Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Fyrir nokkrum árum var brydd-að upp á því í umræðunni að
harðar bannreglur varðandi eitur-
lyf og barátta gegn þeim með at-
beina lögreglu, dómstóla og fang-
elsa hefði
misheppnast.
Eina lausnin ogeina vitið væri
að viðurkenna stað-
reyndir, gefast upp
og lögleyfa eiturlyf.
Á móti var á það bent að ákvarð-anir sem teknar væru í þá átt,
án alþjóðlegs samstarfs í þá veru,
myndu leiða til miklu verra ástands
hér en það þó væri. Holland fór
leiðina sem ýmsir mæltu með.
Páll Vilhjálmsson skrifar:
Glæpahópar stjórna hollenskusamfélagi í auknum mæli, seg-
ir í skýrslu samtaka hollenskra lög-
reglumanna. Frjálslynd löggjöf,
sem leyfir hass og vændi, er orsök
þess að Holland er miðstöð eitur-
lyfjasmygls í Evrópu og mansals.
Hollenska lögreglan ræður ekkivið glæpahópana sem nota
illa fengið fé til að koma sér fyrir á
ólíkum sviðum samfélagsins, s.s. í
heilsugæslu, ferðaþjónustu og á
fasteignamarkaði.
Glæpahóparnir herja m.a. á aldr-aða og aðra sem standa höllum
fæti. Aðeins um fimmtungur af-
brota er kærður til lögreglunnar.
Í skýrslunni kemur fram að auð-velt sé að kaupa leigumorðingja
fyrir 400 þús. ísl. kr. en slík við-
skipti voru óþekkt til skamms
tíma.“
Páll Vilhjálmsson
Vatnselgur jókst í
því blauta Hollandi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.2., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 6 alskýjað
Nuuk -17 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -2 alskýjað
Kaupmannahöfn 1 snjókoma
Stokkhólmur -5 snjókoma
Helsinki -11 léttskýjað
Lúxemborg 3 heiðskírt
Brussel 4 þoka
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 6 léttskýjað
London 5 þoka
París 4 þoka
Amsterdam 3 heiðskírt
Hamborg 2 heiðskírt
Berlín 2 skýjað
Vín 0 snjókoma
Moskva -11 heiðskírt
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 9 léttskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 9 skýjað
Róm 10 skúrir
Aþena 13 rigning
Winnipeg -18 heiðskírt
Montreal 11 rigning
New York 19 léttskýjað
Chicago -1 alskýjað
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:59 18:24
ÍSAFJÖRÐUR 9:12 18:21
SIGLUFJÖRÐUR 8:55 18:04
DJÚPIVOGUR 8:31 17:52
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Hin árlega íslenska bjórhátíð verður
sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síð-
degis í dag. Hátíðin stendur í þrjá
daga og munu 5-600 manns fagna 29
ára afmæli þess að bjórbanninu var
aflétt hér á landi. Hátíðarhöldin
verða vegleg því um 50 brugghús
kynna sína bestu bjóra. Þau hafa
aldrei verið fleiri og sérstaka athygli
vekur að íslenskum brugghúsum
hefur fjölgað umtalsvert.
„Fyrstu 2-3 árin vorum við bara
með íslensk brugghús á hátíðinni en
svo bættust Mikkeller og To Øl í
hópinn. Síðan hefur þetta gerst mjög
hratt og síðustu tvö árin höfum við
stækkað mikið. Þetta var hobbíhátíð
en nú tala margir erlendu gestanna
um að þetta sé besta „lænöppið“ í
Evrópu þetta árið,“ segir Hinrik
Carl Ellertsson, einn skipuleggj-
enda hátíðarinnar.
Fyrirkomulag hátíðarinnar er
þannig að hverju brugghúsi er boðið
að koma með sex bjóra á hátíðina.
Tveir eru kynntir á dag, en sum
minni íslensku brugghúsin láta sér
einn duga. Alls stendur hátíðar-
gestum til boða að smakka hátt í 300
bjóra sé sá gállinn á þeim. Og þessir
bjórar þykja ekkert slor.
„Menn eru ekkert að mæta með
standard-bjórana sína. Hingað koma
með menn með sína bestu bjóra
enda er þetta að einhverju leyti til
sölusýning. Mikkel í Mikkeller kem-
ur sjálfur en hann er stærsti dreif-
ingaraðili bjórs í Evrópu. Svo er von
á eiganda brugghússins Cloudwater
en það er annað besta brugghús
heims samkvæmt nýjum lista Rate-
beer. Reyndar sýnir það vel hversu
sterk hátíðin er að hingað koma
fimm af tíu bestu brugghúsum
heims á þeim lista og 15 af 100 bestu.
Þetta er rjómi þess besta. Margir Ís-
lendingar gera sér ekki grein fyrir
því hvað þetta eru stór nöfn sem
hingað koma,“ segir Hinrik.
Morgunblaðið hefur fjallað um
mikinn fjölda nýrra íslenskra brugg-
húsa sem eru að opna eða munu
opna innan tíðar. Eftir að tollar voru
afnumdir af innflutningi brugggræja
er mun auðveldara að hefja fram-
leiðslu á bjór og mun framboð á ís-
lenskum bjór að líkindum aukast
hratt á næstunni. Gestir bjórhátíð-
arinnar fá forskot á sæluna og geta
kynnt sér bjóra frá Jóni ríka,
Austra, Ölverk, Beljanda, Lady Bre-
wery, ÖR Brewing Project, Æg-
isgarði, Malbygg, Öldum og Mono
svo einhverjir séu taldir.
„Þetta er þvílíkt sprengja. Einu
sinni þótti kúl að eiga sólbaðsstofu
eða sjoppu. Nú eru það brugghúsin,“
segir Hinrik í léttum tón. Sjálfur er
hann einn forsvarsmanna Kex
Brewing sem hefur getið sér gott
orð síðustu misseri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bjórhátíð Hinrik Carl Ellertsson segir að The Annual Icelandic Beer Festi-
val jafnist á við stórar bjórhátíðír úti í heimi. Hátíðin verður sett í dag.
Geta smakkað 300
bjóra á hátíðinni
Auglýsing eftir
þátttakendum
í rannsókn um áhrif núvitundar á
hugræna næmisþætti í þróun og bakslag þunglyndis
Markmið rannsóknarinnar er að kanna hugræna næmisþætti fyrir þróun og
bakslag þunglyndis hjá einstaklingum með eða án sögu um þunglyndi.
Jafnframt verður kannað hvort núvitundarmiðuð hugræn meðferð
(Mindfulness Based Cognitive Therapy) dragi úr hugrænum næmisþáttum hjá
fólki með fyrri sögu um þunglyndi.
Hverjir geta tekið þátt?:
þeir sem eru á aldrinum 18 til 65 ára
þeir sem hafa annaðhvort aldrei upplifað þunglyndi eða telja sig hafa
gengið í gegnum slíkt að minnsta kosti þrisvar (óþarfi að hafa
staðfestingu á því frá fagfólki).
Rannsóknin skiptist í þrjú stig og þátttaka er mismunandi eftir því hvort fólk
hefur fyrri sögu um þunglyndi eða enga sögu. Þátttaka á fyrsta stigi felst í
þremur heimsóknum til rannsakanda og fá þátttakendur greiddar 5000 kr.
fyrir að ljúka því stigi.
EF ÞÚ HEFUR MÖGULEGA ÁHUGA Á AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSARI
RANNSÓKN OG VILT NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Sendu tölvupóst á rannsokn@hi.is
Þeir sem hafa samband eru með því aðeins að lýsa yfir áhuga sínum á því að fá frekari
upplýsingar, ekki að skuldbinda sig til þátttöku.
Matvælastofnun telur, á grundvelli
ljósmynda og annarra þeirra
gagna sem henni hafa borist, með-
al annars lýsingum kafara, að litl-
ar líkur séu á því að fiskur hafi
sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í
síðustu viku í kjölfar þess að tjón
varð á tveimur kvíum fyrirtæk-
isins. Önnur kvíin er í Arnarfirði
en hin í Tálknafirði.
Þá telur stofnunin að fyrirtækið
hafi brugðist rétt við til að fyrir-
byggja frekara tjón. Segir í til-
kynningu frá MAST að farið verði
í eftirlitsferð hjá Arnarlaxi við
fyrsta tækifæri og að frekari út-
tekt verði þá gerð á sjókvíum fyr-
irtækisins og fyrrnefndum við-
brögðum þess.
Fiskistofu var einnig tilkynnt
um tjón fyrirtækisins og gögn
málsins hafa verið send þangað.
Fiskistofa fer með mál er varða
slysasleppingar.
MAST telur litlar líkur
á að fiskur hafi sloppið
Tvær kvíar Arnarlax skemmdust