Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 45. tölublað 106. árgangur
SKRÁÐI FLÓTT-
ANN FRÁ
EYJUM 1973
ÁRALÖNG
ÁTÖK UM
ARION BANKA
TÍUNDA BREIÐ-
SKÍFAN KEMUR
ÚT Á MORGUN
VIÐSKIPTAMOGGINN GUS GUS 86-87INGIBERGUR ÓSKARSSON 16
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Allt var á floti víðast hvar í gær þegar kröftug lægð
renndi sér yfir landið með tilheyrandi roki og rigningu.
Samgöngur röskuðust, svo sem þegar ökumenn sem
uggðu ekki að sér óku út í polla og krapasvelgi. Það
gerðist meðal annars í efri byggðum Kópavogs, þar
sem björgunarsveitarmenn leystu hvers manns vanda.
Morgunblaðið/Eggert
Úti að ýta í elg og krapa í Kópavogi
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Guðjón Skarphéðinsson, einn fimm-
menninganna sem fengu endurupp-
töku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir
að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38
árum í Guðmundar- og Geirfinnsmál-
inu, hafði reiknað með því að Davíð
Þór Björgvinsson, settur ríkis-
saksóknari myndi krefjast sýknu, eins
og tilkynnt var í gærdag.
Guðjón segir að í raun hafi sýkna
sín og hinna fjögurra blasað við, allt
frá því að dómar í málinu féllu. Fyrst í
héraðsdómi hinn 19. desember árið
1977 og svo í Hæstarétti hinn 22. febr-
úar 1980 – fyrir sléttum 38 árum. Hin-
ir fjórir sem nú er farið fram á að verði
sýknaðir af öllum sökum til viðbótar
við Guðjón eru Sævar Marinó
Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson,
Kristján Viðar Viðarsson og Albert
Klahn Skaftason.
„Í báðum þessum dómum eru í
rauninni ekki framfærðar neinar
sannanir fyrir að nokkur skapaður
hlutur hafi gerst,“ segir Guðjón í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann segist þó
ekki fullviss um að Hæstiréttur muni
snúa við fyrri dómum sínum, þrátt fyr-
ir að settur ríkissaksóknari fari nú
fram á sýknu. Fá ef nokkur fordæmi
séu fyrir því.
„Hann hefur þá smugu að viður-
kenna ekki einhvern punkt í þessu
ferli, endurupptökunefndirnar eða
einhvern annað stað í ferlinu. Þó að
saksóknari leggi til sýknu, þá er það
ekki alveg búið, tel ég.“
Hann segir að búið sé að „nudda
við“ málið í rúm 20 ár og að margir
hafi lagt þar sitt fram við að koma mál-
inu á þann stað sem það er á í dag.
„Þannig hefur þetta nú potast,“ segir
Guðjón, sem segir þó að málinu sem
slíku ljúki ekki, þrátt fyrir að sýknu-
dómur falli.
„Þessir menn hurfu engu að síður,
er það ekki,“ spyr Guðjón og vísar þar
til þeirra Guðmundar og Geirfinns
Einarssona, sem hurfu báðir sporlaust
árið 1974.
Síðan byrjað var að berjast fyrir
endurupptöku málsins um miðjan tí-
unda áratuginn segir Guðjón að ekki
hafi liðið ár án þess að einhver hreyf-
ing hafi verið á hans lífi vegna málsins,
sem alltaf hefur vakið mikla athygli
fjölmiðla og almennings. Allar götur
frá því árið 1996, þegar hann fluttist
aftur til landsins frá Danmörku, hafi
verið einhver umfjöllun um málið.
„Ég hef ekki beðist undan því neitt
sérstaklega. Ég hef ævinlega svarað
öllu og sýnt mig í mynd og gert allar
kúnstir. Enda hef ég ekkert að fela í
þessum efnum.“
Sýkna hafi blasað við allt frá 1977
Einn dæmdra í Guðmundar- og Geirfinnsmáli segist ekki viss um að Hæstiréttur snúi fyrri dómi
MSýknudómur rétti hlut … »28
Á fyrstu þremur
árum yfirstand-
andi kjörtímabils
hefur Reykjavík-
urborg skipað
351 starfshóp
innan stjórnkerf-
isins. Á þetta
bendir Eyþór
Arnalds, oddviti
Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, í aðsendri
grein í Morgunblaðinu í dag. Þannig
hafi að meðaltali verið skipaður
starfshópur þriðja hvern dag kjör-
tímabilsins. Bendir hann á til sam-
anburðar að í fyrra hafi 322 íbúðir
verið byggðar í Reykjavík og að
verktakar séu farnir að leita í önnur
sveitarfélög vegna frestana og svör-
unarleysis af hálfu borgarinnar.
Í greininni er einnig vakin athygli
á því að hinn 12. febrúar síðastliðinn
hafi verið gefin út drög að erind-
isbréfi nýs starfshóps um miðlæga
stefnumótun borgarinnar. Í bréfinu
segir að hlutverk starfshópsins sé að
„vinna að umbótum og samræmdri
framkvæmd í stefnumótun og
stefnuframkvæmd, einkum í mið-
lægri stjórnsýslu og miðlægri
stefnumótun. Að fá bætta yfirsýn yf-
ir þær miðlægu stefnur og stefnu-
markandi skjöl sem eru fyrir hendi
og tengingu við undirstefnur og
áætlanir málaflokka.“ »47
Skipa starfs-
hóp þriðja
hvern dag
Borgin hefur skipað
351 hóp á þremur árum
Eyþór Arnalds
Tilkynnt var um 895 innbrot til
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi
innbrota 849 og hafði ekki verið
minni síðan 2009 þegar tilkynnt var
um 2.883 innbrot til lögreglunnar.
Vísbendingar eru um að inn-
brotum sé að fjölga á ný. Frá ára-
mótum hefur lögreglan fengið 145
tilkynningar en fyrstu tvo mánuði
síðasta árs voru innbrotin 143 en
hafa ber í huga að enn eru nokkrir
dagar eftir af febrúar. Þannig hafa
20 innbrot verið tilkynnt í Grafar-
vogi frá áramótum, voru 58 allt árið
í fyrra. Svipaðar tölur ná yfir Hafn-
arfjörð, Garðabæ og Hlíðar.
Rannveig Þórisdóttir, deild-
arstjóri hjá lögreglunni, segir þró-
unina síðustu ár vissulega áhuga-
verða. Hún sýni fyrst og fremst að
tíðni innbrota fylgi jafnan efnahags-
ástandinu hverju sinni og eftirspurn
eftir varningi. »10
Stefnir í fjölgun inn-
brota á þessu ári
Embætti ríkisskattstjóra stefnir að
því að ljúka álagningu einstaklinga
mánuði fyrr en áður hefur verið eða
31. maí nk. Verður það í annað sinn á
þremur árum sem álagningunni er
flýtt.
Reiknað er með að opnað verði
fyrir framtalsskil hinn 1. mars nk. og
framtalsfrestur standi til 13. mars.
Með breytingunum sem stefnt er
að á þessu ári hefur álagningartími
einstaklinga verið færður fram um
tvo mánuði. Samhliða þessu er gert
ráð fyrir að frestur til að kæra niður-
stöðu álagningar verði lengdur í þrjá
mánuði. »6
Framtalsskilum
flýtt um mánuð