Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fækkað hefur á biðlistum eftir að- gerðum á Landspítalanum um 1.333 einstaklinga frá 15. janúar 2017 og fram til 8. janúar 2018. Það er 24% fækkun á milli ára. Enn bíða þó 4.169 eftir að komast í aðgerð á spítalanum og 1.782 þeirra hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Fækkunina á biðlistunum má aðal- lega þakka skipulögðu átaki sem hrundið var af stað 2016 til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum eins og liðskiptum, hjarta- þræðingum og augasteinsaðgerðum. Stjórnvöld ákváðu að verja 1663 m.kr. til biðlistaátaksins frá 2016-2018 og er markmiðið að að átakinu loknu verði hámarksbið eftir aðgerð ekki lengri en 90 dagar. Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítala, segir að spítalinn vilji ná því markmiði, það sé ekki ásættanlegt að fólk bíði of lengi. „Biðlistaátakið var sett upp í fjór- um og síðar fimm aðgerðaflokkum og þar miðað við hvaða biðlistar hefðu lengst mest í verkföllum áranna 2014- 2015. Það eru hins vegar aðrar að- gerðir sem einnig eru of langir biðlist- ar eftir, fyrst og fremst vegna auk- innar eftirspurnar með fjölgun og hækkandi aldri þjóðarinnar. Þeir bið- listar eru ekki hluti af átakinu, en það er ekki síður mikilvægt að bæta í þar og höfum við reynt að gera það eftir megni. Skortur á aðstöðu og mann- skap takmarkar þá sókn hins vegar,“ segir Páll. Slys á ferðamönnum hafa áhrif Biðlistar í nokkrar aðgerðir lengd- ust á síðasta ári. Páll segir það ekki vera á kostnað biðlistaátaksins sem beinist að öðrum aðgerðum. „Í samn- ingum vegna biðlistaátaksins var gerð sérstök krafa um að það myndi ekki koma niður á öðrum aðgerðum og þess hefur verið gætt. Bið í þessar aðgerðir hefur aukist fyrst og fremst vegna vaxandi eftirspurnar tengdrar fjölgun og öldrun þjóðarinnar og aukningar alvarlegra slysa erlendra ferðamanna, sem þurfa skurðstofu- og legurými.“ Eitt ár er eftir af biðlistaátakinu. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að biðtími í aðgerðir verði þá orðinn að hámarki þrír mánuðir svarar Páll að stefnt sé að því að fólk bíði sem styst. „Geta Landspítala til að vinna á biðlistum og svara eftirspurn eftir þjónustu er háð ýmsum breytum sem við höfum ekki fulla stjórn yfir, svo sem fjármagni, mönnun og fráflæði. Við forgangsröðum þannig að þeir veikustu þurfi að bíða sem skemmst,“ segir Páll og bendir í leiðinni á að þriggja mánaða markmiðið hafi þegar náðst varðandi augasteinsaðgerðir og vel hafi miðað í liðskiptaaðgerðum. Bið í ákveðnar aðgerðir styttist  Þriggja ára átak til að stytta bið í valdar aðgerðir á Landspítalanum er farið að skila árangri  Bið í aðrar aðgerðir hefur lengst vegna fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar að sögn forstjóra spítalans Fjöldi á biðlistum á Landspítalanum Heildarfjöldi á biðlistum Hafa beðið lengur en 3 mán. 2017 2018 Breyting milli ára 2017 2018 Breyting milli ára15. jan. 8. jan. 15. jan. 8. jan. Hjartadeild 769 639 -17% 484 389 -20% Öldrunarlækningadeildir 106 107 1% 12 28 - Almennar skurðlækningar 473 451 -5% 205 130 -37% Augnlækningar 1.833 780 -57% 1.274 168 -87% Brjóstholsskurðlækningar 158 92 -42% 115 46 -60% Bæklunarlækningar 984 852 -13% 660 477 -28% Háls-, nef- og eyrnalækningar 201 290 44% 95 127 34% Heila- og taugaskurðlækningar 68 73 7% 8 17 - Lýtalækningar 217 289 33% 145 188 30% Þvagfæraskurðlækningar 165 169 2% 59 68 15% Æðaskurðlækningar 21 18 -14% 5 0 - Kvenskurðlækningar 507 409 -19% 344 144 -58% Alls 5.502 4.169 -24% 3.406 1.782 -48% Heimild: Landspítalinn Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þarna er víða hallað réttu máli og farið á svig við sannleikann. Jósep velur að rógbera samstarfsfólk sitt með þessum hætti, fólk sem ég þekki að góðu einu. Hann má níðast á mér sem hann vill og það er eðlilegt að spjót berist að yfirmönnum en ég er auðvitað farinn úr þessu starfi og veit ekki af hverju hann beinir spjót- um núna að mér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður og fyrr- verandi forstjóri Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands (HSV). Skrif Jóseps Blöndal, fyrrverandi yfirlæknis sjúkrasviðs HSV í Stykk- ishólmi, hafa vakið mikla athygli síð- ustu daga. Jósep lét nýverið af störf- um eftir 27 ára starf og fjallar um starfslok sín í pistli á Facebook. Hann lætur ekki vel af framkomu stjórnenda við starfsfólk St. Franc- iskusspítala í Stykkishólmi og kallar hana einelti. Jósep gagnrýnir að engin staða hafi verið auglýst þegar HSV varð til við sameiningu átta heilbrigðisstofn- ana árið 2010. Forstjóra heilsugæslu og Sjúkrahúss Akraness, Guðjóni, hafi verið „falið að sjá um samein- inguna sem leiddi til þess, að hver einasti stjórnandi stofnunarinnar hefur síðan verið staðsettur á Akra- nesi“. Jafnframt að allar ákvarðanir varðandi starfsemi St. Franciskus- spítala hafi verið teknar einhliða og án nokkurs samráðs við starfsfólk spítalans. „Kannski er rétt að þakka téðum forstjóra öll fögru fyrirheitin sem lagt var upp með í upphafi – um „samráð“, „samvinnu“, „gagn- kvæma virðingu“, að ekki væri „meiningin að sópa öllu niður á Akranes“? Efndirnar hafa engar verið og reyndar unnið leynt og ljóst að því að draga tennurnar úr þeirri stoltu stofnun, St. Franciskusspít- ala,“ skrifar Jósep og klykkir út með því að óska Guðjóni Brjánssyni alls hins besta innan veggja Alþingis. „Fyrir aðkomu hans að stjórn stofn- ana Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands í Stykkishólmi kann ég honum engar þakkir.“ Guðjón sagði við Morgunblaðið að hann væri ósammála skrifum Jóseps um sameininguna. „Þessar stofnanir glímdu við gríð- arlegan vanda og niðurskurð í starf- semi vegna samdráttar í fjárveiting- um. Það var horfin úr rekstrinum fjórða hver króna og jafnvel meira á sjúkrasviðum. Mér er til efs að þess- ar stofnanir hefðu getað mokað sig í gegnum þennan skafl ef ekki hefði komið til sameiningar. Ég leyfi mér til dæmis að segja að háls- og bak- deildin í Stykkishólmi væri ekki starfandi í dag í þeirri mynd sem hún er, engri starfseiningu var hlíft eins mikið. Auðvitað var viðkvæmt mál að sameina víðast hvar og ekki endilega sátt þar um. Við sem völdumst til að stjórna lögðum okkur öll fram og ég var heppinn að ná í úrvalsfólk til að vinna þetta með mér.“ „Hann er ekki við alþýðuskap“ Guðjón segir að aldrei hafi tekist að eiga samstarf við Jósep. „Hann kann ekki að eiga samstarf við annað fólk. Samstarf byggist á skoðana- skiptum, að menn velti ýmsum val- kostum fram og til baka og leiti að niðurstöðu. Það tókst okkur aldrei með þessum einstaklingi. Hann hefði getað valið að bera klæði á vopnin og ná sáttum, allri stofnuninni til heilla. Jósep er mjög sérstakur maður. Hann er ekki við alþýðuskap. Honum er þó margt til lista lagt og hefur gert marga og ágæta hluti. Sem dæmi er hann afbragðsgóður píanóleikari. Hann hefur reynst Hólmurum mætur og dýrmætur starfskraftur. Því er leiðinlegt nú þegar starfsdegi lýkur að hann skuli velja að kveðja svona. Hann hefði getað gert þetta með miklu meiri sóma.“ Hefði getað gert þetta með meiri sóma  Guðjón sakar Jósep um rógburð Guðjón S. Brjánsson Jósep Blöndal Þéttingarstefna borgaryfirvalda snýst upp í andhverfu sína, þegar Reykvíkingar í húsnæðisleit telja sig knúna sig að til að flytja í Hafn- arfjörð, á Akranes eða jafnvel til Þorlákshafnar, vegna íbúðaskorts í höfuðborginni. Þetta kom fram í máli Kjartans Magnússonar, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks, er hann mælti fyrir tillögu Sjálfstæð- isflokksins um aukið lóðaframboð í Úlfarsárdal á fundi borgarstjórnar í gær. Í tillögunni var lagt til að hafist yrði handa við skipulagningu nýs hverfis í Úlfarsárdal í því skyni að draga úr lóðaskorti í Reykjavík og gera það sjálfbært varðandi margvíslega þjónustu. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri hafnaði tillögunni og sagði að nú þegar hefði meirihlutinn ákveð- ið að fjölga byggingarlóðum hóf- lega í Úlfarsárdal. Sjálfstæðismenn vilja fleiri bygging- arlóðir í Úlfarsárdal Skákhátíð MótX 2018 var sett í gær í Stúkunni á Kópavogsvelli, en Skák- félagið Huginn og Skákdeild Breiða- bliks standa að mótinu. Þátt taka á sjöunda tug skákmanna á öllum aldri. Hátíðin er skipuð á þriðja tug alþjóðlegra titilhafa, þar af 8 stór- meisturum í skák, þ. á m. Friðriki Ólafssyni, og stendur fram í febrúar. „Áhersla var lögð á að laða til leiks skákmenn sem hafa verið lengi frá skákiðkun en það er ekki síst mikil- vægt fyrir yngri skákiðkendur að njóta þekkingar þeirra og reynslu,“ segir Jón Þorvaldsson, aðal- skipuleggjandi hátíðarinnar. Hátíð- ina settu Jón Þorvaldsson, Skák- félaginu Hugin, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Meðal helstu viðureigna var skák Vignis Vatnars Stefánssonar, sterk- asta unglings landsins í skák, og Hjörvars Steins Grétarssonar, stigahæsta stórmeistara landsins. Einnig reyndu með sér stórmeist- ararnir Lenka Ptacnikova og Þröst- ur Þórhallsson. Fyrsta leik mótsins lék Guðmundur Sigurjónsson, stór- meistari, í skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Jóns Þorvaldssonar. Skákhátíð í Kópavogi  Á sjöunda tug keppenda og þar af átta stórmeistarar Morgunblaðið/Hari Skákmót sett Friðrik Ólafsson er meðal keppenda og Guðmundur Sigurjónsson leikur fyrsta leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.