Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Flest virðist ganga þér í haginn svo þú getur slakað á og þarft ekki stöðugt að vera að reyna að hagræða hlutunum. Fólk vill vera í návist þinni núna og á næstunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert kappsamur, sem er gott. Auð- veldasta leiðin til að komast klakklaust gegn- um daginn er að gera ekki svona miklar kröf- ur til annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu höndum saman með ein- hverjum í dag. Varanlegar, traustar og skyn- samlegar athafnir eru lykillinn að því að treysta stöðu sína í sambandi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vitrar manneskjur hvetja þig hugs- anlega til þess að takast á við veikleika þína. Samvinna við aðra ætti að skila góðum árangri en aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er einhver spenna í þér og hætt við að þú látir það bitna á fólkinu í kringum þig. Hugsaðu þig vel um áður en þú tjáir þig í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki raska ró þinni þótt ekki gangi allt samkvæmt áætlun. Einhver þarf á stuðningi þínum að halda en er of feiminn til að bera sig upp við þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt ein- hverjir séu að hvíslast á um þín mál. Mundu kínverska máltækið: Fellibylur stendur aðeins yfir í einn dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu afbrýðina ekki ná tökum á þér og segðu ekkert sem þú gætir iðrast síð- ar. Leyfðu þögninni að leika um þig svona af og til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum. Þú ert fullur af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur ákveðnar hugmyndir en vinir þínir vilja draga úr framkvæmdagleði þinni. Sýndu sjálfstraust. Farðu og biddu um heiðarlegt svar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Horfur í peningamálum eru betri en oft áður. Einbeittu þér að því að vera í frá- bæru skapi og taka hlutunum eins og þeir koma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér munu berast fréttir sem koma þér skemmtilega á óvart. Ekki reyna að lappa upp á samband við einhvern, samræður ganga ekki sem skyldi núna. Mínir annmarkar,“ segir Ár-mann Þorgrímsson og yrkir: Ort um hesta aldrei get ekki heldur veður, samt náttúruna mikils met þá mest sem unga gleður. „Það er bara að prófa, Ármann,“ er athugasemd Björns Ingólfssonar: Að ríða skæting upp á hæstu heiðar í hörkufrosti og byl með þrjá til reiðar, enda svo á því að týna tveim og tapa áttum, komast ekki heim. Sá er þetta telur vera toppinn og talar svona, hann er ekki loppinn. Sko, gamli minn, ef gerum okkar besta við getum ort um veðurfar og hesta. Og Ármann prófar: Mér þykir erfitt um merarferð yrkja margskonar gjarðir og útbúnað virkja rasssæri og fleiður af hossingnum hljóta heim koma sárþjáður, ferðinni blóta, hungraður, bölvandi, hnakkinn inn láta, hnakktösku horfna og nestið mitt gráta. Ferðalag svona mun ófullur í aldregi fara, ég lofa skal því. Einar E. Sæmundsen orti á Fjallabaksvegi 1910: Hér í roki, vildarvin, vínið sloka eg feginn. Ekki er Þoka uppgefin, áfram strokar veginn. Einar átti hestinn Háfeta og orti eftir að hafa fest kaup á honum: Öreigarnir eiga hest, engu þurfa að kvíða; oft þeir komast yfir hest sem allir vilja ríða. Og á ferð undir Esju í febrúar 1936 orti hann: Hrapa ofan gljúfragil, glymur í Esjufjöllum Háfeti þá hrifsar til, hrynur í stuðlaföllum. Á dögunum sagði Magnús Hall- dórsson á Hvolsvelli á Boðnarmiði að það væri illa stætt ójárnuðum milli húsa í þorpinu – „ausandi slag- veður oná svellin“: Fráleitt sýnist færðin batna, fjandans veðurlæti, enda fellur elgur vatna, yfir torg og stræti. Jón Atli Játvarðarson svaraði: Hérna, ég þér segi satt, soldið önnur staða. Heyrist lognið lemja glatt ládeyðu með spaða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um annmarka, hesta- mennsku og rok „… KÚRVAN NÆR HÁMARKI Í BYRJUN ÁGÚST.“ „SEGÐU „SÍS“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líða eins og hálfri manneskju þegar hann er fjarri. ÞÚ VARST AÐ BORÐA, ÞANNIG AÐ ÞÚ ÞARFT AÐ BÍÐA Í HÁLFTÍMA EN ÞÁ VERÐURÐU AUÐVITAÐ BARA ORÐINN SVANGUR AFTUR HMMM ÞÚ MUNT MÖGULEGA ALDREI SYNDA AFTUR ÚTREIKN- INGARNIR BENDA TIL ÞESS HRÓLFUR, AUMINGJA NEFIÐ ÞITT ER HÁRAUTT! FÉKKSTU Á HANN? NÆSTUM, HANN FÉKK SÉR VEL NEÐAN Í ÞVÍ! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Í SUND BARÁTTUANDI KENNARA Á þessu ári verður hálf öld liðinfrá því að hægri umferð var tek- in upp á Íslandi. Þegar látið var verða af þessu á Íslandi höfði flestar þjóðir heims þegar skipt úr vinstri yfir í hægri umferð eða voru í þann mund að gera það. Mikið umstang fylgdi því að skipta. Breytingin átti sér stað klukkan sex að morgni sunnudagsins 26. maí. Sjálfboðaliðar voru fengnir til að þess að standa á gatnamótum og umferðareyjum til að aðstoða í umferðinni. Árið áður hafði þessi breyting verið gerð í Sví- þjóð og mun hafa verið sótt í smiðju þeirra við undirbúninginn. x x x Danir lögfestu hins vegar hægriumferð árið 1793. Ástæðan fyr- ir því að sú ákvörðun náði ekki til Ís- lands hefur líkast til verið sú að á þeim tíma var ekki teljandi umferð á Íslandi. Til stóð að taka upp hægri umferð um það leyti sem heims- styrjöldin síðari hófst, en hernám Breta gerði þær fyrirætlanir að engu. x x x Bretar eru reyndar enn meðvinstri umferð. Þar er vitað að von er á fjölda gesta frá löndum þar sem er hægri umferð. Víkverji hefur ekki prófað að aka í vinstri umferð og á nógu erfitt með að horfa í rétta átt þegar hann gengur um götur á Bretlandi. Hann er greinilega ekki einn um það að vita ekki hvort hann á að horfa til hægri eða vinstri því við gangbrautir eru vegfarendur rækilega minntir á að horfa í rétta átt. x x x Vinstri umferð tíðkast enn í hátt íáttatíu löndum, nokkrum ærið fjölmennum og má þar nefna Ástr- alíu, Indland og Japan. Mörg þess- ara landa eru eyjar. Ef til vill finnst ráðamönnum á eyjum minni ástæða til að skipta yfir í hægri umferð því að ökumenn þar eru ólíklegri til að aka til annarra landa en á megin- löndum þar sem hvert landið liggur að öðru. Kannski er það ágætt að farið var í að skipta hér á landi. Það væri ekki á ringulreiðina í umferð- inni í ferðamannaflóðinu bætandi. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm: 34:9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.