Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 30
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er hólmganga við meistara-
verk, en þó ekki fjandsamleg hólm-
ganga,“ segir Egill Heiðar Anton
Pálsson leikstjóri um Himnaríki og
helvíti sem Borgarleikhúsið frum-
sýnir annað kvöld og viðurkennir
fúslega að hann
ráðist ekki á
garðinn þar sem
hann er lægstur.
Sýningin er
byggð á þríleik
Jóns Kalmans
Stefánssonar,
bókunum Himna-
ríki og helvíti,
Harmur engl-
anna og Hjarta
mannsins sem út
komu á árunum 2007 til 2011, en
Bjarni Jónsson vann leikgerðina í
náinni samvinnu við leikstjórann.
„Strúktúr verksins byggist á því
að það vefur sig utan um ólíkar
tegundir texta sem eru ýmist ep-
ískir, dramatískir eða lýrískir og
svo í kringum myndlistina á sviðinu
og tónlistina,“ segir Egill, en leik-
myndina hannar Egill Ingibergsson
og tónlistina Hjálmar H. Ragnars-
son. Í forgrunni verksins er Strák-
urinn sem trúir því að með orðum
megi breyta heiminum og vekja
látna aftur til lífsins.
Heildstæð sjónræn upplifun
„Það greip okkur Bjarna mjög
sterkt að kór liðinna tíma birtist
okkur hér til að segja okkur sög-
una sem einhvers konar neyðarkall.
Í bókunum birtist kórinn okkur í
gegnum Strákinn, sem er afar sér-
stakur og skynjar heiminn kröftug-
ar en aðrir – hann er í raun ofur-
næmur eða ofnæmur. Í gegnum
hann opnast gátt milli þeirra heims
og okkar. Í þjóðarvitund okkar Ís-
lendinga býr ákveðin náttúru- og
hjátrú, sem er mjög sértök,“ segir
Egill og tekur fram að af þeim sök-
„Hólmganga við meistaraverk“
Ljósmyndir/Grímur Bjarnason
um gæti hann hvergi annars staðar
í heiminum sagt þessa tegund af
sögu.
„Við leitumst við að finna okkar
leið til að opna bækurnar og gera
þær leikbærar. Sú upplifun að vera
einn með bók er allt annað en að
koma inn í leikhússal og deila upp-
lifun með öðrum áhorfendum og
listafólkinu á sviðinu. Eitt listform
er alltaf á kostnað annars og
hrottaskapur leikhússins felst í því
að allt sem ekki þarf textalega séð
hrynur af – þannig hverfur textinn
og verður að einhverju öðru,“ segir
Egill og tekur fram að það hafi
verið spennandi að finna leiðir til
að sviðsetja ljóðrænu bókanna,
náttúruna, veðrið, fjöllin, sjóinn,
kuldann og þokuna. Þar gegni leik-
mynd Egils Ingibergssonar lykil-
hlutverki.
„Í samvinnu við Þórarin Blöndal
skapar hann leiktjöld í anda fyrri
tíma, þegar þau voru máluð. Sú
hugmynd kviknaði snemma að leik-
myndin sem rammi væri hugur
Stráksins sem er síkvikur og af
þeim sökum er leikmyndin líka
stöðugt á hreyfingu,“ segir Egill og
tekur fram að í raun sé leiksýn-
ingin brotin upp í þrjú leikrit á
einu kvöldi með tveimur hléum
þannig að alls verði kvöldstundin í
leikhúsinu um þrjár klukkustundir
að lengd.
„Okkur fannst mikilvægt að
skapa heildstæða sjónræna upp-
lifun þótt verkin þrjú séu ólík. Egill
og Þórarinn útfæra landslagið,
Plássið og veðrið í kolateikningum
Þórarins. Þeir þýða náttúrulýsing-
arnar yfir á einhvers konar hug-
hrif,“ segir Egill og bendir á að
Þórarinn hafi teiknað um 4.000
teikningar fyrir sýninguna. „Maður
sér og skynjar hið handgerða í
þessum skissumyndum,“ segir Egill
og tekur fram að þeir hafi sótt sér
ákveðna fyrirmynd í Jóhannes
Kjarval sem þótti undarleg stærð
þegar hann vann á þilskipum á sín-
um tíma. „Þegar hinar mögnuðu
skissubækur Kjarvals eru skoðaðar
má sjá að hann teiknaði á allt.
Hann var í raun óstöðvandi kraft-
ur. Fyrir mér liggur Kjarval mjög
nálægt þessum Strák, sem tilheyrir
fyrstu kynslóð atvinnulistamanna.“
Gildi hins kvenlæga
Að sögn Egils getur reynst afar
gagnlegt að skoða átök í núinu með
gleraugum fortíðar. „Jón skrifar
bækurnar á miklum umbrotatím-
um, en þær eru gefnar út árin
2007, 2009 og 2011, um það leyti
sem við lentum öll allhressilega í
þeytivindu alþjóðlegrar einkavæð-
ingar. Hann velur að búa sér til
sögusvið hundrað árum fyrr til að
fá „camera obscura“-sýn á sinn
samtíma og skoða hvaða grunnátök
eiga sér stað í íslensku samfélagi –
því þetta er gríðarlega íslensk
saga. Það er svo stórkostlegt að
sjá hlutina með augum Stráksins
sem hefur til að bera innsæi og
listræna hæfileika sem ekkert
pláss er fyrir í þeim heimi þar sem
hann býr. Í þeim heimi fer öll ork-
an í að lifa af í baráttunni við harð-
neskjulega náttúru. Þessi harða
lífsbarátta kynslóðanna mótar okk-
ur, því hún fer inn í erfðamengi
okkar. Verkið bregður upp mynd
af baráttunni um önnur gildi en
bara lífsbaráttuna, sem eru gildi
hins kvenlæga, lista og þekkingar,“
segir Egill og bendir jafnframt á
að bækur Jóns miðli áhrifaríkri
kvennasögu þar sem sterkar konur
ögri viðskiptaveldi karlmannanna í
Plássinu. „Tungumál valdsins er
tungumál karlanna. Kynjaátökin
birtast skýrt í því að sterkar kven-
persónur á borð við Geirþrúði,
Helgu, Andreu, Salvöru, Ragnheiði
og Álfheiði hafa afgerandi áhrif á
líf Stráksins.“
Athygli vekur að Þuríður Blær
Jóhannsdóttir fer með hlutverk
Stráksins í sýningunni og að sögn
Egils eru tvær ástæður fyrir því.
„Annars vegar var það til að leggja
áherslu á hversu Strákurinn sker
sig úr umhverfi sínu með áherslu á
listina meðan umhverfið einblínir á
lífsbaráttuna. Hins vegar fannst
mér Blær sem leikari búa yfir
réttu eiginleikunum og hæfileik-
unum sem kallast á við eiginleika
Stráksins. Þetta hlutverk er ekki
aðalpersóna sem er aðalgerandinn.
Þessi aðalpersóna er áhorfandi og
vitni, atburðirnir gerast í gegnum
hana. Mér finnst Blær búa yfir
ákveðnu gegnsæi – það er hægt að
upplifa heiminn í gegnum hana.
Okkur langaði á sama tíma til að
Strákurinn væri öðruvísi en aðrar
karlpersónur verksins,“ segir Egill.
Aðrir leikarar sýningarinnar eru
Bergur Þór Ingólfsson, Birna Rún
Eiríksdóttir, Björn Stefánsson,
Hannes Óli Ágústsson, Haraldur
Ari Stefánsson, Katla Margrét
Þorgeirsdóttir, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir
og Valur Freyr Einarsson.
Borgarleikhúsið frumsýnir Himnaríki og helvíti sem byggt er á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar
Leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson segir eitt listform alltaf vera á kostnað annars
Egill Heiðar
Anton Pálsson
Vefur „Strúktúr verksins
byggist á því að það vefur
sig utan um ólíkar tegundir
texta sem eru ýmist epísk-
ir, dramatískir eða lýr-
ískir,“ segir Egill Heiðar.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Við leitum að góðum verkum eftir louisu matthíasdóttur, Þórarin B. Þorláksson,
Nínu tryggvadóttur, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og Jóhannes S. Kjarval.
Þá erum við einnig með kaupendur að góðum verkum eftir Guðmundu andrésdóttur,
Kristján Davíðsson, Georg Guðna, alfreð Flóka, Jóhannes Jóhannesson, Birgi andrésson
og Stórval. einnig er eftirspurn eftir verkum Karólínu lárusdóttur, Húbert Nóa,
eggerts Péturssonar og olíumálverkum eftir erró.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars
von Trier hlýtur Sonning-verðlaunin
í ár og fær í sinn hlut eina milljón
danskra króna. Frá þessu greinir
Politiken. Kaupmannahafnarháskóli
veitir verðlaunin til einstaklings
sem unnið hefur mikilvægt starf á
sviði evrópskrar menningar, en þess
má geta að rithöfundurinn Halldór
Laxness hlaut verðlaunin árið 1969.
Verðlaunin voru fyrst veitt 1950 og
eru að jafnaði veitt annað hvert ár
og þá ávallt 19. apríl sem er fæðing-
ardagur Carls Johans Sonning sem
stofnaði til verðlaunanna.
„Að okkar mati er Lars von Trier
mjög sérstakur listamaður,“ segir
Milena Bonifacini, formaður aka-
demíuráðsins. „Í myndum hans má
finna sérstakan styrk og breidd, auk
þess sem þær eru sjónrænt séð
stórkostlegar. Við veltum hinu sjón-
ræna mikið fyrir okkur og erum
upprifin af myndum Lars von
Trier.“
Lars von Trier vakti fyrst athygli
sem leikstjóri fyrir sjónvarpsþátta-
röðina Riget sem hóf göngu sína
1994, en sló í gegn á alþjóðavísu
með kvikmyndinni Breaking the
Waves (1996). Í kjölfarið fylgdu
myndir á borð við Idioterne (1998),
Dancer in the Dark (2000) með
Björk í aðalhlutverki, Direktøren
for det hele (2006) þar sem Friðrik
Þór Friðriksson og Benedikt Erl-
ingsson fóru með hlutverk, Antic-
hrist (2009) og Melancholia (2011).
„Hann hefur meistaraleg tök á
mörgum ólíkum stílum,“ segir Boni-
facini, en von Trier hefur jöfnum
höndum gert gamanmyndir, hryll-
ingsmyndir, söngleiki og sálfræði-
trylla. Ásamt kvikmyndaleikstjór-
unum og löndum sínum þeim
Thomasi Vinterberg, Kristian Levr-
ing og Søren Kragh-Jacobsen stofn-
aði og útfærði Lars von Trier
Dogme95-stefnuskrána árið 1995
sem hafði ekki aðeins afgerandi
áhrif á danska kvikmyndagerð held-
ur evrópska. „Lars von Trier hefur
haft mikil áhrif á evrópska kvik-
myndagerð, þar sem hann hefur
alltaf haft hugrekki til að fylgja eig-
in sannfæringu án allra málamiðl-
ana,“ segir Bonifacini.
Lars von Trier hlýtur
Sonning-verðlaunin
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Glaður Lars von Trier á kvik-
myndahátíðinni í Cannes árið 2011.