Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Íslensk kvikmynd trónir á toppi lista yfir þær kvikmyndir sem mestum miðasölutekjum skiluðu kvikmynda- húsum hér á landi á árinu 2017, líkt og árið 2016. Í fyrra var það kvik- mynd leikstjórans Óskars Þórs Ax- elssonar, Ég man þig, en árið 2016 Eiðurinn eftir Baltasar Kormák. Miðasölutekjur af Eiðnum voru tæp- ar 64 milljónir króna og fjöldi seldra miða um 47 þúsund en Ég man þig gerði gott betur því miðasölutekjur af henni voru 76,6 milljónir kr. og fjöldi seldra miða 47.368, að því er kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK, Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum. Flestir sáu Stjörnustríð Athygli vekur að sú kvikmynd sem aflaði næstmestra miðasölu- tekna í fyrra er einnig íslensk, Undir trénu eftir leikstjórann Hafstein Gunnar Sigurðsson. Tekjur af henni námu 67,7 milljónum króna og seldir miðar voru 42.427 talsins. Samanlagt skiluðu þessar tvær íslensku kvik- myndir því um 144,3 milljónum króna í miðasölu og hefur það aldrei gerst áður að íslenskar kvikmyndir séu í tveimur efstu sætum þessa ár- lega lista frá því mælingar hófust, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hafa ber í huga að miðaverð er hærra á íslenskar kvikmyndir og því skiluðu þær meiru í miðasölukassa bíóhúsanna en nýjasta Stjörnu- stríðsmyndin, Star Wars: The Last Jedi, þótt mun fleiri miðar hafi verið seldir á hana. Tekjur af henni námu 67,5 millj.kr. en seldir miðar voru 50.645 og er kvikmyndin sú eina á árinu 2017 sem rauf 50 þúsund miða múrinn. Aðsókn minni Heildartekjur af miðasölu á allar kvikmyndir sem sýndar voru í ís- lenskum kvikmyndahúsum í fyrra voru 1.688.453.577 kr. og segir í til- kynningu FRÍSK að þær séu á pari við tekjur ársins 2016 sem voru 1.689.720.455 kr. Aðsókn hafi dregist saman um 3,4% milli ára og jafngildi því að hver Íslendingur hafi farið rúmlega fjórum sinnum í kvik- myndahús á árinu öllu. Hlutfall íslenskra kvikmynda af miðasölutekjum var 11,22% í fyrra en 6,6% árið 2016. Samtals voru 17 íslenskar kvikmyndir og heimild- armyndir sýndar 2017, tveimur fleiri en árið á undan. Vinsælasta íslenska heimildarmyndin á árinu var myndin um Reyni sterka, sem rúmlega 2.200 manns sáu. Bandarískar 85% Bandarískar kvikmyndir áttu 85% af markaðnum sé horft til tekna en 87% sé horft til aðsóknar, segir í til- kynningunni og að það sé ögn lægra hlutfall en árið 2016 en þá voru bandarískar kvikmyndir með um 90% af markaðnum. Eins og sjá má af töflunni hér fyrir neðan voru þrjár af 20 vinsælustu kvikmyndum ársins íslenskar en hinar 17 eru úr smiðju bandarísku kvikmyndastúdíóanna, eins og það er orðað í tilkynning- unni. Þar segir einnig að stórfyr- irtækið Disney hafi gert það gott hér á landi þar sem kvikmyndirnar sem sitja í 3. til 6. sæti listans séu afurðir þess. Erlendar kvikmyndir frá öðr- um löndum en Bandaríkjunum hafi því átt 3,4% af markaðnum þegar lit- ið sé til miðasölutekna. 172 kvikmyndir sýndar 2017 Alls voru 172 kvikmyndir teknar til sýningar í kvikmyndahúsum á síðsta ári, samkvæmt tilkynning- unni, sjö myndum færra en árin 2015 og 2016. Samkvæmt svari FRÍSK við fyrirspurn blaðamanns eru kvik- myndir sem sýndar voru á sér- stökum kvikmyndahátíðum í tak- markaðan tíma almennt ekki inni í þessum tölum. Að lokum skal þess getið að í til- kynningunni segir að vinsældir kvik- mynda séu metnar út frá miðasölu- tekjum en ekki aðsókn. „Þetta er gert svo að hlutfall boðsmiða eða af- sláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á vinsældir kvikmynda,“ segir þar. helgisnaer@mbl.is Vel sótt Úr kvikmyndinni Ég man þig sem frumsýnd var í maí í fyrra. Tvær íslenskar á toppnum í fyrsta sinn  Miðasölutekjur af Ég man þig um 76,6 milljónir kr. Miðasölutekjur kvikmyndahúsanna og aðsóknartölur Nr. Kvikmynd Miðasölutekjur Aðsókn 1 Ég man þig 76.591.704 kr. 47.368 2 Undir trénu* 67.736.250 kr. 42.427 3 Star Wars: The Last Jedi* 67.546.351 kr. 50.645 4 Thor: Ragnarok* 49.740.365 kr. 38.039 5 Guardians of the Galaxy - Vol. 2 48.257.615 kr. 36.961 6 Beauty and the Beast (2017) 47.232.358 kr. 38.552 7 Despicable Me 3 (Aulinn ég 3) 46.971.174 kr. 44.009 8 Fast and Furious 8 (The Fate of the furious) 36.608.463 kr. 29.256 9 Dunkirk 35.975.196 kr. 28.074 10 Spider-man: Homecoming (2017) 35.375.104 kr. 27.250 11 Hjartasteinn 34.440.662 kr. 22.684 12 Wonder Woman 33.737.593 kr. 25.799 13 Pirates of the Caribbean – Salazar’s Revenge 32.952.662 kr. 25.495 14 La La Land 32.695.466 kr. 25.913 15 IT (2017) 32.642.023 kr. 24.766 16 Kingsman: The Golden Circle (2017) 29.273.597 kr. 22.942 17 Logan 29.088.190 kr. 22.394 18 Justice League+ 28.629.380 kr. 21.393 19 The Lego Batman Movie 28.547.463 kr. 27.443 20 Baywatch 28.054.448 kr. 22.805 Vinsælustu kvikmyndirnar 2017 Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari kemur fram á tónleikum í Hljóðbergi, sal menningarsetursins Hannesarholts við Grundarstíg, í kvöld klukkan 20. Í frétt um tónleikana á síðu Hannsarholts segir: „Víkingur gef- ur Hannesarholti vinnu sína og vill með því stuðla að því að Hannesar- holt lifi áfram. Sjálfseignarstofn- unin hefur starfað í tæp fimm ár með dyggum stuðningi stofnenda en til að Hannesarholt eigi framtíð þarf að koma til breiðari stuðn- ingur frá samfélaginu.“ Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Philip Glass og J.S. Bach. Vík- ingur hugðist hljóðrita nú í janúar verk eftir Bach, meðal annars í eig- in umritun, til útgáfu á öðrum diski sínum hjá hinni virtu útgáfu Deutsche Grammophon. Hann hef- ur nú frestað upptökum um nokkr- ar vikur og hyggst leika verkin á nokkrum tónleikum þangað til. Uppselt er á tónleikana í Hann- esarholti í kvöld. Víkingur Heiðar styrkir Hannesarholt Morgunblaðið/Einar Falur Styrktartónleikar Víkingur Heiðar við flygilinn í Hljóðbergi. Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8, 10.15 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30, 10.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.