Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ríkisskattstjóri (RSK) vinnur nú að
opnun skattframtals einstaklinga.
Reiknað er með að opnað verði fyrir
framtalsskil hinn 1. mars nk. og
framtalsfrestur standi til 13. mars.
Á árinu 2018 er stefnt að því að
ljúka álagningu einstaklinga mánuði
fyrr en áður hefur verið, að sögn
Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkis-
skattstjóra. Er gert ráð fyrir því að
álagningunni verði lokið 31. maí nk.
Verður það í annað sinn á þremur
árum sem álagningunni er flýtt.
Áratugum saman, eða frá því fyrir
1940 og fram til 2015, var álagningu
lokið í júlílok.
Með breytingunum sem stefnt er
að á þessu ári hefur álagningartími
einstaklinga verið færður fram um
tvo mánuði. Álagningu árin 2016 og
2017 lauk 30. júní. Samhliða þessu
er gert ráð fyrir að frestur til að
kæra niðurstöðu álagningar verði
lengdur í þrjá mánuði. Er það einnig
önnur lenging á kærufresti vegna
álagningar.
Hentugra fyrir flesta
Að sögn Skúla Eggerts bað fjár-
málaráðherra RSK að skoða hvort
unnt væri að færa álagninguna
framar og í ár hafa verið gerðar
talsverðar breytingar við álagning-
arvinnsluna sem gera RSK kleift að
ljúka verkinu mánuði fyrr.
„Fyrirfram-
gert framtal fyrir
mjög marga við-
skiptavini okkar
auðveldar þessa
vinnslu. Þetta er
mun hentugra
fyrir flesta að fá
niðurstöður
svona snemma,“
segir Skúlu Egg-
ert.
Hjá embætti Ríkisskattstjóra er
nú verið að safna saman upplýsing-
um frá launagreiðendum, fjármála-
fyrirtækjum og ýmsum opinberum
stofnunum til að færa inn á skatt-
framtölin vegna tekjuársins 2017.
Jafnframt hefur verið að unnið að
því að greiðslur til bótaþega Trygg-
ingastofnunar komi réttar inn á
framtölin.
Langflestir framteljendur geta
lokið við framtalsgerð með því að
opna framtalið, lesa vel yfir allar
upplýsingar og staðfesta síðan. Hef-
ur sú einfalda framtalsgerð sem tek-
in var upp 2010 auðveldað mjög
mörgum það umstang sem áður
fylgdi því að telja fram til skatts,
segir Skúli Eggert.
Sem fyrr segir mun framtalsfrest-
ur standa til 13. mars. Að sögn
Skúla Eggerts verður unnt að fá
lengri frest til að ljúka skilum en þá
þarf viðkomandi framteljandi að
hafa sótt um lengri skilafrest á
skattur.is.
Þeir sem hafa falið endurskoðend-
um eða bókurum framtalsgerðina
hafa rýmri frest. Slíkir fagaðilar
hafa frest fram í apríl til að ljúka
framtalsgerð.
Skattskrár birtar í lok maí
Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 1. mars Álagningu lýkur mánuði fyrr en síðustu ár
295.789 einstaklingar telja fram að þessu sinni Flestir þurfa bara að lesa yfir og staðfesta svo
Skúli Eggert
Þórðarson
Fjölgun milli ára
» Framteljendur eru nú orðnir
295.789 einstaklingar en voru í
fyrra 286.788.
» Fjölgunin er því 9.001 fram-
teljandi. Talsverður hluti þeirra
er útlendingar sem flust hafa
til landsins.
og látið formönnum allra verka-
lýðsfélaganna innan ASÍ það eftir
að komast að niðurstöðu um við-
brögðin því samkvæmt samningi
ASÍ og SA hefur átta manna
samninganefnd ASÍ þessa form-
legu heimild til að segja samn-
ingum upp ef forsendurnar eru
brostnar.
Ákveði formannafundurinn að
segja samningum upp tekur upp-
sögn þá þegar gildi en að öðrum
kosti gilda allir almennir kjara-
samningar SA og ASÍ til 31. des-
ember. Verði samningum sagt upp
kemur ekki til 3% almennrar
launahækkunar 1. maí og ekki
verður af 7% hækkun lægstu launa
í 300 þúsund kr. á mánuði eins og
gildandi samningar kveða á um.
annarra kjarasamninga á árinu
rúmist innan launastefnunnar.
Í yfirlýsingu ASÍ í gær segir:
„Það er mat ASÍ, að óbreyttu, að
forsendur um að launastefna kjara-
samninganna hafi verið stefnu-
markandi hafi ekki gengið eftir.
Því er heimild til uppsagnar þeirra
fyrir lok febrúar enn í gildi.
Vegna þessarar stöðu hefur mið-
stjórn ASÍ ákveðið að boða til for-
mannafundar aðildarfélaga ASÍ
miðvikudaginn 28. febrúar þar sem
farið verður yfir málið og ákvörðun
tekin um viðbrögð verkalýðshreyf-
ingarinnar.“
Athygli vekur að ASÍ-forystan
hefur með boðun formannafundar-
ins útvíkkað umboðið til að ákveða
hvort samningum verður sagt upp
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Óvissan fer vaxandi um hvort gild-
andi kjarasamningar á almenna
vinnumarkaðinum halda gildi sínu
til ársloka eða verður sagt upp í
næstu viku. Miðstjórn ASÍ birti yf-
irlýsingu að loknum fundi í gær
um að það væri mat ASÍ að for-
sendur kjarasamninga, sem koma
til endurskoðunar fyrir lok þessa
mánaðar, væru brostnar. Jafnframt
var ákveðið að boða til formanna-
fundar allra aðildarfélaga ASÍ
næstkomandi miðvikudag þar sem
hin endanlega ákvörðun verður
væntanlega tekin undir mikilli
tímapressu, því þann sama dag kl.
16 rennur út frestur til að ákveða
hvort samningum verður sagt upp
eða ekki.
Svonefnd forsendunefnd ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins hefur þó
ekki enn lokið mati sínu á því
hvort samningsforsendurnar séu
brostnar en Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, sagði í gær að nú lægi
a.m.k. fyrir sú afstaða Alþýðu-
sambandsins að það teldi að for-
sendurnar væru brostnar. Verði
það niðurstaðan þarf að leita við-
bragða bæði hjá viðsemjendum í
SA og stjórnvöldum.
Sameiginleg forsendunefnd ASÍ
og SA komst að þeirri niðurstöðu
fyrir ári að þá væri ein af þremur
forsendum samninganna þegar
brostin, sem heimili uppsögn samn-
inga, en ASÍ og SA ákváðu þá að
fresta uppsagnarheimildinni um
eitt ár og sjá til hvort niðurstaða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvísýnt Ráðast mun innan viku hvort samningum verður sagt upp. Formenn 50 aðildarfélaga ASÍ koma þá saman.
Forsendur brostnar,
óvissa fram á ögurstund
Formannafundur taki ákvörðun fyrir kl. 16 hinn 28. febr.
Ekki liggur fyrir hvort víðtækur stuðningur er við það
meðal forystumanna landssambanda og félaga innan ASÍ
að segja samningum upp eða láta þá renna sitt skeið og
hefja undirbúning að endurnýjun samninga í haust. Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir mjög fáa hafa lýst af-
stöðu sinni til þess hvað eigi að gera. Menn vilji sjá hvað
stjórnvöld og atvinnurekendur vilja gera í tengslum við
endurskoðun samninga og ekki sé óeðlilegt að menn vilji
hafa allt uppi á borðinu áður en ákvörðun sé tekin. Gylfi
hefur lagt til að ákvarðanir á boðuðum formannafundi
ASÍ í næstu viku verði teknar með blandaðri atkvæða-
greiðslu. Þá byggist vægi atkvæða bæði á fjölda formanna og stærð aðild-
arfélaganna til að tryggja að bæði meirihluti félaganna og meirihluti fé-
lagsmanna standi að baki ákvörðunum sem teknar eru.
Fáir hafa lýst afstöðu sinni
LEGGUR TIL BLANDAÐA KOSNINGU Á FORMANNAFUNDI
Gylfi
Arnbjörnsson
„Þetta mál er gríðarlega mikilvægt
og mikilvægara nú en oft áður. Við
sjáum að þessi mál hafa verið að
hreyfast í ranga átt víða í heiminum.
Það er verið að ræða um endurnýjun
í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum
og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson
Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn er fyrsti flutningsmaður
frumvarps á Alþingi um friðlýsingu
Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og
bann við umferð kjarnorkuknúinna
farartækja. Frumvarpið er nú lagt
fram í fjórtánda sinn sem er fáheyrt.
Frumvarp þessa efnis var fyrst lagt
fram á Alþingi árið 1987 en hafði áð-
ur verið til umræðu sem tillaga til
þingsályktunar. Flutningsmenn
voru þingmenn Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Kvennalista.
Steingrímur J. Sigfússon var einn
flutningsmanna og átti málið eftir að
fylgja honum til 2015.
Kolbeinn segir að þrátt fyrir lang-
an aðdraganda hafi málið þokast í
rétta átt á undanförnum árum.
„Ekki má gleyma því að í sam-
þykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands
er ákvæði um friðlýsingu fyrir kjarn-
orkuvopnun. Við erum með þessi
ákvæði inni, í raun vantar ekkert
nema að setja þetta í lög.“
Kolbeinn kveðst aðspurður ekki
vita hvort þetta sé lífseigasta þing-
mál sögunnar.
„Menn lögðu nú fram mörg frum-
vörp um sjálfstæði landsins á sínum
tíma. Góð mál hafa oft verið lengi að
velkjast um í kerfinu.“
hdm@mbl.is
Lagt fram í
fjórtánda sinn
Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyr-
ir kjarnorkuvopnum lagt fyrir Alþingi
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 244.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Portofino&CinqueTerre
Hér er á ferðinni spennandi gönguferð um tvær af fallegustu
gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann
og Cinque Terre ströndina. Náttúrufegurðin er ólýsanleg.
Brattir klettar og höfðar, þaktir ilmandi og litríkum
miðjarðarhafsgróðri sem speglar sig í túrkisbláum sjónum.
Göngurnar eru við allra hæfi.
23. - 30. júní
Fararstjóri: Jóhanna Marín Jónsdóttir
AUKA BROTTFÖR