Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
40% afsláttur
af allri útsöluvöru
ÚTSALAN
er hafin
10. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.85 104.35 104.1
Sterlingspund 140.66 141.34 141.0
Kanadadalur 83.66 84.14 83.9
Dönsk króna 16.73 16.828 16.779
Norsk króna 12.884 12.96 12.922
Sænsk króna 12.699 12.773 12.736
Svissn. franki 106.23 106.83 106.53
Japanskt jen 0.9175 0.9229 0.9202
SDR 147.89 148.77 148.33
Evra 124.6 125.3 124.95
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.6316
Hrávöruverð
Gull 1317.9 ($/únsa)
Ál 2177.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.8 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Almenna leigu-
félagið hefur gert
fjögurra milljarða
króna lánasamning
við bandarískan
fjárfestingarsjóð
fyrir milligöngu
Fossa markaða.
Samhliða því hefur
félagið lokið endur-
fjármögnun á láni
hjá Landsbank-
anum.
Almenna leigufélagið mun í næstu
viku halda lokað skuldabréfaútboð þar
sem fjárfestum gefst kostur á að kaupa
skuldabréf sem tryggð eru með veði í
fasteignasafni félagsins. Um er að ræða
verðtryggt jafngreiðslubréf til þrjátíu
ára, sem skráð verður á aðalmarkað.
Endurfjármögnunin mun hafa í för með
sér umtalsverða lækkun á fjármagns-
kostnaði félagsins. Fasteignasafn fé-
lagsins telur um alls um tólf hundruð
íbúðir, flestar á höfuðborgarsvæðinu.
Bandarískur sjóður
fjármagnar Almenna
Leigufélagið á
1.200 eignir.
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslenska sprotafyrirtækið AwareGO,
sem framleiðir stutt fræðslumynd-
bönd um gagnaöryggi, hefur gert
samning við bandaríska fyrirtækið
KnowBe4 sem er með höfuðstöðvar í
Flórída í Bandaríkjunum. KnowBe4
er númer 234 á topp 500 lista banda-
ríska tímaritsins INC yfir framsækn-
ustu fyrirtæki í Bandaríkjunum.
Árni Þór Árnason, einn eigenda og
framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar
AwareGO, segir að samningurinn sé
mikil viðurkenning fyrir AwareGO.
Hann segir að samningaviðræður hafi
tekið nokkra mánuði, en til greina
kom í ferlinu að KnowBe4 keypti
AwareGO í heild sinni. „Á öðrum
fundi okkar með KnowBe4 lögðu þeir
fram tilboð í okkur, en við vorum ekki
tilbúin að selja. Niðurstaðan var frek-
ar að gera þennan samstarfssamn-
ing,“ segir Árni í samtali við Morg-
unblaðið.
Mjög stór skólastofa
Samkvæmt samningnum mun
KnowBe4 bjóða fræðslumyndbönd
AwareGo til þúsunda viðskiptavina
sinna um allan heim. AwareGo hefur
framleitt 24 myndbönd sem eru í
notkun hjá núverandi viðskiptavinum
hér á landi og erlendis, en þeim verð-
ur nú dreift um net KnowBe4 einnig.
„Í dag nær efnið okkar til 850 þúsund
notenda um heim allan, en með nýja
samningnum verða notendur á þriðju
milljón, þar sem notendafjöldi við-
skiptavina KnowBe4 er um 1,5 millj-
ónir. Ég veit ekki um neitt kennslu-
fyrirtæki með svo marga nemendur,
að minnsta kosti ekki hér á landi.
Þetta er mjög stór skólastofa,“ segir
Árni og brosir.
Árni segir að fyrirtækið, sem hefur
frá stofnun árið 2009 verið með skrif-
stofur í Reykjanesbæ, leiti nú að hent-
ugu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,
enda hefur starfsmönnum fjölgað í
takti við aukinn fjölda viðskiptavina
síðustu misseri. Fimm starfsmenn
starfa nú hjá félaginu, en eigendur
þess eru ásamt Árna stofnandinn
Ragnar Sigurðsson og eiginkona hans
Helga Björg Steinþórsdóttir.
Ein af nýjungunum sem boðið verð-
ur upp á fljótlega er hugbúnaður, en
með honum munu viðskiptavinir ekki
einungis geta sýnt myndböndin heldur
einnig prófað starfsmenn í efninu og
fengið tölulegar upplýsingar um stöðu
þekkingar í viðkomandi deild eða fyr-
irtækinu öllu. Hugbúnaðurinn gerir
félaginu kleift að selja beint í gegnum
netið og verður tilbúinn í lok þessa
mánaðar, að sögn Árna.
Gartner Group sýndi áhuga
Vatnaskil hafa orðið í rekstri fyr-
irtækisins vegna nýrrar Evrópu-
löggjafar um persónuvend sem inn-
leidd verður um mitt þetta ár, en
vegna hennar hefur áhugi á vörum
fyrirtækisins aukist gríðarlega og
tækifærin eru mýmörg. „Ráðgjafar-
fyrirtækið Gartner Group er til
dæmis búið að hafa samband og ætl-
ar að skrifa um okkur,“ segir Árni að
endingu.
AwareGO semur um
alþjóðlega dreifingu
Árvekni Úr fræðslumyndbandi AwareGo þar sem starfsmaður fer frá borði sínu og tölvu hans er rænt. Efnið er not-
að af fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, en bankarnir nota það t.d. til að efla öryggisvitund starfsmanna.
Öryggisfræðsla
» Efni AwareGO er leikið og í
léttum dúr, en flest önnur fyrir-
tæki nota teiknimyndir.
» Skilaboðin í myndböndunum
eru kjarnyrt, og lengdin aðeins
um ein mínúta.
» Oregon-ríki, Reykjavíkur-
borg, íslensku bankarnir,
Barclays-banki, Credit Suisse
meðal viðskiptavina.
» Öryggisvitundarmarkaðurinn
er metinn á 2,4 milljarða
bandaríkjadala.
Notendur verða á þriðju milljón KnowBe4 vildi kaupa fyrirtækið í heild sinni
Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóð-
félaga sinna námu ríflega 14,5 millj-
örðum króna í nóvember. Þannig
jukust lánveitingarnar töluvert frá
því í september og október þegar
þær námu annars vegar 9,9 milljörð-
um og hins vegar 12,4 milljörðum.
Útlánin í nóvember eru þau næst-
mestu í sögu sjóðanna en það var í
ágúst síðastliðnum sem met var sleg-
ið. Þá lánuðu sjóðirnir í einum mán-
uði 14,6 milljarða. Aðeins einu sinni
höfðu lánveitingarnar farið yfir 14
milljarða og það var í júní þegar þær
námu 14,3 milljörðum. Til saman-
burðar má geta þess að ný sjóð-
félagalán höfðu fram til mars aldrei
farið yfir 10 milljarða króna í einum
mánuði.
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins
2017 veittu lífeyrissjóðirnir 132,2
milljarða í formi nýrra sjóðfélaga-
lána. Til samanburðar námu lánveit-
ingarnar 80,2 milljörðum fyrstu 11
mánuði ársins 2016. Nemur aukning-
in milli ára því um 65%. Allt árið 2016
námu lánveitingarnar 89,1 milljarði.
Því eru lánveitingarnar fyrstu 11
mánuði síðasta árs ríflega 48% hærri
en þær voru allt árið 2016.
Samhliða hækkandi lánveitingum
sjóðanna fjölgar til muna lántakend-
um. Þannig standa 6.965 lánveiting-
ar að baki milljörðunum 132,2 sem
sjóðirnir hafa veitt til sjóðfélaga. Að
meðaltali nemur hver lánveiting því
tæpum 19 milljónum króna.
Fyrstu 11 mánuði ársins 2016
stóðu 5.130 lánveitingar að baki þeim
80 milljörðum sem sjóðirnir veittu.
Fjölgun lánveitinga milli saman-
burðartímabila áranna tveggja nem-
ur því tæpum 36%. Meðalupphæð
lánveitinga yfir fyrstu 11 mánuði
ársins 2016 var 15,6 milljónir. Því
hefur meðallánveitingin hækkað um
21,5% milli ára. ses@mbl.is
Aukning Fyrstu ellefu mánuði 2017
jukust lánveitingarnar um 65%.
Sjóðfélagalánin
taka að vaxa á ný
Lífeyrissjóðir
lánuðu 14,5 millj-
arða í nóvember