Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 2

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. SÍÐUSTU SÆTIN Allt að 15.000kr. afsláttur á mann PÁSKASÓL GRAN CANARIA 25. mars í 9 nætur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki urðu neinar teljandi skemmdir eða að fólk sakaði í óveðurshvelli sem gekk yfir landið í gær. Á sunnan- verðu landinu var hvasst af suðri og mikil úrkoma af völdum lægðar sem fór á mikilli siglingu yfir land- ið. Á götum á höf- uðborgarsvæðinu var vatnsagi og krapaelgur og þeg- ar ökumenn brunuðu á bílum sínum út í stöðuvötn- in gusaðist vatnið yfir. Samgöngur úr skorðum Starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og annarra sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru önnum kafnir í gær við að hreinsa frá niðurföllum og þannig tókst að leysa málin. Í Hafnarfirði flæddi vatn inn í íþróttahús FH í Kaplakrika og bíla- kjallara fjölbýlishúss við Skógarveg í Fossvogi í Reykjavík. Mætti svo áfram telja. Öllum leiðum frá höfuð- borgarsvæðinu út á land var lokað meðan veðrið gekk yfir. Þá varð nokkur röskun á flugsamgöngum – og vélar sem fara áttu árla dags til Evr- ópu voru flestar nokkrum klukku- stundum of seinar. Þá fór innanlands- flug úr skorðum. Hvassviðrinu sunnanlands slotaði fljótt en það færði sig síðan norður yf- ir landið. Um hádegi fór vindstyrkur á Reykjum í Hrútafirði í 33 m/s og raunar í 50 m/s samkvæmt óopinber- um mælum þar. „Þetta var rosalegur hvellur sem gekk þó yfir á engri stund. Stóð kannski í hálftíma,“ segir Karl Örv- arsson, forstöðumaður Skólabúðanna á Reykjum. „Þessa vikuna eru hjá okkur um það bil 100 krakkar úr Brekkuskóla á Akureyri og Setbergs- skóla í Hafnarfirði og fyrir börnin er auðvitað talsverð reynsla að kynnast svona veðráttu. Sumum finnst þetta spennandi en önnur verða smeyk – og þá bara gildir að róa mannskapinn og fara hinn gullna meðalveg í frásögn- um. Við komum öllum skaranum fyrir skólahúsinu og það væsti ekki um nokkurn mann. Við sem búum að staðaldri hér í Hrútafirði kippum okk- ur annars ekki upp við þetta, enda svona veðri vön.“ Fyrir utan hvassviðri var annars ágætt veður fyrir norðan, hlýtt og mikinn snjó á landinu tók upp í gær. Eru flestir vegir auðir og greiðfærir, eins og sést á vef Vegagerðarinnar. Síðasti hvellurinn er eftir Í gildi er gul viðvörun fyrir norðan- og austanvert landið og á Austfjörð- um er viðbúið að vaxi í ám og lækjum á svæðinu og hætta er á skriðuföllum, svo sem í Þvottár- og Hvalnesskrið- um. Á morgun, föstudag, það er frá miðjum degi og fram á laugardag, er spáð hvassviðri eða stormi víðast hvar á landinu jafnhliða þíðu svo snjór tek- ur enn frekar upp. „Þetta verður síð- asti lægðahvellurinn sem við sjáum í spám sem fyrir liggja, það er óhætt að segja að allur febrúar hafi verið skak- viðrasamur. En núna má gera ráð fyr- ir skárri tíð,“ segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. Hann spáir hæglátu veðri í mars og að þá verði sólríkt og þurrt. Komi þar til að hátt upp í heiðhvolfinu séu kulda- svæðin að missa styrk og fletjast út. Rosalegur hvellur gekk fljótt yfir  Febrúarlægðin olli usla með úrkomu og hvassviðri  Vegum lokað og flug fór úr skorðum  Börn í skólabúðum í Hrútafirði urðu sum hver smeyk  Einn hvellur er eftir enn en síðan kemur skárri tíð Morgunblaðið/Eggert Dælt Mikið vatn rann inn í kjallara fjölbýlishúss við Skógarveg í Fossvogi. Karl B. Örvarsson Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Umsjónarmenn þáttarins eru þau Logi Bergmann Eiðsson, Frið- rika Hjördís Geirsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Logi Bergmann segist spenntur fyrir því að takast á við þetta verk- efni en að hann kvíði því nokkuð að þurfa að vakna svo snemma á morgnana. „Ég hef ekki vaknað svona snemma á morgnana nema til þess að fara í flug,“ segir hann og bætir léttur við að það muni taka hann tíma að ná upp starfsþreki. „Það er svo langt síðan maður mætti til vinnu síðast.“ Hann segir að lagt sé upp með kraftmikinn og lifandi þátt þar sem málefni líðandi stundar verði tekin fyrir. „En útgangspunkturinn er auðvit- að alltaf sá að maður verður að vera léttur.“ Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, horfa á hann í sjón- varpi Símans á rás 9 og á vefsíðunni k100.is. »64 Nýr morgunþáttur á K100  Logi, Rikka og Rúnar Freyr við hljóðnemann Ljósmynd/Gassi Ísland vaknar Rikka, Logi Bergmann og Rúnar Freyr munu vakna með landsmönnum frá 1. mars næstkomandi. Þau hlakka til að hefja störf. Þrátt fyrir beljandann í veðrinu í gær voru er- lendu ferðamennirnir áfram um að komast í skemmtireisur og skoðunarferðir. Perlan í Öskjuhlíð með sýningum sínum er vinsæll áfangastaður og eftir heimsókn þangað er hald- ið áfram, enda er margt að sjá og skoða í Reykja- vík, eða ef lengra er haldið. Mikilvægt er þó að vera við öllu búinn og mynda eina skipulagða röð, áður en rútan rennir í hlað. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðamennirnir standa í einni röð í Öskjuhlíðinni Héraðsdómur hefur dæmt tvo karl- menn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalög- um upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endur- bætur, en reksturinn sem um ræðir virðist reglulega hafa verið færður yfir á nýja kennitölu á síðustu ár- um. Voru þeir Kristján og Örn báð- ir framkvæmdastjórar félagsins og prókúruhafar hvor á sínu tíma- bilinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að þegar Endurbætur ehf. hafi orð- ið gjaldþrota hafi það runnið inn í nýtt félag, Viðhald og viðgerðir ehf., en Reykjavíkurborg hefur átt í viðskiptum við það síðarnefnda. Á síðasta ári tók borgin tveimur til- boðum félagsins í verk, annars veg- ar í áhorfendastúku við leikvöll Þróttar í Laugardal og hins vegar gluggaskipti í Klettaskóla. solrun@mbl.is Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.