Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Sæll Guðmundur.
Þegar ég var
krakki og unglingur á
árunum 1965-75 var
verið að gera átak í
umhverfismálum á
mínu heimasvæði við
sjávarsíðuna sem
gengu út á að koma
skólpi, sem áður hafði
runnið í opnum skurð-
um, í lokuð kerfi þar
sem því var safnað saman og dælt í
einni útrás út í sjó. Þetta var mikið
framfaraskref á þeim tíma enda
hvarf saurlyktin úr vitum manna og
krakkar voru ekki lengur að leika
sér við drulluræsin. Á þeim tíma var
ekkert farið að hugsa um saurgerla
og öll aukaefnin sem bárust frá okk-
ur mannfólkinu, enda eins og segir:
„Lengi tekur sjórinn við.“
Nú hinsvegar eru afleiðingar þess
að safna skólpi saman í gífurlegu
magni og dæla nánast óhreinsuðu í
sjó eða stöðuvötn löngu þekkt.
Náttúran nær ekki að brjóta niður
allar þær milljónir saurgerla, snef-
ilefni, og plastefni sem berast í
gegnum slík kerfi, svo valdið hefur
stórtjóni á lífríki vatna og innfjarða
um allan heim. Því þyk-
ir mér miður að á Ís-
landi skuli hreinsun frá-
veitu enn byggjast á
hálfrar aldar gömlum
aðferðum og áherslur
sveitarfélaga ganga út á
að teygja og toga lög,
reglugerðir og und-
anþágur eins langt og
hægt er til að geta við-
haldið þessum úreltu
aðferðum. Þetta snýst
sem sagt um það að
koma saurnum og öllu
jukkinu nógu langt frá sjónum og
vitum þéttbýlisbúans, þetta kalla ég
ekki umhverfisvernd heldur frið-
þægingu.
Á Egilsstöðum hefur verið í gangi
allt frá árinu 2004 framúrstefnuleg
tilraun til fullnaðarhreinsunar á frá-
veitu, með klæðskerasniðnum
hreinsivirkjum, sem er í fjórum
þrepum: 1) Túrtappar, bleyjur,
tannþræðir og allt það sem óvart
lendir í salernum okkar er hreinsað
frá; 2) saurinn er botnfelldur í kerf-
inu og síðan safnað saman og urð-
aður (reyndar væri hægt að gera úr
honum mikil verðmæti og selja úr
landi); 3) fráveituvatninu er að lok-
um margrennt í gegnum sérstakar
tromlur þar sem súrefni blandast
við það sem og náttúruleg efni sem
hjálpa til við niðurbrot saurgerla og
fosfórs, niturs og annarra snefilefna
sem hættuleg eru náttúrunni og 4)
að endingu er vatnið geislað með
sérstökum útfjólubláum ljósalömp-
um sem drepa gerlana sem eftir
eru.
Vandamálin sem komið hafa upp
eru t.d. þau að ef of mikið af regn-
vatni eða umframvatni, sem þarf
auðvitað enga hreinsun, kemur í
kerfin geta þau yfirfyllst með þeim
afleiðingum að geislunin dugi ekki
til að drepa alla gerla því til þess
þarf hún að komast alla leið í gegn-
um fráveitubununa.
Á Egilsstöðum var farin sú leið að
setja upp hreinsivirki við hverja út-
rás einmitt til að geislunin gengi
sem best auk þess sem það sparaði
gríðarlegar framkvæmdir í gerð
skólpstöðvar, sameiningar ræsa,
dælustöðva og svo útrásar út í Lag-
arfljót.
Í stuttu máli hefur árangurinn af
þessum hreinsunum verið svo frá-
bær að þegar best lætur er gerla-
magnið sem út úr hreinsivirkjunum
kemur lítið meira en má finna í
hverju meðaleldhúsi á Íslandi ef það
er ekki gerilsneytt þeim mun betur
á hverjum degi. Þetta gerir það að
verkum að fráveituvatnið sem eftir
er getur farið í hvaða viðtaka sem
er, þar með ár og stöðuvötn og er til
dæmis klæðskerasniðið fyrir Mý-
vatnið svo dæmi séu tekin. Kostn-
aðarlega er hægt að sýna fram á
með óyggjandi hætti að þessi leið er
ekki dýrari en „engin“ hreinsun
samkvæmt gömlum aðferðum, nema
síður sé.
Nú þegar er um helmingur alls
skólps á Fljótsdalshéraði hreins-
aður með þessum hætti og með jafn
frábærum árangri hefði ég haldið að
bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs væri
berjandi sér á brjóst og haldandi á
lofti niðurstöðum mælinga og þeim
árangri sem náðst hefur í verndun
Eyvindarár frá þeim ósköpum sem
áður var. Nei, svo er nú aldeilis
ekki, undir stjórn nýs rekstraraðila
fráveitu hjá Fljótsdalshéraði hefur
allt verið gert til að tortryggja þann
árangur sem orðið hefur og gera
þessari aðferð sem erfiðast fyrir.
Ég vona að þú, nýr umhverfis-
ráðherra, hafir raunverulegan
áhuga á náttúru- og umhverfisvernd
en haldir ekki áfram með þá sýnd-
armennsku, þröngsýni og friðþæg-
ingu sem mér hefur fundist ein-
kenna þennan málaflokk á undan-
förnum árum. Ég vona að þú kynnir
þér þann árangur sem orðið hefur
af þessum hreinsivirkjum og þær
mælingar sem gerðar hafa verið
með reglubundum hætti hjá Heil-
brigðiseftirliti Austurlands.
Leyndarhyggja, pukur og sér-
hagsmunir virðast ríkja um þá áætl-
un Hitaveitu Egilsstaða- og Fella,
sem nýs framkvæmdaaðila fráveitu
á Fljótsdalshéraði, að hverfa hálfa
öld til baka og byggja skólpstöð fyr-
ir 550 milljónir sem hreinsa á sam-
kvæmt þrepi 1 hér að framan og
hleypa svo öllu óhreinsuðu í Lag-
arfljót. Athyglisvert er að ekki er
minnst einu orði á að sniðræsi,
dælustöðvar og útrás út í mitt Lag-
arfljót kosti eitthvað. Um mögu-
legar skýringar þessara vinnu-
bragða mun ég fjalla í næstu
greinum, ég er hvergi nærri hættur,
það er skítalykt af málinu.
Opið bréf til umhverfisráðherra – um fráveitumál
Eftir Sigurð
Ragnarsson
Sigurður Ragnarsson
» Þetta snýst sem sagt
um það að koma
saurnum og öllu jukkinu
nógu langt frá sjónum
og vitum þéttbýlis-
búans.
Höfundur er framkvæmdastjóri á
Egilsstöðum.
sigurdur@manatolvur.is
Strax verður þessi
fyrirsögn umdeild, þar
sem margt kristið fólk
lítur ekki á hann sem
mann, heldur sem
Guð. Á kirkjuþingi í
Niceu árið 325 var
ætlunin að leysa og
leggja niður þær deil-
ur sem skiptar skoð-
anir um eðli Krists
höfðu valdið en í raun
héldu þær áfram næstu hundrað
árin. Niðurstaðan með meirihluta
atkvæða var sú að Jesús Kristur
væri ekki mannlegur heldur ofur-
hetja sem væri ósigrandi. Gjarnan
vilja menn trúa því í dag að þetta
ráð biskupa hafi verið innblásið af
heilögum anda sem leiddi þá guð-
fræði sem er grundvöllur krist-
innar trúar í dag þar sem trúar-
játningin er endurtekin hvern
sunnudag. Í raun var þessi fundur
skipaður og stjórnað af Konst-
antinus keisara Róma-
veldis og setinn af
biskupum frá aðeins
hálfu umdæmi hans
sem studdu skoðanir
hans. Litið hefur verið
framhjá orðum upp-
hafsmannsins sem eru:
„Guð minn, guð minn
hví hefur þú yfirgefið
mig“ (Matt. 27:45-46)
sem þó undirstrika
hans mannlega þátt.
Konstantin þurfti á
að halda sterkum,
óskiptum guði með sér í liði sem
studdi vald hans sem guðlegs keis-
ara og til að viðhalda hinni róm-
versku hefð þar sem keisarinn var
guð. Þess utan varð hann fyrstur
til að nota krossinn sem sigurtákn í
orrustu. Leiðtogar sem á eftir
komu til dagsins í dag og fylgdu
fordæmi hans, hafa mistúlkað Jes-
ús og gert lítið úr arfleið hans.
Í raun finnum við hvergi í ritn-
ingunni orð um að upphafsmaður
kristninnar réttlæti blóðsúthell-
ingu. Hann læknaði eyra her-
mannsins sem hlaut skaða af sverði
Péturs. Þegar hann eitt sinn nefndi
sverð á nafn vísaði hann til þess
hversu umdeild koma hans var en
ekki en ekki í vopnaðan bardaga.
(Mat.10:33-35). Já, hann henti út
sölumönnunum úr helgidómnum en
þar lýkur öllum líkamlegum átök-
um í ritningunni. Við getum álasað
kirkufeðrunum fyrir að gera ekki
skýran greinarmun á Nýja og
Gamla testamentinu vegna þess að
flestar Biblíur hafa hvort tveggja.
Upphaf kristninnar var hreint og
hófst með fórn, en um leið og guð-
fræðin varð kennileg urðu biskupar
ófyrirleitnir þorparar sem hikuðu
ekki við að tilkynna til rómverskra
yfirvalda keppinauta sína í fræð-
unum og saka þá um villutrú, vit-
andi að það stefndi keppinautum
þeirra í lífshættu. Sagnfræðingar
samtímans eru sammála um að
þegar kristni tók að breiðast út á
4. öld varð ekki við jafnað í sög-
unni á þeim tíma það ofbeldi sem
því fylgdi að útrýma heiðnum sið.
Óvíst er hvort það hafi verið fyrir
tilverknað trúboða eða eyðilegg-
ingu gamalla siða og ótti við þá er
því fylgdu eftir, sem varð til þess
að það snerist til kristinnar trúar,
ljóst er að aðrir valkostir voru ekki
til framdráttar.
Um hver jól heyrum við Jesaja
9:5-6 „Því að barn er oss fætt, son-
ur er oss gefinn. Á hans herðum
skal höfðingdómurinn hvíla, hann
skal nefndur: Undraráðgjafi, Guð-
hetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfð-
ingi.“
Raunveruleikinn hins vegar í lífi
Jesú og mannkynssögunni fram á
vora daga er víðs fjarri frá þessari
Biblíutilvitnun.
Lúk. 23:28-34 er næg vísbending
til að skilja hvað Jesú átti við með
þessum orðum á leið sinni að
krossinum í ljósi sögunnar fram á
þennan dag: Jesús sneri sér að
þeim og mælti: „Jerúsalemdætur
grátið ekki yfir mér en grátið yfir
sjálfum ykkar og börnum ykkar.“
Hin svokallaða útvalda þjóð Ísr-
aels varð mest ofsótta þjóð í sögu
mannkyns. Er það lífið sem hinir
útvöldu lifa eftir að hafa uppfyllt
vilja Guðs? Almenn skynsemi segir
okkur að eitthvað fór úrskeiðis.
Á jólum gleðjumst við í tilefni
fæðingar Jesú og gleðjum aðra
með gjöfum, deilum gleðinni yfir
fæðingu hins eina sonar Guðs. Það
var eins og með upphaf kristninn-
ar, hún var í lagi, en eins og barn
sem elst upp þarfnast það mennt-
unar. Ef það vantar kennarann
verður verður fræðslan röng og í
tilfelli kristininnar jafnvel hættuleg
mannkyni. Þegar segl voru dregin
upp merkt krossmarkinu sigldu
valdhafar í Evrópu víða um heim
til að ná yfirráðum, en það voru
ekki yfirráð fagnaðarerindisins
heldur yfirráð græðginnar og rétt-
lætt með bjöguðum tilvísunum í
kristna trú. Gott dæmi um þetta er
þegar James Cook tók land á
Hawaii. Fornir spádómar frum-
byggja virtust vera uppfylltir með
komu Cooks. Þeir héldu að þeir
væru af himnum sendir. Þetta var
frjór jarðvegur fyrir fagnaðar-
erindið. En í stað þess misnotuðu
Cook og hans menn trú þeirra og
arðrændu þá. Þegar þeir urðu að
snúa aftur til eyjanna vegna óveð-
urs höfðu eyjaskeggjar misst alla
tiltrú og Cook mætti sínum döpru
örlögum þar.
Jesús hafði skýrt markmið en
fann að jarðvegur var ekki tilbúinn
til að gera það að veruleika. Hver
afmælisdagur varð byrði þar sem
tíminn varð að óvini. Enn frekar
skildi enginn hver hann sannarlega
var og enginn hélt upp á afmælið
hans meðan hann lifði með sömu
elsku sem er svo algeng í dag.
Fögnum afmælisdegi hans með
meiri skilningi svo loforð hans
verði að veruleika: „Því þar sem
tveir eða þrír eru saman komnir í
mínu nafni þar er ég mitt á meðal
þeirra.“ Matt. 18:20.
Jesús Kristur – mest misskildi
maðurinn í sögu mannsins
Eftir Rohan Stefan
Nandkisore »Fögnum afmælisdegi
hans með meiri
skilningi svo loforð hans
verði að veruleika.
Rohan S. Nandkisore
Höfundur er formaður
fjölskyldusamtakanna
Heimsfriðar og sameiningar.
Atvinna