Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja1988@gmail.com
Árdís Ilmur Petty er 21árs Reykjavíkurmær semhafði lengi langað til þessað flytja til útlanda. Hún
útskrifaðist frá Menntaskólanum
við Sund árið 2016 og þaðan lá leið
hennar til Bournemouth á Bret-
landi þar sem hún leggur stund á
viðburðastjórnun við Bournemouth
University. Hún segir það hafa ver-
ið góða ákvörðun og að námið eigi
einstaklega vel við hana, það sé
bæði krefjandi og skemmtilegt.
„Ákvörðunin um að flytjast til
útlanda hefur blundað í mér lengi,
eiginlega alveg síðan mamma sagði
mér fimm ára gamalli að við gæt-
um ekki flutt til Portúgal en ég
gæti alveg flutt til útlanda sjálf ein-
hvern tímann seinna“ svarar Árdís,
þegar hún er spurð hvers vegna
hún hafi ákveðið að leggja land
undir fót. „Þegar ég var um það bil
að klára menntaskóla ákvað ég að
það væri rétti tíminn til þess að
láta þennan gamla draum rætast.“
Sjálfboðaliði
Spurð hvort hún hafi starfað
við viðburðastjórnun áður svarar
Árdís neitandi. „Ekki beint en ég
hef verið sjálfboðaliði á ýmsum við-
burðum á Íslandi. Eftir að ég byrj-
aði í náminu hérna úti hins vegar
hefur skólinn verið duglegur að
bjóða mér að vera sjálfboðaliði á
hinum og þessum viðburðum sem
ég hef verið að nýta mér“
Árdísi líkar námið í Bourne-
mouth University mjög vel. „Ég er
ótrúlega ánægð. Þetta er fjögurra
ára nám og inni í því er eitt ár á
vinnumarkaðnum. Í rauninni er
þetta eitt fjölbreyttasta nám sem
maður getur farið í, en í þessu
námi lærir maður meðal annars
hagfræði, hönnun, markaðsfræði,
samskipti og allt um samfélags-
miðla, og sögu.“
Árdís segir námið einnig mjög
verklegt.
„Manni er alveg kastað í djúpu
laugina strax á fyrsta ári, maður
fær mjög fljótt verkefni við að
setja upp viðburð hjá fyrirtæki.
Þriðja árið er svo þannig uppbyggt
að maður fer að vinna hjá fyrirtæki
í heilt ár til þess að safna í reynslu-
bankann og læra hvernig það er að
vera viðburðastjórnandi.
Fjölmenningarborg
Aðspurð segir Árdís að sér líki
lífið á Bretlandi vel. „Ég er mjög
ánægð hér. Það er mikil fjölmenn-
ing í borginni og manni finnst mað-
ur alltaf vera velkominn, allir eru
mjög kurteisir og vinalegir.
Bournemouth er mjög sunnarlega í
Bretlandi, alveg við suðurströndina
og þeir búa svo vel að hér er besta
veðrið, sem er að sjálfsögðu stór
plús!“
En hvernig skyldi hún sjá
framtíðina fyrir sér að námi loknu?
„Það er erfitt að segja. Ég vona að
ég verði að vinna hjá skemmtilegu
fyrirtæki sem býður upp á fjöl-
breytilegan vinnudag. Draumurinn
er svo að opna mína eigin viðburða-
stofu í framtíðinni“ segir Árdís að
lokum.
Árdís Ilmur Petty er alsæl í námi sínu í viðburða-
stjórnun í Bournemouth University á Bretlandi.
Hún segir námið fjölbreytt og m.a. felast í hagfræði,
hönnun, markaðsfræði, samskiptum og sögu sem og
verklegum þáttum.
Ljósmyndir/Guðmundur Hjaltason
Við höfnina Árdís Ilmur í gönguferð við höfnina í Bournemouth
Viðburður Árdís Ilmur í hátíð-
armóttöku, sem haldin var fyrir
erlenda nemendur skólans.
Kastað í djúpu laugina
strax á fyrsta ári
Gospeltónlist frá ýmsum tímabilum
mun hljóma í Lindakirkju í Kópavogi
sunnudagskvöldið 25. febrúar
Kór Lindakirkju þekkja margir úr
keppninni Kórar Íslands en kórinn vakti
athygli í keppninni, komst alla leið í úr-
slit og endaði að lokum í öðru sæti.
Óskar Einarsson er kórstjóri Kórs
Lindakirkju, hann hefur verið ötull að
kynna landsmönnum gospeltónlistina í
gegnum tíðina. Hann tók við kórnum
árið 2010 og innleiddi gospeltónlist í
Lindakirkju.
Auk þess að syngja flest sunnudags-
kvöld í messum í Lindakirkju tekur kór-
inn þátt í ýmsum viðburðum. Má þar
nefna sýninguna Jesus Christ Superst-
ar sem sýnd verður um páskana líkt og
undanfarin ár í Hörpu.
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, sem
syngur með Kór Lindakirkju segir að á
tónleikunum á sunnudaginn verði flutt
ný frumsamin lög eftir kórmeðlimi.
„Við gáfum út disk árið 2014 með
frumsömdu efni eftir kórfélaga og
prestinn okkar Guðmund Karl Brynj-
arsson. Við stefnum á að endurtaka
leikinn í vor, segir Áslaug Helga sem
lofar góðum tónleikum á sunnudag-
inn.
„Við syngjum gospeltónlist frá ýms-
um tímabilum. Á tónleikunum munum
við flytja eldri gospellög eins og til
dæmis lög eftir Andraé Crouch og Kirk
Franklin auk okkar frumsamda efnis,“
segir Áslaug Helga.
Virkir kórfélagar í Kór Lindakirkju
eru rúmlega 50 og mikil kraftur er í
kórnum.
Gospeltónleikarnir í Lindakirkju
hefjast kl. 20.00. Allir eru hjartanlega
velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi
Kraftmikill Kór Lindakirkju er fjölmennur og syngur gospel af innlifun.
Gospeltónlist frá ýmsum tímum
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Öryggis- og
endurskinsfatnaður
Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggisfatnað
sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Dr. Robert Cost-
anza, einn af
þekktustu fræði-
mönnum samtím-
ans á sviði um-
hverfismála,
fjallar um hvernig
beita má með-
ferðarúrræðum
sem gefist hafa
einstaklingum vel
til að þróa samfélög í átt til meiri sjálf-
bærni og velferðar. Fundurinn, sem fer
fram á ensku og er öllum opinn, er kl.
16 - 17.30 í dag, fimmtudaginn 22.
febrúar á Háskólatorgi.
Rétt eins og einstaklingar geta heil
samfélög orðið fíkn að bráð, til dæmis
fíkn í stöðugan hagvöxt. Með meðferð-
arúrræðum á Costanza einkum við
samtalsmeðferð sem snýst um já-
kvæða hvatningu þar sem fíkillinn sér
fyrir sér kosti þess að bæta hegðun
sína í stað þess að horfa bara á skað-
legar afleiðingar hennar. Á sama hátt
er hægt að setja fram jákvæðar sviðs-
myndir um þróun samfélaga í átt til
sjálfbærni og aukinnar velferðar. Cost-
anza mun meðal annars segja frá nýrri
hreyfingu, Wellbeing Economy Alli-
ance (WE-All), sem hefur sett þessi
mál á oddinn en að henni koma rík-
isstjórnir, samfélög, félagasamtök og
fræðimenn víða um heim.
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í
umhverfis- og auðlindafræði, stýrir
fundinum og umræðum að loknum
fyrirlestri.
Að dagskrá lokinni verða léttar veit-
ingar í Veröld – húsi Vigdísar.
Opinn fundur á Háskólatorgi
Er til meðferð
við hag-
vaxtarfíkn?
Morgunblaðið/Hari
Tákn Fjöldi byggingakrana þykir jafn-
an tákn um aukinn hagvöxt.
Dr. Robert Costanza