Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Uppboð á skipinu Fanney SI-028, Skipaskrárnr. 6028 (áður Danni
SI-28) fer fram miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 10:00.
Staðsetning uppboðs
Athafnasvæði Faxaflóahafna sf. austan megin við Eyjarslóð í Reykja-
vík – móts við Eyjarslóð 3, 101 Reykjavík.
http://www.faxafloahafnir.is/en/uppsatur-fyrir-smabata-opnad-i-vest-
urhofn-reykjavikur/
Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla einungis
debetkort eða peningar.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
9. janúar 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og söngstund við píanóið með
henni Helgu Gunnars kl. 13.45. Kaffið á sínum stað kl. 14.30 og allir
velkomnir.
Árbæjarkirkja Opið hús í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 13 til 16.
Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl. 13.30. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Kaffi
og með því í boði kirkjunnar. Allir velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl.
13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl.
15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Handavinnustofa opin
frá kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir
velkomnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Eva
hjúkrunarfræðingur kl. 11. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur
14.40. Leshópur kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað kl. 13. Spil, handavinna,
framhaldssaga og kaffið góða. Hugleiðing og bæn frá sóknarpresti.
Hólmfríður djákni sér um stundina. Allir hjartanlega velkomnir.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40 / 15.15. Kvennaleikfimi í Sjálandi
kl. 9.30. Kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 10.40. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í
Kirkjuhvoli kl. 16.15. Innritað í 12 vikna saumanámskeið. Innritun
hefst kl. 10–13 í Jónshúsi.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist.
Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14. Helgistund, bingó og
kaffi. Verið velkomin.
Guðríðarkirkja Fyrsta samvera á nýju ári í félagsstarfi aldriborgara
kl. 13.10. Byrjum í kirkjunni með fyrirbænir og söng. Síðan verður far-
ið yfir vetrarstarfið hjá okkur og hvert við förum í vorferðalagið.
Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát. Sr. Leifur Ragnar, Anna Sigga
og Lovísa.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn
og allir velkomnir. Botsía kl.10–11. Opin handavinna kl. 9–14. Morgun-
leikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-15, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall,
hádgismatur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, stóla- og hláturjóga kl. 13.30,
tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30,
enskunámskeið byrjar þriðjudaginn 16. janúar, allir velkomnir óháð
aldri. Upplýsingar í síma 411-2790.
Korpúlfar Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í Borgum,
gönguhópar kl. 10 frá Borgum og í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10,
allir velkomnir. Gaman saman í Borgum kl. 13.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og
leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik-
fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og handavinnuhópurinn kemur
saman kl. 13. Vöfflukaffi er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í
síma 568-2586.
Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Gróttusal kl. 10. Kaffispjall
í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna Skóla-
braut kl. 13. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlaug-
inni kl. 18.30. Ath. á morgun fimmtudag verður bingó í salnum á
Skólabraut kl. 13.30.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Ragnar
Gunnarsson. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
HELGAFELL 6018011019 VI
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Rúmteppastandur
Mjög flottur rúmteppastandur á
svaka góðu verði, aðeins kr. 3.500-,
Upplýsingar í síma 698-2598.
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Meyjarnar
Álfabakka 12, sími 533 3305
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Það er stíf norð-
anátt. Úti er hríðar-
bylur. Það er dimmt
yfir, kalt og eyjan á
kafi í snjó. Allt ófært nema fyrir
tvo jafnskjóta. Lítil stelpusnót
læðir smárri hendi í lófa afa síns
sem teymir hana áfram í kófinu.
Afi dregur appelsínugulu snjó-
þotuna með vistum úr Kaupfélag-
inu. Förinni er heitið í Sólvalla-
götuna. Sú stutta dáist að
jólaljósunum sem lýsa upp Norð-
urveginn. Það verður gott að
komast í ylinn og hlýjuna sem
einkennir Sólvallagötu 2. Það
marrar í dyrunum þegar þær
opnast inn í bílskúrinn og þotan
skilin eftir á græna gólfinu við
svelginn. Inni í vaskahúsinu eru
blautu fötin sett á forhitarann.
Vitin fyllast af hlýju og matar-
lykt, kjötbollur í brúnni sósu eru í
Ottó M. Þorgilsson
✝ Ottó M. Þor-gilsson fæddist
10. mars 1936.
Hann lést 26. des-
ember 2017.
Útför Ottós fór
fram 4. janúar
2018.
kvöldmatinn og Rás
eitt ómar í viðtæk-
inu. Óskaplega er
gott að komast inn
úr hríðinni. Minn-
ingar mínar um Sól-
vallagötu 2 einkenn-
ast af hlýju,
kærleika og mat-
arilmi. Þar var mitt
annað heimili.
Amma Dísa og Ottó
afi eru mér sem aðr-
ir foreldrar. Þau voru á sama
aldri og ég er núna er ég kom inn
í líf þeirra. Lánsöm er ég að hafa
átt unga ömmu og afa og fékk
tækifæri til að dvelja hjá þeim öll
sumur langt fram á unglingsár.
Alltaf velkomin. Samvera skapar
tengsl og tengsl mín við þau voru
mikil og náin. Það voru forrétt-
indi að fá að dvelja langdvölum í
Hrísey og slíta barnsskónum þar.
Þeir einir vita hvaða töfrum
eyjan býr yfir sem hafa búið þar
langdvölum. Ég skil vel þær
sterku rætur sem afi átti alla ævi
við Hrísey en þangað fluttist
hann barnungur eftir að hafa ver-
ið gefinn til ættleiðingar aðeins
þriggja ára gamall vegna fátækt-
ar. Í eyjunni fögru bjó afi í meira
en 64 ár. Alla tíð elskaði hann eyj-
una sína og vildi hvergi annars
staðar búa. Hann þekkti hverja
laut, kunni á strauma hafsins í
firðinum, las í skýin vegna vinda
og veðurfars, sannkallaður sjó-
maður af guðs náð, náttúrubarn,
dýravinur sem nálgaðist náttúr-
una af virðingu og nægjusemi.
Hann naut þess að sigla um sund-
in blá, finna andvara sjávar
strjúka vangann og draga vænan
fisk í kistuna. Hann talaði við
rjúpuna, fóðraði skógarþresti úr
lófa með rúsínum, gerði að fiski
með einstakri nýtingu og dvaldi
langdvölum í bílskúrnum að
„bílskúrast“. Lærdómur kynslóð-
anna er mikilvægt veganesti fyrir
lífið, lærdómur sem ekki lærist í
skóla eða á vinnustöðum. Afi
kenndi mér að þakka fyrir gjafir
náttúrunnar, sýna henni vissa
auðmýkt, bjóða henni ekki birg-
inn heldur umgangast hana af
virðingu og nægjusemi. Það er
táknrænt að síðasta sjóferðin
yrði farin þegar dagurinn er sem
stystur, hríðarkóf var úti, jóla-
ljósin lýsa upp skammdegið og ég
fékk að halda í höndina þína. Við
gætum að ömmu. Ég kenni ung-
unum að verka fisk, flaka, roð-
fletta og beinhreinsa. Takk, takk.
Sara Björg Sigurðardóttir.
✝ Dagmar Árna-dóttir fæddist
30. desember 1924 í
Nýjubúð við Kol-
grafafjörð. Hún
lést 24. desember
2017. Foreldrar
hennar voru Árni
Jónsson og Guð-
ríður Guðmunds-
dóttir. Þegar Dag-
mar var þriggja
mánaða flutti Guð-
ríður að Hjarðarbóli við Kolg-
rafafjörð með hana og vann sem
vinnukona þar hjá hjónunum
Páli Þorleifssyni og Jakobínu
Jónsdóttur. Tveimur árum síðar
eitt ár á Vefstofu Karólínu í
Reykjavík.
Maður Dagmarar var Þor-
steinn Ingi Einarsson, f. 11. júní
1926, d. 10. september 1992.
Þau eignuðust einn dreng, Pál,
f. 29. apríl 1957. Kona hans er
Margrét Söring Jónsdóttir, f. 26.
apríl 1951. Þau eiga þrjá drengi,
Þórarin Inga, Jón Róbert og
Þorstein. Þeir eiga samtals níu
börn.
Dagmar og Þorsteinn bjuggu
á Skiphól í Garði frá 1974 og bjó
hún þar til síðasta dags. Dagmar
starfaði um árabil hjá Spari-
sjóðnum í Garðinum þar sem
hún sá um þrif og kaffistofu.
Hún var virk í félagsstarfi
aldraðra í Sandgerði og Slysa-
varnadeild kvenna í Garði til
nokkurra ára og starfaði einnig
fyrir Hjartavernd.
Dagmar var jarðsett 30. des-
ember 2017.
flutti Guðríður til
Reykjavíkur en
Dagmar varð eftir
hjá hjónunum á
Hjarðarbóli og ólu
þau hana upp sem
sína dóttur. Dag-
mar átti því uppeld-
issystur, Kristínu,
og níu hálfsystkini
sammæðra og eru
sex þeirra á lífi.
Hún sótti Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli 17
ára gömul og síðar Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað. Tvær
vertíðir vann hún sem kokkur á
síldarbát og síðar starfaði hún í
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Kveðjuorð.
Jæja, gamlan mín, bara nokk-
ur orð til þín, ég er nokkuð viss
um að þú þurfir hvorki gleraugun
né stækkunarglerið til að geta
lesið núna.
Oft höfum við setið saman og
þagað, kannski var það vegna
þess að heyrninni var orðið
ábótavant hjá þér eða fuglarnir,
sjórinn og fjöllin sem blöstu við
fyrir utan eldhúsgluggana voru
okkur nóg. Þú varst mikill nátt-
úruunnandi og við vorum sam-
mála um það að ekki þýddi að
þrátta við náttúruöflin, þau væru
sterkari en við og ættu fulla virð-
ingu skilið, sama í hvaða mynd
það væri.
En við áttum einnig mörg afar
ljúf og góð samtöl og við létum
jafnvel disk í spilarann og hlust-
uðum á gamla slagara og þá var
sko stuð! Og þú deildir með mér
minningum úr æsku þinni og full-
orðinsárum, þvílíkur fjársjóður
minninga sem þú gafst mér og ég
mun varðveita vel.
Alltaf var besta kaffið í Garð-
inum á könnunni hjá þér og ekki
vantaði meðlætið. Heimsins
bestu pönnukökur, hveitikökur
og kleinur svo fátt eitt sé nefnt.
Ég veit núna hvers vegna pönnu-
kökurnar þínar voru svo einstak-
lega bragðgóðar en ég efast um
að ég nái nokkurn tímann að gera
þær jafn silkimjúkar og þunnar
eins og þú gerðir, en ég ætla að
reyna.
Núna fyrir jólin ætlaðir þú að
baka lagkökuna með bleika
kreminu handa mér og ég átti að
fylgjast vel með, hugur þinn var
heima í eldhúsinu í Skiphól en þú
rúmliggjandi á sjúkrahúsi svo
ekkert varð að þeim bakstri,
kannski seinna þegar við hitt-
umst á ný?
Ég á eftir að sakna þess að
koma og borða saman, manstu
hvað okkur þótti gott að fá flóaða
mjólk og súrmat eða soðinn fisk
og kjöt á þinn hátt?
Skrítið sem það er, þá bragð-
aðist maturinn alltaf betur í eld-
húsinu hjá þér.
Það er erfitt að sjá á eftir þér,
en sannarlega er það huggun
harmi gegn að vera viss um að
þér líði betur og sért með elsk-
unni þinni, honum Steina. Ég bað
þig fyrir kveðju til hans, þú
manst eftir að skila henni fyrir
mig.
Sakna þín, elsku vinkona mín
og tengdamóðir, megi góður Guð
geyma þig.
Kveðja,
Margrét Söring Jónsdóttir
(Magga).
Elsku amma. Orð fá ekki lýst
hversu mikið ég er glaður. Það
sem þú gafst mér og mínum út í
lífsleiðina er dýrmætt! Minning-
arnar margar, leiðsögnina á lífið,
lífsgleðina, ákveðnina og hæfi-
leikana í eldhúsinu. Ég ætla ekki
að reyna að leika eftir hæfileika
þína, en ég ætla mér að komast
með tærnar þar sem þú hafðir
hælana.
Á sama tíma og ég á engin orð
yfir gleðinni þá erum við sorg-
mædd, söknuðurinn er mikill en
minningarnar hlýja okkur og
koma okkur í gegnum sorgina.
Þú sem varst búin að lifa heila
ævi og rúmlega það varst tilbúin
að fara frá okkur, en einhvern
veginn gátum við aldrei verið
tilbúin að sleppa þér. Ég ætla að
halda minningu þinni á lofti,
heiðra hana, varðveita og leyfa
þér að lifa með strákunum mín-
um inn í fullorðinsárin.
Síðustu skrefin sem ég tók
með þér voru þung, en góð. Litli
ömmustrákurinn þinn átti erfitt
en fann styrk í fjölskyldunni. Þú
sýndir mér enn einu sinni á lífið
því að ég hafði ansi margar axlir
til að halla mér að.
Ungur ég fór hjá þér að dvelja
Skiphól ég virtist alltaf velja.
Úti að leika þar til á kinnum var roði
bakkelsið á borðum ávallt var í boði.
Uppeldið deildist milli ykkar pabba og
mömmu
hlýt að hafa verið öfundaður að eiga
slíka ömmu.
Þinn tíma þú ávallt gafst mér
öryggið ég fann alltaf hjá þér.
Árin liðu og ég fór að eldast og stækka
heimsóknunum fór þó ekkert að fækka.
Langömmubörnin mættu svæðið á
gleði og glens var hjá þér þá.
Þú ljómaðir öll þegar við í hús mættum
skammaðir okkur þegar við drengj-
unum að gættum.
Hlutirnir væru nú aldei í hættu
þú hélst nú að þeir þetta mættu!
(Þorsteinn Pálsson)
Góða ferð, amma, við elskum
þig ávallt!
Þorsteinn, Stella, Arnþór
Óðinn og Víkingur Veigar.
Dagmar
Árnadóttir