Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Gestum á Selasetrinu á Hvamms-
tanga fjölgaði lítillega á síðasta ári,
en samdráttur varð hins vegar í
tekjum.
Á heimasíðu setursins segir að
árið 2017 hafi 42.481 gestur komið í
upplýsingamiðstöð Húnaþings
vestra á Selasetri Íslands. Þetta er
8% aukning á gestafjölda frá árinu
2016. Aukning er þó lítil miðað við
árin á undan, en á milli 2015 og
2016 fjölgaði gestum um 44%, og á
milli 2014 og 2015 um 35%.
Inn á Selasafnið, þar sem eru
m.a. fræðslusýningar, borguðu sig
13.417 gestir árið 2017, sem er 12%
aukning frá árinu 2016. Segir á
heimasíðunni að það sé gleðiefni að
fjölgunin inn á safnið hafi verið
meiri en gestafjölgun almennt.
Í veltu varð 29% samdráttur á
milli ára þrátt fyrir þessa fjölgun
gesta. Á heimasíðunni segir að af
þessu megi ráða að árið 2017 hafi
ferðamenn haldið í við sig í minja-
gripaverslun og afþreyingu.
Yfir 42 þús-
und gestir
í Selasetrið
Héldu í við sig í
minjagripaverslun
Morgunblaðið/RAX
Selur Fylgst með ferðafólki á Jök-
ulsárlóni á Breiðamerkursandi.
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og jafnréttismálaráðherra, segir
ekkert því til fyrirstöðu að endur-
skoðun á skipan dómara í Fé-
lagsdóm verði lokið innan tíðar.
Ráðherrann hefur skipað nefnd
vegna málsins.
„GRECO-nefndin hefur gert
athugasemdir við þessa skipun.
Okkur fannst rétt að setja af stað
vinnu við að endurskoða þetta fyrir-
komulag. Þá hvernig skipað er í Fé-
lagsdóm varðandi hæfi og fleiri at-
riði. Við þessa endurskoðun munum
við fá til okkar
alla þá aðila sem
málið snertir,“
segir Ásmundur
Einar.
GRECO eru
samtök ríkja inn-
an Evrópuráðsins
gegn spillingu. Ís-
land hefur verið
aðili að samtök-
unum frá 1999.
„Það er ekki búið að setja þessa
vinnu af stað. Það verður því að
koma í ljós hversu hratt þetta vinnst.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að
þetta geti gengið fljótt og vel. Það er
breytilegt hvernig þessu er háttað í
nágrannalöndunum, til dæmis á öðr-
um löndum á Norðurlöndum. Það
verður að koma í ljós hver efnisleg
niðurstaða úr þessari endurskoðun
verður,“ segir Ásmundur Einar.
Engar kröfur í lögum
Fram kemur í tilkynningu frá vel-
ferðarráðuneytinu að í úttekt
GRECO komi fram „að þótt núver-
andi forseti Félagsdóms sé héraðs-
dómari séu engar kröfur gerðar
hvað það varðar í lögum um stéttar-
félög og vinnudeilur. GRECO bendir
einnig á að engar sérstakar reglur
gildi um skipan þessara dómara og
að stöður þeirra séu ekki auglýstar,“
segir þar m.a.
„Úrskurðir og dómar Félagsdóms
eru endanlegir og verður ekki áfrýj-
að. Með vísan til þess er það álit
GRECO að eðlilegt væri að gera þá
lágmarkskröfu að dómendur til-
nefndir af Hæstarétti færu í gegnum
ráðningarferli sem tryggði sjálf-
stæði, óhlutdrægni og gagnsæi.
Jafnframt bæri að auglýsa stöður
þeirra líkt og þegar dómarar eru al-
mennt skipaðir í stöður hér á landi. Í
lögum um stéttarfélög og vinnudeil-
ur er gerð krafa um að þeir dómarar
sem Hæstiréttur skipar hafi lokið
embættisprófi í lögfræði. Engar sér-
stakar hæfniskröfur eru gerðar í
lögum til hinna dómaranna sem
skipa Félagsdóm, aðrar en að þeir
séu íslenskir ríkisborgarar,“ segir
m.a. í tilkynningu ráðuneytisins.
Endurskoðun á Félagsdómi verður unnin hratt
Félags- og jafnréttismálaráðherra bregst við úttekt GRECO-nefndarinnar vegna Félagsdóms
Ásmundur Einar
Daðason
„Athugasemdirnar skila sér til fram-
leiðenda,“ segir Jón Svanberg
Hjartarson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Fulltrúar félagsins eru nú staddir í
Kína á árlegum nýársfundi með
framleiðendum flugelda sem björg-
unarsveitir selja fyrir áramót. Þar er
farið yfir öll mál viðvíkjandi fram-
leiðslu, s.s. hvort upp hafi komið
óhöpp og atvik sem bregðast þurfi
við.
Nú um áramót komu upp tvö atvik
viðvíkjandi Top Gun-skotkökum. Í
öðru tilvikinu lenti flugeldur í kálfa
ungs drengs en í hinu fékk maður
skot í bakið og hlaut af djúpt og mik-
ið mar. „Við viljum fá allar upplýs-
ingar um atvik og slys sem tengjast
flugeldunum svo bregðast megi við
slíku í framleiðslu eða með betri leið-
beiningum,“ segir Jón Svanberg,
sem minnir á að öll framleiðslan sé
samkvæmt gildandi reglum og lög-
um bæði með tilliti til öryggis og
mengunar. Þá sé öll framleiðslan
CE-vottuð. sbs@mbl.is
Ræða flug-
eldaslysin við
Kínverjana
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Nettoline fær 5 stjörnur frá
dönskum gagnrýnendum
Þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang
fyrir þá sem þess óska.
við hönnum og teiknum
Komdumeð eða sendu okkur málin af
eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu,
anddyrinu eða svefnherberginu - og
við hönnum, teiknum og gerum þér
hagstætt tilboð í glæsilega danska inn-
réttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð
raftæki á vægu verði.
gott skipulag
Það getur verið mikil kúnst að nýta pláss á sem bestanmáta.
Með fjölbreyttum skápalausnum frá Fríform á hver hlutur sinn stað.
Gott skipulag léttir þér lífið og sparar bæði tíma og fyrirhöfn.
styrkur - ending - gæði
BaðherBergisinnrÉttingar
hÁgÆða Danskar
opið:
Mán. - fim. kl. 09 til 18
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15