Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Skál fyrır hollustu
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Samkomulag stjórnvalda í Kóreuríkjunum
tveimur um að Norður-Kóreumenn taki þátt í
Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu í febr-
úar og að hafnar verði viðræður til að draga úr
spennunni á milli þeirra hafa vakið vonir um að
hægt verði að leysa deilur þeirra um kjarna-
vopn Norður-Kóreu með friðsamlegum hætti.
Sérfræðingar í öryggismálum eru þó ekki
bjartsýnir á að það takist.
Samkomulagið náðist í gær á fundi í landa-
mærabænum Panmunjom, í fyrstu formlegu
viðræðunum á milli embættismanna ríkjanna í
rúm tvö ár. Norður-Kóreumenn samþykktu
meðal annars að senda keppendur, stuðnings-
menn, hóp listamanna, taekwondo-sýningar-
flokk og blaðamenn á Vetrarólympíuleikana.
Ennfremur var samið um að hefja viðræður
milli herja ríkjanna tveggja til að draga úr
spennunni, minnka líkurnar á að átök geti
blossað upp fyrir misskilning, og koma aftur á
beinu símasambandi á milli þeirra. Í sameigin-
legri yfirlýsingu ríkjanna eftir fundinn var
ekki minnst á tillögu Suður-Kóreumanna um
að fjölskyldur, sem sundruðust í Kóreustríðinu
1950-53, fengju að eiga endurfundi og ekki
heldur á tillögu Norður-Kóreumanna um að
þeir sendi hátt setta embættismenn til Suður-
Kóreu í tilefni af leikunum. Að sögn breska
ríkisútvarpsins sögðust stjórnvöld í Suður-
Kóreu hafa léð máls á því að aflétta refsiað-
gerðum gegn Norður-Kóreu tímabundið, í
samráði við Sameinuðu þjóðirnar.
Kveður við annan tón
Tónninn í ummælum embættismanna land-
anna tveggja á fundinum var gerólíkur yfirlýs-
ingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu,
og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á síð-
ustu mánuðum í deilunni um kjarnorku- og
eldflaugatilraunir einræðisstjórnarinnar í
Pjongjang.
Fundurinn var haldinn eftir að samkomulag
náðist á milli stjórnvalda í Suður-Kóreu og
Bandaríkjanna um að fresta tveimur árlegum
heræfingum landanna þar til Vetrarólympíu-
leikunum og Vetrarleikum fatlaðra lýkur 18.
mars. Norður-Kóreustjórn hefur notað her-
æfingarnar til að réttlæta kjarnorku- og eld-
flaugatilraunir sínar á síðustu árum. Sérfræð-
ingar í öryggismálum eru þó ekki vongóðir um
að samkomulagið í gær verði til þess að
Norður-Kóreumenn hætti alveg að skjóta eld-
flaugum og sprengja kjarnorkusprengjur í til-
raunaskyni með það að markmiði að þróa
kjarnavopn sem hægt væri að beita til árása á
meginland Bandaríkjanna. Einn þeirra, Adam
Mount, sérfræðingur í málefnum Norður-
Kóreu, telur að tilraunirnar séu komnar á
lokastig og Norður-Kóreumenn haldi þeim
áfram síðar á árinu.
Trump sagði um helgina að hann vonaði að
fundurinn í gær leiddi til frekari viðræðna og
að Bandaríkjamenn gætu tekið þátt í þeim síð-
ar. Sendiherra Bandaríkjanna hefur þó sagt að
stjórn landsins hafi ekki breytt afstöðu sinni í
deilunni og setti enn það skilyrði fyrir við-
ræðum að Norður-Kóreumenn hætti kjarn-
orku- og eldflaugatilraununum. Norður-
Kóreumenn hafa sett það skilyrði að sameigin-
legum heræfingum Bandaríkjanna og
Suður-Kóreu verði hætt algerlega en því hafa
stjórnvöld í báðum löndunum hafnað.
Ræða takmarkaðan hernað
Fréttaskýrandi BBC í Seoul, Rupert Wing-
field-Hayes, rekur samkomulagið í gær til
þess að Kim Jong-un óttist að stjórnvöld í
Bandaríkjunum séu að undirbúa árás á
Norður-Kóreu og vilji því reyna að draga úr
spennunni. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu,
reyni að koma á friðarviðræðum við einræðis-
stjórnina í Pjongjang en sé í erfiðri stöðu því
að hann vilji ekki styggja Bandaríkjastjórn
sem hafi efasemdir um viðræðurnar.
Gerald F. Seib, fréttaskýrandi The Wall
Street Journal, segir að bandarískir embættis-
menn séu að ræða þann möguleika að her
Bandaríkjanna geri takmarkaða árás á skot-
mörk í Norður-Kóreu án þess að nýtt stríð
blossi upp á Kóreuskaganum. Bandaríkja-
menn tækju mikla áhættu með slíkri árás, þar
sem hún gæti leitt til mikilla blóðsúthellinga
og embættismenn Trumps deili um hvort hún
sé framkvæmanleg. Utanríkisráðherra og
varnarmálaráðherra Trumps vilji halda áfram
að beita Norður-Kóreumenn þrýstingi með
öðrum aðferðum en þjóðaröryggisráðgjafinn
H.R. McMaster telji að stjórnin þurfi að íhuga
hernaðarkostinn alvarlega.
Að sögn Seibs telja bandarískir stjórnarer-
indrekar að Norður-Kóreumenn hafi ákveðið
að hefja viðræðurnar við Suður-Kóreumenn til
að reyna að reka fleyg milli stjórnvalda í
Washington og Seoul og minnka líkurnar á því
að Bandaríkjamenn geri árás á Norður-Kóreu.
Kim Jong-un sagður óttast árás
Talinn vilja reka fleyg milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og S-Kóreu Sérfræðingar ekki bjart-
sýnir á að samkomulag Kóreuríkjanna verði til þess að deilurnar um kjarnavopn N-Kóreu leysist
AFP
Rætt um „Friðarleika“ Embættismenn Kóreuríkjanna tveggja takast í hendur á fundi þeirra í
gær í Friðarhúsinu í bænum Panmunjom á herlausa svæðinu við landamæri ríkjanna.
Kóreustríðið á árunum 1950-53
Heimildir: „Kóreustríðið“ 3. bindi (rit hernaðarsögustofnunar S-Kóreu)/
varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu
Stríðið í tölum
Fjöldi hermanna
N-Kóreu (1953)
602.902
473.792
341.628
Hermenn frá 16 löndum
á vegum Sameinuðu
þjóðanna, m.a
Bandaríkjunum:
Frá Kína
1,35 milljónir
Fjöldi óbreyttra
borgara sem létu
lífið eða særðust
990.968
þar af 373.599
staðfest
dauðsföll
Um
1,5 milljónir
Fjöldi fallinna hermanna
137.899
508.797
Hermenn SÞ:
40.670
Hermenn frá Kína
148.600
NORÐUR-KÓREA
SUÐUR-KÓREA
Hófst 25. júní 1950
Stjórn Suður-Kóreu hefur beitt sér fyrir endurfundum fjölskyldna sem sundruðust í stríðinu
Vopnahléssamningur var
undirritaður 27. júlí 1953
Herlaust
svæði
PJONGJANG
SEOUL
KÍNA
NORÐUR-
KÓREA
SUÐUR-
KÓREA
Kumgang-
fjall (ferða-
manna-
staður)
Pyeongchang
Vetrarólympíuleikarnir
9.-25. febrúar
Panmunjom
Mikil umræða hófst í Bandaríkjunum
um hvort sjónvarpsstjarnan Oprah
Winfrey kynni að gefa kost á sér í
næstu forsetakosningum eftir tilfinn-
ingaþrungna ræðu hennar á Golden
Globe-hátíðinni á mánudagskvöld.
Hermt er að Winfrey hafi neitað
því að hún hygðist gefa kost á sér
þegar hún var spurð að því á verð-
launahátíðinni. CNN-sjónvarpið hafði
þó eftir ónafngreindum einkavinum
Winfrey að hún væri að íhuga fram-
boð. Steadman Graham, lífsföru-
nautur hennar frá árinu 1986, hefur
sagt að hann telji að hægt sé að telja
hana á að bjóða sig fram. „Það er und-
ir fólkinu komið,“ hafði Los Angeles
Times eftir honum. „Hún myndi svo
sannarlega gera það.“
Stjörnur á borð við söngkonuna
Lady Gaga og leikkonuna Meryl
Streep hafa hvatt Winfrey til að bjóða
sig fram og margir demókratar hafa
tekið undir þá áskorun á Twitter. „Ég
svaf á þessu og komst að þeirri niður-
stöðu að framboð Opruh Winfrey
væri ekki svo vitlaust,“ sagði Dan
Pfeiffer, sem var einn af helstu ráð-
gjöfum Baracks Obama í forsetatíð
hans. Demókratar eru þó ekki á einu
máli um þetta og sumir þeirra telja
það slæma hugmynd að flokkurinn
tefli fram forsetaefni sem hefur enga
reynslu af stjórnmálunum, eins og
Donald Trump áður en hann varð for-
seti.
Nokkrir repúblikanar hafa viður-
kennt að Winfrey yrði mjög sterkur
frambjóðandi gegn Trump. „Hvernig
getur nokkur stjórnmálamaður ráðist
á Opruh, konu í dýrlingamynd, mann-
réttindahetju og ástsæla mannveru,“
sagði Bill O’Reilly, fyrrverandi þátta-
stjórnandi Fox News.
Hvött til að bjóða
sig fram til forseta
Oprah Winfrey
sögð íhuga fram-
boð gegn Trump
AFP
Ástsæl Oprah Winfrey er sögð
íhuga forsetaframboð árið 2020.