrá. Lengi vel var góð þátttaka hér í sveitarstjórnarkosningum. Mun betri en víða í nágranna- löndunum þar sem gott þykir að helmingur kjósenda kjósi og svo sem fjórðungur í kosningum til þings ESB. Eftir að flestir flokkar í borg- arstjórn létu fíflaganginn í kringum „Besta flokkinn“ yfir sig ganga hrundi kosningaþátt- taka í borginni niður í 60%. Kjósendur sýndu að þeim var stórlega misboðið. Reykjavík var lengi í hópi sveitarfélaga sem gættu hófs í skattheimtu, ráðdeild var í öndvegi og gengið út frá því að þjónustulund við húsbændur sína, íbúa borgar- innar, væri aðalsmerki sveitar- stjórnar. Með R-listanum seig á ógæfuhliðina. Óráðsía óx ár frá ári. Skattheimta var aukin ár frá ári. En það dugði ekki til því skuldasöfnun óx óbærilega ár frá ári. Jafnvel stöndugustu fyrirtæki borgarinnar fóru að eiga bágt þótt gjaldtaka þeirra væri aukin jafnt og þétt eins og skatta- álögurnar. Borgin, sem var áður til fyrir- myndar um snyrtimennsku og reisn, er orðin eftirbátur allra nágranna sinna. Ruglingur í uppbyggingu stjórnkerfisins, sem ekkert lát er á, með hverja silkihúfuna upp af annarri ásamt óþörfum verkefnum sem hvergi eru í forgangi hjá sveitarfélögum. Valdmörk sveitarfélagsins eru ekki virt og engu líkara en að æðstu emb- ættismenn borgarinnar þekki þau mörk ekki. Ekki heldur til hinnar almennu lögmætisreglu um að hafi tilteknu stjórnvaldi verið fært tiltekið vald þá er öðru stjórnvaldi beinlínis óheimilt að taka sér það vald. Það er sjálfsagt forgangs- verkefni að fara rækilega yfir það hvers vegna höfuðborgin hefur haldið svo illa á sínum málum þótt fjármunir hafi streymt í borgarsjóð sem aldrei fyrr. En það er þekkt, að miklar tekjur skipta óráðsíumenn engu. Þegar hvert hneykslið af öðru birtist borgarbúum eru viðbrögð borgarstjórans ætíð þau að neita allri vitneskju og nú síðast að panta syndakvittun frá undirmanni sínu um að hann sé ábyrgðarlaus um stórmál sem fara aflaga hjá borginni. Borgarbúar eiga ekki skilið að sitja uppi með svo vanhæfa stjórnendur. Óhugsandi virðist að stjórnarhættir í borginni geti versnað enn} Brýnt að rétta kúrsinn Ofveiði þykirekki til fyr- irmyndar og hér á landi hefur ofur- áhersla verið lögð á að koma í veg fyrir hana með skyn- samlegu stjórnkerfi fiskveiða. Annars staðar hefur ekki geng- ið eins vel að þessu leyti, til að mynda í Evrópusambandinu, þar sem ofveiði er viðvarandi vandamál. En í einu sem tengist íslensk- um sjávarútvegi er óhætt að tala um ofveiði, raunar hreina rányrkju, en það eru veiðigjöld- in sem íslenska ríkið leggur á útgerðina og hafa reynst óhóf- leg svo ekki sé meira sagt. Nýjasta dæmið um þetta er frásögn formanns Lands- sambands smábátaeigenda í samtali við Ríkisútvarpið þar sem fram kom að af 71 milljónar króna hagnaði fyrir árið 2015 greiddu smábátaeigendur 430 milljónir til ríkisins. „Við erum að borga hagnaðinn 2015 sexfalt til baka,“ segir formaðurinn. Sjávarútvegurinn greiðir alla hefðbundna skatta líkt og önnur fyr- irtæki og skilar gríðarlegum verð- mætum beint og óbeint til sam- félagsins úti um allt land. Þetta gerir hann þrátt fyr- ir samkeppni við erlendan sjáv- arútveg sem nýtur gjarnan rík- isstyrkja. Röksemdin fyrir því að sjáv- arútvegurinn greiði þessi óhóf- legu veiðigjöld er að hann nýti náttúruauðlind, en það gera fleiri atvinnugreinar, meðal annars aðrar útflutnings- greinar, án þess að vera gert að greiða fyrir það sérstakt gjald. Leikurinn er því ójafn, bæði gagnvart erlendum keppinaut- um og öðrum innlendum rekstri. Ýmsir halda því fram að sanngirnissjónarmið séu á bak við kröfuna um sérstaka skatt- heimtu á íslenskan sjávarútveg. Engin sanngirni getur verið í því fólgin að halla með þessum hætti á eina atvinnugrein og láta hana sæta rányrkju rík- isins. Nýleg dæmi um ofurskatta sýna að endurskoða þarf lög um veiðigjöld} Ofveiðigjöld N efnd sem skipuð var eftir ályktun Alþingis og skilaði skýrslu sinni í mars 2013 komst að þeirri niðurstöðu að það vantaði 236 lögreglumenn í lögreglulið landsins á þeim tíma. Grundvallarniðurstaða nefndarinnar var að stórefla þyrfti lögregluna. Í skýrslunni kemur fram forgangsröðun innan lögreglu og þar var efst á blaði fjölgun almennra lögreglumanna, þ.e.a.s. lögreglumanna sem annast útköll og al- mennt lögreglueftirlit. Þá mat ríkislögreglu- stjóri að lögreglumenn þyrftu að vera að lág- marki 860 í landinu. Þar kom fram að fjöldi lögreglumanna á árinu 2007 hefði verið 712 en þeim hefði fækkað í 624 á árinu 2012 eða um 88 lögreglumenn. Og hver hefur þróunin orðið? Lögreglumenn eru nú um 650 og eru því 60 færri en fyr- ir tíu árum og enn vantar því meira en 200 lögreglumenn. Á sama tíma hefur lögreglumönnum fækkað enn frekar ef miðað er við fjölda lögreglumanna á íbúa, því árið 2007 voru 1,6 lögreglumenn á hverja 1.000 íbúa en á árinu 2016 hafði þeim fækkað í 1,4 á hverja 1.000 íbúa. Komum ferða- manna til landsins hefur fjölgað með ævintýralegum hætti, en komum farþega um Keflavíkurflugvöll fjölgaði á átta ára tímabili frá 2009 til þessa dags úr 1,8 milljónum í 8,9 milljónir samkvæmt áætluðum tölum fyrir síðasta ár, eða næstum um 500%. Í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga að á síð- ustu árum hafa ýmis verkefni lögreglu vaxið og orðið flóknari og nægir þar að nefna skipu- lagða brotastarfsemi, tölvutengd afbrot, man- sal, vændi og fjölgun á verkefnum lögreglu tengdum veru og brottvísun hælisleitenda. Lögreglan er stoð undir lýðræðisskipan samfélagsins. Verði hún of veik til þess að tak- ast á við það hlutverk sitt að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu bitnar það á rétti fólks til lífs, frelsis, mannhelgi og persónulegs ör- yggis. Einnig bitnar það á öryggi ríkisins og samfélagsins í heild. Of veikburða lögregla skapar því sérstaka áhættu og brýnt er að grípa til aðgerða sem miða að því að styrkja lögregluna til þess að takast á við framan- greint hlutverk sitt. Þá gegnir lögreglan ekki síður mikilvægu hlutverki á sviði neyðarþjón- ustu vegna slysa og náttúruhamfara og er ein af grunnstoðum í almannavörnum eins og fjölmörg dæmi sanna á undanförnum árum á því sviði. Ráðherra dómsmála hefur talað fyrir því að lögreglan verði efld og þar er undirritaður sammála henni. En sú viðleitni sem finna má í nýjum fjárlögum nægir hvergi nærri til þess að koma löggæslunni, þó ekki væri nema á sama stað og fyrir tíu árum. Texti í stjórnarsáttmála nýrr- ar ríkisstjórnar um öfluga löggæslu í landinu hlýtur að reynast meira en orðin tóm og verður athyglisvert að fylgjast með eflingu lögreglunnar á næstu misserum. Karl Gauti Hjaltason Pistill Fjölga þarf í lögreglunni Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Grásleppuveiðar við Ísland fengu vottun samkvæmt stöðl- um MSC í árslok 2014, en vottunin hefur nú verið aft- urkölluð vegna meðafla við veiðar umfram viðmið- unarmörk. Talið er að mögu- leiki sé á að grásleppuveiðar hafi skaðleg áhrif á stofna landsels, útsels og teistu. Vottunin var á sínum tíma veitt eftir margra mánaða um- sóknarferli og var byggt á við- miðunarreglum FAO um sjálf- bærar veiðar. Þegar vottunin var tilkynnt var talið að MSC- merking myndi veita ákveðið forskot í sölu grásleppu- hrogna. Vottun afturkölluð GRÁSLEPPUVEIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.